Spá um snjóflóðahættu - Austfirðir 
-
fim. 27. nóv.

Nokkur hætta -
fös. 28. nóv.

Nokkur hætta -
lau. 29. nóv.

Nokkur hætta
Á fimmtudag er spáð talsverðum éljagangi og NA og N skafrenningi og þá má búast við að nýir óstöðugir vindflekar myndist ofan á gamla snjónum, sérstaklega í hlíðum og giljum sem snúa í suður og vestur.
Snjóflóðavandi á svæðinu
-
Tegund
-
HæðOfan 400 m.
-
Viðhorf
-
Líkur
-
Stærð
Nýir óstöðugir vindflekar geta myndast á fimmtudag vegna NA-N éljagangs og skafrennings.
Lagskipting snævar og snjóþekjan
Snjór er víða stífur og nokkuð stöðugur eftir frost og þýðu. Hátt til fjalla, þar sem hláka hefur haft minni áhrif, geta verið gamlir óstöðugir flekar á afmörkuðum stöðum, einkum í suðurvísandi giljum og undir brúnum. Á fimmtudag er búist við að nýir vindflekar myndist, þegar snjóar talsvert og skefur úr norðaustri og norðri, sérstaklega í hlíðum og giljum sem snúa til suðurs og vesturs. Nýju vindflekar geta verið óstöðugir.
Nýleg snjóflóð
Litlar spýjur og kögglarúll sáust í Norðfirði laugardagsmorgun 22. nóv, neðan fjallshrúna í suðurvísandi hlíðum. Þá sást flekaflóð í vestanverðum Sauðatindi (Innra Hólafjalli) í 1000 m hæð. Óvíst er hvenær það féll, líklega í hlákunni fyrir helgi.
Veður og veðurspá
Hvessir á fimmtudag úr norðaustri með talsverðum éljagangi og skafrenningi, mest ákefð um kvöldið. Snýst svo í norðanátt og dregur úr éljum, sem verða þó viðvarandi fram á laugardag. Kólnar smám saman.



