GPS-mælingar sýna áframhaldandi landris undir Svartsengi. Hins vegar hefur dregið lítillega úr hraða landrissins síðustu vikur. Líkanreikningar sýna þó áframhaldandi kvikusöfnun og er magn kviku undir Svartsengi komið í neðri mörk þess rúmmáls sem talið er að þurfi til þess að koma af stað næsta kvikuhlaupi og eldgosi. Síðustu atburðir á Sundhnúksgígaröðinni hafa leitt í ljós að eftir að rúmmál kviku nær neðri mörkum hafa eldgos byrjað frá nokkrum dögum upp í fjórar vikur frá þeim tíma. Þetta þýðir þó ekki að það sé öruggt að næsti atburður hefjist innan mánaðar, heldur sýnir reynslan að það sé líklegasta sviðsmyndin.
Lesa meiraMyndmælingarteymi Náttúrufræðistofnunar og Landmælinga Íslands flugu yfir gosstöðvar þann 13. desember. Mæligögn úr fluginu sýna að hraunbreiðan sem að myndaðist í síðasta eldgosi frá 20. nóvember til 9. desember var 49,3 milljón m3 og 9,0 km2 að flatarmáli. Þykkasti hluti hraunbreiðunnar mældist við gíginn og varnargarða við Bláa lónið en meðalþykkt hraunbreiðunnar var 5,5 metrar.
Lesa meiraMerki um landris á
Reykjanesskaga mældust fljótlega eftir að eldgosinu við Litla Hrút lauk í
byrjun ágúst í sumar. Landrisið er á
svipuðum slóðum og það var fyrir gosið 10. júlí sem stóð yfir í um 4 vikur. Nýjustu GPS
mælingar gefa nú vísbendingar um hröðun á landrisinu.