Fréttir

Eldgos á Sundhnúksgígaröðinni - 22.7.2025

Uppfært kl. 13:30, 22. júlí

Eldgosið á Sundhnúksgígaröðinni heldur áfram og er nú aðeins einn gígur virkur, en hraun rennur hægt til austurs í Fagradal. Aflögunargögn sýna engin merki um aflögun undir Svartsengi og jarðskjálftavirkni er lítil. Fólk er hvatt til að fylgjast með gasdreifingarspá, loftgæðum og eigin líðan á svæðum þar sem mengun getur breyst hratt.

Lesa meira

Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá syðri og Skálm - 22.7.2025

Vatnshæð og rafleiðni hafa farið lækkandi síðasta sólahring og nálgast nú eðlileg gildi í vöktunarmæli Veðurstofunnar í Skálm við þjóðveg. Jarðskjálftamælar á jökulskerjum í Mýrdalsjökli sýna einnig greinilega lækkun í óróa síðasta sólahring. Á vefmyndavél á Rjúpnafelli sést að töluvert hefur dregið úr vatnsmagni í Leirá Syðri frá því í gær. Þessi gögn gefa því til kynna að jökulhlaupinu sé að ljúka. 


Lesa meira

Miklar þrumur og eldingar á Norðvesturlandi og Vestfjörðum - 16.7.2025

Miklar þrumur og eldingar hófust klukkan 7:41 við Húsafell og breiddust hratt yfir norðvesturhluta landsins og Vestfirði. Klukkan 10:30 höfðu mælst yfir 400 eldingar.

Is_1d-1-1-

Lesa meira
Oskar

Kveðja til Óskars J. Sigurðssonar - 15.7.2025

Óskar Jakob Sigurðsson helgaði nær allt sitt líf veðurathugunum og mengunarmælingum á Stórhöfða. Hann hóf störf árið 1952 og vann af trúmennsku og þrautseigju í yfir sex áratugi við erfiðar aðstæður þar sem stormar voru tíðir og strangir. Óskar hlaut fjölda viðurkenninga fyrir störf sín og við minnumst hans með þökk og virðingu.

Lesa meira




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica