Forsíða Veðurstofu Íslands

Veðurspá

Horfur næsta sólarhringinn

Suðlæg átt, 3-10 m/s og snjókoma eða rigning með köflum á V-verðu landinu með hita kringum frostmark. Léttskýjað eystra og frost 0 til 8 stig.
Suðaustan og austan 5-13 m/s og rigning eða slydda með köflum í dag, en úrkomulítið NA-lands. Dregur úr úrkomu síðdegis og gengur í norðaustan 10-15 NV-lands. Hiti 0 til 6 stig.

Spá gerð 11.04.2021 00:11

Úrkomuspá Hitaspá Vindaspá

Spá fyrir veðurstöð - 1

Spá fyrir veðurstöð - 2

Spá fyrir veðurstöð - 3

Spá fyrir veðurstöð - 4

Spá fyrir veðurstöð - 5

Allt Ísland

Fréttir

Ný gossprunga

Nýjar sprungur geta opnast án fyrirvara - 9.4.2021

Uppfært 10.04. kl. 9:15

Um eða upp úr klukkan þrjú í nótt varð sólarhringsvakt Veðurstofunnar þess vör að líklega hefði enn önnur opnunin myndast við gosstöðvarnar. Við birtingu varð það ljóst á vefmyndavélum að fjórða opnunin er miðja vegu milli þeirra sem opnuðust á hádegi þann 5. apríl og á miðnætti aðfaranótt 7. apríl.

Lesa meira

Tíðarfar í mars 2021 - 2.4.2021

Mars var hlýr og tíð hagstæð. Óvenju hlýtt var á landinu dagana 17. til 19. og mældist hitinn víða hátt í 20 stig á Austurlandi.


Lesa meira
IMG_0481

Nýjustu fréttir af eldgosinu við Fagradalsfjall - 26.3.2021

Uppfært 26.03. kl. 15.15

Nú er hægt að nálgast nýjustu gasmengunarspána á sérsíðu inni á vedur.is. Síðan er aðgengileg í gegnum flipa efst á forsíðunni „Virkni á Reykjanesskaga“. Þar birtist textaspá varðandi gasmengun vegna eldgossins við Fagradalsfjall. Neðst á síðunni er spálíkan sem sýnir brennisteinsmengun í byggð fyrir næstu 72 tíma. Einnig eru þarna mikilvæg skilaboð fyrir þá sem ætla að heimsækja gosstöðvarnar.

Lesa meira

Breytingar í veður- og gróðurfari á landi má rekja til breytinga á sjávarhita - 23.3.2021

Í dag, 23. mars, er alþjóðlegi veðurdagurinn. Þema dagsins í ár er „Hafið, loftslag og veður“ en hafið hefur áhrif á veðurfar. Árið 2020 voru áhrif aukinna gróðurhúsalofttegunda þó stærri í hnattrænu tilliti, en árið var með þeim hlýjustu síðan samfelldar mælingar hófust. Suðvestan við Ísland hefur árum saman verði svæði þar sem þróun sjávarhita er á skjön við þróunina víðast hvar annarsstaðar. Á undanförnum áratugum hefur þó hafið nærri Íslandi hlýnað verulega og hefur þess gætt á landinu, meðal annars í hita, úrkomu og gróðurfari.  Á Íslandi var árið 2020 undir meðaltali síðustu 10 ára en yfir meðaltali áranna 1961 – 1990.  Aðstæður í hafinu sunnan við landið voru einnig í svalara lagi.

Lesa meira

Hvers virði er vatnið? - 22.3.2021

Alþjóðlegur dagur vatnsins er í dag. Sameinuðu þjóðirnar hafa haldið upp á dag vatnsins 22. mars frá árinu 1993 og í ár hvetja þær til þess að við hugsum um hvers virði vatnið er. Í dag skortir um 2,3 milljarð manna aðgang að öruggu vatni og er sá veruleiki okkur Íslendingum nokkuð fjarlægur.

Lesa meira

Kortleggja ástand lofthjúpsins aftur í tímann - 10.3.2021

Í gær var opnað fyrir gögn frá CARRA (Copernicus Arctic Regional Reanalysis) verkefninu, markmið þess var að endurgreina veðurathuganir og veðurfarsmælingar frá 1991 til 2020 með lofthjúpsgreiningu. Framfarir í veðurspám á undanförnum áratugum er ekki síst vegna þróunar við gerð lofthjúpsgreiningar, en þær eru notaðar til þess að skilgreina sem best ástand lofthjúpsins hverju sinni. Núorðið nota greiningar mikið magn af gögnum, bæði hefðbundnar veðurmælingar og fjarkönnunargögn, sérstaklega frá  veðurtunglum.

Lesa meira

Eldri fréttir


Fróðleikur

fellibylurinn Ellen 20. september 1973

Fellibyljir 1

Fyrsta grein af nokkrum sem fjalla um fellibylji. Hér má finna lista með íslenskum þýðingum helstu hugtaka sem koma við sögu í fellibyljafréttum.

Lesa meira
 

Fleiri greinar um skylt efni


 Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica