Spá um snjóflóðahættu - Austfirðir
-
mið. 22. jan.
Töluverð hætta -
fim. 23. jan.
Töluverð hætta -
fös. 24. jan.
Töluverð hætta
Talsvert hefur snjóað í hvassri A-lægri átt með vindflekamyndun. Nokkur snjóflóð féllu síðustu daga.
Snjóflóðavandi á svæðinu
-
Tegund
-
HæðÖll hæðin
-
Viðhorf
-
Líkur
-
Stærð
Þykkir vindflekar til fjalla sem geta verið óstöðugir fyrst um sinn.
Lagskipting snævar og snjóþekjan
Talsvert hefur snjóað á Austfjörðum og var óvissustigi lýst yfir í hádeginu á sunnudag. Gripið var til rýminga í Neskaupstað og á Seyðisfirði. Jafnfallinn snjór og þykkir vindflekar eru til staðar til fjalla, sérstaklega í S-V viðhorfum og í giljum, og gætu þeir verið óstöðugir fyrst um sinn.
Nýleg snjóflóð
Snjóflóð féllu í Skágili, Nesgili og Bakkagili aðfaranótt 21.jan. Snjóflóð féllu í Bræðslugjám, Tröllagili og Miðstrandarskarði í Neskaupstað aðfaranótt 20. janúar. Flóð féllu í Bræðslugjám, Tröllagili og Fannardal 18. janúar.
Veður og veðurspá
Dregur úr vindi og úrkomu á þriðjudag og kólnar. Hæglátt veður á miðvikudag en á fimmtudag er útlit fyrir SA-læga átt með dálítilli úrkomu.