Spá um snjóflóðahættu

Mat á snjóflóðaaðstæðum

Víða hefur snjóað um helgina og talsverður snjór er til fjalla á N- og A-landi, þar sem ekki hefur snjóað nýlega er hjarn eða skari á yfirborði. Langvarandi suðlægar og suðvestranáttir hafa myndað vindfleka í norðlægum viðhorfum. Hreyfingar hafa verið í nýja snjónum ofan við Súðavíkurhlíð og þrjú flóð voru skráð í Hlíðarfjalli sem féllu úr NA- og A- viðhorfi á laugardag. Gryfjur frá Siglufirði og Ólafsfirði sýna lagskiptan snjó sem gefur brot eða samfall við lítið álag. Hvöss SV-átt og hlýtt í veðri um land allt á mánudag og talsverðri rigningu er spáð á vesturhluta landsins og því auknar líkur á votum snjóflóðum og jafnvel krapaflóðum þar. Einnig auknar líkur á snjóflóðum um tíma annarstaðar meðan hlýnar. Einhver nýr snjór væntanlegur á þriðjudag.
Skrifað af vakthafandi sérfræðingi 16. jan. 17:19

Snjóflóðaspá fyrir valin svæði

Spáin er gerð fyrir stór landsvæði og þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð. Hún er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga og tekur bæði til snjóflóða af mannavöldum og veðurtengdra snjóflóða.

Veðurútlit með tilliti til snjóflóða

SV-átt hvassviðri eða stormur á mánudag og talsverð rigning vestur hluta landsins, en þurrt að kalla á austurhluta landsins og hlýtt í veðri. Vestan 10-15 og él á þriðjudag en úrkomulítið á A-landi og kólnandi veður. Vestlæg átt 3-10 m/s, bjart með köflum og kalt í veðri á miðvikudag en hlýnar við V-ströndina um kvöldið.
Skrifað af vakthafandi sérfræðingi 16. jan. 17:20


Snjóflóðahættutafla

Mjög mikil hætta
Mikil hætta
Töluverð hætta
Nokkur hætta
Lítil hætta

Nánar


Um spárnar

Snjóflóðaspá er gerð mánudaga, miðvikudaga og föstudaga kl. 16 og uppfærð oftar ef þurfa þykir.

Spáin gildir fyrir stór landsvæði, ekki einstök gil, og er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga. Spáin þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð.

Nánar

Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica