Forsíða Veðurstofu Íslands

Veðurspá

Horfur næsta sólarhringinn

Austan og norðaustan 5-13 m/s og dálítil rigning eða skúrir í kvöld, en úrkomulítið um landið N-vert.

Víða norðaustan 10-18 á morgun, hvassast NV-til og við SA-ströndina. Rigning með köflum syðra og skúrir eða él N-lands, en slydda eða rigning á NA- og A-landi um kvöldið. Hiti 2 til 9 stig að deginum, en búast má við næturfrosti NA- og A-lands.

Spá gerð 24.09.2021 18:33

Athugasemd veðurfræðings

Spáð er norðan hvassviðri eða stormi norðvestantil á landinu á sunnudag, með slyddu eða snjókomu til fjalla. Vegfarendur eru hvattir til að fylgjast með veðri og spám.
Skrifað af vakthafandi veðurfræðingi 24.09.2021 18:33

Úrkomuspá Hitaspá Vindaspá

Spá fyrir veðurstöð - 1

Spá fyrir veðurstöð - 2

Spá fyrir veðurstöð - 3

Spá fyrir veðurstöð - 4

Spá fyrir veðurstöð - 5

Allt Ísland

Fréttir

Vidurkenning-fyrir-visindamidlun-2021-verdlaunahafar

Veðurstofa Íslands hlýtur viðurkenningu Rannís fyrir vísindamiðlum - 24.9.2021

Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra afhenti í dag viðurkenningu Rannís fyrir vísindamiðlun. Að þessu sinni hlutu tveir aðilar viðurkenninguna, Veðurstofa Íslands annars vegar, fyrir miðlun vísindalegra upplýsinga um hvers kyns náttúruvá og Sævar Helgi Bragason hins vegar, sem hefur miðlað vísindum til almennings á fjölbreyttan hátt, með sérstakri áherslu á að ná til barna og ungmenna. Lesa meira

"Litla gosið" við Fagradalsfjall orðið sex mánaða - 19.9.2021

Í dag, 19. september, eru sex mánuður frá upphafi eldgossins í Fagradalsfjalli. Hraunflæðið er metið tiltölulega lítið á mælikvarða eldgosa sem orðið hafa á Íslandi. En vegna  staðsetningar, nálægðar við byggð og aðgengi almennings og vísindamanna að gosstöðvunum, má segja að áhrif gossins og þær áskoranir sem því hafa fylgt hafi orðið meiri en með önnur nýleg gos.


Lesa meira

Hlaup í Skaftá - 10.9.2021

Uppfært 10.09. kl. 14.45

Hlaupið í Skaftá er enn í gangi, þó verulega hafi dregið úr rennsli og vatnhæð minnkað í árfarveginum.

Hlaupvatn er ennþá að dreifa sér um láglendið. Helstu merki þess eru að vatnshæð í Tungulæk sem kemur undan Eldhrauni er áfram hækkandi. Þó er ljóst að verulega hefur dregið úr áhrifum frá hlaupvatni á flóðasvæðinu. Áfram er þó hætta á gasmengun nálægt upptökum Skaftár.

Lesa meira

Óvissustigi lýst yfir vegna landriss í Öskju - 9.9.2021

Ríkislögreglustjóri í samráði við Lögreglustjórann á Norðurlandi Eystra lýsir yfir óvissustigi vegna landriss í Öskju.  Síðustu vikur hafa mælst hraðar landbreytingar í Öskju, bæði á GPS-mælitæki staðsett þar og eins með nákvæmri úrvinnslu gervitunglamynda. Landrisið er rúmlega 7 sentimetrar sem telst mikið á þessu tímabili. Í ljósi nýjustu gagna hefur Veðurstofan breytt fluglitakóða fyrir Öskju úr grænum í gulan. Það er gert þegar eldstöð sýnir merki um virkni, umfram venjulegt ástand.

Lesa meira

Land rís við Öskju - 3.9.2021

GPS mælingar og gervitunglagögn úr Sentinel-1 (InSAR) sýna að þensla hófst í Öskju (Dyngjufjöllum) í byrjun ágúst 2021. Miðja þenslunnar er við vesturjaðar Öskjuvatns. Ekki er alveg ljóst hvað veldur þenslunni sem nú mælist, en talið er líklegast að um innflæði kviku sé að ræða. Eldfjöll sýna oft lotubundna virkni þar sem þau liggja svo að segja í dvala með lítilli virkni árum og áratugum saman en inn á milli koma virknitímabil með þennslu, jarðskjálftum og jarðhita.

Lesa meira

Tíðarfar í ágúst 2021 - 3.9.2021

Óvenjuleg hlýindi voru á landinu öllu í ágúst. Mánuðurinn var sá hlýjasti frá upphafi mælinga á allmörgum stöðvum, t.d. á Akureyri, Stykkishólmi, Bolungarvík, Hveravöllum og Grímsey. Hlýjast var dagana 23. til 25. ágúst. Hæsti hiti mánaðarins mældist 29,4 stig á Hallormsstað þ. 24. og er það hæsti hiti sem mælst hefur á landinu í ágúst. Óvenju þurrt og sólríkt var á Norðaustur- og Austurlandi, en þungbúið suðvestanlands. Mánuðurinn var hægviðrasamur.


Lesa meira

Eldri fréttir


Fróðleikur

sól með björtum hring utan um

Rosabaugar

Rosabaugur myndast þegar sólin skín í gegnum þunna skýjabreiðu (oftast bliku) sem er hátt á himni. Ljósið frá sólinni brotnar í kristöllunum og það myndast eins konar regnbogi kringum sólina. Lesa meira
 

Fleiri greinar um skylt efni


 Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica