Fréttir

Tveir gígar

Lítíl skjálftavirkni hefur mælst við Sundhnúksgígaröðina síðan á mánudag - 8.11.2024

Uppfært 8. nóvember kl. 14:00

Aðfararnótt mánudagsins 4. nóvember mældist skammvinn jarðskjálftahrina á Sundhnúksgígaröðinni. Síðan þá hefur jarðskjálftavirkni þar verið lítil og eingöngu fimm smáskjálftar mælst eftir hrinuna. Þó er líklegt að mikið hvassviðri síðustu daga hafi haft áhrif á getu jarðskjálftakerfisins til að nema allra smæstu skjálftana á svæðinu.

Lesa meira

Helgi Björnsson jöklafræðingur var gerður að heiðursfélaga í Alþjóðlega jöklarannsóknafélaginu - 4.11.2024

Alþjóðlega jöklarannsóknafélagið hefur gert Helga Björnsson, jöklafræðing og prófessor emeritus við Háskóla Íslands, að heiðursfélaga í samtökunum fyrir ævistarf sitt við jöklarannsóknir. 

Alþjóðlega jöklarannsóknafélagið er samstarfsvettvangur jöklafræðinga um heim allan og þar starfa flestir íslenskir jöklafræðingar sem m.a. vinna við Veðurstofu Íslands og Háskóla Íslands.

Lesa meira

Tíðarfar í október 2024 - 1.11.2024

Október var kaldur á landinu öllu. Það var kaldast á norðurhluta landsins en hlýrra sunnanlands. Tíð var þó nokkuð hagstæð, það var óvenjulega hægviðrasamt og úrkoma var undir meðallagi víðast hvar.

Lesa meira
Stefan_GG_1

Loftslagsrannsóknir benda til þess að líkur á breytingum á hringrás hafstrauma Atlantshafsins hafi verið stórlega vanmetnar - 19.10.2024

Núverandi losun gróðurhúsalofttegunda eykur hnattræna hlýnun en gæti leitt til óafturkræfra breytinga á hafstraumum sem hefðu staðbundna kólnun umhverfis Norður Atlantshafið í för með sér. Í ljósi mögulegra stórfelldra breytinga á hafhringrás í Norður Atlantshafi skrifaði hópur 44 vísindamanna frá 15 löndum bréf til Norrænu ráðherranefndarinnar, en afleiðingar þessara breytinga í hafstraumum myndu líklega bitna af mestum þunga á Norðurlöndum. 

Lesa meira




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica