Spá um snjóflóðahættu - Austfirðir

  • lau. 01. nóv.

    Lítil hætta
  • sun. 02. nóv.

    Lítil hætta
  • mán. 03. nóv.

    Lítil hætta

Snjóþekjan er að styrkjast eftir rigningu.

Spáin er gerð fyrir stór landsvæði og þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð. Hún er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga og tekur bæði til snjóflóða af mannavöldum og veðurtengdra snjóflóða.

Lagskipting snævar og snjóþekjan

Talsverð úrkoma var á föstudag, rigning á láglendi en slydda til fjalla og snjókoma í hæstu tindum. Staðbundnir vindflekar gætu hafa myndast mjög hátt til fjalla en á laugardag rignir, líka efst í fjöll. Almennt er snjóþekjan talin frekar stöðug eftir rigningu, og styrkist enn frekar þegar frystir.

Nýleg snjóflóð

Engar tilkynningar um nýleg flóð.

Veður og veðurspá

NA/A-átt og hlýtt á laugardag með dálítilli rigningu. Kólnar aftur á sunnudag og mánudag og frystir til fjalla en úrkomulítið.

Spá gerð: 31. okt. 14:45. Gildir til: 03. nóv. 19:00.




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica