Fréttir

Hvítá flæðir yfir bakka sína vegna ísstíflu - 3.1.2025

Frá 30. desember hefur ísstífla verið að byggjast upp í Hvítá í Árnessýslu. Ísstíflan er nærri Brúnastöðum og Flóaáveituskurðinum. Vegna ísstíflunnar hækkar vatnsborð í ánni á svæðinu og síðdegis í gær 2. janúar byrjaði að flæða vatn upp úr árfarveginum. Vatnið flæðir yfir inntak Flóaáveituskurðarins og fram hjá því báðum megin. Lögreglan á Suðurlandi var á svæðinu fyrir hádegi í dag og kannaði aðstæður. Hluti vatnsins rennur yfir Brúnastaðaflatir en hluti þess rennur ofan í Flóaáveituskurðinn.

Lesa meira

Tíðarfar í desember 2024 - 2.1.2025

Desember var tiltölulega kaldur um allt land. Úrkoma var um eða yfir meðallag á sunnan- og vestanverðu landinu, en það var þurrara á Norður- og Austurlandi. Það var hvasst og umhleypingasamt veður yfir jólahátíðina og töluvert var um samgöngutruflanir.

Lesa meira

Kvikusöfnun undir Svartsengi heldur áfram - 2.1.2025

Aflögunargögn fram til 30. desember 2024 sýna að kvikusöfnun undir Svartsengi heldur áfram.

Líkur eru taldar aukast á nýju kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi þegar jafn mikið magn af kviku hefur safnast undir Svartsengi og fór þaðan í kvikuhlaupinu og eldgosinu 20. nóvember. Líkanreikningar sýna að þetta magn er á bilinu 12-15 milljónir rúmmetra. Miðað við hraða kvikuinnflæðis undir Svartsengi í dag má því gera ráð fyrir því að líkur á kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi á Sundhnúksgígaröðinni fari að aukast í lok janúar.

Lesa meira




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica