Fréttir

Áfram auknar líkur á eldgosi á Sundhnúksgígaröðinni - 20.1.2026

Kvikusöfnun undir Svartsengi er hæg en stöðug, líkt og hún hefur verið síðustu vikurnar. Á meðan kvikusöfnun heldur áfram og þrýstingur í kerfinu hækkar er kvikuhlaup úr Svartsengi og eldgos á Sundhnúksgígaröðinni líklegasta sviðsmyndin næstu vikurnar.  

Lesa meira

Saman erum við sterkari - 14.1.2026

Saman erum við sterkari. Kynningarfundur um samstarf HÍ og Veðurstofu Íslands í þágu rannsókna, uppbyggingar rannsóknainnviða og vöktunar náttúruvár. Samstarf stofnananna gegnir mikilvægu hlutverki í að efla vísindalega þekkingu, styrkja viðbúnaðargetu samfélagsins.

Lesa meira

Veðursjá á Bjólfi tímabundið óvirk - 13.1.2026

Veðursjá Veðurstofu Íslands á Bjólfi ofan Seyðisfjarðar á Austurlandi er tímabundið óvirk vegna bilunar.

Beðið er eftir varahlutum sem berast undir lok þessarar viku og er því gert ráð fyrir því að hægt verði að gera við stöðina í næstu viku.

Lesa meira

Tíðarfar í desember 2025 - 6.1.2026

Desember var óvenjulega hlýr og var hiti langt yfir meðallagi á landinu öllu. Á landsvísu var þetta þriðji hlýjasti desembermánuður frá upphafi mælinga. Jólin voru sérstaklega hlý þegar sunnanhvassviðri gekk yfir landið. Nýtt desemberhámarkshitamet var sett þegar hiti mældist 19,8 stig á Seyðisfirði seint á aðfangadagskvöld.  

Lesa meira




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica