Forsíða Veðurstofu Íslands

Veðurspá

Horfur næsta sólarhringinn

Breytileg átt, yfirleitt á bilinu 3-10 m/s. Dálíitil úrkoma í flestum landshlutum. Hiti um og yfir frostmarki.
Vestlæg átt 5-13 m/s á norðanverðu landinu fyrripartinn á morgun og snjókoma með köflum. Suðaustan 3-10 sunnantil og stöku él. Frost 0 til 5 stig.

Spá gerð 06.12.2021 15:17

Úrkomuspá Hitaspá Vindaspá

Spá fyrir veðurstöð - 1

Spá fyrir veðurstöð - 2

Spá fyrir veðurstöð - 3

Spá fyrir veðurstöð - 4

Spá fyrir veðurstöð - 5

Allt Ísland

Fréttir

Fylgst náið með skjálftavirkni í Grímsvötnum - 5.12.2021

Uppfært 6.12. kl 16:24

Samkvæmt nýjustu rennslismælingum sem gerðar voru í Gígjukvísl á milli 09:30-12:30 í dag var rennslið 1100 m3/s og hefur því lækkað verulega.

Enginn gosórói hefur mælst en náttúruvársérfræðingar Veðurstofunnar fylgjast náið með skjálftavirkni á svæðinu. Skjálftavirkni svipuð þeirri sem hefur verið í dag í Grímsvötnum er aukin m.v. eðlilegt ástand.


Lesa meira

Tíðarfar í nóvember 2021 - 3.12.2021

Tíð var nokkuð hagstæð í nóvember. Mánuðurinn var kaldari en meðalnóvembermánuður undanfarinn áratug um allt land. Úrkomusamt var á sunnan- og vestanverðu landinu. Ekki hefur mælst meiri úrkoma í nóvember í Reykjavík síðan árið 1993.


Lesa meira

Óvissustigi vegna eldgoss í Geldingadölum aflýst - 3.12.2021

Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum aflýsir óvissustigi vegna eldgoss í Geldingadölum.  Eldgosið hófst 19. mars síðastliðinn og var þá lýst yfir neyðarstigi, en áður hafði verið í gildi óvissustig vegna jarðhræringa á Reykjanesskaga.  Degi eftir að eldgosið hófst var almannavarnastig lækkað úr neyðarstigi í hættustig eftir að ljóst var að eldgosið var fjarri þéttbýli og helstu mannvirkjum.  Fjórum vikum eftir að síðast sást til elds í Geldingadölum var almannavarnastig fært aftur niður á óvissustig.

Lesa meira
Hluti þátttakenda fór í feltferð að gosstöðvunum á Reykjanesi

Lokafundur EUROVOLC samstarfsverkefnisins - 29.11.2021

Lokafundur EUROVOLC samstarfsverkefnisins fór fram á Center Hotels Plaza dagana 16.-18. nóvember. Verkefnið, sem miðar að samstarfi og samtengingu evrópskra eldfjallaeftirlits- og rannsóknarstofnanna hóf göngu sína 1. febrúar 2018 og átti að standa yfir í 3 ár. Þegar ljóst var að kórónuveirufaraldurinn myndi hafa mikil áhrif á verkefnið sökum ferðabanns og/eða -takmarkana sótti verkefnisstjórn um 10 mánaða framlengingju sem samþykkt var af Evrópusambandinu í desember 2020 og verkefnið því framlengt til 30. nóvember 2021.

Lesa meira

Staðan við Fagradalsfjall - 17.11.2021

Frá 18. september til dagsins í dag hefur ekki sést í hraunflæði frá gígnum í Fagrdalsfjalli. Enn mælist gas en í mjög litlu magni. Samfara eldgosinu seig land umhverfis eldstöðvarnar líklega vegna kviku sem streymdi úr kvikugeymi, en í lok ágúst sást á GPS mælum að farið var að draga úr siginu og upp úr miðjum september var sigið farið að snúast í landris. Risið er mjög lítið eða einungis um 2 sm þar sem það er mest. Nýjustu gervitunglagögn sýna að landrisið nær norður af Keili suður fyrir gosstöðvarnar. Líkanreikningar benda til þess að upptök þess séu á miklu dýpi og er líklegasta skýringin talin vera kvikusöfnun.

Lesa meira
COP26 var haldin í Glasgow dagana 1.-12. nóvember síðastliðinn.

COP26 - Samvinna, samstarf og samstaða - 15.11.2021

Líklega hefur það ekki farið framhjá mörgum að COP26, Loftslagsráðstefna Sameinuðu Þjóðanna, er ný afstaðin. COP ráðstefnan (Conference of Parties) var haldin í Glasgow að þessu sinni, en Anna Hulda Ólafsdóttir, sem fer fyrir nýrri skrifstofu loftslagsþjónustu og aðlögunar, var fulltrúi Veðurstofu Íslands. 

Lesa meira

Eldri fréttir


Fróðleikur

kort af flóðbylgju

Sjávarskafl (tsunami)

Sjávarskaflinn í Japan 11. mars 2011 orsakaðist af mjög öflugum jarðskjálfta. Kort af ferð flóðbylgunnar má skoða á vef BBC. Á síðasta áratug 20. aldar er talið að um 4000 manns hafi farist í rúmlega 80 slíkum flóðbylgjum. Oftast má rekja sjávarskafla til jarðskjálfta, til dæmis á flekamótum þar sem flekar rekast saman. Lesa meira
 

Fleiri greinar um skylt efni


 Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica