Frá 30. desember hefur ísstífla verið að byggjast upp í Hvítá í Árnessýslu. Ísstíflan er nærri Brúnastöðum og Flóaáveituskurðinum. Vegna ísstíflunnar hækkar vatnsborð í ánni á svæðinu og síðdegis í gær 2. janúar byrjaði að flæða vatn upp úr árfarveginum. Vatnið flæðir yfir inntak Flóaáveituskurðarins og fram hjá því báðum megin. Lögreglan á Suðurlandi var á svæðinu fyrir hádegi í dag og kannaði aðstæður. Hluti vatnsins rennur yfir Brúnastaðaflatir en hluti þess rennur ofan í Flóaáveituskurðinn.
Lesa meiraDesember var tiltölulega kaldur um allt land. Úrkoma var um eða yfir meðallag á sunnan- og vestanverðu landinu, en það var þurrara á Norður- og Austurlandi. Það var hvasst og umhleypingasamt veður yfir jólahátíðina og töluvert var um samgöngutruflanir.
Lesa meiraAflögunargögn fram til 30. desember 2024 sýna að kvikusöfnun
undir Svartsengi heldur áfram.
Líkur eru taldar aukast á nýju kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi þegar jafn mikið magn af kviku hefur safnast undir Svartsengi og fór þaðan í kvikuhlaupinu og eldgosinu 20. nóvember. Líkanreikningar sýna að þetta magn er á bilinu 12-15 milljónir rúmmetra. Miðað við hraða kvikuinnflæðis undir Svartsengi í dag má því gera ráð fyrir því að líkur á kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi á Sundhnúksgígaröðinni fari að aukast í lok janúar.
Lesa meira