Forsíða Veðurstofu Íslands

Veðurspá

Horfur næsta sólarhringinn

Austanátt í dag, víða á bilinu 8-15 m/s og rigning, talsverð úrkoma austanlands. Hiti 3 til 11 stig, hlýjast syðst. Norðaustan 18-23 á Vestfjörðum með slyddu og hita 0 til 3 stig.
Bætir víða í vind í kvöld og nótt.
Norðaustan 15-23 m/s á morgun. Rigning eða slydda norðan- og austanlands, en él á þeim slóðum seinnipartinn. Yfirleitt þurrt veður sunnan heiða. Kólnandi veður.

Spá gerð 18.10.2021 09:39

Úrkomuspá Hitaspá Vindaspá

Spá fyrir veðurstöð - 1

Spá fyrir veðurstöð - 2

Spá fyrir veðurstöð - 3

Spá fyrir veðurstöð - 4

Spá fyrir veðurstöð - 5

Allt Ísland

Fréttir

GPS stöðin KASC. Öskjuriminni ofan við Öskjuvatn í baksýn

Vöktun Öskju efld - 18.10.2021

Landris fór að mælast við Öskju í byrjun ágúst. þetta sást bæði á GPS stöðinni OLAC sem staðsett er í miðju öskjunnar í Öskju og á InSAR myndum. InSAR sýnir að um er að ræða þennslumerki merki sem er 5-6 km í þvermál og er rishraðinn við OLAC um 75 sm/ári og var orðnn  um 15 sm þann 12. Okt. Módelreikningar sýna að risið, sem er enn í gangi, er líklegast merki um að  kvika sé flæða inn á 2-3 km dýpi í jarðskorpunni.

Lesa meira

Loftslagsvísindamenn fá Nóbelsverðlaun í eðlisfræði - 7.10.2021

Nóbelsverðlaun í eðlisfræði árið 2021 fóru til þriggja vísindamanna. Tveir þeirra,

Syukuro Manabe og Klaus Hasselmann, eru loftslagsvísindamenn sem hafa lengi verið í fremstu röð vísindamanna sem rannsaka loftslagsbreytingar af mannavöldum. Allir þrír hafa unnið að fjölþættum og flóknum kerfum, samspili ólíkra lengda- og tímakvarða og því hvernig regluleg hegðan myndast.

Lesa meira

Engin skýr merki um landris við Keili - 6.10.2021

Nýjustu gervitunglagögn úr Sentinel-1 (InSAR) af svæðinu við Keili sýna engin skýr merki um að kvika sé að brjóta sér leið til yfirborðs. Á nýjustu myndinni sem sýnir breytingar á svæðinu frá 23. september til 5. október sjást engin merki um breytingar á jarðskorpunni á slóðum skjálftahrinunnar sem hefur verið í gangi frá því í lok september.  Það útilokar hins vegar ekki að kvika sé á hreyfingu á það miklu dýpi að það sæist ekki í gervitunglagögnum. 

Lesa meira

Tíðarfar í september - 6.10.2021

September var hlýr framan af, sérstaklega norðan- og norðaustanlands. Síðustu tíu dagar mánaðarins voru aftur á móti kaldir. Það snjóaði víða í byggð í lok mánaðar og var jörð alhvít á mörgum stöðum á Vestfjörðum og á Norðurlandi. Úrkoma mældist víðast hvar vel yfir meðallagi í mánuðinum. Óvenju þungbúið var suðvestanlands og hafa ekki mælst eins fáar sólskinsstundir í Reykjavík í septembermánuði síðan 1943. Mánuðurinn var fremur illviðrasamur.


Lesa meira

Hættustigi lýst yfir á Seyðisfirði vegna hættu á skriðuföllum - 5.10.2021

Uppfært 5.10. kl 17:20

Ofanflóðavakt Veðurstofunnar hefur fylgst náið með þróun mála á Seyðisfirði síðasta sólarhringinn. Ennþá mælist hreyfing á fleka utan í stóra skriðusárinu. Engin úrkoma hefur verið á svæðinu síðasta sólarhringinn og dregið hefur úr hækkun á vatnshæði í borholum. Þess vegna er talið að þrýstingur hafi minnkað á jarðlög í hlíðinni. Í lok vikunnar er von á talsverðri úrkomu á svæðinu og í ljósi þessa ákvað lögreglurstjóri Austurlands í samvinnu við Almannavarnir að viðhalda rýmingu á níu húsum sem rýmd voru í gær.

Lesa meira
Keilir-20210930-45x25-cm-IS-100-v2

Vel fylgst með skjálftahrinunni við Keili - 1.10.2021

Skjálftahrina hófst 27. september SV af Keili. Skjálftarnir í hrinunni eru staðsettir í norðurenda kvikugangsins sem myndaðist fyrr á árinu leiddi til eldgoss við Fagradalsfjall. Í dag hafa um 2.000 skjálftar mælst í hrinunni það sem af er, 8 af þeim hafa verið yfir 3 að stærð. Enginn gosórói mælist, en skjálftavirknin í þessari hrinu er áþekk því sem sást við Fagradalsfjall í aðdraganda eldgossins þar. Á þessu stigi er hinsvegar ekki hægt að útiloka að skjálftarnir getir verið vegna spennubreytinga á svæðinu, en ekki vegna kvikuhreyfinga. Vísindaráð almannavarna fundaði um stöðuna á Reykjanesskaga og ræddi einnig virknina við Öskju á reglulegum stöðufundi.

Lesa meira

Eldri fréttir


Fróðleikur

Fellibylurinn Betsy

Fellibyljir 7

Alsiða er að gefa fellibyljum nafn til að forðast rugling þegar þeir eru fleiri en einn á ferð.

Lesa meira
 

Fleiri greinar um skylt efni


 Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica