Skíðamaður setti flekaflóð af stað í Stafdal

Fréttin hefur verið uppfærð Skíðamaður setti flekaflóð, stærð 2 af stað í utanbrautarskíðun í Stafdal, Seyðisfirði í dag 25.febrúar. Flóðið var nokkuð breitt og tungan nægilega þykk til að grafa mann. Athuganir á vettvangi gáfu til kynna að flóðið fór … Lesa meira

Snjógryfja Illviðrishnjúki 25.feb

Snjógryfja í Illviðrishnjúki frá því í morgun sýndi aftur veikleika undir skel/íslagi svipað og gryfjan í gær. Sögunarpróf á þessu lagi gaf mun veikari niðurstöður en í gær og breiddist brotið út eftir aðeins 12 cm (PST 12/90) og rann … Lesa meira

Votsnjó- og krapaflóðahætta á sunnan- og vestanverðu landinu.

Veðurspár gera ráð fyrir talsverðri úrkomu og hækkandi hitastigi aðfaranótt mánudags. Víða er nýlegur snjór en almennt er snjólétt á sunnanverðum Vestfjörðum, Barðaströnd og Vesturlandi. Staðbundið hefur snjór safnast saman í lægðir og árfarvegi síðustu daga og getur snjóþekja verið … Lesa meira

Snjógryfja úr Klettahnjúk, Siglufirði 24. febrúar

Snjógryfja var tekin í NA vísandi hlíð í 480 m hæð úr Klettahnjúk í Siglufirði þann 24. febrúar. Gryfjan sýndi nýsnævi ofan á íslagi og lagi af köntuðum snjó. Samþjöppunarpróf gaf slétt brot við miðlungs álag á kantaða laginu á … Lesa meira
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica