Norðlæg átt, 5-13 m/s, hvassast vestantil. Súld eða rigning norðan- og austanlands, en víða bjartviðri annars staðar. Líkur á þokulofti fyrir norðan og allra syðst í nótt og úrkomuminna fyrir norðan á morgun.
Hiti frá 5 stigum við norðurströndina, upp í 16 stig sunnanlands.
Spá gerð 21.05.2022 09:09
Textaspáin gildir ef munur er á textaspá og sjálfvirkum spám!
Láglendi | |
---|---|
Hálendi | |
---|---|
Láglendi | |
---|---|
Hálendi | |
---|---|
Láglendi | |
---|---|
Hálendi | |
---|---|
Láglendi | |
---|---|
Hálendi | |
---|---|
Láglendi | |
---|---|
Hálendi | |
---|---|
Láglendi | |
---|---|
Hálendi | |
---|---|
Óyfirfarnar frumniðurstöður
Stærð | Tími | Gæði | Staður |
---|---|---|---|
3,8 | 20. maí 18:33:51 | Yfirfarinn | 6,8 km VNV af Reykjanestá |
3,4 | 20. maí 06:38:44 | Yfirfarinn | 196,1 km NNA af Kolbeinsey |
3,3 | 21. maí 03:01:35 | Yfirfarinn | 3,8 km N af Grindavík |
Í nótt kl. 03:01 varð jarðskjálfti af stærðinni 3,3 um 4 km. norðan við Grindavík. Talsverð virkni var þar í nótt. Jarðskjálftavirkni heldur áfram á Reykjanesskaga og hafa mælst þar tæpir 300 jarðskjálftar frá miðnætti.
Í gærkvöldi, 20.maí kl. 18:33, varð skjálfti af stærð M3,8 réttt vestan við Reykjanestá og fannst hann í byggð. Kl. 18:06 varð skjálfti af stærð M3,4 á sömu slóðum og hafa honum fylgt nokkrir aðrir minni skjálftar.
Í gær kl.15:24 mældist skjálfti í suðvestanverðum Hofsjökli, af stærð 3,2. Einhver virkni hefur verið þar undanfarna daga. Skjálfti af stærð 3,2 mældist í suðaustanverðum Henglinum í gær kl. 15:45 og barst Veðurstofu tilkynning um að hann hefði fundist í Mosfellsdal.
Við viljum benda á það að grjóthrun og skriður geta átt sér stað í hlíðum þegar svona skjálftar eiga sér stað og fólk beðið um að sýna aðgát á þeim svæðum.
Skrifað af vakthafandi jarðvísindamanni 21. maí 06:39
Yfir 4000 jarðskjálftar mældust með SIL-kerfi Veðurstofu Íslands í liðinni viku. Af þeim hafa rúmlega 1300 skjálftar verið yfirfarnir. Stærsti skjálfti vikunnar var 4,8 að stærð kl. 16:56 þann 14. maí í Þrengslunum. Hann fannst víða á suðvesturhorni landsins. Á Reykjanesskaga var talsverð skjálftavirkni og í vikunni voru nokkrar skammvinnar hrinur með allnokkrum skjálftum yfir 3 að stærð. Stærstu skjálftarnir voru 4,3 og 4,2 að stærð í Eldvörpum í hrinu sem hófst þann 15. maí. Gervitunglamyndir og aflögunargögn benda til kvikuinnskots við Þorbjörn og er enn mikil skjálftavirkni í nágrenni hans. Þann 10. maí mældist skjálfti af stærðinni 3,2 austan við Grímsey. Sex skjálftar mældust í Bárðarbungu og einn í Öræfajökli. Meira
Vatnsfall | Staður | Rennsli | Vatnshiti |
---|---|---|---|
Norðurá | Stekkur | 56,6 m³/s | |
Austari Jökulsá | Skatastaðir | ||
Jökulsá á Fjöllum | Grímsstaðir | ||
Eldvatn | Eystri-Ásar | 144,4 m³/s | |
Ölfusá | Selfoss | 534,2 m³/s | 7,7 °C |
Spáin gildir fyrir stór landsvæði og þarf því ekki að vera lýsandi fyrir byggð.
Landshluti | lau. 21. maí | sun. 22. maí | mán. 23. maí |
---|---|---|---|
Suðvesturhornið
|
![]() |
![]() |
![]() |
Norðanverðir Vestfirðir
|
![]() |
![]() |
![]() |
Tröllaskagi utanverður
|
![]() |
![]() |
![]() |
Eyjafjörður innanverður (tilraunaverkefni)
|
![]() |
![]() |
![]() |
Austfirðir
|
![]() |
![]() |
![]() |
Uppfært 19.05 kl 15:37
Í dag
komu ný gögn fram úr Sentinel-1 interferogram frá seinustu 12 dögum eða frá 7.-19.
maí 2022. Þar
sést nokkuð glögglega það ris sem er að eiga sér stað í kringum Svartsengi, en
það mælist 2-2,5 sm á tímabilinu.
Alþjóðaveðurfræðistofnunin (WMO) gaf út í dag skýrslu um ástand loftslagsins - „State of the Global Climate“. Skýrslan er samantekt sem unnin er af fjölmörgum stofnunum og vísindamönnum og lýsir ástandi loftslags jarðar og afleiðingum loftslagsbreytinga.
Lesa meiraVísindaráð almannavarna hélt fund þriðjudaginn 17. maí 2022. Tilefni fundarins var aukin skjálftavirkni á Reykjanesskaga og hreyfingar sem mælst hafa á svæðinu. Sunnudaginn 15. maí lýsti Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum, yfir óvissustigi almannavarna og á mánudag færði Veðurstofa Íslands fluglitakóðann fyrir eldstöðvakerfi Reykjaness/Svartsengis á gult.
Lesa meiraVetrarmót norrænna jarðfræðinga er nú haldið hér á Íslandi dagana 11.-13. maí í Háskóla Íslands. Þetta er í þrítugasta og fimmta sinn sem mótið er haldið, en ríkin á Norðurlöndunum halda það til skiptis á tveggja ára fresti og var síðasta vetrarmót haldið hérlendis árið 2012. Starfsfólk Veðurstofunnar er með fjölbreytt erindi á ráðstefnunni, allt frá erindum um fjarkönnun við vöktun náttúrunnar til áhrifa loftslagsbreytinga og hopun jökla á eldvirkni.
Lesa meiraTíðarfar var hagstætt í apríl. Mánuðurinn var hægviðrasamur og hlýr um allt land. Ekki hefur verið jafn hægviðrasamt í apríl síðan árið 1989.
Frá því að gosinu við Fagradalsfjall lauk hefur skjálftavirkni á Reykjanesskaganum verið talsverð og það sem af er þessu ári hafa um 5400 skjálftar mælst. Skjálftavirknin hefur verið bundin við nokkur svæði þar á meðal Reykjanestá, svæði norður af Grindavík, Fagradalsfjall og Kleifarvatn. Alls hafa mælst 11 af stærð 3 eða stærri. Sá stærsti, 3.9 að stærð, mældist 12. apríl um 2.5km NA af Sýrfellshrauni. Sá skjálfti var hluti af skjálftahrinu NA af Reykjanestá, en alls mældust um 450 skjálftar í þeirri hrinu.
Lesa meiraGlitskýja er stundum getið í eldri heimildum, þar af alloft á 19.öld. Dæmið hér að neðan er hugsanlega elsta athugun á glitskýjum í heiminum.
Lesa meira