Spá um snjóflóðahættu - Austfirðir

  • fös. 28. mar.

    Lítil hætta
  • lau. 29. mar.

    Nokkur hætta
  • sun. 30. mar.

    Nokkur hætta

Snjólétt er á láglendi og harðfenni að mestu til fjalla en eitthvað nýsnævi ofan á því. Mýkri snjór staðbundið í giljum og lægðum. Nýir vindflekar mögulegir. Snjókoma um helgina.

Spáin er gerð fyrir stór landsvæði og þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð. Hún er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga og tekur bæði til snjóflóða af mannavöldum og veðurtengdra snjóflóða.

Lagskipting snævar og snjóþekjan

Snjólétt er á láglendi og harðfenni að mestu til fjalla en eitthvað nýsnævi er ofan á því, líklega mest norðarlega á svæðinu. Nýsnævið gæti safnast í þunna fleka, sérstaklega í suðlægum viðhorfum undan norðlægri átt. Snjókomu spáð um helgina.

Nýleg snjóflóð

Engar tilkynningar um nýleg snjóflóð.

Veður og veðurspá

Stöku él á föstudag og minnkandi norðan átt, austlægar og suðlægar áttir um helgina og snjókoma með köflum.

Spá gerð: 27. mar. 14:58. Gildir til: 28. mar. 19:00.




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica