Virknin á Reykjanesskaga

Haukur Hauksson 3.3.2021

Rauntímaupplýsingar úr vöktunarkerfi Veðurstofunnar

Tromlurit sýna skráningu á einum jarðskjálftamæli sl. 24 klst. Hægt er að lesa tromlurit eins og bók, þ.a. að hver lína er lesin frá vinstri til hægri og sýnir 15 mínútna skráningu. Þannig sýna 4 aðliggjandi línur í 4 mismunandi litum skráningar sl. klukkustund. Þar sem tromlurit sýnir skráningu frá einungis einni mælastöð þá þarf að skoða fleiri skjálftastöðvar til að átta sig á því hvort útslög sem mælast séu jarðskjálftar sem þá mælast yfir stærra svæði, eða hugsanlega vegna staðbundinna hreyfinga. Jarðskjálftamælar eru næmir fyrir ýmsum hreyfingum í nágrenni þeirra, eins og bílaumferð og jafnvel ef göngufólk eða grasbítar eru nærri stöðinni. Það getur því verið vandasamt að túlka þessi gögn.



Hér birtist aðeins hluti af gögnum sem Veðurstofu Íslands nota við vöktun á Reykjanesskaga.

Athugið að upplýsingar sem Veðurstofan birtir á vefjum sínum í rauntíma eru óyfirfarnar. Túlkun og úrvinnsla slíkra gagna er á eigin ábyrgð.

Hér er svo hægt að skoða nýjustu skjálftanna í gegnum skjálftavefsjá Veðurstofunnar.


Jarðskjálftavirkni

GPS

GPS-stodvar-Ragnar-24.-nov

Hér má sjá yfirlitsmynd yfir þær GPS stöðvar sem eru í og við Grindavík og á Reykjanesskaganum.

Tímaraðir fyrir GPS stöðvarnar SENG við Svartsengi og GRIC við Grindavík sem sýna afstæðar staðsetningar stöðvanna með tíma yfir 90 daga tímabil . Tímaröðunum er skipt í norður-, austur- og lóðréttan þátt. Einn rauður punktur er fyrir hvern dag. Bláa, lóðrétta línan merkir upphaf framrásar kvikugangsins í tíma. Frekari GPS tímaraðir fyrir Reykjanes má finna hér:

Yfirlit yfir GPS kerfið má finna hér.


GPS Svartsengi

Athugið að upplýsingar sem Veðurstofan birtir á vefjum sínum í rauntíma eru óyfirfarnar. Túlkun og úrvinnsla slíkra gagna er á eigin ábyrgð. Sjá einnig skilmála Veðurstofunnar um notkun gagna.

 




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica