Spá um snjóflóðahættu - Austfirðir 

-
sun. 23. feb.
Nokkur hætta -
mán. 24. feb.
Lítil hætta -
þri. 25. feb.
Lítil hætta
Snjór er víðast einsleitur og stöðugur eftir hlýindi. Nýr snjór hátt í fjöllum getur verið óstöðugur fyrst um sinn.
Snjóflóðavandi á svæðinu
-
Tegund
-
HæðOfan 1000 m.
-
Viðhorf
-
Líkur
-
Stærð
Nýr snjór sem fellur á sunnudag gæti verið óstöðugur fyrst um sinn.
Lagskipting snævar og snjóþekjan
Mestur snjórinn er orðinn gamall, einsleitur og stöðugur. Lítill snjór er í neðri hluta hlíða. Föstudaginn 21. feb snjóaði ofan við u.þ.b. 500 m hæð, en búast má við að nýi snjórinn hafi sjatnað vel í sólskini lau. 22. feb. Á sunnudag gæti snjóað í hæstu fjöll, en væntanlega rignir talsvert hátt upp í hlíðar.
Nýleg snjóflóð
Mörg þunn snjóflóð féllu í Selárdal inn af Norðfirði á laugardagsmorgun 22. feb. Upptök allra flóðanna voru hátt uppi í miklum bratta. Þau féllu í ýmsum viðhorfum.
Veður og veðurspá
Á sunnudag er spáð rigningu í austanátt, en snjókomu í hæstu fjöll. Úrkomulítið á mánudag og þriðjudag, kólnar.