Uppfært 10.04. kl. 9:15
Um eða upp úr klukkan þrjú í nótt varð sólarhringsvakt Veðurstofunnar þess vör að líklega hefði enn önnur opnunin myndast við gosstöðvarnar. Við birtingu varð það ljóst á vefmyndavélum að fjórða opnunin er miðja vegu milli þeirra sem opnuðust á hádegi þann 5. apríl og á miðnætti aðfaranótt 7. apríl.
Lesa meiraMars var hlýr og tíð hagstæð. Óvenju hlýtt var á landinu dagana 17. til 19. og mældist hitinn víða hátt í 20 stig á Austurlandi.
Uppfært 26.03. kl. 15.15
Nú er hægt að nálgast
nýjustu gasmengunarspána á sérsíðu inni á vedur.is. Síðan er aðgengileg í gegnum flipa efst á forsíðunni „Virkni á Reykjanesskaga“. Þar birtist textaspá varðandi gasmengun vegna
eldgossins við Fagradalsfjall. Neðst á síðunni er spálíkan sem sýnir
brennisteinsmengun í byggð fyrir næstu 72 tíma. Einnig eru þarna mikilvæg
skilaboð fyrir þá sem ætla að heimsækja gosstöðvarnar.
Lesa meira
Í dag, 23. mars, er alþjóðlegi veðurdagurinn. Þema dagsins í ár er „Hafið, loftslag og veður“ en hafið hefur áhrif á veðurfar. Árið 2020 voru áhrif aukinna gróðurhúsalofttegunda þó stærri í hnattrænu tilliti, en árið var með þeim hlýjustu síðan samfelldar mælingar hófust. Suðvestan við Ísland hefur árum saman verði svæði þar sem þróun sjávarhita er á skjön við þróunina víðast hvar annarsstaðar. Á undanförnum áratugum hefur þó hafið nærri Íslandi hlýnað verulega og hefur þess gætt á landinu, meðal annars í hita, úrkomu og gróðurfari. Á Íslandi var árið 2020 undir meðaltali síðustu 10 ára en yfir meðaltali áranna 1961 – 1990. Aðstæður í hafinu sunnan við landið voru einnig í svalara lagi.
Lesa meira