Árið 2024 er hlýjasta ár síðan mælingar hófust og fyrsta
árið þar sem meðalhiti er 1.5 °C hærri en hann var fyrir iðnbyltingu.
Losun gróðurhúsalofttegunda er megin orsök mikils loft-
og sjávarhita, en aðrir þættir, s.s. El Nino veðurfarsveiflan lagði einnig til
óvenjumikils hita á síðasta ári.
Þetta kemur fram í fréttatilkynningu veðurfarsþjónustu Kópernikus (C3S) sem er stofnun á vegum Evrópusambandsins en er rekin af Reiknisetri
evrópskra veðurstofa (ECMWF). Vísindamenn á vegum stofnunarinnar hafa vaktað
veðurfarstengdar breytingar á árinu, m.a. óvenjulega mikla hita, sem birtust
m.a. í dægurhitametum, mánaðar- og ársmetum.
Uppfært 9. janúar kl: 11:20
Fimmtudaginn 2. janúar mældist samfelld óróahviða milli kl. 17 og 18 með upptök við Grjótárvatn. Óróahviðan sem varði í um 40 mínútur er mynduð af samfelldum smáskjálftum, sem flestir eru of smáir til að hægt sé að staðsetja þá, en einungis tveir skjálftar innan hviðunnar eru staðsettir. Þeir eru á rúmlega 15 km dýpi og af stærð M1,5 og 1,8. Alls voru um 20 jarðskjálftar þennan dag, allir á 15-20 km dýpi og af stærð M0,1-2,0.
Lesa meiraGefnar voru út samtals 333 viðvaranir vegna veðurs árið 2024, þar af 29 appelsínugular en engin rauð. Sá fjöldi er svipaður og árið áður, en frá 2018 hafa að meðaltali 373 viðvaranir verið gefnar út á ári. Árið 2024 var því heldur undir meðallagi síðustu ára.
Lesa meiraAflögunargögn fram til 30. desember 2024 sýna að kvikusöfnun
undir Svartsengi heldur áfram.
Líkur eru taldar aukast á nýju kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi þegar jafn mikið magn af kviku hefur safnast undir Svartsengi og fór þaðan í kvikuhlaupinu og eldgosinu 20. nóvember. Líkanreikningar sýna að þetta magn er á bilinu 12-15 milljónir rúmmetra. Miðað við hraða kvikuinnflæðis undir Svartsengi í dag má því gera ráð fyrir því að líkur á kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi á Sundhnúksgígaröðinni fari að aukast í lok janúar.
Lesa meira