Veðurstofan hefur styrkt björgunarsveitir landsins með kaupum á Neyðarkallinum undanfarin ár. Í vikunni bættust tveir nýir kallar í hópinn frá björgunarsveitunum Kofra í Súðavík og Sæbjörgu á Flateyri, í tilefni 30 ára minningar um mannskæð snjóflóð. Afhending fór fram á Snjóflóðasetri Veðurstofunnar á Ísafirði, þar sem starfsfólk tók við köllunum frá formönnum sveitanna. Veðurstofan er stoltur bakhjarl björgunarsveita og þakkar þeim fyrir óeigingjarnt starf.
Lesa meira