Fréttir

Magn kviku undir Svartsengi heldur áfram að aukast - 25.11.2025


  • Hraði kvikusöfnunar undir Svartsengi hefur haldist nokkuð stöðugur síðustu tvær vikur. Áfram eru taldar auknar líkur á kvikuhlaupi og eldgosi næstu vikurnar. Hættumat helst óbreytt til 9. desember, nema breytingar verði á virkninni.

Lesa meira

Framhlaup er hafið í Dyngjujökli - 19.11.2025

Samkvæmt GPS-hraðamælingum Jarðvísindastofnunar Háskólans er framhlaup hafið í Dyngjujökli Dyngjujökull er þekktur framhlaupsjökull og líða um 20–30 ár að jafnaði á milli framhlaupa. Hann hljóp síðast fram á árunum 1998 til 2000. Fólki er bent á að gæta sérstakrar varúðar á ferðalögum á Dyngjujökli þar sem sprungumyndun er líkleg á svæðum sem hafa verið greiðfær og ósprungin í 20 ár. Lesa meira

Fjölbreyttur hópur Neyðarkalla á Veðurstofunni - 14.11.2025

Veðurstofan hefur styrkt björgunarsveitir landsins með kaupum á Neyðarkallinum undanfarin ár. Í vikunni bættust tveir nýir kallar í hópinn frá björgunarsveitunum Kofra í Súðavík og Sæbjörgu á Flateyri, í tilefni 30 ára minningar um mannskæð snjóflóð. Afhending fór fram á Snjóflóðasetri Veðurstofunnar á Ísafirði, þar sem starfsfólk tók við köllunum frá formönnum sveitanna. Veðurstofan er stoltur bakhjarl björgunarsveita og þakkar þeim fyrir óeigingjarnt starf. Lesa meira

Haustið er undirbúningstími snjóflóðavaktarinnar - 11.11.2025

Haustið er undirbúningstími hjá snjóflóðavakt Veðurstofunnar. Tryggja þarf að sjálfvirkir snjómælar, sem mæla snjódýpt og hitastig, séu tilbúnir fyrir veturinn. Í ár hefur viðhaldsverkefnið verið umfangsmikið þar sem skipta þurfti út mörgum mælum sem nýttu eldri fjarskiptakerfi. Með fréttinni fylgja myndir frá krefjandi aðstæðum í fjallshlíðum. Lesa meira




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica