Spá um snjóflóðahættu - Austfirðir 

-
fim. 30. nóv.
Lítil hætta -
fös. 01. des.
Lítil hætta -
lau. 02. des.
Lítil hætta
Snjór hefur gengið í gegnum umhleypingar og er víðast talinn stöðugur eftir að hafa blotnað, sjatnað og frosið aftur. Lítilsháttar éljagangur í spánni.
Snjóflóðavandi á svæðinu
Lagskipting snævar og snjóþekjan
Talsverður snjór er til fjalla. Örlítill nýr snjór hefur bæst á síðustu daga, en eldri snjór hefur gengið í gegnum umhleypingar, blotnað, sjatnað og frosið aftur og ætti nú að vera stífur og stöðugur. Efst í fjöllum þar sem ekki hefur hlánað geta verið einstaka óstöðugir vindflekar. Spáð er lítilsháttar él næstu daga en hún er ekki talin auka snjóflóðahættu að ráði.
Nýleg snjóflóð
Smáspýjur féllu úr klettum við Seyðisfjörð, líklega fyrir helgi.
Veður og veðurspá
Lítilsháttar éljagangur, norðlægar áttir og frost.