Skíðamaður lenti í snjóflóði í Skálafelli 8. apríl

Í hádeginu þann 8.apríl setti skíðamaður af stað snjóflóð í Gensgili í Skálafelli, austan stólalyftunnar. Maðurinn grófst í flóðinu en annað skíðið stóð uppúr snjónum og var ferðafélagi mannsins fljótur að grafa hann upp. Snjóflóðið féll úr eystri gilbarminum (vesturvísandi) … Lesa meira

Snjógryfja frá Ísafirði 8. apríl

Snjógryfja sem tekin var í 630 m hæð í Kistufelli sýnir tvö lög í nýsnævi (vindfleka) ofaná hjarni. Samþjöppunarpróf gaf brot við miðlungsálag bæði á lagmótum í nýsnævinu og við hjarnið. Hár hitastigull er í vindflekunum og harðara lag inná … Lesa meira

Snjógryfja af Skarðsdal á Siglufirði 6. apríl

Snjógryfja sunnan við Illviðrishnjúk á Skarðsdal sýnir nýsnævi ofaná hjarni. Snjórinn er víða 25-30 cm, mjúkur á yfirborði en þéttari nær hjarninu. Vindflekinn brast við mikið álag á lagmótunum við hjarnið í samþjöppunarprófi.

Snjógryfja í Bláfjöllum 5. apríl

Mánudaginn 5. apríl var gerð snjógryfja í Bláfjöllum, nánar tiltekið í Eldborgargili í norðurvísandi hlíð. Gryfjan sýnir stöðugan snjó, harðfenni ofan á íslagi, og nokkuð brattan hitastigul. Þó gryfjan sé grunn að þá var heildar snjódýpt á staðnum rúmir 3 … Lesa meira
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica