Fréttir
ískort

Hafís í nóvember 2009

mánaðaryfirlit

10.12.2009

Fyrir rúmum mánuði fór Landhelgisgæslan í ískönnunarflug eða þann 2. nóvember. Enginn meginísjaðar var innan íslensku lögsögunnar. Nokkrir borgarísjakar voru nærri miðlínu og næst landi var jaki 89 sjómílur norðvestur af Barða.

Þetta örnefni má víða finna en í hafísfréttum er verið að miða við fjallið Barða (Skerja-Barða) á milli Dýrafjarðar og Önundarfjarðar sem skagar hvað lengst út í sundið milli Grænlands og Íslands.

Er leið á mánuðinn færðist ísjaðarinn suður með Blosseville strönd Grænlands enda var þá norðaustan- og austanátt ríkjandi á Grænlandssundi.

Meðfylgjandi gervihnattamynd frá 22. nóvember sýnir ísjaðarinn vel og var hann þá næst landi um 100 sjómílur vestnorðvestur af Straumnesi. Á þessari gerð gervihnattamynda sést ísinn sem rauðir fletir en til glöggvunar eru útlínur Grænlands og Íslands dregnar í svörtum lit. Neðst til hægri mótar fyrir Vestfjarðakjálkanum.

gerfihnattamynd




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica