Hlýindi á fimmtudag og föstudag

Eftir kaldan og hægviðrasaman miðvikudag er spáð snöggri hlýnun um allt land á fimmtudag, hvassri sunnan- eða suðvestanátt og rigningu eða súld um vestanvert land. Hnúkaþeyr gæti náð sér vel á strik á Norður- og Austurlandi. Við þessar aðstæður aukast … Lesa meira

Snjógryfja í Bláfjöllum 19. janúar

Snjógryfja var tekin í Eldborgargili í Bláfjöllum í hádeginu 19. janúar. Hún sýndi harðan einsleitan snjó eftir umhleypingar. Stöðugleikapróf gaf ekki brot.

Snjógryfja 19. janúar í Klettahnjúk við Siglufjörð

Gryfja var tekin í Klettahnjúk við Siglufjörð í dag, 19 janúar, í 556 m hæð í NA vísandi hlíð. Gryfjan sýnir nýlegan 15 cm lausasnjó ofan á þunnum vindfleka og þar undir einsleitan stöðugan snjó. Stöðugleikapróf gaf óreglulegt brot við … Lesa meira

Hláka 17.jan

Nokkur snjór safnaðist í fjöll í SV-éljagangi í síðustu viku og hafa allmargar spýjur fallið á Súðavíkurhlíð, flestar í vegrás en einnig yfir veg. Á sunnanverðum Vestfjörðum féllu einnig flóð yfir veginn upp á Kleifaheiði og í vegrás á Raknadalshlíð. … Lesa meira
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica