Spá um snjóflóðahættu - Austfirðir

  • mán. 17. jan.

    Töluverð hætta
  • þri. 18. jan.

    Nokkur hætta
  • mið. 19. jan.

    Nokkur hætta

Vindflekar hafa myndast í hvössum SV-V áttum sl. daga. Hvessir með SV-hláku aðfaranótt mánudags og líklegt að vot flóð taki að falla.

Spáin er gerð fyrir stór landsvæði og þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð. Hún er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga og tekur bæði til snjóflóða af mannavöldum og veðurtengdra snjóflóða.

Snjóflóðavandi á svæðinu

Lagskipting snævar og snjóþekjan

Dálítil él hafa verið undanfarið svo búast má við vindflekum eftir hvassar SV-V áttir sl. daga sem geta verið óstöðugir, éljaði einnig í gær í hægari vindi. Það hlýnaði og rigndi neðan 700 m á mánudag, en þar fyrir ofan hefur bætti á snjó í hvössum A-lægum áttum, og fyrir var snjór eftir N-lægar áttir. Skafrenningur hefur verið og snjór safnast í gil, lægðir og brekkur í flestum viðhorfum en inn á milli hefur snjó skafið í burtu, þessi eldri snjór er talinn að mestu stöðugur. Lítill snjór er neðan við miðjar hlíðar.

Nýleg snjóflóð

Engin nýleg snjóflóð hafa verið skráð.

Veður og veðurspá

Snjókoma í hægri S-lægri átt þar til hvessir af SV í nótt með rigningu uppá fjallatoppa

Spá gerð: 16. jan. 19:18. Gildir til: 17. jan. 19:00.
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica