Fréttir

Virkni eldgossins nokkuð stöðug - 18.3.2024

Uppfært 18. mars, kl. 16:30

Uppfært hættumat tekur gildi í dag. Gildir til 20. mars, að öllu óbreyttu.

Virkni í eldgosinu hefur verið nokkuð stöðug síðan seinnipartinn í gær. Það gýs á tveimur svæðum á gossprungunni í nokkrum gosopum, en svo virðist sem slökknað hafi í nyrstu gosopunum. Virkustu gígarnir eru sunnarlega á gossprungunni sem opnaðist á laugardagskvöld og frá þeim er hraunrennsli til suðurs í átt að Suðurstrandarvegi. Í morgun voru um 330 m frá hraunjaðrinum að veginum og hafði jaðarinn færst lítið áfram m.v. í gærkvöldi. Við athuganir á svæðinu í gærkvöldi virtist ekki vera mikil virkni eða hreyfing í hrauntungunni sem fór yfir Grindavíkurveg á aðfararnótt sunnudags.

Lesa meira
Nytt-kort-17032024

Stórhríð á norðvesturhluta landsins - 17.3.2024

Næstu daga verður vetrarlegt veður á landinu og mun víða snjóa með hvössum vindi og aukinni snjóflóðahættu.

Lesa meira
Kort-17032024

Óvissustig vegna snjóflóðahættu á norðanverðum Vestfjörðum - 17.3.2024

Óvissustigi vegna snjóflóðahættu hefur verið lýst yfir á norðanverðum Vestfjörðum.

Spáð er norðaustan 15-23 m/s og snjókomu í dag en bætir í vind í nótt. Spár gera ráð fyrir langvarandi hríð á svæðinu fram á þriðjudag með tilheyrandi uppsöfnun á snjó. Búast má við skafrenningi með takmörkuðu eða lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum og að vegir undir bröttum fjallshlíðum lokist vegna snjóflóða. Ekki er talin hætta í byggð að svo stöddu en aðstæður geta breyst þegar líður á veðrið.

Lesa meira
Graph_flowrate_mogi_is_15032024

Engin skýr merki um að jarðhræringunum á Reykjanesskaga og við Grindavík ljúki á næstunni - 15.3.2024

Áður en hægt verður að spá fyrir um tímasetningu á endalokum þeirrar atburðarásar sem nú er enn í gangi og tengist kvikusöfnun undir Svartsengi, þurfa að sjást skýr merki um að streymi kviku inn í söfnunarsvæðið hafi minnkað verulega á milli síðustu atburða. Gögn og líkanreikningar sýna það með skýrum hætti að það magn kviku sem streymir inn í kvikusöfnunarsvæðið undir Svartsengi á hverjum sólarhring hefur haldist stöðugt í síðustu þremur atburðum. Lesa meira




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica