Fréttir

sólarlag, ský speglast í hafi

Veðurfar 2009 - 30.12.2009

Tíðarfar var hagstætt á árinu 2009. Hiti var langt yfir meðallagi um landið sunnanvert og einnig vel yfir meðallagi nyrðra. Fremur þurrt og sólríkt var syðra, en tiltölulega úrkomusamt var norðaustanlands. Lesa meira
Frá Vestmannaeyjum

Jólaveðrið í sextíu ár - 22.12.2009

Á einföldum Íslandskortum er hægt að sjá hvernig veðrið var um jólin allt frá árinu 1949.

Lesa meira
umhverfis Ísland: sjórinn í litaflekkjum

Sjávarhitakort - 16.12.2009

Sjávarhitakort eru komin á vefinn. Um er að ræða greiningu og spá fyrir yfirborð sjávar. Spáin nær tíu daga fram í tímann. Kortin uppfærast daglega. Einnig má skoða kort nokkra daga aftur í tímann. Lesa meira
merki

Loftslagsráðstefnan í Kaupmannahöfn - 11.12.2009

Nú stendur yfir loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna. Tilgangurinn er að ná samkomulagi um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Fyrir hönd Veðurstofu Íslands mun dr. Tómas Jóhannesson kynna rannsóknir á áhrifum loftslagsbreytinga á Íslandi, sérstaklega mælingar á þynningu jökla.

Lesa meira
ískort

Hafís í nóvember 2009 - 10.12.2009

Enginn meginísjaðar var innan íslensku lögsögunnar samkvæmt ískönnunarflugi fyrir rúmum mánuði. Norðaustan- og austanátt varð síðan ríkjandi á Grænlandssundi og ísjaðarinn færðist suður á bóginn. Þann 22. nóvember var ísjaðarinn næst landi um 100 sml VNV af Straumnesi. Lesa meira
Jarðskjálftar á Íslandi í nóvember 2009

Jarðskjálftar á Íslandi í nóvember 2009 - 7.12.2009

Yfir 1500 jarðskjálftar voru staðsettir á og við landið í nóvember. Mesta virknin var á fyrsta degi mánaðarins. Þá varð kröftug hrina við Geirfuglasker og Geirfugladrang á Reykjaneshrygg, um 30 kílómetra frá landi. Lesa meira
land umflotið vatni

Nóvember 2009 - 1.12.2009

Mánuðurinn var fremur hlýr, hlýjast að tiltölu við ströndina austan- og sunnanlands en kaldast á norðvestanverðu landinu. Vægt kuldakast var í upphafi en svo hlýnaði og var mjög hlýtt á landinu fram yfir miðjan mánuð. Þann 18. og 19. gerði kuldakast á norðanverðu landinu en undir mánaðarlok kólnaði svo um allt land.

Lesa meira
is_oktober2009

Hafís í október 2009 - 18.11.2009

Borgaríss varð vart í mynni Önundarfjarðar og út af Vestfjörðum. Einnig varð vart við jaka á Húnaflóa. Lesa meira
Jarðskjálftavirkni í október 2009

Jarðskjálftayfirlit í október 2009 - 11.11.2009

Um 1240 jarðskjálftar voru staðsettir með SIL jarðskjálftakerfi Veðurstofunnar í október 2009. Lesa meira
merki (lógó) Norðurslóðaáætlunar Evrópusambandsins

Norðurslóðaáætlun í Ráðhúsi Reykjavíkur - 10.11.2009

Veðurstofan vill vekja athygli á því að nú stendur yfir kynning á fjölbreyttum samstarfsverkefnum Norðurslóðaáætlunar í Ráðhúsi Reykjavíkur, dagana 10. og 11. nóvember. Lesa meira
XML þjónusta

XML-þjónusta Veðurstofunnar - 2.11.2009

Ný XML-þjónusta Veðurstofunnar hefur verið keyrð til prófunar undanfarnar vikur. Engin veruleg vandkvæði hafa verið tilkynnt til Veðurstofunnar. Þjónustan færist nú á endanlega vefslóð. Prófunarslóðinni verður lokað á næstu dögum. Lesa meira
haustlauf

Október 2009 - 2.11.2009

Hiti var í ríflegu meðallagi um mikinn hluta landsins nema norðaustanlands þar sem hann var lítillega undir því. Úrkoma var í tæpu meðallagi vestan- og norðanlands, en talsvert yfir því sums staðar á Austfjörðum og um landið suðaustanvert. Lesa meira
veggspjald, samsett úr fjórum ljósmyndum

Jarðskjálftaráðstefna á föstudag - 28.10.2009

Alþjóðleg ráðstefna helguð minningu Sigurðar Th. Rögnvaldssonar jarðeðlisfræðings verður haldin nú á föstudaginn í Orkugarði. Ráðstefnan ber heitið "Jarðskjálftar og aðdragandi þeirra". Lesa meira
hvítt ljós og litarendur sjást í myrkri

Alþjóðadagur til verndar ósonlaginu - 16.10.2009

Rétt um mánuður er liðinn frá alþjóðadegi til verndar ósonlaginu. Verið getur að loftslagsbreytingar og ósoneyðing séu tengdari en áður var talið. Hvatt er til áframhaldandi vöktunar á ósoni á hnattræna vísu.

Lesa meira
tvöfaldur regnbogi, sá innri skær, sá ytri daufari

Illviðrið síðasta föstudag - 14.10.2009

Mikið hvassviðri gekk yfir landið síðastliðinn föstudag og aðfaranótt laugardagsins og margir notuðu vef Veðurstofunnar til þess að fylgjast með veðurhamnum. Lesa meira
borgarís, loftmynd

Haustþing Veðurfræðifélagsins 2009 - 13.10.2009

Haustþing Veðurfræðifélagsins verður sett miðvikudaginn 21. október kl. 13:00 í Víðgelmi í Orkugarði að Grensásvegi 9. Veðurfræðifélagið er opið öllum áhugamönnum um veður og veðurfræði og þingið sömuleiðis.

Lesa meira
is_september2009

Hafís í september 2009 - 9.10.2009

Ein tilkynning barst um borgarísjaka í mánuðinum.

Lesa meira
Jarðskjálftar í september 2009

Jarðskjálftar í september 2009 - 8.10.2009

Hátt í 1.500 jarðskjálftar voru staðsettir í september 2009. Jarðskjálfti um þrjú stig varð við suðurenda Krosssprungunnar þann 9. september. Hann fannst á Selfossi, í Hveragerði og á Eyrarbakka. Lesa meira
Ís á polli

September 2009 - 1.10.2009

Mánuðurinn var fremur hlýr um land allt, hlýjastur að tiltölu austanlands en svalastur á Vestfjörðum. Úrkoma var í ríflegu meðallagi en sólskinsstundir með færra móti um landið sunnanvert.

Lesa meira
Veðurfréttir

Veðurfréttir - 29.9.2009

Hinn 28. september urðu þær breytingar á útsendingartíma veðurfregna á RÚV, Rás eitt, að veðurspá, sem flutt hefur verið frá Veðurstofu Íslands að loknum fréttum kl. 16, verður framvegis klukkan 18:50. Með spánni verður einnig skýrt frá hæsta hita dagsins og mestu úrkomu. Í morgunfréttatíma, sem er kl. 10:03, er skýrt frá lægsta hita næturinnar.

Lesa meira
tveir menn hlusta einbeittir á lýsingu vísindamanns

Vísindavaka fjölsótt - 28.9.2009

Efnið sem Veðurstofan kynnti á Vísindavöku síðastliðinn föstudag vakti verðskuldaða athygli á vel heppnaðri dagskrá sem tengir vísindin og almenning. Sérfræðingar Veðurstofunnar voru boðnir og búnir að svara spurningum gesta. Lesa meira

Veðurstofan birtir eigin auglýsingar á vedur.is - 25.9.2009

Veðurstofan hefur nú birtingu auglýsingaborða efst á hverri síðu vefsins. Þetta verða auglýsingar á þjónustu, afurðum, atburðum og öðru því sem tilheyrir Veðurstofunni. Lesa meira
loftmynd af jökli - hraun í hlíðum

Veðurstofan á Vísindavöku - 23.9.2009

Veðurstofa Íslands verður með sýningarbás á Vísindavöku nk. föstudagskvöld, 25. september, kl. 17-22 í Listasafni Reykjavíkur við Tryggvagötu. Veðurstofan mun kynna loftslagsverkefni sem stofnunin er í forystu fyrir, jöklamælingar, kortlagningu flóðasvæða, sjálfvirka vöktun jarðhræringa og fleira. Meðal annars verður sýnt líkan af Snæfellsjökli á skjá.

Lesa meira
XML þjónusta

Ný XML-þjónusta - 22.9.2009

Veðurstofa Íslands hefur þróað XML-þjónustu sem gerir fagfólki kleift að sækja nýjustu staðaspár, textaspár og veðurathuganir á XML-formi. Um er að ræða sömu gögnin og eru birt á Veðurstofuvefnum. Lesa meira
Úr flugvél sést dreifður lagnaðarís

Hafísyfirlit í hverjum mánuði - 21.9.2009

Á Veðurstofunni eru skráð mánaðaryfirlit um hafís, rétt eins og um veður og jarðskjálfta. Sú nýbreytni er á döfinni að birta hafísyfirlitin sem fréttir jafnóðum.

Lesa meira
andlitsmynd

Vísindin og loftslagsbreytingar - 17.9.2009

Dr. Pachauri, formaður IPCC eða milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar, flytur fyrirlestur í Háskóla Íslands 19. september. Lesa meira
Skjálftavirkni á Íslandi í ágúst 2010

Jarðskjálftar á Íslandi í ágúst 2009 - 10.9.2009

Yfir 2.000 jarðskjálftar voru staðsettir í SIL kerfi Veðurstofu Íslands í ágúst 2009. Talsverð skjálftavirkni var á Reykjanesskaga eins og undanfarna mánuði, aðallega á Kleifarvatnssvæðinu.

Lesa meira
málmtæki stendur við glugga

Jarðskjálftaráðstefna í lok október - 7.9.2009

Ráðstefna verður haldin föstudaginn 30. október 2009 í Víðgelmi í Orkugarði, helguð minningu Sigurðar Th. Rögnvaldssonar jarðeðlisfræðings, sem lést af slysförum 25. október 1999. Hann lét mikið til sín taka í jarðskjálftarannsóknum á Íslandi. Lesa meira
veggspjald, kynningarefni WCC-3, lítil stúlka faðmar hnöttinn okkar

Þingið WCC-3 um loftslagsbreytingar - 2.9.2009

Þing Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar um loftslagsbreytingar er nú afstaðið. Forstjóri Veðurstofu Íslands, Árni Snorrason, sat á þinginu og hélt erindi um norrænar rannsóknir sem varða loftslags-, orku- og umhverfismál, og Ísland tekur þátt í. Lesa meira
tré, garðstígur, fólk

Ágúst 2009 - 1.9.2009

Ágúst var fremur hlýr um allt land, sólríkur á Suður- og Vesturlandi, en norðanlands og austan var sólarminna og sums staðar á þeim slóðum rigndi mikið. Veður var hægviðrasamt lengst af. Lesa meira
lógó, tré með ljósmyndum

Fyrirlestur í umhverfishagfræði - 24.8.2009

Opinn fyrirlestur var haldinn í Öskju við Háskóla Íslands síðastliðinn miðvikudag. Spurt var hvernig nota mætti heimskreppuna sem tækifæri til að skapa sjálfbæra og eftirsóknarverða framtíð. Fyrirlesarinn er þekktur fyrir það að meta þjónustu vistkerfa til fjár. Lesa meira
Jarðskjálfti 6,1 að stærð við Jan Mayen

Jarðskjálfti norðaustur af Jan Mayen - 20.8.2009

Í morgun kl. 06:35 varð jarðskjálfti að stærðinni 6,1 um 330 km norðaustur af Jan Mayen. Lesa meira
Jaraðskjálftar í júli 2009

Jarðskjálftar á Íslandi í júlí 2009 - 14.8.2009

Alls voru 1.211 jarðskjálftar staðsettir í SIL kerfi Veðurstofunnar í júlí 2009, og hafa þá yfir 12.600 skjálftar verið staðsettir á árinu.

Lesa meira
lægð eins og hringiða, eins og spírall, lituð mynd

Vatnavextir af völdum lægðar - 6.8.2009

Mikill vöxtur er í ám á Torfajökulssvæðinu og í kringum Mýrdalsjökul. Lesa meira
Desjarmýri á Borgarfirði eystri.

Úrhellisrigning á Austfjörðum síðasta sólarhring - 5.8.2009

Úrhellisrigning var á Austfjörðum síðasta sólarhring. Úrkomumet var slegið á Desjarmýri á Borgarfirði eystra í morgun.

Lesa meira
þurrt leirflag, sprunginn jarðvegur, gróið allt í kring

Júlí 2009 - 4.8.2009

Tíðarfar var hlýtt og þurrt um mikinn hluta landsins. Sérlega hlýtt og þurrt var suðvestanlands en hiti var undir meðallagi inn til landsins á Austurlandi. Mikið kuldakast gerði í nokkra daga seint í mánuðinum og olli það tjóni í kartöflugörðum. Lesa meira
Skjálftahrina við Trölladyngju á Reykjanesskaga

Skjálftahrina við Trölladyngju á Reykjanesskaga - 1.8.2009

Skjálftahrina hófst í kvöld 31. júlí við Trölladyngju, um fjóra kílómetra norður af Krýsuvík og austur af Keili. Stærsti skjálftinn, um þrír að stærð, varð kl 23:46 og fannst á höfuðborgarsvæðinu. Lesa meira
í jökli er dæld með hringlaga sprungum utan um

Rannsóknir á jökulhlaupum í Skaftá - 27.7.2009

Jökulhlaup koma í Skaftá nær árlega og hefur verið fylgst með þeim í rúma hálfa öld. Þau falla í flokk svokallaðra hraðrísandi jökulhlaupa en skilningi á þeim er enn ábótavant. Lesa meira
Jökulstífluð lón við austanverðan Skeiðarárjökuls

Lítilsháttar Skeiðarárhlaup 21. júlí 2009 - 21.7.2009

Frá því snemma í morgun (21. júlí 2009) hafa nokkrir ísskjálftar verið staðsettir í austanverðum Skeiðarárjökli, u.þ.b. 1,5 km suðvestur af Færnestindum Lesa meira
Eyjafjallajökull

Jarðskjálftavirkni undir Eyjafjallajökli - 17.7.2009

Frá því snemma í júní hefur verið nokkuð viðvarandi jarðskjálftavirkni undir Eyjafjallajökli. Upptök flestra jarðskjálftanna eru á um 10 km dýpi og stærstu jarðskjálftarnir eru um 2 að stærð. Lesa meira
Jarðskjálftar á Íslandi í júní 2009

Jarðskjálftar á Íslandi í júní 2009 - 7.7.2009

Rúmlega 2000 jarðskjálftar voru staðsettir í þessum mánuði. Um helmingur þeirra varð á Reykjanesskaga í skjálftaröðum við Krýsuvík 19. og Kleifarvatn 25. júní. Lesa meira
hópur fólks á bílastæði að búa sig til göngu

Farsímavefurinn í sumar - 3.7.2009

Vakin er athygli á því að aðgangur að nýja farsímavefnum verður endurgjaldslaus hjá viðskiptavinum Símans í júlí og ágúst. Lesa meira
Strákagil

Júní 2009 - 1.7.2009

Tíð var almennt hagstæð, hiti var yfir meðallagi um land allt, en úrkoma heldur undir meðallagi. Lengst af var hægviðrasamt. Loftþrýstingur var óvenjuhár. Lesa meira
skjámynd af smækkaðri vefsíðu

Nýr farsímavefur - 26.6.2009

Farsímavefur Veðurstofu Íslands er kominn í loftið. Slóðin á íslenska vefinn er m.vedur.is og slóðin á enska vefinn er m.en.vedur.is. Lesa meira
Kort sem sýnir reiknuð áhrif.

Jarðskjálfti við Krýsuvík - 25.6.2009

Jarðskjálfti, af stærðinni 4,0 með upptök 4,1 km NA af Krýsuvík, varð kl. 17:20 í dag. Lesa meira
gervihnattamynd - Grænland, Ísland

Samsettar gervihnattamyndir - 23.6.2009

Nýlega hóf MODIS vefsetrið hjá NASA að birta nokkuð samfellda mynd af öllu norðurheimskautssvæðinu. Lesa meira
áhrifakort 19. júni 2009

Jarðhræringar í Krýsuvík - 22.6.2009

Tveir jarðskjálftar urðu á Reykjanesskaga síðastliðinn föstudag. Lesa meira

Veðrið sautjánda júní - 16.6.2009

Veðurhorfur sautjánda júní eru suðaustan 8-15 m/s og rigning sunnan- og suðvestanlands, en hægari vindur og úrkomulítið annars staðar. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast á Norðausturlandi. Vilji einhverjir skoða 17. júní veðrið aftur í tímann, þá er það skráð hér á vefnum sem Merkisdagar undir Veðurfar.

Lesa meira
Jarðskjálftar á Íslandi í maí 2009

Jarðskjálftar á Íslandi í maí 2009 - 10.6.2009

Í maí mældust um 3.000 jarðskjálftar, þar af um 2.000 í skjálftaröð við Fagradalsfjall á Reykjanesskaga. Forskjálftavirkni hófst um kl. 17 þann 29. maí, en meginskjálftinn, 4,7 að stærð, varð kl. 21:33 sama kvöld. Lesa meira
loftmyndir af jökli - ís nær lengra fram

Jökulsárlón fyllist af ís - 5.6.2009

Mikill jökulíshroði hefur safnast á yfirborð Jökulsárlóns. Grunur leikur á að nú hlaupi jökullinn fram og brotni í smátt út í lónið. Lesa meira
Skýjafar

Maí 2009 - 2.6.2009

Mánuðurinn var hlýr, nokkuð úrkomu- og vindasamt var miðað við árstíma, en tíð var samt hagstæð og sólskinsstundir mældust umfram meðallag.

Lesa meira
Jarðskjálfti að stærð 4,7 við Grindavík

Jarðskjálfti að stærð 4,7 um 8 km norðaustur af Grindavík - 30.5.2009

Þann 29. maí kl. 21:33 varð jarðskjálfti að stærð 4,7 með upptök um 8 km norðaustur af Grindavík á Reykjanesskaga. Lesa meira
listaverk út við strönd - klettadrangar í baksýn

Veðurútlit um hvítasunnuna - 29.5.2009

Yfirleitt verður fremur hægur vindur á landinu. Skúrir verða um vestanvert landið, einkum framanaf, en annars úrkomulítið og hiti 10-16 stig. Ágætlega viðrar til ferðalaga og útivistar. Skynsamlegt er að vera viðbúinn vætu, þó síst á Norðausturlandi. Lesa meira
Sólheimajökull

Sumarþing Veðurfræðifélagsins 2009 - 28.5.2009

Sumarþing Veðurfræðifélagsins verður sett miðvikudaginn 3. júní kl. 13:00 í Víðgelmi í Orkugarði að Grensásvegi 9. Veðurfræðifélagið er opið öllum áhugamönnum um veður og veðurfræði og þingið sömuleiðis.

Lesa meira
lítið timburhús, allt er snævi þakið í kring

Vorferð á Hofsjökul - 20.5.2009

Snjóalög reyndust í meðallagi á Hofsjökli þetta vorið, þegar miðað er við undanfarin ár. Lesa meira
hæðir speglast í vatni - kyrrð

Morgunverðarfundur um vatnatilskipun ESB - 18.5.2009

Umhverfisstofnun og Veiðimálastofnun standa fyrir opnum morgunverðarfundi um innleiðingu Vatnatilskipunar ESB þriðjudaginn 19. maí kl. 8:30 til 10:00 á Grand Hótel. Lesa meira
kort af upptökum jarðskjálfta

Jarðskjálftar í apríl 2009 - 13.5.2009

Í apríl mældust 1378 jarðskjálftar undir landinu, sem er um 28% fleiri skjálftar en mánuðinn á undan. Auk þess mældust 39 atburðir sem hafa verið staðfestir sem sprengingar og 38 atburðir sem að öllum líkindum eru sprengingar vegna framkvæmda víðsvegar um landið.

Lesa meira
lítill hópur fólks í fjallshlíð í rigningu

Mikil úrkoma á Vestur- og Suðvesturlandi - 12.5.2009

Óvenjumikil úrkoma var um vestanvert landið þann 11. maí. Í Grundarfirði rigndi samfellt frá því kl. 13 sunnudaginn 10. maí til kl. 4 aðfaranótt þess 12. Á þessu tímabili féllu alls 172 mm, eða með öðrum orðum 172 lítrar á hvern fermetra við stöðina. Lesa meira
Regnbogi yfir Skálholti

Apríl 2009 - 4.5.2009

Hlýtt var í apríl um land allt, hlýjast að tiltölu suðaustanlands, en einna svalast á Vestfjörðum. Mjög úrkomusamt var um mestallt land og sérlega úrkomusamt víða á Suðurlandi og einnig vestan til á Norðurlandi. Lesa meira
úr lofti sjást lægðaský gera tvö hringmynstur

Lægðir geta verið fallegar - 30.4.2009

Á hverjum degi eru teknar ótal myndir af jörðinni utan úr geimnum. Myndirnar má meðal annars skoða hjá NASA. Samkeppni var háð um þær eftirminnilegustu og urðu tvær lægðir sunnan við Ísland í tíunda sæti. Lesa meira
Áhrifakort 29. apríl 2009

Jarðskjálfti SSA af Skálafelli á Hellisheiði - 29.4.2009

Laust fyrir klukkan 3 í nótt varð jarðskjálfti af stærðinni 3.9 um 5 kílómetra SSA af Skálafelli á Hellisheiði þ.e. rétt austan við Hjallahverfi í Ölfusi. Lesa meira
Á Móskarðshnúkum

Rannsókn á alþýðlegum veðurspám - 24.4.2009

Þjóðminjasafnið hefur áhuga á komast í samband við fólk sem á einn eða annan hátt býr yfir upplýsingum um alþýðlegar veðurspár. Lesa meira
hólkur á stöng efst á grónum varnargarði, fjallshlíð í baksýn

Hraði snjóflóðs mældur - 8.4.2009

Hraði snjóflóðs sem féll á varnargarðinn undir Skollahvilft á Flateyri 30. mars síðastliðinn var mældur með radar.

Lesa meira
Jarðskjálftar á Íslandi í mars 2009

Jarðskjálftar á Íslandi í mars 2009 - 3.4.2009

Í marsmánuði mældust 1036 jarðskjálftar og að auki á sjöunda tug sprenginga eða ætlaðra sprenginga vegna framkvæmda víðs vegar um landið.

Lesa meira
Snjóflóð við Veisu í Fnjóskadal.

Mars 2009 - 1.4.2009

Tíðarfar í mars var nærri meðallagi áranna 1961 til 1990. Hitinn var alls staðar mjög nærri meðallagi. Lítið var um illviðri en hríðarveður trufluðu þó samgöngur stund og stund. Tíðarfar var hagstætt í vetur en úrkoma í ríflegu meðallagi.

Lesa meira
horft úr fjalli á þorp við ströndina

Bók um snjóflóðavarnargarða - 27.3.2009

Út er komin bókin „The design of avalanche protection dams. Recent practical and theoretical developments“ um hönnun snjóflóðavarnargarða og annarra varnarvirkja sem reist eru á úthlaupssvæðum snjóflóða.

Lesa meira
merki, lógó

Umhverfisráðherra opnar nýja útgáfu vefsins - 23.3.2009

Ný útgáfa vefsins vedur.is sýnir að sameining Veðurstofu Íslands og Vatnamælinga Orkustofnunar er orðin að veruleika. Er það vel við hæfi á samliggjandi alþjóðadögum vatns og veðurs.

Lesa meira
ný forsíða veðurvefsins

Breytingar á vef - 18.3.2009

Í kjölfar sameiningar Veðurstofunnar og Vatnamælinga verða gerðar breytingar á vefnum nú um helgina. Veigamestu breytingarnar verða á forsíðunni, en fjölmargar breytingar verða einnig á undirsíðum. Lesa meira
Jarðskjálftar á Íslandi í febrúar 2009

Jarðskjálftar á Íslandi í febrúar 2009 - 10.3.2009

Í febrúar mældust 1194 jarðskjálftar á og við landið. Auk þess mældust um 70 sprengingar eða ætlaðar sprengingar vegna framkvæmda víðsvegar um landið. Lesa meira
kort af fjallshlíð með útlínum snjóflóða

Snjóflóðahrina á norðanverðum Vestfjörðum - 6.3.2009

Snjóflóð féllu víða á norðanverðum Vestfjörðum 2.-3. mars og rýma þurfti hús í Bolungarvík og á Ísafirði. Lesa meira
línurit sem sýnir snjódýpt

Snjóflóðsfleki fer af stað í 550 m hæð í Seljalandshlíð - 4.3.2009

Snjódýptarmælir í Skutulsfirði sýnir atburðarás flekaflóðs í nýafstaðinni snjóflóðahrinu. Lesa meira
Ísland - loftmynd

Febrúar 2009 - 2.3.2009

Tíðarfar í mánuðinum var hagstætt. Lítið var um illviðri og samgöngur voru lengst af greiðar. Lesa meira
kort af jökli

Snæfellsjökull þynnist - 19.2.2009

Snæfellsjökull hefur þynnst um rúma 13 metra að meðaltali frá árinu 1999.

Lesa meira
kort af Íslandi - skjálftar táknaðir með misstórum hringum

Jarðskjálftar á Íslandi í janúar 2009 - 13.2.2009

Helstu hrinur jarðskjálfta á landinu í síðasta mánuði voru við Kleifarvatn og Herðubreið.

Lesa meira
Íslandskort með litaflekkjum, rauðast á hálendinu

Þorraþing Veðurfræðifélagsins 2009 - 12.2.2009

Veðurfræðifélagið heldur Þorraþing og aðalfund 13. febrúar.

Lesa meira
snævi þakin tré, snjóað hefur í logni

Janúar 2009 - 2.2.2009

Tíð var lengst af hagstæð. Hlýtt var í veðri, úrkomusamt og tiltölulega snjólétt miðað við árstíma. Lesa meira
Iframe: veðurspá á Vestfjörðum

Vefur Veðurstofunnar í úrslit - 26.1.2009

Vefur Veðurstofunnar er kominn í úrslit í keppninni um besta vefinn í flokknum Vefir í almanna-þjónustu árið 2008. Lesa meira
smámynd af skipuriti

Nýtt skipurit og nýir stjórnendur - 16.1.2009

Nýtt skipurit hefur tekið gildi fyrir Veðurstofu Íslands. Ráðið hefur verið í fimm nýjar stjórnendastöður. Lesa meira
Yfirmannaskipti

Ný Veðurstofa Íslands tekin til starfa - 9.1.2009

Ný stofnun, Veðurstofa Íslands, tók til starfa um áramótin. Lesa meira
Sólstöður í Mosfellsbæ

Desember 2008 - 2.1.2009

Tíðarfar var lengst af gott í desember þó snjór væri meiri á jörðu en á sama tíma undanfarin ár. Lesa meira




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica