Fréttir

Mögulegt jökulhlaup í Svartá úr lóni við Langjökul - 18.8.2022

Gervitunglamyndir sýna að á síðustu vikum hefur vatnsstaða Hafrafellslóns í jaðri Langjökuls hækkað jafnt og þétt sökum úrkomu og bráðnunar jökulsins. Mögulegt er að það hlaupi úr lóninu á næstu dögum eða vikum.Skyndilegt flóð varð úr sama lóni fyrir tveimur árum, aðfaranótt 18. ágúst 2020.

Lesa meira

Ráðstefnan "Cryosphere 2022" hefst í næstu viku - 16.8.2022

Jöklar hafa undanfarin ár rýrnað um alla jörð og hinar stóru ísbreiður Grænlands og Suðurskautslandsins leggja sífellt meira til hækkunar heimshafanna. Snjóa leysir fyrr að vori á norðurslóðum, bráðnun sífrera í fjöllum leiðir til aukinnar skriðuhættu og útbreiðsla hafíss fer minnkandi í Norðurhöfum. Þessi ummerki hlýnandi loftslags eru vel þekkt og á ráðstefnunni Cryosphere 2022, sem haldin verður í Hörpu dagana 21. –26. ágúst munu vísindamenn frá flestum heimsálfum kynna nýjustu niðurstöður rannsókna á þessu sviði.

Lesa meira

Nýjustu fréttir af eldgosinu á Reykjanesskaga - 9.8.2022

Uppfært 9.8. kl. 16:45

Vísindaráð Almannavarna fundaði í morgun um eldgosið á Reykjanesskaga. Farið var yfir nýjustu gögn og mælingar til að meta stöðuna og framhald gossins. Er það mat vísindamanna að framgangur gossins sé eins og við mátti búast. Gosvirknin hefur haldist nokkuð stöðug síðustu daga og er mikilvægt að undirbúa sig fyrir að gosið standi yfir í nokkuð langan tíma.

Lesa meira

Tíðarfar í júlí - 2.8.2022

Júlí var fremur kaldur um land allt, miðað við það sem algengast hefur verið á síðari árum. Að tiltölu hlýjast á Suðausturlandi og á Ströndum, en kaldast á Norðausturlandi og við Faxaflóa. Úrkoma var yfir meðallagi víðast hvar. Vestanáttir voru óvenjutíðar í mánuðinum.

Lesa meira
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica