Forsíða Veðurstofu Íslands

Veðurspá

Horfur næsta sólarhringinn

Austlæg átt 5-13 m/s og víða rigning.

Suðvestan 3-10 með morgningum, skýjað með köflum og stöku skúrir. Vaxandi suðaustanátt og fer að rigna á Suður- og Vesturlandi í kvöld.

Hiti yfirleitt á bilinu 7 til 13 stig.

Spá gerð 19.09.2021 00:38

Úrkomuspá Hitaspá Vindaspá

Spá fyrir veðurstöð - 1

Spá fyrir veðurstöð - 2

Spá fyrir veðurstöð - 3

Spá fyrir veðurstöð - 4

Spá fyrir veðurstöð - 5

Allt Ísland

Fréttir

Hlaup í Skaftá - 10.9.2021

Uppfært 10.09. kl. 14.45

Hlaupið í Skaftá er enn í gangi, þó verulega hafi dregið úr rennsli og vatnhæð minnkað í árfarveginum.

Hlaupvatn er ennþá að dreifa sér um láglendið. Helstu merki þess eru að vatnshæð í Tungulæk sem kemur undan Eldhrauni er áfram hækkandi. Þó er ljóst að verulega hefur dregið úr áhrifum frá hlaupvatni á flóðasvæðinu. Áfram er þó hætta á gasmengun nálægt upptökum Skaftár.

Lesa meira

Óvissustigi lýst yfir vegna landriss í Öskju - 9.9.2021

Ríkislögreglustjóri í samráði við Lögreglustjórann á Norðurlandi Eystra lýsir yfir óvissustigi vegna landriss í Öskju.  Síðustu vikur hafa mælst hraðar landbreytingar í Öskju, bæði á GPS-mælitæki staðsett þar og eins með nákvæmri úrvinnslu gervitunglamynda. Landrisið er rúmlega 7 sentimetrar sem telst mikið á þessu tímabili. Í ljósi nýjustu gagna hefur Veðurstofan breytt fluglitakóða fyrir Öskju úr grænum í gulan. Það er gert þegar eldstöð sýnir merki um virkni, umfram venjulegt ástand.

Lesa meira

Land rís við Öskju - 3.9.2021

GPS mælingar og gervitunglagögn úr Sentinel-1 (InSAR) sýna að þensla hófst í Öskju (Dyngjufjöllum) í byrjun ágúst 2021. Miðja þenslunnar er við vesturjaðar Öskjuvatns. Ekki er alveg ljóst hvað veldur þenslunni sem nú mælist, en talið er líklegast að um innflæði kviku sé að ræða. Eldfjöll sýna oft lotubundna virkni þar sem þau liggja svo að segja í dvala með lítilli virkni árum og áratugum saman en inn á milli koma virknitímabil með þennslu, jarðskjálftum og jarðhita.

Lesa meira

Tíðarfar í ágúst 2021 - 3.9.2021

Óvenjuleg hlýindi voru á landinu öllu í ágúst. Mánuðurinn var sá hlýjasti frá upphafi mælinga á allmörgum stöðvum, t.d. á Akureyri, Stykkishólmi, Bolungarvík, Hveravöllum og Grímsey. Hlýjast var dagana 23. til 25. ágúst. Hæsti hiti mánaðarins mældist 29,4 stig á Hallormsstað þ. 24. og er það hæsti hiti sem mælst hefur á landinu í ágúst. Óvenju þurrt og sólríkt var á Norðaustur- og Austurlandi, en þungbúið suðvestanlands. Mánuðurinn var hægviðrasamur.


Lesa meira
Hitakort

17 ára gamalt hitamet í ágúst slegið - 26.8.2021

Afar hlýtt hefur verið í veðri síðustu daga, sérstaklega á norðan- og austanverðu landinu. Í gær fór hitinn víða yfir 20 gráður en hæsti hitinn mældist 28,4 gráður á Egilsstaðaflugvelli. Í fyrradag, 24. ágúst féll 17 ára gamalt hitamet  þegar hitinn fór upp í 29,4 gráður á Hallormsstað. Þar á undan hafði hæsti hiti mælst 29,2 gráður á Egilsstöðum 11. ágúst, 2004. Hæsti hiti sem mælst hefur á Íslandi var á Teigarhorni í Berufirði 22. júní 1939 en þá mældist hitinn 30,5°C.

Lesa meira

Nýjar sprungur á Gónhóli við eldstöðvarnar - 10.8.2021

Nýjar sprungur sjást nú í Gónhóli nálægt eldstöðvunum við Fagradalsfjall og virðast þær hafa myndast á síðastliðnum tveimur vikum. Svæðið var fjölfarinn útsýnisstaður við eldstöðvarnar, en er núna umlukinn hrauni og einungis aðgengilegur á þyrlum. Sprungurnar eru líklega togsprungur og raða sér nyrst í Gónhóli í stefnu kvikugangsins, suðaustur af megin gígnum.

Lesa meira

Eldri fréttir


Fróðleikur

bleik ský á himni, bylgjótt

Hvað eru glitský?

Glitský eru ákaflega fögur ský sem myndast í heiðhvolfinu í um 15-30 km hæð. Glitský sjást helst um miðjan vetur, um sólarlag eða sólaruppkomu.

Lesa meira
 

Fleiri greinar um skylt efni


 Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica