Veðurstofa íslands

Valmynd.


  • Viðvörun

    Óvissustig vegna snjóflóðahættu er á Austfjörðum. Hættustig er í gildi í Neskaupstað, Seyðisfirði og Eskifirði. Meira
  • Hættustig vegna snjóflóða

    Seyðisfjörður, Neskaupstaður, Eskifjörður.
  • Óvissustig vegna snjóflóða

    Austurland.
  •  Appelsínugul viðvörun  vegna veðurs: Austfirðir   Meira
  •  Gul viðvörun  vegna veðurs: Austfirðir   Meira
Hlusta
Mengun

Mengun

Fyrir utan að fylgjast með veðri og loftslagi stendur Veðurstofa Íslands að margvíslegri umhverfisvöktun annarri, einkum varðandi mengunarefni sem eru langt að komin. Sýnum er safnað á svokölluðum bakgrunnsstöðvum, fjarri þéttbýli og öðrum staðbundnum uppsprettum mengunar.

Daglegar mælingar á brennisteini í úrkomu, andrúmslofti og svifryki eru kostaðar af Veðurstofunni. Mælingar á þungmálmum og þrávirkum lífrænum efnum í lofti og úrkomu eru kostaðar af alþjóðafé.

Að auki veitir Veðurstofan mörgum alþjóðlegum og innlendum verkefnum brautargengi með aðstöðu til söfnunar og með vinnuframlagi. Þetta eru rannsóknir á gróðurhúsalofttegundum, ósoni, svifryki af hafi og landi, geislun, súrefnissamsætum í úrkomu o.fl.

Nánari upplýsingar má fá í vefflokkunum hér til vinstri. En vöktun annarra stofnana er hér neðar.

Hafið, landið og lífríkið
Fuglar í Vestmannaeyjum.
Smáfuglar í Vestmannaeyjum. Ljósmynd: Pálmi Freyr Óskarsson

Mengunarvöktun annarra stofnana

Veðurstofan vaktar ekki loftgæði í Reykjavík en það gerir Umhverfisstofnun.

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur rekur tvær færanlegar loftgæðamælistöðvar (Loftgæðafarstöðvar I og II). Umhverfisstofnun sér um rekstur föstu mælistöðvanna við Grensásveg og í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Orkuveita Reykjavíkur rekur mæli í Norðlingaholti þar sem styrkur brennisteinsvetnis er mældur. Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis er með færanlega loftgæðamælistöð á sínu eftirlitssvæði ásamt því að á Hvaleyrarholti er mælistöð vegna álversins.

Náttúrufræðistofnun Íslands annast frjómælingar. Á vef hennar er fræðsla um frjókorn og þar eru niðurstöður frjómælinga (birkifrjó, grasfrjó) ásamt samantekt. Þar er einnig hægt að sækja frjótilkynningu hvers mánaðar í fréttasafnið sem ítarlegt pdf-skjal með línuritum, t.d. júlí 2016.

Mengun frá eldgosum

Holuhraun

Eldgosinu í Holuhrauni lauk 27. febrúar 2015. Margvíslegar upplýsingar vegna eldgossins í mátti finna ýmsum stöðum á vef VÍ veturinn 2014 - 2015, sem og vef Umhverfisstofnunar. Tenglar á helstu síður er vörðuðu mengun:

  • Skráning mengunar. Skráningarviðmót þar sem almenningur gat látið vita hvort vart hafði orðið við brennistein eða ekki á viðkomandi svæði. Kortið sýnir nú allar skráningar vetrarins.
  • Um loftgæði vegna eldgoss. Á vef Umhverfisstofnunar voru margvíslegar upplýsingar um brennisteinsmengunina.
  • Loftgæðamælingar. Á vef Umhverfisstofnunar er enn hægt að nálgast ýmsar upplýsingar um loftgæði, m.a. niðurstöður frá síritandi mælistöðvum og upplýsingar um staðsetningu þeirra.
  • Skólaleiðbeiningar. Umhverfisstofnun gaf ásamt fleiri aðilum út leiðbeiningar vegna fyrirspurna frá leik- og grunnskólum landsins.

Grímsvötn

Þá daga í maí sem gaus í Grímsvötnum árið 2011, voru atburðunum gerð skil á vefnum.

Eyjafjallajökull

Frá vori til hausts árið 2010 var hér á vef Veðurstofunnar haldin dagbók um eldgosið í Eyjafjallajökli. Þann 4. júní, undir færslunni Öskufjúk, eru upplýsingar um tengla á þáverandi mælistöðvar mengunar á höfuðborgarsvæðinu og Suðurlandi.

 

 


Tengt efni

  • Umhverfisráðuneytið
  • Umhverfisstofnun
  • Landgræðsla ríkisins
  • Landbúnaðarháskóli Íslands
  • Náttúrufræðistofnun Íslands
  • Náttúrurannsóknastöðin við Mývatn
  • Skógrækt ríkisins
  • Stofnun Vilhjálms Stefánssonar
  • Norska loftrannsóknastofnunin
  • Samningurinn um loftmengun sem berst langar leiðir

vedur.is

  • Forsíða
  • Veður
  • Jarðhræringar
  • Vatnafar
  • Ofanflóð
  • Loftslag
  • Hafís
  • Mengun
  • Um Veðurstofuna

Mengun

  • Mengun
    • Sýnaraðir
    • Brennisteinn
    • Þungmálmar
    • Þrávirk lífræn efni
    • Vistfræði
    • Stórhöfði
    • Gróðurhúsalofttegundir
    • Um lofttegundirnar
    • Þolmörk jarðar
  • Geislun
  • Óson
  • Fróðleikur

Leit á vefsvæðinu


Aðrir tengdir vefir

  • English
  • Farsímavefur

Samskipti

© Veðurstofa Íslands | Bústaðavegi 7-9 | 105 Reykjavík | Sími 522 6000 | Fax 522 6001 | Veðursími 902 0600
Kennitala 630908-0350 | Hafa samband | Starfsfólk | Notkunarskilmálar | Veftré | Spurt og svarað um vefinn | Persónuvernd


Þetta vefsvæði byggir á Eplica