Spá um snjóflóðahættu - Austfirðir 

-
fös. 28. mar.
Lítil hætta -
lau. 29. mar.
Nokkur hætta -
sun. 30. mar.
Nokkur hætta
Snjólétt er á láglendi og harðfenni að mestu til fjalla en eitthvað nýsnævi ofan á því. Mýkri snjór staðbundið í giljum og lægðum. Nýir vindflekar mögulegir. Snjókoma um helgina.
Lagskipting snævar og snjóþekjan
Snjólétt er á láglendi og harðfenni að mestu til fjalla en eitthvað nýsnævi er ofan á því, líklega mest norðarlega á svæðinu. Nýsnævið gæti safnast í þunna fleka, sérstaklega í suðlægum viðhorfum undan norðlægri átt. Snjókomu spáð um helgina.
Nýleg snjóflóð
Engar tilkynningar um nýleg snjóflóð.
Veður og veðurspá
Stöku él á föstudag og minnkandi norðan átt, austlægar og suðlægar áttir um helgina og snjókoma með köflum.