Á einföldum Íslandskortum er hægt að sjá hvernig veðrið var um jólin allt frá árinu 1949.
Lesa meiraNú stendur yfir loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna. Tilgangurinn er að ná samkomulagi um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Fyrir hönd Veðurstofu Íslands mun dr. Tómas Jóhannesson kynna rannsóknir á áhrifum loftslagsbreytinga á Íslandi, sérstaklega mælingar á þynningu jökla.
Lesa meiraMánuðurinn var fremur hlýr, hlýjast að tiltölu við ströndina austan- og sunnanlands en kaldast á norðvestanverðu landinu. Vægt kuldakast var í upphafi en svo hlýnaði og var mjög hlýtt á landinu fram yfir miðjan mánuð. Þann 18. og 19. gerði kuldakast á norðanverðu landinu en undir mánaðarlok kólnaði svo um allt land.
Lesa meiraRétt um mánuður er liðinn frá alþjóðadegi til verndar ósonlaginu. Verið getur að loftslagsbreytingar og ósoneyðing séu tengdari en áður var talið. Hvatt er til áframhaldandi vöktunar á ósoni á hnattræna vísu.
Lesa meiraHaustþing Veðurfræðifélagsins verður sett miðvikudaginn 21. október kl. 13:00 í Víðgelmi í Orkugarði að Grensásvegi 9. Veðurfræðifélagið er opið öllum áhugamönnum um veður og veðurfræði og þingið sömuleiðis.
Lesa meiraEin tilkynning barst um borgarísjaka í mánuðinum.
Lesa meiraMánuðurinn var fremur hlýr um land allt, hlýjastur að tiltölu austanlands en svalastur á Vestfjörðum. Úrkoma var í ríflegu meðallagi en sólskinsstundir með færra móti um landið sunnanvert.
Lesa meiraHinn 28. september urðu þær breytingar á útsendingartíma veðurfregna á RÚV, Rás eitt, að veðurspá, sem flutt hefur verið frá Veðurstofu Íslands að loknum fréttum kl. 16, verður framvegis klukkan 18:50. Með spánni verður einnig skýrt frá hæsta hita dagsins og mestu úrkomu. Í morgunfréttatíma, sem er kl. 10:03, er skýrt frá lægsta hita næturinnar.
Lesa meiraVeðurstofa Íslands verður með sýningarbás á Vísindavöku nk. föstudagskvöld, 25. september, kl. 17-22 í Listasafni Reykjavíkur við Tryggvagötu. Veðurstofan mun kynna loftslagsverkefni sem stofnunin er í forystu fyrir, jöklamælingar, kortlagningu flóðasvæða, sjálfvirka vöktun jarðhræringa og fleira. Meðal annars verður sýnt líkan af Snæfellsjökli á skjá.
Lesa meiraÁ Veðurstofunni eru skráð mánaðaryfirlit um hafís, rétt eins og um veður og jarðskjálfta. Sú nýbreytni er á döfinni að birta hafísyfirlitin sem fréttir jafnóðum.
Lesa meiraYfir 2.000 jarðskjálftar voru staðsettir í SIL kerfi Veðurstofu Íslands í ágúst 2009. Talsverð skjálftavirkni var á Reykjanesskaga eins og undanfarna mánuði, aðallega á Kleifarvatnssvæðinu.
Lesa meiraAlls voru 1.211 jarðskjálftar staðsettir í SIL kerfi Veðurstofunnar í júlí 2009, og hafa þá yfir 12.600 skjálftar verið staðsettir á árinu.
Lesa meiraÚrhellisrigning var á Austfjörðum síðasta sólarhring. Úrkomumet var slegið á Desjarmýri á Borgarfirði eystra í morgun.
Lesa meiraVeðurhorfur sautjánda júní eru suðaustan 8-15 m/s og rigning sunnan- og suðvestanlands, en hægari vindur og úrkomulítið annars staðar. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast á Norðausturlandi. Vilji einhverjir skoða 17. júní veðrið aftur í tímann, þá er það skráð hér á vefnum sem Merkisdagar undir Veðurfar.
Lesa meiraMánuðurinn var hlýr, nokkuð úrkomu- og vindasamt var miðað við árstíma, en tíð var samt hagstæð og sólskinsstundir mældust umfram meðallag.
Lesa meiraSumarþing Veðurfræðifélagsins verður sett miðvikudaginn 3. júní kl. 13:00 í Víðgelmi í Orkugarði að Grensásvegi 9. Veðurfræðifélagið er opið öllum áhugamönnum um veður og veðurfræði og þingið sömuleiðis.
Lesa meiraÍ apríl mældust 1378 jarðskjálftar undir landinu, sem er um 28% fleiri skjálftar en mánuðinn á undan. Auk þess mældust 39 atburðir sem hafa verið staðfestir sem sprengingar og 38 atburðir sem að öllum líkindum eru sprengingar vegna framkvæmda víðsvegar um landið.
Lesa meiraHraði snjóflóðs sem féll á varnargarðinn undir Skollahvilft á Flateyri 30. mars síðastliðinn var mældur með radar.
Lesa meiraÍ marsmánuði mældust 1036 jarðskjálftar og að auki á sjöunda tug sprenginga eða ætlaðra sprenginga vegna framkvæmda víðs vegar um landið.
Lesa meiraTíðarfar í mars var nærri meðallagi áranna 1961 til 1990. Hitinn var alls staðar mjög nærri meðallagi. Lítið var um illviðri en hríðarveður trufluðu þó samgöngur stund og stund. Tíðarfar var hagstætt í vetur en úrkoma í ríflegu meðallagi.
Lesa meiraÚt er komin bókin „The design of avalanche protection dams. Recent practical and theoretical developments“ um hönnun snjóflóðavarnargarða og annarra varnarvirkja sem reist eru á úthlaupssvæðum snjóflóða.
Lesa meiraNý útgáfa vefsins vedur.is sýnir að sameining Veðurstofu Íslands og Vatnamælinga Orkustofnunar er orðin að veruleika. Er það vel við hæfi á samliggjandi alþjóðadögum vatns og veðurs.
Lesa meiraSnæfellsjökull hefur þynnst um rúma 13 metra að meðaltali frá árinu 1999.
Lesa meiraHelstu hrinur jarðskjálfta á landinu í síðasta mánuði voru við Kleifarvatn og Herðubreið.
Lesa meiraVeðurfræðifélagið heldur Þorraþing og aðalfund 13. febrúar.
Lesa meira