Forsíða Veðurstofu Íslands

Veðurspá

Horfur næsta sólarhringinn

Vestlæg eða breytileg átt, yfirleitt 3-10 m/s. Bjartviðri og frost víða 3 til 12 stig, kaldast í innsveitum á N- og A-landi. Sunnan 5-13 og dálítil él V-lands í kvöld.

Sunnan og suðvestan 10-18 á morgun, en hægari S-til. Rigning með köflum, einkum V-lands, en þurrt að kalla á NA- og A-landi. Hlýnandi veður, hiti 4 til 12 stig síðdegis. Hvessir N-lands seint annað kvöld.

Spá gerð 19.01.2022 10:10

Úrkomuspá Hitaspá Vindaspá

Spá fyrir veðurstöð - 1

Spá fyrir veðurstöð - 2

Spá fyrir veðurstöð - 3

Spá fyrir veðurstöð - 4

Spá fyrir veðurstöð - 5

Allt Ísland

Fréttir

Jarðskjálftahrina á Reykjanesskaga - 5.1.2022

Uppfært 7.1. kl15:06

Þeirri jarðskjálftahrinu sem hófst þann 21. Desember við Fagradalsfjall hefur nú slotað. Aflögun hefur ekki átt sér stað síðan þann 28. Desember samkvæmt mælingum úr GPS stöðvum og frá InSAR myndum. Það er því metið sem svo að þessari kviðu sé að líkindum lokið og litlar líkur á því að eldgos muni hefjast að svo stöddu. Vegna þessa hefur Veðurstofan breytt fluglitakóðanum í gulann . Veðurstofan mun halda áfram að fylgjast náið með svæðinu og öllum mögulegum breytingum sem geta orðið.

Lesa meira

Tíðarfar í desember 2021 - 4.1.2022

Desember var hægviðrasamur og tíð almennt góð. Að tiltölu var snjólétt á landinu, einkum um miðbik mánaðar. Undir lok mánaðar snjóaði töluvert á Norðausturlandi og var jafnfallinn snjór á Akureyri 47 cm á gamlársdag. Fyrri hluti mánaðar var þurr á Norðurlandi á meðan úrkomusamara var suðvestanlands. Síðari hluti mánaðarins var hins vegar þurr á Suðvesturlandi og kviknuðu víða gróðureldar um áramótin í tengslum við flugelda. Lesa meira
Myri-27.9.90

Hefur sinnt veðurmælingum í 58 ár samfellt - 21.12.2021

Guðrún Sveinbjörnsdóttir lætur nú af störfum eftir 58 ára samfellda þjónustu við Veðurstofu Íslands. Guðrún er fædd í Ófeigsfirði á Ströndum árið 1942 og ólst þar upp við sveitastörf og að læra að nýta öll hlunnindi sem sjórinn gaf.

Lesa meira

Ekkert hraunflæði í þrjá mánuði við Fagradalsfjall - 18.12.2021

Í dag eru liðnir þrír mánuðir frá því að síðast sást til hraunflæðis úr eldstöðinni við Fagradalsfjall. Áfram mælist þensla á svæðinu og unnið er að útreikningum og líkangerð svo hægt sé að túlka mælingarnar, en niðurstöður liggja ekki fyrir.

Lesa meira
Grimsvotn3

Minnkandi líkur á gosi í Grímsvötnum - 7.12.2021

Uppfært 7.12. kl. 11:00

Veðurstofan hefur fært fluglitakóða fyrir Grímsvötn niður á gult. Í kjölfar aukinnar skjálftavirkni í gærmorgun, þar sem m.a. mældist skjálfti af stærð 3,6 sem er óvenjustór fyrir Grímsvötn, var fluglitakóðinn settur á appelsínugult. Samkvæmt skilgreiningu er uppfærsla á fluglitakóðanum í appelsínugult þegar að eldstöð sýnir aukna virkni og vaxandi líkur eru á eldgosi.

Lesa meira

Tíðarfar í nóvember 2021 - 3.12.2021

Tíð var nokkuð hagstæð í nóvember. Mánuðurinn var kaldari en meðalnóvembermánuður undanfarinn áratug um allt land. Úrkomusamt var á sunnan- og vestanverðu landinu. Ekki hefur mælst meiri úrkoma í nóvember í Reykjavík síðan árið 1993.


Lesa meira

Eldri fréttir


Fróðleikur

kort af flóðbylgju

Sjávarskafl (tsunami)

Sjávarskaflinn í Japan 11. mars 2011 orsakaðist af mjög öflugum jarðskjálfta. Kort af ferð flóðbylgunnar má skoða á vef BBC. Á síðasta áratug 20. aldar er talið að um 4000 manns hafi farist í rúmlega 80 slíkum flóðbylgjum. Oftast má rekja sjávarskafla til jarðskjálfta, til dæmis á flekamótum þar sem flekar rekast saman. Lesa meira
 

Fleiri greinar um skylt efni


 Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica