Spá um snjóflóðahættu - Austfirðir

  • mið. 28. feb.

    Nokkur hætta
  • fim. 29. feb.

    Nokkur hætta
  • fös. 01. mar.

    Nokkur hætta

Vindflekar eru til fjalla. Á þriðjudag snjóaði V/NV-stormi og líklegt að frekari vindflekamyndun hafi átt sér stað, þá sérstaklega í S-A viðhorfum.

Spáin er gerð fyrir stór landsvæði og þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð. Hún er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga og tekur bæði til snjóflóða af mannavöldum og veðurtengdra snjóflóða.

Snjóflóðavandi á svæðinu

Vindflekar eru í flestum viðhorfum en nýlegir flekar líklega í A-S viðhorfum.

Lagskipting snævar og snjóþekjan

Lagskiptir vindflekar eru til staðar í flestum viðhorfum eftir breytilegar vindáttir. Binding milli laga í vindflekum getur verið ótraust. Á þriðjudag snjóaði í V/NV-átt og er líklegt að vindflekar hafi myndast myndist, þá sérstaklega í S-A viðhorfum.

Nýleg snjóflóð

Skíðamaður setti af stað flekaflóð af stærðinni 2 í Stafdal þann 25. febrúar. Eldri flóð féllu í Norðfirði og Fagradal.

Veður og veðurspá

Snjókoma um tíma í hægum austlægum áttum síðdegis á miðvikudag og snýst í NA-læga átt á fimmtudag. Á föstudag er útlit fyrir norðlæga átt með snjókomu. Áfram kalt í veðri.

Spá gerð: 27. feb. 11:59. Gildir til: 28. feb. 19:00.
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica