Spá um snjóflóðahættu - Austfirðir 

-
sun. 05. feb.
Töluverð hætta -
mán. 06. feb.
Töluverð hætta -
þri. 07. feb.
Töluverð hætta
Vindflekar eru í mörgum viðhorfum eftir breytilegar vindáttir. Hlýindi á sunnudag gætu valdið votum snjóflóðum.
Snjóflóðavandi á svæðinu
-
Tegund
-
HæðÖll hæðin
-
Viðhorf
-
Líkur
-
Stærð
Á sunnudag
Lagskipting snævar og snjóþekjan
Nokkur ný snjóflóð hafa sést á svæðinu sem gætu hafa fallið í stuttu hlýindaskoti aðfaranótt laugardags. Hlýindi á sunnudag gætu valdið fleiri snjóflóðum. Vindflekar gætu verið í flestum viðhorfum eftir breytilegar vindáttir. Nýlegur snjór er til fjalla en ekki er vitað um bindingu hans við gamla snjóinn.
Nýleg snjóflóð
Nokkur flóð hafa sést á svæðinu um helgina, m.a. í Fáskrúðsfirði og Norðfirði. Snjóflóð féll í Fagradal á miðvikudag og í Grænafelli í Fagradal á þriðjudag sem fór að hluta út á veg.
Veður og veðurspá
Hlýnar og hvessir á sunnudag úr suðri og suðvestri, allt að 25 m/s seinnipartinn á stöku stað. Rigning um tíma á sunnudag, sérstaklega sunnantil. Á mánudag er útlit fyrir áframhaldandi suðvestanátt, 10-18 m/s, og kólnandi veður með éljum. Á þriðjudag er útlit fyrir að lægð gangi yfir landið með suðvestlægum áttum og snjókomu.