Forsíða Veðurstofu Íslands

Veðurspá

Horfur næsta sólarhringinn

Austan og suðaustan 10-18 m/s og snjókoma eða skafrenningur á suðaustanverðu landinu. Norðaustan 8-15 og snjókoma öðru hvoru eða él norðanlands, en norðvestlægari og bjartviðri suðvestan til. Frost 1 til 12 stig, kaldast norðaustantil, en sums staðar frostlaust syðst.

Norðan og norðaustan 5-13 m/s á morgun, en 13-20 suðaustantil. Él á norðanverðu landinu, en snjóar austanlands framan af degi, annars yfirleitt bjartviðri. Smám saman minnkandi vindur og úrkoma þegar líður á daginn og dregur úr frosti.

Spá gerð 26.03.2023 22:30

Athugasemd veðurfræðings

Snjókoma eða skafrenningur á norðan- og austanverðu landinu. Getur valdið erfiðum akstursskilyrðum, einkum á fjallvegum. Sjá gular veðurviðvaranir.
Norðanhvassviðri með vindhviðum að 30 m/s á Suðausturlandi á morgun, einnig skafrenningur og lítið skyggni öðru hvoru. Varasamt ferðaveður.
Skrifað af vakthafandi veðurfræðingi 26.03.2023 22:30

Úrkomuspá Hitaspá Vindaspá

Spá fyrir veðurstöð - 1

Spá fyrir veðurstöð - 2

Spá fyrir veðurstöð - 3

Spá fyrir veðurstöð - 4

Spá fyrir veðurstöð - 5

Allt Ísland

Fréttir

Virk-vidurkenning-

Veðurstofa Íslands tilnefnt VIRKt fyrirtæki 2023 - 23.3.2023

Atvinnutenging VIRK hefur tilnefnt Veðurstofu Íslands sem VIRKt fyrirtæki 2023. Alls voru 16 fyrirtæki og starfsstöðvar á landinu öllu sem hlutu tilnefningu. Veðurstofan hefur átt í samstarfi við VIRK í nokkur ár með góðum árangri.  

Í tilkynningunni frá VIRK segir að framlag fyrirtækja og stofnanna eins og Veðurstofu Íslans skipti sköpum og að þau sýni samfélagslega ábyrgð í verki með því að bjóða einstaklingum með skerta starfsgetu tækifæri til þess að leggja sitt af mörkum á vinnumarkaði. Rannsóknir hafa sýnt að það að vera með vinnu er mikilvægt fyrir bæði heilsu og velferð einstaklingsins og því er mikilvægt að auka þátttöku þessa hóps á vinnumarkaði.  

Lesa meira

Alþjóðlegi veðurfræðidagurinn er í dag - 23.3.2023

Í dag er alþjóðlegi veðurfræðidagurinn sem haldinn er 23. mars ár hvert á vegum Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar. Þema dagsins í ár er „Framtíð veðurs, vatns og loftslags fyrir komandi kynslóðir“. „Við erum öll nátengd og deilum einni jörð með einum lofthjúpi og einu hafi“ segir í tilkynningu frá Alþjóðaveðurfræðistofnuninni í tilefni dagsins. Þar er lögð áhersla á að veðrið, loftslag og hringrás vatnsins þekkir engin landamæri og hagar sér ekki eftir pólitískum vindum.

Lesa meira
Alþjóðlegur dagur vatnsins

Alþjóðlegur dagur vatnsins - 22.3.2023

Í dag, 22. mars, er alþjóðlegur dagur vatnins, en Sameinuðu þjóðirnar halda upp á dag vatnsins árlega. Þema dagsins í ár er „Accelerate change“ sem má þýða „Stuðlum að straumhvörfum“ í ljósi þess að alþjóðasamfélagið á enn langt í land með að ná heimsmarkmiði Sameinuðu þjóðanna nr. 6 sem er að tryggja hreint vatn og hreinlætisaðstöðu fyrir alla jarðarbúa fyrir árið 2030. Því markmiði verður ekki náð á núverandi hraða breytinga.

Eitt af verkefnum Veðurstofu Íslands er að fjalla um verndun og rannsóknir á vatnsauðlindinni, eðli hennar og skilyrðum til nýtingar. Þetta er gert með samstarfsverkefnum á sviði vatnafræða á innlendum og erlendum vettvangi. Hér á landi telja margir að nóg sé til af hreinu vatni á Íslandi og að hvorki þurfi að fara sparlega né varlega með vatn. Hins vegar eykst álag á vatn hér á landi ár frá ári.

Lesa meira

Enn tækifæri til þess að bregðast við hlýnun jarðar og skapa byggilega framtíð fyrir alla - 20.3.2023

Í dag gaf Milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna (IPCC) út samantektarskýrslu um loftslagsbreytingar, Climate Change 2023: Synthesis Report (SYR). Skýrslan markar endalok sjötta matshrings (AR6) nefndarinnar og byggir á ályktunum allra vinnuhópa sem að honum hafa komið. Í skýrslunni eru niðurstöður fyrri skýrsla matshringsins samþættar og ljósi varpað á stöðu þekkingar á loftslagsbreytingum, áhrifum þeirra og afleiðingum.   

Lesa meira

Jarðskjáltavirkni í Öskju nokkuð jöfn frá áramótum - 17.3.2023

Mánaðarlegur langtímaeftirlitsfundur vegna jarðvár var haldinn í vikunni. Fundinn sitja jarðvísindamenn Veðurstofu Íslands og rýna gögn síðasta mánaðar til að meta þróun í virkni eldstöðva, ásamt því að yfirfara vöktunarstig stofnunarinnar fyrir eldfjöll. Á fundinum var athyglinni sérstaklega beint að Öskju og Kötlu.

Lesa meira

Málstofa um Að­lögun að lofts­lags­breytingum: Hvað getum við gert og þurfum að gera? - 16.3.2023

Stjórn samráðsvettvangs um þekkingarsköpun vegna áhrifa loftslagsbreytinga býður til samtals fimmtudaginn 16. mars á milli klukkan 9-12.


Um er að ræða þverfaglega málstofu sem hefur það að markmiði að öðlast yfirsýn yfir stöðu þekkingar á sviði loftslagsbreytinga og aðlögunar en ekki síður að styrkja tengslanet á milli aðila sem starfa á þessu sviði. Á þessum fyrsta viðburði verður samráðsvettvangurinn kynntur og viðfangsefnið kynnt frá ýmsum sjónarhornum, enda áskorunin af því tagi að samráð og samvinna við rannsóknir og miðlun skiptir höfuðmáli.

Lesa meira

Eldri fréttir


Fróðleikur

Mistur, Snæfell

Mistur

Mistur samanstendur af þurrum og örsmáum rykögnum, sem eru ósýnilegar hver fyrir sig, en draga þó úr skyggni, sveipa landið hulu og deyfa litbrigði þess. Mistrið er bláleitt séð móti dökkum bakgrunni (fjallablámi) en gulleitt ef það ber við björt ský, jökla eða sólina. Stundum er það upprunnið á heimaslóð sem moldrok úr söndum landsins og er sandgult eða grábrúnleitt verði það mjög þétt. Hingað berst einnig mistur frá Evrópu, það er að jafnaði bláleitara en það innlenda.

Lesa meira
 

Fleiri greinar um skylt efni


 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica