Spá um snjóflóðahættu - Austfirðir

  • þri. 30. nóv.

    Nokkur hætta
  • mið. 01. des.

    Nokkur hætta
  • fim. 02. des.

    Nokkur hætta

Uppfærð spá 30/11. Bætt í snjó til fjalla í hægum vindi um helgina og bætir meira í á þriðjudag og fimmtudag. Gamall rakur snjór eða harðfenni undir sem talið er stöðugt. Staðbundnir vindflekar í suðurvísandi hlíðum.

Spáin er gerð fyrir stór landsvæði og þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð. Hún er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga og tekur bæði til snjóflóða af mannavöldum og veðurtengdra snjóflóða.

Snjóflóðavandi á svæðinu

Lagskipting snævar og snjóþekjan

Staðbundnir vindflekar í suðurvísandi hlíðum eftir norðlægar áttir á mánudag. Eldri vindflekar í suðlægum viðhorfum eftir hvassa N-NV átt og éljagang í síðustu viku. Gamall rakur snjór eða harðfenni undir sem talið er stöðugt. Ekki hafa verið gerð stöðugleikapróf á svæðinu. Bætir töluvert í snjó á þriðjudag og fimmtudag sem geta skapað nýsnævis vandamál.

Nýleg snjóflóð

Engin nýleg snjóflóð hafa verið skráð.

Veður og veðurspá

Breytileg átt og snjókoma á þriðjudag. Norður til norðvestlægar áttir og él á miðvikudag, styttir upp og lægir með kvöldinu. Suð- og suðaustanátt með snjókomu og síðar slyddu eða rigningu á fimmtudag. Hlýnar með deginum.

Spá gerð: 30. nóv. 10:01. Gildir til: 01. des. 19:00.
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica