Óvenjumikill öldugangur við suður- og vesturströnd landsins
Fjöruferðir í öldugangi eru hættulegar. Djúp kyrrstæð lægð orsakaði ölduganginn
Þriðjudaginn 20. febrúar 2024 var óvenjumikill öldugangur
við suðurströnd landsins, ekki síst á Arnarstapa og í Reynisfjöru og höfðu
sumir aldrei áður séð neitt þessu líkt. Á Garðskaga og við Grindavík mældist um
8 metra ölduhæð. Ástæðan var lægð suðvestur í hafi, sem olli lágum
loftþrýstingi og suðlægum áttum. Lágur loftþrýstingur hækkar sjávaryfirborð og
sjávarföll, sem geta aukið eða minnkað öldugang eftir því sem að flæðir að eða
fjarar út. Vindur sem blæs yfir sjó og vötn mynda öldur sem verða stærri eftir
því sem vindur er hvassari og áhrifin verða meiri með tíma og vegalengd.
Hvöss sunnan- og suðvestanátt magnaði ölduhæð yfir um 1500 km hafsvæði
Vindar yfir landinu þennan dag voru að jafnaði suðlægir, en mjög hægir. Á yfirborðskorti (sjá mynd) sést djúp, kyrrstæð lægð skammt austur af Hvarfi, sem blæs hvössum suðvestanvindi yfir hafið að landinu. Þessi lægð ber án efa ábyrgð á ölduganginum, því að hvöss sunnan- og suðvestanáttin hefur magnað ölduhæð yfir um 1500 km hafsvæði áður en aldan náði landi sem sést greinilega á öldukortinu.
Yfirlitskort yfir Norður-Atlantshaf frá kl 6 á þriðjudagsmorgun sést djúp lægð við Hvarf sem olli miklum öldugangi við Íslands strendur síðdegis á
Ölduspá í gildi kl 18 á þriðjudag. Þar er verið að spá allt að 8 m ölduhæð við suður- og vesturströnd landsins.