Forsíða Veðurstofu Íslands

Veðurspá

Horfur næsta sólarhringinn

Sunnan 10-18 m/s og hlýnar með rigningu, en úrkomulítið um landið norðaustanvert. Lægir smám saman í dag en áfram vætusamt, einkum sunnantil á landinu. Hiti 2 til 8 stig.
Spá gerð 26.02.2024 00:10

Athugasemd veðurfræðings

Í nótt getur snjóað með allhvössum eða hvössum vindi og versnandi færð á sumum fjallvegum á vesturhelmingi landsins.
Skrifað af vakthafandi veðurfræðingi 26.02.2024 00:10

Úrkomuspá Hitaspá Vindaspá

Spá fyrir veðurstöð - 1

Spá fyrir veðurstöð - 2

Spá fyrir veðurstöð - 3

Spá fyrir veðurstöð - 4

Spá fyrir veðurstöð - 5

Allt Ísland

Fréttir

Hraunbreidan_08022024

Kvikumagn undir Svartsengi nálgast sömu mörk og fyrir síðustu gos - 23.2.2024

Uppfært 23. febrúar kl. 14:40

Líkanreikningar sýna að um 5 milljónir rúmmetra af kviku hafa nú safnast fyrir undir Svartsengi. Ef horft er til aðdraganda fyrri eldgosa á Sundhnúksgígaröðinni aukast líkur á eldgosi þegar magnið hefur náð 8 – 13 milljón rúmmetrum. Miðað við niðurstöðu líkanreikninga mun það nást í næstu viku ef kvikusöfnunin heldur áfram með sama hraða.

Lesa meira
Thri-kl1800

Óvenjumikill öldugangur við suður- og vesturströnd landsins - 22.2.2024

Þriðjudaginn 20. febrúar 2024 var óvenjumikill öldugangur við suðurströnd landsins, ekki síst á Arnarstapa og í Reynisfjöru og höfðu sumir aldrei áður séð neitt þessu líkt. Á Garðskaga og við Grindavík mældist um 8 metra ölduhæð. Ástæðan var lægð suðvestur í hafi, sem olli lágum loftþrýstingi og suðlægum áttum. Lágur loftþrýstingur hækkar sjávaryfirborð og sjávarföll, sem geta aukið eða minnkað öldugang eftir því sem að flæðir að eða fjarar út. Vindur sem blæs yfir sjó og vötn mynda öldur sem verða stærri eftir því sem vindur er hvassari og áhrifin verða meiri með tíma og vegalengd.

Lesa meira
Mynd-1-png

Janúarmánuður sá hlýjasti í sögu jarðar en í kaldara lagi á Íslandi - 9.2.2024

Samkvæmt yfirliti loftslagsþjónustu Evrópu, Copernicus, var janúar 2024 hlýjasti janúarmánuður frá upphafi mælinga þar sem meðalhiti mældist 13,14°C, eða 0,7°C yfir meðaltali tímabilsins 1991-2020 (mynd 1). Janúar 2024 var 1,66°C hlýrri en meðalhiti janúarmánaða á tímabilinu 1850-1900, tímabilsins fyrir iðnbyltingu.

Nýliðinn janúar er áttundi mánuðurinn í röð þar sem hitamet er slegið ef bornir eru saman sömu mánuðir annarra ára. Hnattrænn meðalhiti síðustu tólf mánaða (febrúar 2023-janúar 2024) mældist hærri en nokkurn tíma eða 1,52°C yfir meðaltali tímabilsins fyrir iðnbyltingu (1850-1900).

Meðalhitastig yfirborðs sjávar (mynd 2) fyrir janúar á hafsvæði utan heimskautsvæðanna (yfir 60°S–60°N) náði 20,97°C, sem er met fyrir janúar, eða  0,26°C hlýrra en fyrra met janúarmánaðar, árið 2016, og næsthæsta gildi fyrir hvaða mánuð sem er í ERA5 gagnasettinu, aðeins 0,01°C frá metinu frá ágúst 2023 (20,98°C).

Lesa meira

Skýringum varpað fram um tilurð kvikugangsins við Grindavík í tímaritinu Science - 8.2.2024

Eldgos hófst á ný á Reykjanesi í morgun en vísindamenn hafa unnið að mjög nákvæmum jarðskorpumælingum í þessari hrinu eldsumbrota sem hófst með gosi í Fagradalsfjalli þann 24. mars árið 2021. Ítrekað hefur verið fjallað um svokallaðan kvikugang í fréttum sem tengjast umbrotunum við Grindavík. Gangurinn myndaðist mjög snögglega í nóvember í fyrra og hafði veruleg áhrif á atburðarásina á Reykjanesi. Skýringar vísindamanna á tilurð kvikugangsins, og ofurstreymi kviku inn í hann, er meginuppistaðan í nýrri vísindagrein sem hið virta tímarit Science birtir í dag. Birting greinar eftir vísindamenn sem starfa á Íslandi er ekki hversdagsviðburður í þessu heimsþekkta tímariti en alþjóðlegur hópur vísindamanna stendur að greininni undir forystu Háskóla Íslands og Veðurstofu Íslands.

Lesa meira

Tíðarfar í janúar 2024 - 2.2.2024

Janúar var tiltölulega kaldur og hiti var undir meðallagi á mest öllu landinu. Umhleypingasamt veður einkenndi síðasta hluta mánaðarins. Samgöngur riðluðust talsvert vegna hríðarveðurs og einhvað var um rafmagnstruflanir vegna eldinga.
Lesa meira

Jarðskjálftahrina um síðustu helgi á milli Húsfells og Bláfjalla - 31.1.2024

Um 20 skjálftar mældust síðustu helgi á milli Húsfells og Bláfjalla. Jarðskjálftahrinan var á þekktu misgengi sem heitir Hvalhnúksmisgengið, en á þessu svæði eru dæmi um svokallaða sniðgengisskjálfta sem eru þekktir á Suðurlandi og Reykjanesskaga. Slíkir skjálftar verða vegna landreksspennu sem hleðst upp þegar N-Ameríkuflekinn og Evrópuflekinn hreyfast framhjá hver öðrum. Þessi spenna losnar reglulega í stærri skjálftum sem talið er að ríði yfir skagann á um 50 ára fresti. Má því segja að kominn sé tími á annan Brennisteinsfjallaskjálfta, óháð öðrum jarðhræringum.

Ef kvika væri að safnast þarna saman ætti að sjást merki um landris í gögnum Veðurstofunnar líkt og við höfum séð við Svartsengi og Fagradalsfjall.

Lesa meira

Eldri fréttir


Fróðleikur

þunn ský, mjór flugslóði yfir eins og strik

Klósigar og flugslóðar

Stundum má líta samspil náttúrulegra og manngerðra skýja. Klósigar eru náttúruleg háský en flugslóðar myndast þegar heitur og rakur útblástur frá þotum blandast köldu lofti. Í þurru lofti gufa flugslóðar hratt upp en þar sem loftið er rakt vara þeir lengur. Þess vegna geta þeir birst sem sundurslitin strik. Ef þotur fljúga yfir klósigabreiðu falla skuggar af flugslóðunum á háskýin.

Lesa meira
 

Fleiri greinar um skylt efni


Útgáfa og rannsóknir

 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica