Forsíða Veðurstofu Íslands

Veðurspá

Horfur næsta sólarhringinn

Norðaustan 3-10 m/s og bjart að mestu. Skýjað með köflum suðaustanlands og bætir í vind þar með slyddu eða snjókomu seint í kvöld.
Frost 0 til 10 stig, en víða frostlaust yfir hádaginn á Suður- og Vesturlandi.

Norðaustan 5-15 á morgun, hvassast suðaustantil og á Vestfjörðum. Rigning með köflum sunnanlands og dálítil snjókoma á norðaustanverðu landinu, annars úrkomulítið. Hlýnandi, hiti 1 til 8 stig seinni partinn, mildast syðst, en kringum frostmark norðaustanlands.

Spá gerð 13.10.2024 10:28

Úrkomuspá Hitaspá Vindaspá

Spá fyrir veðurstöð - 1

Spá fyrir veðurstöð - 2

Spá fyrir veðurstöð - 3

Spá fyrir veðurstöð - 4

Spá fyrir veðurstöð - 5

Allt Ísland

Fréttir

Tveir gígar

Kvikusöfnun undir Svartsengi heldur áfram - 10.10.2024

Uppfært 10. október kl. 15:30

GPS-mælingar á Svartsengissvæðinu sýna vísbendingar um að undanfarið hafi smám saman dregið úr hraða á landrisi. Líkanreikningar, sem byggðir eru á GPS-gögnunum, sýna einnig vísbendingar um að örlítið dragi úr kvikuinnflæði undir Svartsengi.

Lesa meira

Tíðarfar í september 2024 - 3.10.2024

September var óvenjukaldur um allt land og þurrari en í meðallagi víðast hvar. Loftþrýstingur var hár í mánuðinum og sólríkt var bæði í Reykjavík og á Akureyri. Á Austurlandi var hvassara en í meðalári en lygnara á vesturhelmingi landsins.

Lesa meira

Nýr jarðskjálftamælir í Hítárdal - 3.10.2024

Nýr jarðskjálftamælir var settur upp nú í lok september í Hítárdal um 5 km NV við Grjótárvatn. Síðan í maí 2021 hafa af og til mælst jarðskjálftar við Grjótárvatn á Vesturlandi. Alls hafa mælst um 360 jarðskjálftar síðan vorið 2021 en mest mældust um 20 skjálftar í mánuði þangað til í ágúst 2024 en þá mældust tæplega 80 skjálftar á svæðinu.

Lesa meira

Verður 2024 hlýjasta ár sögunnar? - 16.9.2024

Hnattrænn meðalhiti í ágúst síðastliðnum var 16,82°C sem er 0,71°C yfir meðaltali ágústmánaða viðmiðunartímabilsins 1991-2020. Þessar niðurstöður byggja á ERA5 gagnasafninu og er lýst í fréttatilkynningu frá loftslagsþjónustu Kópernikusar.

Lesa meira

Aldrei fleiri viðvaranir gefnar út að sumarlagi - 11.9.2024

77 viðvaranir voru gefnar út í sumar, þar af átta appelsínugular. Aldrei hafa fleiri viðvaranir verið gefnar út yfir sumartímann frá því að Veðurstofan tók upp nýtt viðvaranakerfi.  

Lesa meira

Jökulhlaup í Skálm í rénun - 10.9.2024

Jökulhlaup sem staðið hefur yfir í Skálm undanfarna sólarhringa er í rénun. Rafleiðni og vatnshæð í ánni fór hækkandi frá því á laugardaginn 7. september þar til í gær þegar mælingar byrjuðu að lækka aftur. Hækkuð rafleiðni er merki um jarðhitavatn í ánni. Jarðhitavatnið kemur undan Mýrdalsjökli. Síðan síðdegis í gær hefur rafleiðnin nálgast aftur eðlileg gildi og er þetta hlaup því í rénun.

Lesa meira

Eldri fréttir


Fróðleikur

hvít og grá ský á dökkbláum himni

Grá eða hvít ský?

Ský endurkasta hluta af því ljósi sem á þau fellur, ljósið kemur ýmist beint frá sólu eða er endurkast frá himni, jörð eða öðrum skýjum. Ský, sem sólarljósið skín á, virðast oftast hvít, en önnur virðast grá. Lesa meira
 

Fleiri greinar um skylt efni


Útgáfa og rannsóknir

 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica