Fréttir

Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga - 5.12.2025

Mælingar á Hofsjökli í nóvember sýna að leysing sumarsins 2025 var með þeim mestu sem mælst hafa. Ársafkoman reyndist næstneikvæðust frá upphafi mælinga og nýr sigketill kom í ljós á jöklinum sem þarf að hafa varann á framvegis. Hofsjökull fer því enn síminnkandi í hlýju loftslagi líkt og aðrir jöklar landsins. 

Lesa meira

Tíðarfar í nóvember 2025 - 2.12.2025

Nóvember var kaldur og þurr um land allt. Að tiltölu var kaldast inn til landsins á Norðausturlandi. Það var óvenjulega þurrt á Suður- og Vesturlandi, þá sérstaklega fyrri hluta mánaðarins. Norðaustlægar áttir voru tíðar í mánuðinum, en vindur var tiltölulega hægur og tíð góð.

Lesa meira

Flutningur á veðurmælireit Veðurstofunnar: Marktækt rof í vindmælingum - 2.12.2025

Veðurstofa Íslands hefur birt skýrslu um samanburð á veðurmælingum í gamla og nýja mælireitnum við Háuhlíð. Niðurstöður sýna að flutningur mælireitsins árið 2017 hefur haft áhrif á nokkrar langtímamæliraðir, einkum vindmælingar, sem mælast hærri í nýja reitnum. Skýrslan fjallar um mun á mælingum, áhrif á veðurmet og nauðsyn leiðréttinga til að tryggja samræmi í gögnum.

Lesa meira

Magn kviku undir Svartsengi heldur áfram að aukast - 25.11.2025


  • Hraði kvikusöfnunar undir Svartsengi hefur haldist nokkuð stöðugur síðustu tvær vikur. Áfram eru taldar auknar líkur á kvikuhlaupi og eldgosi næstu vikurnar. Hættumat helst óbreytt til 9. desember, nema breytingar verði á virkninni.

Lesa meira




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica