Uppfært kl. 11:18, 19. júlí
Eldgosið á Sundhnúksgígaröðinni er enn í gangi og gosmóða hefur dreifst víða um landið. Mengunin getur verið viðvarandi og berst langt frá gosstöðvum, einkum í hægum vindum og góðu veðri. Skyggni hefur versnað á mörgum stöðum og áhrif á flugumferð eru möguleg vegna þess. Almenningur er minntur á að skoða loftgaedi.is og fylgjast með viðvörunum, sérstaklega þeir sem eru næmir fyrir loftmengun
Miklar þrumur og eldingar hófust klukkan 7:41 við Húsafell og breiddust hratt yfir norðvesturhluta landsins og Vestfirði. Klukkan 10:30 höfðu mælst yfir 400 eldingar.
Óskar Jakob Sigurðsson helgaði nær allt sitt líf veðurathugunum og mengunarmælingum á Stórhöfða. Hann hóf störf árið 1952 og vann af trúmennsku og þrautseigju í yfir sex áratugi við erfiðar aðstæður þar sem stormar voru tíðir og strangir. Óskar hlaut fjölda viðurkenninga fyrir störf sín og við minnumst hans með þökk og virðingu.
Lesa meiraUppfært 15. júlí 2025
Landris og jarðskjálftavirkni í Svartsengi halda áfram og hafa verið stöðug síðustu vikur. Um 10 smáskjálftar mælast að jafnaði á dag, flestir norðan við Grindavík og suður af Stóra Skógfelli. Kvikusöfnun undir Svartsengi heldur áfram.
Ekki hafa orðið breytingar sem gefa tilefni til að endurskoða hættumat. Ef kvikusöfnun heldur áfram gætu líkur á kvikuhlaupi eða eldgosi aukist með haustinu.