Forsíða Veðurstofu Íslands

Veðurspá

Horfur næsta sólarhringinn

Gengur í norðan- og norðvestan 8-18 m/s í dag, hvassast við norðausturströndina. Snjókoma eða slydda á norðanverðu landinu, skúrir eða slydduél suðvestantil, en bjart suðaustanlands. Dregur úr vindi og styttir upp í kvöld og kólnar í veðri.
Vaxandi suðaustanátt seint í nótt, fyrst vestast, 18-25 og talsverð rigning í fyrramálið, hvassast við fjöll. Mun hægari annars og þurrt. Hlýnandi veður í bili. Snýst í suðvestan 10-18 með skúrum og síðar jafnvel slydduéljum um hádegi, fyrst vestantil og fer að kólna. Léttir til norðaustan- og austanlands undir kvöld.

Spá gerð 24.10.2024 04:20

Athugasemd veðurfræðings

Spáð er allhvassri norðvestanátt með snjókomu eða slyddu á norðanverðu landinu í dag. Færð getur spillst á fjallvegum norðantil og skyggni orðið mjög lítið.
Í fyrramálið gengur í suðaustan storm með talsverðri rigningu og hlýnar í bili. Skilin fara hratt til norðausturs og stendur veðrið yfir í nokkra klukkutíma í hverjum landshluta. Um hádegi snýst í hægari suðvestanátt með skúrum, fyrst vestast og verða skilin farin yfir landið undir kvöld og styttir þá upp norðaustantil. Jafnframt kólnar og gæti úrkoma sunnan- og vestantil farið yfir í slydduél á láglendi.
Skrifað af vakthafandi veðurfræðingi 24.10.2024 04:20

Úrkomuspá Hitaspá Vindaspá

Spá fyrir veðurstöð - 1

Spá fyrir veðurstöð - 2

Spá fyrir veðurstöð - 3

Spá fyrir veðurstöð - 4

Spá fyrir veðurstöð - 5

Allt Ísland

Fréttir

Tveir gígar

Landris og kvikusöfnun undir Svartsengi heldur áfram - 22.10.2024

Uppfært 22. október kl. 15:20

Landris og kvikusöfnun undir Svartsengi heldur áfram með svipuðum hraða og síðustu vikur. Jarðskjálftavirkni hefur aukist lítillega síðustu daga, þó ekki mikið eða um fimm skjálftar á dag á kvikuganginum. Sá stærsti mældist M1,5 að stærð.

Líkanreikningar sem byggja á GPS-gögnum sýna að rúmmál kviku er nú um það bil 2/3 af því sem safnaðist áður en fór að gjósa 22. ágúst síðastliðinn. Miðað við áframhaldandi kvikuinnflæði á svipuðum hraða má búast við að neðri óvissumörkum á rúmmáli kviku verði náð í byrjun nóvember

Lesa meira
Stefan_GG_1

Loftslagsrannsóknir benda til þess að líkur á breytingum á hringrás hafstrauma Atlantshafsins hafi verið stórlega vanmetnar - 19.10.2024

Núverandi losun gróðurhúsalofttegunda eykur hnattræna hlýnun en gæti leitt til óafturkræfra breytinga á hafstraumum sem hefðu staðbundna kólnun umhverfis Norður Atlantshafið í för með sér. Í ljósi mögulegra stórfelldra breytinga á hafhringrás í Norður Atlantshafi skrifaði hópur 44 vísindamanna frá 15 löndum bréf til Norrænu ráðherranefndarinnar, en afleiðingar þessara breytinga í hafstraumum myndu líklega bitna af mestum þunga á Norðurlöndum. 

Lesa meira

Tíðarfar í september 2024 - 3.10.2024

September var óvenjukaldur um allt land og þurrari en í meðallagi víðast hvar. Loftþrýstingur var hár í mánuðinum og sólríkt var bæði í Reykjavík og á Akureyri. Á Austurlandi var hvassara en í meðalári en lygnara á vesturhelmingi landsins.

Lesa meira

Nýr jarðskjálftamælir í Hítárdal - 3.10.2024

Nýr jarðskjálftamælir var settur upp nú í lok september í Hítárdal um 5 km NV við Grjótárvatn. Síðan í maí 2021 hafa af og til mælst jarðskjálftar við Grjótárvatn á Vesturlandi. Alls hafa mælst um 360 jarðskjálftar síðan vorið 2021 en mest mældust um 20 skjálftar í mánuði þangað til í ágúst 2024 en þá mældust tæplega 80 skjálftar á svæðinu.

Lesa meira

Verður 2024 hlýjasta ár sögunnar? - 16.9.2024

Hnattrænn meðalhiti í ágúst síðastliðnum var 16,82°C sem er 0,71°C yfir meðaltali ágústmánaða viðmiðunartímabilsins 1991-2020. Þessar niðurstöður byggja á ERA5 gagnasafninu og er lýst í fréttatilkynningu frá loftslagsþjónustu Kópernikusar.

Lesa meira

Aldrei fleiri viðvaranir gefnar út að sumarlagi - 11.9.2024

77 viðvaranir voru gefnar út í sumar, þar af átta appelsínugular. Aldrei hafa fleiri viðvaranir verið gefnar út yfir sumartímann frá því að Veðurstofan tók upp nýtt viðvaranakerfi.  

Lesa meira

Eldri fréttir


Fróðleikur

gosmökkur

Gosmökkurinn úr Eyjafjallajökli og samskipti hans við lofthjúpinn

Eldgosið í Eyjafjallajökli stóð í 39 daga. Á þessum tíma voru tvö tímabil með mikilli sprengivirkni en einnig tímabil með hraunmyndun og minni sprengivirkni. Lengd gossins og breytileiki þess gefa einstakt tækifæri til að skoða fjar- og næráhrif lofthjúpsins gosmakkarins og dreifingu ösku og annara gosagna. Lesa meira
 

Fleiri greinar um skylt efni


Útgáfa og rannsóknir

 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica