Spá um snjóflóðahættu - Austfirðir

  • sun. 23. feb.

    Nokkur hætta
  • mán. 24. feb.

    Lítil hætta
  • þri. 25. feb.

    Lítil hætta

Snjór er víðast einsleitur og stöðugur eftir hlýindi. Nýr snjór hátt í fjöllum getur verið óstöðugur fyrst um sinn.

Spáin er gerð fyrir stór landsvæði og þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð. Hún er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga og tekur bæði til snjóflóða af mannavöldum og veðurtengdra snjóflóða.

Snjóflóðavandi á svæðinu

Nýr snjór sem fellur á sunnudag gæti verið óstöðugur fyrst um sinn.

Lagskipting snævar og snjóþekjan

Mestur snjórinn er orðinn gamall, einsleitur og stöðugur. Lítill snjór er í neðri hluta hlíða. Föstudaginn 21. feb snjóaði ofan við u.þ.b. 500 m hæð, en búast má við að nýi snjórinn hafi sjatnað vel í sólskini lau. 22. feb. Á sunnudag gæti snjóað í hæstu fjöll, en væntanlega rignir talsvert hátt upp í hlíðar.

Nýleg snjóflóð

Mörg þunn snjóflóð féllu í Selárdal inn af Norðfirði á laugardagsmorgun 22. feb. Upptök allra flóðanna voru hátt uppi í miklum bratta. Þau féllu í ýmsum viðhorfum.

Veður og veðurspá

Á sunnudag er spáð rigningu í austanátt, en snjókomu í hæstu fjöll. Úrkomulítið á mánudag og þriðjudag, kólnar.

Spá gerð: 22. feb. 14:55. Gildir til: 23. feb. 19:00.




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica