Spá um snjóflóðahættu - Austfirðir 

-
fös. 18. apr.
Töluverð hætta -
lau. 19. apr.
Töluverð hætta -
sun. 20. apr.
Nokkur hætta
Bætt hefur á snjó til fjalla í NA-hríðarveðri. Búast má við óstöðugum vindflekum til fjalla og votum spýjum vegna sólar.
Snjóflóðavandi á svæðinu
-
Tegund
-
HæðOfan 200 m.
-
Viðhorf
-
Líkur
-
Stærð
Vindflekar eru til staðar eftir snjókomu og NA skafrenning.
-
Tegund
-
HæðÖll hæðin
-
Viðhorf
-
Líkur
-
Stærð
Votar spýjur gætu fallið í sólinni næstu daga.
Lagskipting snævar og snjóþekjan
Bætt hefur á snjó til fjalla í NA-hríðarveðri, meiri snjór er norðan til á svæðinu. Vindflekar eru til fjalla og verða líklegast óstöðugir fyrst um sinn. Líkur eru á votum spýjum í sólinni á næstu dögum. Snjógryfja frá Oddsskarði 17. apríl sýndi lagskipta snjóþekju og veik lög, bæði innan fleka og á mörkum flekanna við gamla snjóinn. Veik lög gætu einnig verið í gamla snjónum mjög hátt til fjalla.
Nýleg snjóflóð
Litlar votar spýjur féllu víða í nýsnævinu 14. apríl. Breitt vott flekaflóð féll innst í Reyðarfirði, líklega morguninn 8. apríl, í 1200 m hæð og austurvísandi hlíð.
Veður og veðurspá
Dálítil snjókoma aðfaranótt föstudags. Dregur smám saman úr vindi á föstudag, hægviðri og bjart næstu daga og dægursveifla í hita.