Óvissustig vegna snjóflóðahættu er í gildi fyrir Austfirði. Talsvert hefur snjóað á svæðinu í norðaustan hríðarveðri. Tvö snjóflóð féllu snemma á mánudagsmorgun í Neskaupstað og fór annað þeirra á íbúðarhús undir Bakkagili. Hættustigi hefur verið lýst yfir í Neskaupstað, Seyðisfirði og Eskifirði. Stór snjóflóð hafa fallið á svæðinu. Ákveðið var að rýma nokkur hús á Eskifirði og Stöðvarfirði vegna krapaflóðahættu og eitt hús á Fáskrúðsfirði. Í dag féll nokkuð stórt snjóðflóð úr Innra-Tröllagili í Neskaupstað og niður að varnarkeilur. Ákveðið var klukkan 15:00 í dag að fara í frekari rýmingar í Neskaupsstað.
Atvinnutenging VIRK hefur tilnefnt Veðurstofu Íslands sem VIRKt fyrirtæki 2023. Alls voru 16 fyrirtæki og starfsstöðvar á landinu öllu sem hlutu tilnefningu. Veðurstofan hefur átt í samstarfi við VIRK í nokkur ár með góðum árangri.
Í tilkynningunni frá VIRK segir að framlag fyrirtækja og stofnanna eins og Veðurstofu Íslans skipti sköpum og að þau sýni samfélagslega ábyrgð í verki með því að bjóða einstaklingum með skerta starfsgetu tækifæri til þess að leggja sitt af mörkum á vinnumarkaði. Rannsóknir hafa sýnt að það að vera með vinnu er mikilvægt fyrir bæði heilsu og velferð einstaklingsins og því er mikilvægt að auka þátttöku þessa hóps á vinnumarkaði.
Lesa meiraÍ dag er alþjóðlegi veðurfræðidagurinn sem haldinn er 23. mars ár hvert á vegum Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar. Þema dagsins í ár er „Framtíð veðurs, vatns og loftslags fyrir komandi kynslóðir“. „Við erum öll nátengd og deilum einni jörð með einum lofthjúpi og einu hafi“ segir í tilkynningu frá Alþjóðaveðurfræðistofnuninni í tilefni dagsins. Þar er lögð áhersla á að veðrið, loftslag og hringrás vatnsins þekkir engin landamæri og hagar sér ekki eftir pólitískum vindum.
Lesa meiraÍ dag, 22. mars, er alþjóðlegur dagur vatnins, en Sameinuðu þjóðirnar halda upp á dag vatnsins árlega. Þema dagsins í ár er „Accelerate change“ sem má þýða „Stuðlum að straumhvörfum“ í ljósi þess að alþjóðasamfélagið á enn langt í land með að ná heimsmarkmiði Sameinuðu þjóðanna nr. 6 sem er að tryggja hreint vatn og hreinlætisaðstöðu fyrir alla jarðarbúa fyrir árið 2030. Því markmiði verður ekki náð á núverandi hraða breytinga.
Eitt af verkefnum Veðurstofu Íslands er að fjalla um verndun og rannsóknir á vatnsauðlindinni, eðli hennar og skilyrðum til nýtingar. Þetta er gert með samstarfsverkefnum á sviði vatnafræða á innlendum og erlendum vettvangi. Hér á landi telja margir að nóg sé til af hreinu vatni á Íslandi og að hvorki þurfi að fara sparlega né varlega með vatn. Hins vegar eykst álag á vatn hér á landi ár frá ári.
Lesa meira