Bætt þjónusta Veðurstofu Íslands við útvarpshlustendur
Nýjar áherslur í veðurfréttalestri á RÚV
Þann 1. apríl 2025 voru gerðar smávægilegar en gagnlegar breytingar á útvarpslestri veðurfrétta frá Veðurstofu Íslands á RÁS 1. Tímasetningar veðurfregna haldast óbreyttar, en innihaldið hefur verið tilsniðið til að veita hlustendum betri og markvissari þjónustu.
Hér er Sigríður Magnea Óskarsdóttir náttúruvársérfræðingur að lesa veðurfréttir frá Veðurstofu Íslands. Í útvarpsklefanum sem hefur verið svo til óbreyttur í rúmlega hálfa öld.
Hvað hefur breyst?
Kl. 10:03 á virkum dögum (10:05 um helgar):
Í morgunlestrinum er nú lesin sérstök veðurspá fyrir höfuðborgarsvæðið til
viðbótar við spár fyrir öll spásvæði landsins. Einnig fylgir spá fyrir næstu
daga og yfirlit yfir veðrið kl. 09 frá 58 veðurstöðvum um land allt. Þetta
gefur góða mynd af stöðunni í dag og fram undan – hentar vel fyrir þá sem vilja
skipuleggja daginn snemma!
Kl. 18:50 síðdegis:
Þessi lestur fær nú aðeins lengri tíma og dýpri upplýsingar. Þar má nú heyra
hæsta hita og mestu úrkomu dagsins auk mesta vinds á landinu kl. 18. Þá er
farið yfir veðrið á völdum veðurstöðvum og lesin stutt veðurspá fyrir landið í
heild. Einnig er lesin veðurspá fyrir miðin og djúpin í kringum landið – þar
með eru sjómenn og þeir sem stunda siglingar betur upplýstir.
Kl. 22:03 á kvöldin:
Kvöldlesturinn inniheldur nú spá fyrir höfuðborgarsvæðið – sem er nýtt – og sú
spá er lesin fyrst, áður en farið er yfir spár fyrir önnur spásvæði landsins og
veðurhorfur næstu daga.
Kl. 5:03 að morgni:
Veðurlýsingin snemma morguns beinist nú sérstaklega að veðurstöðvum við
ströndina. Þetta er sérsniðið fyrir sjómenn og aðra sem þurfa að vita hvernig
ástandið er við sjóinn í upphafi dags.
Sjálfvirk veðurathugunarstöð á Hvanneyri. Ljósmynd: Sigvaldi Árnason
Yfirlit yfir lestur frá Veðurstofu Íslands á RÁS 1 hjá RÚV
05:03 - Veðrið á landinu kl. 03 (35 veðurstöðvar)
Sjóspá, mið og djúp, til miðnættis annað kvöld
10:03 - Höfuðborgarsvæðið
Landspá til miðnættis annað kvöld
Fjöldægra fyrir landið
Veðrið kl. 09 (58 veðurstöðvar)
18:50 -Veðrið á landinu kl. 18 (11 stöðvar)
Stutt landspá
Sjóspá, mið og djúp, til miðnættis annað kvöld
22:03 - Höfuðborgarsvæðið
Landspá til miðnættis annað kvöld
Fjöldægra fyrir landið