Fréttir

Málstofa um Að­lögun að lofts­lags­breytingum: Hvað getum við gert og þurfum að gera?

16.3.2023

Stjórn samráðsvettvangs um þekkingarsköpun vegna áhrifa loftslagsbreytinga býður til samtals fimmtudaginn 16. mars á milli klukkan 9-12.

Hægt er að fylgjast með málstofunni í beinu streymi


Um er að ræða þverfaglega málstofu sem hefur það að markmiði að öðlast yfirsýn yfir stöðu þekkingar á sviði loftslagsbreytinga og aðlögunar en ekki síður að styrkja tengslanet á milli aðila sem starfa á þessu sviði. Á þessum fyrsta viðburði verður samráðsvettvangurinn kynntur og viðfangsefnið kynnt frá ýmsum sjónarhornum, enda áskorunin af því tagi að samráð og samvinna við rannsóknir og miðlun skiptir höfuðmáli.

Stjórnin hefur það að leiðarljósi að sú þekking sem er til staðar á viðfangsefninu í afmörkuðum geirum skili sér innan geira, á milli geira og út í samfélagið.

Samráðsvettvangur

Stjórn samráðsvettvangs um þekkingarsköpun vegna áhrifa loftslagsbreytinga var skipuð í september 2022 og hélt sinn fyrsta fund í október sama ár. Fulltrúar stjórnar eru skipaðir til eins árs af umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra eftir tilnefningu eftirtalinna aðila:

• Veðurstofu Íslands
• Samstarfsnefnd háskólastigsins
• Stofnun Sæmundar fróða
• Hafrannsóknastofnun
• Náttúrufræðistofnun Íslands
• Umhverfisstofnun
• Embætti landlæknis

Samkvæmt skipunarbréfi skal samráðsvettvangurinn þjóna sem rými fyrir ýmis konar fundi, vinnustofur og fræðslu vegna rannsókna og greininga á áhrifum loftslagsbreytinga.







Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica