Forsíða Veðurstofu Íslands

Veðurspá

Horfur næsta sólarhringinn

Suðaustan 8-15 m/s og slydda eða rigning norðaustantil í fyrstu, en síðan suðvestlægari og birtir til. Hæg suðlæg eða breytileg átt í öðrum landshlutum og skúrir eða él á víð og dreif.
Gengur í norðaustan 8-15 m/s með snjókomu eða slyddu síðdegis á morgun og rigningu við suður- og austurströndina, en úrkomulítið norðvestantil.
Hiti kringum frostmark.

Spá gerð 03.12.2024 15:23

Úrkomuspá Hitaspá Vindaspá

Spá fyrir veðurstöð - 1

Spá fyrir veðurstöð - 2

Spá fyrir veðurstöð - 3

Spá fyrir veðurstöð - 4

Spá fyrir veðurstöð - 5

Allt Ísland

Fréttir

Lítil breyting á virkni eldgossins - 3.12.2024

Uppfært 3. desember kl. 15:00

Lítil breyting hefur orðið á virkni gígsins síðustu daga og styðja óróamælingar við þessa niðurstöðu. Hraunflæði frá virka gígnum heldur áfram að renna að mestu til suðausturs í átt að Fagradalsfjalli.

Lítilsháttar breytingar hafa verið á hraunjaðrinum, en almennt er framrás hraunjaðrana lítil. Gígurinn hleðst áfram upp, sem eykur hættu á að hann brotni niður. Ef slíkt gerist gæti hraun breytt um stefnu, en miðað við staðsetningu gígsins eru innviðir ekki taldir í hættu.

Lesa meira

Bætt framsetning rýmingarkorta vegna ofanflóðahættu - 28.11.2024

Ofanflóðasérfræðingar á Veðurstofunni hafa unnið með Almannavarnanefnd Austurlands undanfarið ár að því að uppfæra rýmingarkort vegna ofanflóðahættu fyrir þéttbýlin í Múlaþingi og Fjarðabyggð. Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis- orku- og loftslagsráðherra, staðfesti nýju rýmingarkortin formlega með undirritun á Veðurstofunni í dag. Ein mikilvægasta breytingin frá fyrri rýmingarkortum er sú að nú eru kortin sett fram á stafrænan hátt og verða aðgengileg í kortasjám á heimasíðum viðkomandi sveitarfélaga.

Lesa meira

Jöklabreytingar á Íslandi á COP29 - 20.11.2024

Þorsteinn Þorsteinsson, jöklafræðingur á Veðurstofu Íslands, mun flytja erindi á loftslagsráðstefnunni COP29 fimmtudaginn 21. nóvember klukkan 18:00 að staðartíma eða klukkan 14:00 hér á landi. Erindið verður fjarflutt í sérstakri dagskrá ráðstefnunnar um áhrif hlýnunar á ísa og snjóa jarðar (Cryosphere Pavilion) og verður hluti af setu sem ber heitið: "From Global Glacier Monitoring to the Global Glacier Casualty List". Viðburðurinn verður í beinu streymi, og hægt er að fylgjast með honum á þessari vefslóð.

Lesa meira
Tveir gígar

Eldgos hafið á Sundhnúksgígaröðinni - 20.11.2024

Uppfært 20. nóvember kl. 23:25

Eldgos hafið á milli Stóra-Skógfells og Sýlingarfells

Lesa meira

Helgi Björnsson jöklafræðingur var gerður að heiðursfélaga í Alþjóðlega jöklarannsóknafélaginu - 4.11.2024

Alþjóðlega jöklarannsóknafélagið hefur gert Helga Björnsson, jöklafræðing og prófessor emeritus við Háskóla Íslands, að heiðursfélaga í samtökunum fyrir ævistarf sitt við jöklarannsóknir. 

Alþjóðlega jöklarannsóknafélagið er samstarfsvettvangur jöklafræðinga um heim allan og þar starfa flestir íslenskir jöklafræðingar sem m.a. vinna við Veðurstofu Íslands og Háskóla Íslands.

Lesa meira

Tíðarfar í október 2024 - 1.11.2024

Október var kaldur á landinu öllu. Það var kaldast á norðurhluta landsins en hlýrra sunnanlands. Tíð var þó nokkuð hagstæð, það var óvenjulega hægviðrasamt og úrkoma var undir meðallagi víðast hvar.

Lesa meira

Eldri fréttir


Fróðleikur

gervihnattamynd - Reykjanesskagi

Skýjaþekja yfir höfuðborgarsvæðinu

Í gær (9. júlí) var skýjað á höfuðborgarsvæðinu, en léttskýjað umhverfis það. Mynd sem tekin var úr gervitunglinu TERRA um kl. 13 sýnir þetta vel.

Lesa meira
 

Fleiri greinar um skylt efni


Útgáfa og rannsóknir

 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica