Fréttir

Talsverð skjálftavirkni á Reykjanesskaganum - 14.5.2022

Uppfært 16.05 kl 13:00

Jarðskjálftavirkni heldur áfram á Reykjanesskaga og hafa verið yfir 3000 skjálftar á svæðinu við Eldvörp á Reykjanesi undanfarna viku. Síðan í gær, 15. maí, hafa mælst níu skjálftar yfir 3 af stærð og tveir yfir 4 af stærð. Stærsti skjálftinn var 4,3 af stærð og varð 15. maí klukkan 17:38. Talið er að mesta skjálftavirknin sé á 4-6 km dýpri.  

Samkvæmt GPS mælaneti á Reykjanesskaganum og InSAR gervihnattamyndum eru færslur á yfirborði jarðar sem sýna þenslumerki sem bendir til kvikusöfnunar vestur af Þorbirni, líklega vegna kvikusöfnunar. Samkvæmt frumniðurstöðum er þetta á 4-5 km dýpi.  

Í ljósi kvikusöfnunar og þenslumerkja á Reykjanesi hefur VONA fluglitakóðinn verið færður frá grænu yfir á gulan.

Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum hafa lýst yfir óvissustigi Almannavarna frá og með 15. Maí.

Lesa meira

Norrænir jarðfræðingar funda á Íslandi - 10.5.2022

Vetrarmót norrænna jarðfræðinga er nú haldið hér á Íslandi dagana 11.-13. maí í Háskóla Íslands. Þetta er í þrítugasta og fimmta sinn sem mótið er haldið, en ríkin á Norðurlöndunum halda það til skiptis á tveggja ára fresti og var síðasta vetrarmót haldið hérlendis árið 2012. Starfsfólk Veðurstofunnar er með fjölbreytt erindi á ráðstefnunni, allt frá erindum um fjarkönnun við vöktun náttúrunnar til áhrifa loftslagsbreytinga og hopun jökla á eldvirkni.

Lesa meira

Tíðarfar í apríl 2022 - 3.5.2022

Tíðarfar var hagstætt í apríl. Mánuðurinn var hægviðrasamur og hlýr um allt land. Ekki hefur verið jafn hægviðrasamt í apríl síðan árið 1989.


Lesa meira

Mikilvægt að vakta áfram virkni á Reykjanesskaganum - 27.4.2022

Frá því að gosinu við Fagradalsfjall lauk hefur skjálftavirkni á Reykjanesskaganum verið talsverð og það sem af er þessu ári hafa um 5400 skjálftar mælst. Skjálftavirknin hefur verið bundin við nokkur svæði þar á meðal Reykjanestá, svæði norður af Grindavík, Fagradalsfjall og Kleifarvatn. Alls hafa mælst 11 af stærð 3 eða stærri. Sá stærsti, 3.9 að stærð, mældist 12. apríl um 2.5km NA af Sýrfellshrauni. Sá skjálfti var hluti af skjálftahrinu NA af Reykjanestá, en alls mældust um 450 skjálftar í þeirri hrinu.

Lesa meira
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica