Uppfært 19.05 kl 15:37
Í dag
komu ný gögn fram úr Sentinel-1 interferogram frá seinustu 12 dögum eða frá 7.-19.
maí 2022. Þar
sést nokkuð glögglega það ris sem er að eiga sér stað í kringum Svartsengi, en
það mælist 2-2,5 sm á tímabilinu.
Alþjóðaveðurfræðistofnunin (WMO) gaf út í dag skýrslu um ástand loftslagsins - „State of the Global Climate“. Skýrslan er samantekt sem unnin er af fjölmörgum stofnunum og vísindamönnum og lýsir ástandi loftslags jarðar og afleiðingum loftslagsbreytinga.
Lesa meiraVísindaráð almannavarna hélt fund þriðjudaginn 17. maí 2022. Tilefni fundarins var aukin skjálftavirkni á Reykjanesskaga og hreyfingar sem mælst hafa á svæðinu. Sunnudaginn 15. maí lýsti Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum, yfir óvissustigi almannavarna og á mánudag færði Veðurstofa Íslands fluglitakóðann fyrir eldstöðvakerfi Reykjaness/Svartsengis á gult.
Lesa meiraVetrarmót norrænna jarðfræðinga er nú haldið hér á Íslandi dagana 11.-13. maí í Háskóla Íslands. Þetta er í þrítugasta og fimmta sinn sem mótið er haldið, en ríkin á Norðurlöndunum halda það til skiptis á tveggja ára fresti og var síðasta vetrarmót haldið hérlendis árið 2012. Starfsfólk Veðurstofunnar er með fjölbreytt erindi á ráðstefnunni, allt frá erindum um fjarkönnun við vöktun náttúrunnar til áhrifa loftslagsbreytinga og hopun jökla á eldvirkni.
Lesa meira