Fréttir

Jarðskjálftavirkni við Grjótárvatn aukist undanfarna mánuði - 20.12.2024

Jarðskjálfti af stærð M3,2 mældist nærri Grjótárvatni að kvöldi 18. desember. Veðurstofunni bárust tilkynningar um að skjálftinn hefði fundist m.a. í uppsveitum Borgarfjarðar og á Akranesi. Jarðskjálftavirkni hefur reglulega mælst þarna síðan vorið 2021 en undanfarna mánuði hefur virknin farið vaxandi eins og meðfylgjandi gögn sýna. Frá því að virknin hófst þarna vorið 2021 er jarðskjálftinn sem mældist í fyrrakvöld sá stærsti, en haustið 2021 mældust tveir skjálftar um M3 að stærð. Fyrir 2021 mældist síðast markverð skjálftavirkni þarna árið 1992 en þá mældust tveir skjálftar um M3 að stærð, sá stærri M3,2, og nokkrir aðrir yfir M2,0. Það jarðskjálftayfirlit sem miðað er við nær aftur til ársins 1991 (SIL-kerfið).

Lesa meira

Landris í Svartsengi heldur áfram á stöðugum hraða - 19.12.2024

Uppfært 19. desember kl. 11:50

Myndmælingarteymi Náttúrufræðistofnunar og Landmælinga Íslands flugu yfir gosstöðvar þann 13. desember. Mæligögn úr fluginu sýna að hraunbreiðan sem að myndaðist í síðasta eldgosi frá 20. nóvember til 9. desember var 49,3 milljón m3 og 9,0 km2 að flatarmáli. Þykkasti hluti hraunbreiðunnar mældist við gíginn og varnargarða við Bláa lónið en meðalþykkt hraunbreiðunnar var 5,5 metrar.

Lesa meira

Verkefni til að bæta vatnsgæði á Íslandi hlýtur stóran styrk - 13.12.2024

Veðurstofan, ásamt 22 samstarfsaðilum undir forystu Umhverfisstofnunar, hefur hlotið um 3,5 milljarða króna styrk frá Evrópusambandinu til að vinna að fjölbreyttum verkefnum m.a. til að bæta vatnsgæði á Íslandi.

Lesa meira

Lítið jökulhlaup í Leirá syðri og Skálm - 6.12.2024

Rafleiðni hefur farið hækkandi í Leirá-syðri og í Skálm síðan 4. desember síðastliðinn. Í lok júlí varð jökulhlaup í Leirá-syðri og Skálm, þar sem hlaupvatn flæddi m.a. yfir þjóðveg 1 við brúna yfir Skálm. Í kjölfar jökulhlaupsins í júlí virðist jarðhitavatn úr jarðhitakötlum undir jöklinum hafa fengið greiðari leið frá þeim og í árfarvegi. Síðan í ágúst hafa þrír minni atburðir átt sér stað með hækkun á rafleiðni og vatnshæð, og er þetta sá fjórði í röðinni.

Lesa meira

Tíðarfar í nóvember 2024 - 3.12.2024

Tíðarfar í nóvember var mjög tvískipt. Óvenjuleg hlýindi voru á öllu landinu fyrri hluta mánaðarins. Á mörgum veðurstöðvum hefur meðalhiti þessara fyrstu 14 nóvemberdaga aldrei mælst eins hár. Mjög hlýjar og tiltölulega hvassar sunnanáttir voru allsráðandi þessa daga, með vætutíð sunnan- og vestanlands, en þurru og hlýju veðri á Norður- og Austurlandi. Um miðjan mánuðinn snerist svo í norðanáttir. Þá kólnaði hratt á landinu og var hiti vel undir meðallagi út mánuðinn. Þá var þurrt á sunnan- og vestanverðu landinu, en úrkomusamt og töluverð snjóþyngsli á Norður- og Austurlandi.

Lesa meira

Bætt framsetning rýmingarkorta vegna ofanflóðahættu - 28.11.2024

Ofanflóðasérfræðingar á Veðurstofunni hafa unnið með Almannavarnanefnd Austurlands undanfarið ár að því að uppfæra rýmingarkort vegna ofanflóðahættu fyrir þéttbýlin í Múlaþingi og Fjarðabyggð. Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis- orku- og loftslagsráðherra, staðfesti nýju rýmingarkortin formlega með undirritun á Veðurstofunni í dag. Ein mikilvægasta breytingin frá fyrri rýmingarkortum er sú að nú eru kortin sett fram á stafrænan hátt og verða aðgengileg í kortasjám á heimasíðum viðkomandi sveitarfélaga.

Lesa meira

Jöklabreytingar á Íslandi á COP29 - 20.11.2024

Þorsteinn Þorsteinsson, jöklafræðingur á Veðurstofu Íslands, mun flytja erindi á loftslagsráðstefnunni COP29 fimmtudaginn 21. nóvember klukkan 18:00 að staðartíma eða klukkan 14:00 hér á landi. Erindið verður fjarflutt í sérstakri dagskrá ráðstefnunnar um áhrif hlýnunar á ísa og snjóa jarðar (Cryosphere Pavilion) og verður hluti af setu sem ber heitið: "From Global Glacier Monitoring to the Global Glacier Casualty List". Viðburðurinn verður í beinu streymi, og hægt er að fylgjast með honum á þessari vefslóð.

Lesa meira
Tveir gígar

Eldgos hafið á Sundhnúksgígaröðinni - 20.11.2024

Uppfært 20. nóvember kl. 23:25

Eldgos hafið á milli Stóra-Skógfells og Sýlingarfells

Lesa meira

Helgi Björnsson jöklafræðingur var gerður að heiðursfélaga í Alþjóðlega jöklarannsóknafélaginu - 4.11.2024

Alþjóðlega jöklarannsóknafélagið hefur gert Helga Björnsson, jöklafræðing og prófessor emeritus við Háskóla Íslands, að heiðursfélaga í samtökunum fyrir ævistarf sitt við jöklarannsóknir. 

Alþjóðlega jöklarannsóknafélagið er samstarfsvettvangur jöklafræðinga um heim allan og þar starfa flestir íslenskir jöklafræðingar sem m.a. vinna við Veðurstofu Íslands og Háskóla Íslands.

Lesa meira

Tíðarfar í október 2024 - 1.11.2024

Október var kaldur á landinu öllu. Það var kaldast á norðurhluta landsins en hlýrra sunnanlands. Tíð var þó nokkuð hagstæð, það var óvenjulega hægviðrasamt og úrkoma var undir meðallagi víðast hvar.

Lesa meira
Stefan_GG_1

Loftslagsrannsóknir benda til þess að líkur á breytingum á hringrás hafstrauma Atlantshafsins hafi verið stórlega vanmetnar - 19.10.2024

Núverandi losun gróðurhúsalofttegunda eykur hnattræna hlýnun en gæti leitt til óafturkræfra breytinga á hafstraumum sem hefðu staðbundna kólnun umhverfis Norður Atlantshafið í för með sér. Í ljósi mögulegra stórfelldra breytinga á hafhringrás í Norður Atlantshafi skrifaði hópur 44 vísindamanna frá 15 löndum bréf til Norrænu ráðherranefndarinnar, en afleiðingar þessara breytinga í hafstraumum myndu líklega bitna af mestum þunga á Norðurlöndum. 

Lesa meira

Tíðarfar í september 2024 - 3.10.2024

September var óvenjukaldur um allt land og þurrari en í meðallagi víðast hvar. Loftþrýstingur var hár í mánuðinum og sólríkt var bæði í Reykjavík og á Akureyri. Á Austurlandi var hvassara en í meðalári en lygnara á vesturhelmingi landsins.

Lesa meira

Nýr jarðskjálftamælir í Hítárdal - 3.10.2024

Nýr jarðskjálftamælir var settur upp nú í lok september í Hítárdal um 5 km NV við Grjótárvatn. Síðan í maí 2021 hafa af og til mælst jarðskjálftar við Grjótárvatn á Vesturlandi. Alls hafa mælst um 360 jarðskjálftar síðan vorið 2021 en mest mældust um 20 skjálftar í mánuði þangað til í ágúst 2024 en þá mældust tæplega 80 skjálftar á svæðinu.

Lesa meira

Verður 2024 hlýjasta ár sögunnar? - 16.9.2024

Hnattrænn meðalhiti í ágúst síðastliðnum var 16,82°C sem er 0,71°C yfir meðaltali ágústmánaða viðmiðunartímabilsins 1991-2020. Þessar niðurstöður byggja á ERA5 gagnasafninu og er lýst í fréttatilkynningu frá loftslagsþjónustu Kópernikusar.

Lesa meira

Aldrei fleiri viðvaranir gefnar út að sumarlagi - 11.9.2024

77 viðvaranir voru gefnar út í sumar, þar af átta appelsínugular. Aldrei hafa fleiri viðvaranir verið gefnar út yfir sumartímann frá því að Veðurstofan tók upp nýtt viðvaranakerfi.  

Lesa meira

Jökulhlaup í Skálm í rénun - 10.9.2024

Jökulhlaup sem staðið hefur yfir í Skálm undanfarna sólarhringa er í rénun. Rafleiðni og vatnshæð í ánni fór hækkandi frá því á laugardaginn 7. september þar til í gær þegar mælingar byrjuðu að lækka aftur. Hækkuð rafleiðni er merki um jarðhitavatn í ánni. Jarðhitavatnið kemur undan Mýrdalsjökli. Síðan síðdegis í gær hefur rafleiðnin nálgast aftur eðlileg gildi og er þetta hlaup því í rénun.

Lesa meira

Tíðarfar í ágúst 2024 - 3.9.2024

Ágúst var kaldur og úrkomusamur um allt land. Víða var meðalhitinn sá lægsti sem mælst hefur í ágústmánuði á þessari öld og ágústúrkoman mældist óvenjumikil á fjölda veðurstöðva. Loftþrýstingur var óvenjulágur um allt land. Meðalloftþrýstingur hefur aldrei mælst jafn lágur í ágústmánuði í Reykjavík frá upphafi mælinga árið 1820. Víða var óvenjuhvasst í mánuðinum. Mikil vatnsveður ollu vandræðum í flestum landshlutum í mánuðinum, en þau orsökuðu m.a. skriðuföll, flóð og mikla vatnavexti í ám.

Lesa meira

Árlegar mælingar voru gerðar í Öskju í ágúst - 2.9.2024

Árleg vettvangsferð var farin að Öskju í ágúst síðastliðinn, ferðin er samstarfsverkefni Veðurstofu Íslands, Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands og Háskólans í Gautaborg. Vettvangsferðin fól í sér landmælingar (nívó- og GNSS-mælingar), pH- og hitamælingar í Víti, auk margþættra gasmælinga (CO2, H2S og SO2) á gufuhverasvæðinu í Vítisgíg.

Niðurstöðurnar styðja það sem sést á samfelldum GPS-mælum og á nýlegum InSAR-myndum, að landris heldur áfram í Öskju, en á hægari hraða síðan í september 2023. Hins vegar eru engin merki um að kvika sé að færast grynnra í jarðskorpuna.

Lesa meira

Skaftárhlaupi að ljúka - 30.8.2024

Uppfært 30. ágúst kl. 13:15

Síðustu tvo daga hefur rennsli í Skaftá farið lækkandi og mælist um 100 m3/s við Sveinstind. Vatnsmagn í ánni er því að verða svipað og það var áður en hlaup hófst þann 20. ágúst og atburðinum því að ljúka. 
Lesa meira

IPCC kallar eftir höfundum fyrir Sérskýrslu um loftslagsbreytingar og borgir - 19.8.2024

Skýrslur IPCC eru mikilvægur vísindalegur grundvöllur fyrir stefnumótun í loftslagsmálum á alþjóðlegum vettvangi, en nefndin sjálf framkvæmir ekki eigin rannsóknir heldur metur og dregur saman núverandi vísindalega þekkingu. 

Lesa meira

IPCC kallar eftir höfundum fyrir Aðferðafræðiskýrslu 2027 um skammlífa loftslagsvalda - 19.8.2024

Skýrslur IPCC eru mikilvægur vísindalegur grundvöllur fyrir stefnumótun í loftslagsmálum á alþjóðlegum vettvangi, en nefndin sjálf framkvæmir ekki eigin rannsóknir heldur metur og dregur saman núverandi vísindalega þekkingu.   Lesa meira

Árið 2025 verður alþjóðaár jökla - 13.8.2024

Sameinuðu þjóðirnar hafa nýlega ákveðið að árið 2025 verði helgað jöklum á hverfanda hveli og að 21. mars ár hvert verði dagur jökla. Þetta er til þess gert að vekja athygli á mikilvægi jökla, snævar og íss í vatnafræðilegu og veðurfarslegu samhengi og ekki síður efnahagslegu, samfélagslegu og umhverfislegu tilliti.

Í aðdraganda jöklaársins standa ýmsar stofnanir, háskólar og alþjóðasamtök fyrir nokkrum viðburðum til þess að beina athygli að jöklabreytingum og mikilvægi þeirra.

Lesa meira

Hversvegna hefur verið svona kalt á Íslandi í sumar ef gróðurhúsaáhrif eru að valda hnattrænni hlýnun? - 7.8.2024

Í lok júlí 2024 tilkynnti loftslagsþjónusta Kópernikusaráætlunarinnar að 22. júlí hefði verið heitasti dagur á jörðinni síðan amk. 1940. Þessar niðurstöður byggja á ERA5 gagnasafninu og má telja nokkuð öruggar. Í ljósi þess að yfirborð jarðar er nú tæpri gráðu heitara en um miðbik síðustu aldar, og þá var hlýrra en verið hafði frá upphafi mælinga má leiða að því líkur að 22. júlí hafi verið heitasti dagur jarðar frá upphafi mælinga, og hugsanlega í mörg hundruð ár. Hvað veðurfar á Íslandi varðar er merkilegt að þrátt fyrir hnattræn hitamet héldu norðlægar áttir og  svalsjór við Ísland hitanum hér á landi niðri. 

Lesa meira

Sextugasti og fyrsti fulltrúafundur Milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar - 7.8.2024

Sextugasti og fyrsti fulltrúafundur Milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) var haldinn í Sofia, Búlgaríu, frá 27. júlí til 2. ágúst 2024. Fulltrúar 195 aðildarríkja ræddu mikilvæga þætti er varða gerð skýrslna fyrir sjöunda matstímabilið. Anna Hulda Ólafsdóttir, skrifstofustjóri loftslagsþjónustu og aðlögunar hjá Veðurstofu Íslands, sótti fundinn fyrir Íslands hönd.

Á dagskrá voru meðal annars tímasetning skýrslugerðar og drög að útlínum sérskýrslu um loftslagsbreytingar í borgum og skýrslu um aðferðafræði sem snýr að leiðbeiningum fyrir losunarskráningar þjóða.

Lesa meira

Tíðarfar í júlí 2024 - 1.8.2024

Júlí var tiltölulega hlýr á norðanverðu landinu, en það var svalara sunnanlands. Loftþrýstingur var óvenju lágur í mánuðinum, vindhraði var yfir meðallagi og tíð var nokkuð óhagstæð miðað við árstíma. Það var óvenju blautt og þungbúið á suðvestan- og vestanverðu landinu. Á nokkrum veðurstöðvum á Vesturlandi var júlíúrkoman sú mesta sem mælst hefur. Það var þurrara og sólríkara á Norður- og Austurlandi.

Lesa meira

Dregið hefur úr virkni í Mýrdalsjökli - 29.7.2024

Rafleiðni í Skálm hefur minnkað verulega frá því í gær. Jarðskjálftavirkni hefur minnkað á sama tíma og engin merki hafa heldur sést um hlaupóróa undir jöklinum.

GPS mælir sem staðsettur á Austmannsbungu sýndi skýr merki á um breytingar í öskjunni sem sjást þegar um venjubundið jökulhlaup er að ræða. Engar slíkar breytingar sjást lengur.

Lesa meira
Svinadalur

Mesta sólarhringsúrkoma sem mælst hefur á landsvísu í júlímánuði mældist í Grundarfirði - 18.7.2024

Um liðna helgi, 13.-14. júlí, var mikið vatnsveður á Vesturlandi. Gul viðvörun var í gildi vegna úrkomu og vinds á Faxaflóa og í Breiðafirði, og var að sama skapi varað við vatnavöxtum og skriðuhættu.

Spár rættust og varð það svo að mikil úrkoma var á Snæfellsnesi og Barðaströnd um liðna helgi. Mesta ákefðin var á laugardeginum og aðfaranótt sunnudags. Í Grundarfirði mældist mesta úrkoman, þ.e. 227 mm af regni sem er mesta úrkoma sem mæld hefur verið á einum sólarhring í Grundarfirði og jafnframt mesta sólarhringsúrkoma sem mæld hefur verið í júlímánuði á landsvísu

Lesa meira

Ragnar Stefánsson jarðsunginn í dag - 10.7.2024

Ragnar Stefánsson fæddist í Reykjavík þann 14. ágúst 1938. Hann lést á Landspítalanum þann 25. júní sl. á 86. aldursári. Alla starfsævi sína var meginverksvið Ragnars fólgið í vöktun á jarðskjálftum og eldgosum, sem og að rannsóknum sem höfðu það að markmiði að draga úr hættu af völdum þessara þátta. Á þessu sviði var hann í forystusveit á alþjóðlegum vettvangi.

Lesa meira

Tíðarfar í júní 2024 - 4.7.2024

Júní var tiltölulega kaldur á landinu öllu, sérstaklega norðaustanlands. Nokkuð langvinnt norðanhret gekk yfir landið í byrjun mánaðar. Óvenjumikið snjóaði á norðanverðu landinu miðað við árstíma sem olli töluverðum vandræðum. Bændur lentu í tjóni, einhvað var um fugladauða og samgöngutruflanir voru á fjallvegum.


Lesa meira
Haettusvaedi_VI_24juni_2024

Mikilvægt að halda áfram þróun á aðferðafræði við gerð hættumats vegna eldgosavár - 28.6.2024

Samkvæmt lögum annast Veðurstofan rauntímavöktun á náttúruvá og skal gefa út viðvaranir og spár um yfirvofandi hættu af völdum m.a. jarðskjálfta, eldgosa og jökulhlaupa. Veðurstofan hefur einnig það hlutverk að vera yfirvöldum til ráðgjafar varðandi forvarnir og viðbrögð við náttúruvá. Hluti af því er að meta reglulega og veita upplýsingar um hættu vegna eldfjallavár líkt og í atburðarrásinni á Reykjanesskaga síðustu ár.

Lesa meira

Kallað eftir sérfræðingum á fund milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) - 25.6.2024

Milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar, IPCC, kallar eftir því að aðildarríki og áheyrnaraðilar tilnefni sérfræðinga á fund þar sem drög verða lögð að útlínum aðferðarfræðiskýrslu um kolefnisföngun, -förgun, nýtingu og geymslu (e. Methodology Report on the Carbon Dioxide Removal Technologies and Carbon Capture Utilization and Storage). Lesa meira
HH_JH_HI_Celeste_2

Aðalritari Alþjóðaveðurfræði-stofnunarinnar (WMO) í heimsókn á Veðurstofu Íslands - 20.6.2024

Prófessor Celeste Saulo, nýkjörinn aðalritari Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar (WMO) kom í heimsókn á Veðurstofuna þann 18. júní og hitti Hildigunni Thorsteinsson, nýráðinn forstjóra. Hún heimsótti m.a. eftirlitssal Veðurstofunnar þar sem Helga Ívarsdóttir, deildarstjóri Veðurspár og náttúruvöktunar, Óli Þór Árnason veðurfræðingur og Salóme Jórunn Bernharðsdóttir náttúruvársérfræðingur sögðu henni frá hinu veigamikla og yfirgripsmikla hlutverki sem vaktin sinnir allan sólarhringinn, alla daga ársins.

Lesa meira
Atlas13062024

Veðurstofan tekur í notkun nýtt spálíkan - 13.6.2024

Þann 19. mars náðist stór áfangi í Veðursetur vestur (UWC-W samstarfinu). Formlegur rekstur á ofurtölvunni er hafinn og veðurstofurnar fjórar á Íslandi, Írlandi og í Danmörku og Hollandi taka í rekstur sameiginlega veðurlíkanareikninga. Formlegur rekstur þýðir að sameiginlegir veðurspárreikningar og rekstur ofurtölvunnar, sem er hýst í kjallaranum á B7, eru vaktaðir allan sólarhringinnn til að tryggja framsleiðsluna og gagnaflæði.

Lesa meira

Tíðarfar í maí 2024 - 5.6.2024

Maí var tiltölulega hlýr, sérstaklega á norðaustan- og austanverðu landinu. Þar var sólríkt og þurrt. Það var tiltölulega kaldara og úrkomusamara suðvestan- og vestanlands.

Lesa meira

Nýr forstjóri Veðurstofunnar hefur tekið til starfa - 5.6.2024

Nýr forstjóri Veðurstofu Íslands, Hildigunnur H. H. Thorsteinsson hefur tekið til starfa. Hildigunnur hefur starfað sem tæknistjóri (CTO) hjá jarðhitafyrirtækinu Innargi A/S í Kaupmannahöfn frá árinu 2022.  Áður gegndi hún stöðu framkvæmdastýru rannsókna- og nýsköpunar hjá Orkuveitunni í nær áratug. Fyrr á ferlinum starfaði hún í jarðhita bæði á Íslandi og í Bandaríkjunum, lengst af í bandaríska orkumálaráðuneytinu við stýringu rannsóknarfjármagns. Hildigunnur hefur m.a. setið í stjórnum Orku náttúrunnar, Carbfix, og Jarðhitafélags Bandaríkjanna.

Lesa meira
Hofsjokull_01

Vetrarafkoma Hofsjökuls 2023-2024 - 3.6.2024

Vetrarafkoma Hofsjökuls var mæld í 37. sinn í fimm daga leiðangri Veðurstofu Íslands 29. apríl –3. maí 2024. Fjórir starfsmenn óku vélsleðum í 20 mælipunkta á jöklinum, boruðu gegnum snjólag vetrarins og mældu eðlisþyngd þess.

Lesa meira
Kort13052024

Vorþing um svæðisbundnar langtímaspár á norðurslóðum - 13.5.2024

Dagana 22. og 23. maí fer fram þrettándi samráðsfundur um veðurfarshorfur á norðurslóðum (Arctic Climate Forum 13, ACF13). Fundurinn er á vegum Arctic Regional Climate Network (ArcRCC-N) en gestgjafinn þetta vorið er Veðurstofa Íslands, í samstarfi við Alþjóðaveðurmálastofnunina (WMO).  Samráðsfundurinn fer fram í netheimum og er opinn öllum þeim sem skrá sig. Lesa meira
Hopmynd

Rannsóknir á eldfjöllum efldust við undirritun EES samningsins fyrir 30 árum - 10.5.2024

Árið 2024 eru 30 ár síðan samningur Evrópska efnahagssvæðisins (EES) var undirritaður sem veitti Íslandi meðal annars aðgang að innri markaði Evrópusambandsins og aukin tækifæri til samstarfs í Evrópu. Ísland á aðild að fjölmörgum samstarfsáætlunum Evrópusambandsins í gegnum EES samninginn. Þessar áætlanir bjóða upp á tækifæri til samstarfs á fjölmörgum sviðum og hefur hver sínar áherslur og markmið. Veðurstofa Íslands hefur tekið þátt í fjölmörgum slíkum verkefnum. Eitt af stærri samstarfsverkefnum sem stofnunin hefur tekið þátt í og jafnframt leitt er verkefnið EUROVOLC (2018-2021). Verkefnið miðaði að samstarfi og samtengingu evrópskra eldfjallaeftirlits- og rannsóknarstofnanna.

Lesa meira

Tíðarfar í apríl 2024 - 3.5.2024

Apríl var kaldur um allt land, einkum á Norður- og Austurlandi. Óvenjuþurrt var í mánuðinum víða um land að undanskildu norðausturhorni landsins. Þar var tiltölulega snjóþungt fram eftir mánuði og töluvert um samgöngutruflanir. Mjög sólríkt var í Reykjavík. Lesa meira
Mynd24042024

Síðasti vetrardagur er í dag - 24.4.2024

Íslenski veturinn, frá fyrsta vetrardegi 28. október 2023 til og með 24. apríl 2024 var kaldur. Meðalhiti á landsvísu var -0,2 stig sem er, -1,2 stigum undir meðallagi síðustu tíu ára. Íslenski veturinn hefur ekki verið eins kaldur síðan veturinn 1998-99. Að tiltölu var kaldara á norðanverðu landinu. En veður var almennt gott. Það var hægviðrasamt og illviðri tiltölulega fátíð. Veturinn var óvenjulega þurr og sólríkur suðvestanlands og er veturinn sá sólríkasti í Reykjavík frá upphafi mælinga.

Lesa meira
Mynd122042024

Árið 2023 var ár andstæðna í Evrópu - 22.4.2024

Evrópa er ekki undanskilin þegar kemur að afleiðingum loftslagsbreytinga. Hlýnun mælist hröðust í Evrópu, en hiti álfunnar hækkar tvöfalt á við hnattræna hlýnun. Árið 2023 mældist hiti í Evrópu 1,0 °C hærri en meðalhiti viðmiðunartímabilsins 1991-2020 og 2,6 °C hærri en fyrir iðnbyltingu. Ársmeðalhiti var yfir meðallagi í nær allri álfunni árið 2023, ef frá eru talin Skandinavía, Ísland og suðausturhluti Grænlands.

Lesa meira
Eldgos08042024BO

Mánuður liðinn frá upphafi fjórða eldgossins á Sundhnúksgígaröðinni - 16.4.2024

Í dag er liðinn einn mánuður frá upphafi eldgossins sem nú er í gangi á Sundhnúksgígaröðinni. Eldgosið, sem hófst að kvöldi 16. mars, er það fjórða frá því að kvikusöfnun hófst undir Svartsengi í lok október 2023. Eldgosið nú hefur staðið lengst allra eldgosanna á Sundhnúksgígaröðinni í þessari hrinu eldgosa og næstlengst þeirra gosa sem hafa orðið á Reykjanesskaga síðan 2021. Einungis fyrsta eldgosið í Fagradalsfjalli sem hófst í mars 2021 er lengra, en það stóð yfir í um 6 mánuði.

Lesa meira

Tíðarfar í mars 2024 - 5.4.2024

Mars var sólríkur, þurr og tiltölulega hlýr á suðvestanverðu landinu. Það var kaldara og úrkomusamara á norðanverðu landinu. Norðaustlægar áttir voru ríkjandi stóran hluta mánaðarins. Töluverð snjóþyngsli voru á norðan- og austanverðu landinu í lok mánaðar, auk hvassviðris sem ollu þónokkrum samgöngutruflunum. Nokkur fjöldi snjóflóða féll í þessum landshlutum.
Lesa meira
Forsida26032024

Skjálftahrina í norðvesturhluta Öskju í gær - 26.3.2024

Í gær varð skjálftahrina í norðvesturhluta Öskju og mældust tæplega 30 skjálftar frá kl. 8 um morguninn til hádegis. Stærsti skjálftinn mældist 3,5 að stærð og varð á um 5 km dýpi. Einnig mældust þrír skjálftar frá 2,0 til 2,5 að stærð, en aðrir skjálftar voru minni. Jarðskjálftavirkni hefur lítið breyst á milli mánaða og verið nokkuð stöðug undanfarið þar til í gær. Síðast mældust skjálftar yfir 3 að stærð í janúar 2022 og október 2021.   

Lesa meira
Worldweatherday2024

Alþjóðlegur dagur veðurfræði - 23.3.2024

Í dag er haldið upp á alþjóðlegan dag veðurs undir yfirskriftinni „í framvarðarsveit loftlagsaðgerða“ (e. At the frontline of climate action) Í ár er lögð áhersla á að loftslagsbreytingar eru sannarlega að eiga sér stað og ógna gjörvöllu samfélagi manna. Áhrifin eru þegar sýnileg og munu verða enn verri ef ekki er brugðist við þegar í stað.

Lesa meira
veðurfræðingur bendir með priki á pappírskort

Páll Bergþórsson lést 10. mars síðastliðinn á 101. aldursári. - 22.3.2024

Páll fæddist í Fljótstungu í Hvítársíðu 13. ágúst 1923. Hann stundaði nám í Héraðsskólanum í Reykholti frá 1939 til 1941 og lauk síðan stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1944. Að loknu tveggja ára námi í verkfræði við Háskóla Íslands hélt hann til Svíþjóðar 1947 og stundaði nám í veðurfræði við Sveriges Meteorologiska och Hydrologiska Institut (SMHI) í Stokkhólmi og lauk þar prófi 1949. Hann stundaði frekara nám og rannsóknir í veðurfræði við Stokkhólmsháskóla frá 1953 og lauk fil.kand.-prófi 1955. Á árinu 1958 dvaldist hann í Osló í nokkra mánuði við rannsóknir til undirbúnings tveggja daga veðurspáa. Þá vann hann við rannsóknir á spáaðferðum við Reiknimiðstöð evrópskra veðurstofa (ECMWF) í Reading í Bretlandi hálft árið 1980.

Heim kominn frá veðurfræðinámi 1949 hóf Páll störf sem veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands en hann hafði áður starfað þar sem aðstoðarmaður frá 1946 til 1947 og sumarið 1948. Meginverkefni hans á stofnuninni allt til 1982 sneru að almennri veðurspáþjónustu og flugveðurþjónustu. Hann var deildarstjóri veðurfræðirannsókna frá 1982 til 1989. Árið 1989 var Páll skipaður veðurstofustjóri frá 1. október og gegndi því embætti til ársloka 1993, þá sjötugur að aldri.

Lesa meira
HVJY22032024

Veðurstofa Íslands og Háskóli Íslands efla samvinnu um doktorsnám - 22.3.2024

Veðurstofa Íslands og Háskóli Íslands endurnýjuðu samstarfssamning sinn um nám, kennslu og rannsóknir þann 15. mars. Samningurinn tekur mið af fyrri samningum en meðal helstu breytinga er aukin áhersla á samstarf um doktorsnám á fagsviðum Veðurstofunnar, sem eru m.a. veður, loftslag, jarðhræringar, jöklar, ofanflóð og auðlindir. Aðilar samningsins munu vinna að sameiginlegri stefnumótun um vísindi og rannsóknarstörf með það í huga að efla akademískt rannsókna- og vísindastarf og styrkja lögbundið hlutverk Veðurstofu Íslands.

Lesa meira
AlthjodlegurDagurVatnsins2019

Alþjóðlegur dagur vatsins er í dag - 22.3.2024

Þann 22. mars ár hvert halda Sameinuðu þjóðirnar upp á Alþjóðlegan dag vatnsins. Í ár er þema dagsins „Water for Peace“ sem gæti útlagst á íslensku „Vatn á myllu friðar“.

Aðeins um 0,5% af vatni á jörðinni er aðgengilegt og drykkjarhæft og býr um helmingur jarðarbúa við vatnsskort einhvern hluta ársins. Þessi dýrmætasta auðlind jarðar fer minnkandi með hverju árinu og eiga loftslagsbreytingar stærstan þátt í þessari hnignun. Á sama tíma fjölgar jarðarbúum og samfélög breytast svo að ásælni í vatn eykst sífellt. Þessar breytingar munu hafa miklar áskoranir í för með sér hvað varðar framboð á matvælum enda er talið að rúmlega 70% af öllu aðgengilegu ferskvatni sé að meðaltali notað í landbúnaði.

Lesa meira
Nytt-kort-17032024

Stórhríð á norðvesturhluta landsins - 17.3.2024

Næstu daga verður vetrarlegt veður á landinu og mun víða snjóa með hvössum vindi og aukinni snjóflóðahættu.

Lesa meira
Kort-17032024

Óvissustig vegna snjóflóðahættu á norðanverðum Vestfjörðum - 17.3.2024

Óvissustigi vegna snjóflóðahættu hefur verið lýst yfir á norðanverðum Vestfjörðum.

Spáð er norðaustan 15-23 m/s og snjókomu í dag en bætir í vind í nótt. Spár gera ráð fyrir langvarandi hríð á svæðinu fram á þriðjudag með tilheyrandi uppsöfnun á snjó. Búast má við skafrenningi með takmörkuðu eða lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum og að vegir undir bröttum fjallshlíðum lokist vegna snjóflóða. Ekki er talin hætta í byggð að svo stöddu en aðstæður geta breyst þegar líður á veðrið.

Lesa meira
Graph_flowrate_mogi_is_15032024

Engin skýr merki um að jarðhræringunum á Reykjanesskaga og við Grindavík ljúki á næstunni - 15.3.2024

Áður en hægt verður að spá fyrir um tímasetningu á endalokum þeirrar atburðarásar sem nú er enn í gangi og tengist kvikusöfnun undir Svartsengi, þurfa að sjást skýr merki um að streymi kviku inn í söfnunarsvæðið hafi minnkað verulega á milli síðustu atburða. Gögn og líkanreikningar sýna það með skýrum hætti að það magn kviku sem streymir inn í kvikusöfnunarsvæðið undir Svartsengi á hverjum sólarhring hefur haldist stöðugt í síðustu þremur atburðum. Lesa meira
Kort_Kvikugangur02032024

5 kvikuhlaup og 3 eldgos á Sundhnúksgígaröðinni - 8.3.2024

Líkanreikningar sýna að kvikugangurinn sem myndaðist 2. mars var um 3 km langur og náði frá Stóra-Skógfelli að Hagafelli. Kvikan í ganginum liggur á 1,2 km dýpi þar sem hún er grynnst og nær niður á um 3,9 km dýpi. Kvikuhlaupið 2. mars hegðaði sér sumpartinn á annan hátt en fyrri kvikuhlaup og er ástæða til að rannsaka það frekar til að auka enn frekar á skilning á eðli kvikuhlaupa á svæðinu og til að átta sig á hvert framhald atburðanna verður.

Lesa meira

Um snjóflóðahættumat og eftirlit á skíðasvæðum - 8.3.2024

Veðurstofa Íslands gerir snjóflóðahættumat fyrir skíðasvæði á Íslandi. Slíkt hættumat er ekki daglegt eftirlit eða spá um snjóflóðahættu frá degi til dags. Hættumat er lagt fram sem kort með skilgreindum hættusvæðum afmörkuðum með hættumatslínum og gilda ákveðnar reglur um nýtingu hættusvæðanna.

Lesa meira

Tíðarfar í febrúar 2024 - 4.3.2024

Febrúar var kaldur og snjór þakti stóran hluta landsins meiri hluta mánaðarins. Tíð var þó tiltölulega góð, það var hægviðrasamt og illviðri óvenjulega fátíð. Norðaustlægar áttir voru algengastar. Það var tiltölulega þurrt suðvestanlands en úrkomusamara norðaustanlands.

Lesa meira

Hildigunnur H. H. Thorsteinsson skipuð forstjóri Veðurstofu Íslands - 1.3.2024

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur tekið ákvörðun um að skipa Hildigunni H. H. Thorsteinsson í embætti forstjóra Veðurstofu Íslands til næstu fimm ára.

Hún verður skipuð í embættið frá og með 1. júní nk.

Embætti forstjóra Veðurstofu Íslands var auglýst í nóvember sl.  og sóttu átta um embættið.

Lesa meira
Vedurstodin-hvanneyri-2023

Veðurstöðin á Hvanneyri tekur breytingum - 28.2.2024

Ný veðurstöð á Hvanneyri

Á undanförnum tveimur árum hefur Veðurstofa Íslands í samvinnu við Landbúnaðarháskóla Íslands unnið að færslu og uppfærslu á veðurmælingum á Hvanneyri. Síðan sjálfvirk veðurstöð var sett upp á Hvanneyri árið 1997 hefur umhverfi hennar tekið nokkrum breytingum og veðurstöðin er orðin umlukin trjágróðri og byggingum. Hún uppfyllir því ekki lengur kröfur Veðurstofunnar og Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar um stöð sem mælir veður sem er lýsandi fyrir svæðið. Að auki uppfyllir hún heldur ekki kröfur Landbúnaðarháskólans fyrir landbúnaðarrannsóknir. Þess utan er veðurstöðin í alfaraleið innan Hvanneyri og hafði stundum orðið fyrir hnjaski vegna leiks og starfa íbúa á svæðinu. Því var ljóst að til að hægt væri að uppfylla þær kröfur sem gerðar eru til veðurmælinga þyrfti að færa þær til innan Hvanneyris.

Lesa meira
Thri-kl1800

Óvenjumikill öldugangur við suður- og vesturströnd landsins - 22.2.2024

Þriðjudaginn 20. febrúar 2024 var óvenjumikill öldugangur við suðurströnd landsins, ekki síst á Arnarstapa og í Reynisfjöru og höfðu sumir aldrei áður séð neitt þessu líkt. Á Garðskaga og við Grindavík mældist um 8 metra ölduhæð. Ástæðan var lægð suðvestur í hafi, sem olli lágum loftþrýstingi og suðlægum áttum. Lágur loftþrýstingur hækkar sjávaryfirborð og sjávarföll, sem geta aukið eða minnkað öldugang eftir því sem að flæðir að eða fjarar út. Vindur sem blæs yfir sjó og vötn mynda öldur sem verða stærri eftir því sem vindur er hvassari og áhrifin verða meiri með tíma og vegalengd.

Lesa meira
Mynd-1-png

Janúarmánuður sá hlýjasti í sögu jarðar en í kaldara lagi á Íslandi - 9.2.2024

Samkvæmt yfirliti loftslagsþjónustu Evrópu, Copernicus, var janúar 2024 hlýjasti janúarmánuður frá upphafi mælinga þar sem meðalhiti mældist 13,14°C, eða 0,7°C yfir meðaltali tímabilsins 1991-2020 (mynd 1). Janúar 2024 var 1,66°C hlýrri en meðalhiti janúarmánaða á tímabilinu 1850-1900, tímabilsins fyrir iðnbyltingu.

Nýliðinn janúar er áttundi mánuðurinn í röð þar sem hitamet er slegið ef bornir eru saman sömu mánuðir annarra ára. Hnattrænn meðalhiti síðustu tólf mánaða (febrúar 2023-janúar 2024) mældist hærri en nokkurn tíma eða 1,52°C yfir meðaltali tímabilsins fyrir iðnbyltingu (1850-1900).

Meðalhitastig yfirborðs sjávar (mynd 2) fyrir janúar á hafsvæði utan heimskautsvæðanna (yfir 60°S–60°N) náði 20,97°C, sem er met fyrir janúar, eða  0,26°C hlýrra en fyrra met janúarmánaðar, árið 2016, og næsthæsta gildi fyrir hvaða mánuð sem er í ERA5 gagnasettinu, aðeins 0,01°C frá metinu frá ágúst 2023 (20,98°C).

Lesa meira

Skýringum varpað fram um tilurð kvikugangsins við Grindavík í tímaritinu Science - 8.2.2024

Eldgos hófst á ný á Reykjanesi í morgun en vísindamenn hafa unnið að mjög nákvæmum jarðskorpumælingum í þessari hrinu eldsumbrota sem hófst með gosi í Fagradalsfjalli þann 24. mars árið 2021. Ítrekað hefur verið fjallað um svokallaðan kvikugang í fréttum sem tengjast umbrotunum við Grindavík. Gangurinn myndaðist mjög snögglega í nóvember í fyrra og hafði veruleg áhrif á atburðarásina á Reykjanesi. Skýringar vísindamanna á tilurð kvikugangsins, og ofurstreymi kviku inn í hann, er meginuppistaðan í nýrri vísindagrein sem hið virta tímarit Science birtir í dag. Birting greinar eftir vísindamenn sem starfa á Íslandi er ekki hversdagsviðburður í þessu heimsþekkta tímariti en alþjóðlegur hópur vísindamanna stendur að greininni undir forystu Háskóla Íslands og Veðurstofu Íslands.

Lesa meira

Tíðarfar í janúar 2024 - 2.2.2024

Janúar var tiltölulega kaldur og hiti var undir meðallagi á mest öllu landinu. Umhleypingasamt veður einkenndi síðasta hluta mánaðarins. Samgöngur riðluðust talsvert vegna hríðarveðurs og einhvað var um rafmagnstruflanir vegna eldinga.
Lesa meira

Jarðskjálftahrina um síðustu helgi á milli Húsfells og Bláfjalla - 31.1.2024

Um 20 skjálftar mældust síðustu helgi á milli Húsfells og Bláfjalla. Jarðskjálftahrinan var á þekktu misgengi sem heitir Hvalhnúksmisgengið, en á þessu svæði eru dæmi um svokallaða sniðgengisskjálfta sem eru þekktir á Suðurlandi og Reykjanesskaga. Slíkir skjálftar verða vegna landreksspennu sem hleðst upp þegar N-Ameríkuflekinn og Evrópuflekinn hreyfast framhjá hver öðrum. Þessi spenna losnar reglulega í stærri skjálftum sem talið er að ríði yfir skagann á um 50 ára fresti. Má því segja að kominn sé tími á annan Brennisteinsfjallaskjálfta, óháð öðrum jarðhræringum.

Ef kvika væri að safnast þarna saman ætti að sjást merki um landris í gögnum Veðurstofunnar líkt og við höfum séð við Svartsengi og Fagradalsfjall.

Lesa meira
ArSi-Skjaldthingsstadir2-7.8.2019

Veðurskeytastöðvar á Íslandi - 30.1.2024

Umhverfi veðurathugana hefur breyst mikið síðustu ár sökum tækniframfara og aukinnar kröfu um veðurupplýsingar í rauntíma. Teknar hafa verið í notkun þrjár nýjar veðurratsjár sem dekka allt landið og mælingar veðurþátta eins og hita, vinds og loftþrýstings er orðinn sjálfvirkur. Veðurspárlíkön hafa á sama tíma orðið sífellt áreiðanlegri.  Þessar framfarir hafa gert það að verkum að eftirlitshlutverk mannaðra veðurskeytastöðva hefur minnkað mikið.

Lesa meira

Tíðarfar ársins 2023 - 29.1.2024

Veðurfar ársins 2023 var að mestu hagstætt. Það var hægviðrasamt, þurrt, snjólétt og illviðri tiltölulega fátíð. Árið var þó í svalara lagi ef miðað er við hitafar síðustu ára. Á landsvísu var hitinn 0,1 stigi undir meðallagi áranna 1991 til 2020, en 0,4 stigum undir meðalhita síðustu tíu ára. Að tiltölu var kaldast á Norðurlandi en hlýrra suðvestanlands og við suðurströndina. Óvenjukalt var fram eftir janúarmánuði og aftur í mars. Júní var aftur á móti óvenju hlýr á Norður- og Austurlandi, víða sá hlýjasti frá upphafi mælinga í þeim landshlutum. Árið var tiltölulega þurrt og var úrkoma undir meðallagi um mest allt land. Það voru nokkur þurr tímabil á árinu, t.d. í mars og í júlí, en það rigndi líka hressilega inná milli. Það var óvenju þungbúið og blautt á sunnan- og vestanverðu landinu í maí og júní.


Lesa meira
Kort-IPCC

Mat á hnattrænum áhrifum loftslagsbreytinga - 23.1.2024

Í síðustu viku fór fram sextugasti fulltrúafundur Milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytinga. Á fundinum voru línur lagðar fyrir sjöunda matshring nefndarinnar um mat á hnattrænum áhrifum loftslagsbreytinga. Á fundinum var meðal annars tekin ákvörðun um að vinna eftir sambærilegu vinnulagi og áður hefur verið gert, á formi matsskýrsla þriggja vinnuhópa, samantektarskýrslu og einstaka sérskýrslum um sértæk málefni.


Lesa meira
Grimsvotn-22-jan-2024

Grímsvatnahlaupi að ljúka - 22.1.2024

Uppfært 22. janúar kl: 15:45

Frá því að hlaupið náði hámarki í Gígjukvísl fyrir um það bil viku hefur vatnshæð þar farið lækkandi og er nú orðin svipuð og hún var fyrir hlaup. Hlaupórói sem mældist á jarðskjálftamæli á Grímsfjalli hefur líka lækkað og er nú kominn niður í eðlilegt horf. Frá því á mánudaginn í síðustu viku hefur 21 jarðskjálfti mælst í Grímsvötnum, þar af tveir skjálftar yfir tveimur að stærð.

Lesa meira
Copernicus_mynd2

Árið 2023 var heitasta ár sögunnar - 10.1.2024

Samkvæmt yfirliti Copernicus um hitafar ársins 2023 náði meðalhiti jarðar fordæmalausum hæðum á árinu. Á árinu 2023 mældist hlýjasti mánuður frá upphafi mælinga auk þess sem að hnattræn meðalhitafrávik fóru einstaka daga yfir 2°C.

Lesa meira
Mynd-numer-3

Viðvaranir árið 2023 - 5.1.2024

Árið 2023 var tiltölulega rólegt ef litið er til fjölda viðvarana sem gefnar voru út á árinu, en þær voru samtals 311 talsins sem er heldur undir meðallagi, en frá 2018 hafa að meðaltali verið gefnar út um 380 viðvaranir á ári. Viðvaranirnar dreifðust nokkuð jafnt yfir spásvæðin og voru yfirleitt um 25 – 35 viðvaranir gefnar út fyrir hvert spásvæði nema á höfuðborgarsvæðinu þar sem einungis 15 viðvaranir voru gefnar út og á Austurlandi að Glettingi þar sem 18 viðvaranir voru gefnar út. Árið 2023 voru gefnar út 280 gular viðvaranir sem langflestar voru vegna vinds eða hríðar eða 252 talsins, en 28 viðvaranir voru vegna snjókomu, rigningar eða asahláku. Appelsínugular viðvaranir voru 31 sem skiptust þannig að 22 voru vegna vinds, sex vegna hríðar, en þrjár appelsínugular viðvaranir voru gefnar út vegna annarra veðurþátta, þ.e. vegna rigningar, snjókomu og asahláku, og voru þær allar gefnar út fyrir Austfirði. Engin rauð viðvörun var gefin út síðastliðið ár.

Lesa meira

Tíðarfar í desember 2023 - 3.1.2024

Desember var kaldur um land allt, en tíð almennt góð. Mánuðurinn var hægviðrasamur og þurr. Að tiltölu var kaldast inn til landsins á norðanverðu landinu en hlýrra við suðurströndina.
Lesa meira




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica