Vaxandu sunnanátt, í fyrramálið 15-28 m/s, hvassast norðan- og norðvestantil. Talsverð rigning sunnan- og vestanlands, en annars skýjað með köflum. Hlýnandi veður, hiti 5 til 11 stig síðdegis.
Spá gerð 04.02.2023 22:07
Gengur í sunnan hvassviðri eða storm á morgun með talsverðri rigningu og hlýnandi veðri, sjá viðvaranir.
Skrifað af vakthafandi veðurfræðingi 04.02.2023 22:07
Textaspáin gildir ef munur er á textaspá og sjálfvirkum spám!
Láglendi | |
---|---|
Hálendi | |
---|---|
Láglendi | |
---|---|
Hálendi | |
---|---|
Láglendi | |
---|---|
Hálendi | |
---|---|
Láglendi | |
---|---|
Hálendi | |
---|---|
Láglendi | |
---|---|
Hálendi | |
---|---|
Láglendi | |
---|---|
Hálendi | |
---|---|
Óyfirfarnar frumniðurstöður
Stærð | Tími | Gæði | Staður |
---|---|---|---|
2,7 | 03. feb. 16:10:49 | Yfirfarinn | 5,9 km ANA af Goðabungu |
2,4 | 03. feb. 22:05:44 | Yfirfarinn | 6,1 km VNV af Dreka |
2,3 | 03. feb. 08:23:18 | Yfirfarinn | 3,0 km VNV af Herðubreiðarlindum |
1,9 | 04. feb. 05:47:28 | Yfirfarinn | 7,0 km A af Goðabungu |
1,8 | 04. feb. 17:14:03 | 55,3 | 38,8 km V af Grímsey |
1,7 | 05. feb. 01:52:10 | 90,0 | 8,8 km VSV af Kópaskeri |
230 jarðskjálftar mældust með SIL mælakerfi Veðurstofu Íslands í liðinni viku, aðeins færri en í vikunni á undan þegar um 260 skjálftar mældust. Engin skjálfti mældist yfir 3 að stærð í vikunni en stærsti skjálftinn var 2,7 að stærð í Mýrdalsjökli. Svipuð eða minni virkni var á öllum svæðum í samanburði við vikuna á undan. Líkt og síðustu vikur hafa mælst um 3 tugir jarðskjálfta í Mýrdalsjökli. Sjö skjálftar mældust í Grímsvötnum sem er heldur fleiri en vikunni á undan, en enginn skjálfti mældist í Heklu. Meira
Vatnsfall | Staður | Rennsli | Vatnshiti |
---|---|---|---|
Norðurá | Stekkur | 16,9 m³/s | |
Austari Jökulsá | Skatastaðir | ||
Jökulsá á Fjöllum | Grímsstaðir | 93,4 m³/s | -0,7 °C |
Eldvatn | Eystri-Ásar | 46,7 m³/s | |
Ölfusá | Selfoss | 436,9 m³/s | -0,0 °C |
Enn eru margar ár á landinu að miklu leyti ísilagðar. Í Hvítá í Árnessýslu og Ölfusá er ís þykkur á köflum þrátt fyrir leysingar í síðustu viku. Veðurstofan fylgist vel með breytingum næstu daga þar sem spáð er leysingum og umhleypingasömu veðri.
Skrifað af vakthafandi sérfræðingi 04. feb. 14:23
Spáin gildir fyrir stór landsvæði og þarf því ekki að vera lýsandi fyrir byggð.
Landshluti | sun. 05. feb. | mán. 06. feb. | þri. 07. feb. |
---|---|---|---|
Suðvesturhornið
|
![]() |
![]() |
![]() |
Norðanverðir Vestfirðir
|
![]() |
![]() |
![]() |
Tröllaskagi utanverður
|
![]() |
![]() |
![]() |
Eyjafjörður innanverður (tilraunaverkefni)
|
![]() |
![]() |
![]() |
Austfirðir
|
![]() |
![]() |
![]() |
Janúar var kaldur um allt land, kaldasti janúarmánuður aldarinnar hingað til á landsvísu. Fyrri hluti mánaðarins mjög kaldur, sérstaklega á vestari helmingi landsins þar sem var bjart, þurrt og hægviðrasamt. Þ. 20. janúar lauk svo óvenjulega langri og samfelldri kuldatíð sem hófst í byrjun desember. Umhleypingasamt var það sem eftir var mánaðar.
Alls voru 456 viðvaranir gefnar út frá Veðurstofu Íslands á árinu 2022. Gular viðvaranir voru 372 talsins, appelsínugular 74 og rauðar viðvaranir voru 10. Frá því að nýtt viðvörunarkerfi var tekið í notkun á Veðurstofu Íslands í nóvember 2017 hafa aldrei verið gefnar út jafn margar appelsínugular og rauðar viðvaranir á einu ári. Viðvaranirnar dreifðust misjafnlega á milli spásvæða. Flestar viðvaranir voru gefnar út á Suðurlandi og Suðausturlandi, en fæstar á Austurlandi að Glettingi.
Lesa meiraViðvarandi kuldatíð á landinu síðustu 6 vikur, frá 7. desember 2022 til 19. janúar 2023 er óvenjuleg. Tímabilið er kaldasta 6 vikna tímabil í Reykjavík frá 1918. Miklar breytingar urðu á veðrinu nú í nótt þegar lægð með hlýju lofti kom úr suðri yfir landið og hrakti þar með heimskautaloftið sem hefur verið ríkjandi yfir landinu undanfarið langt til norðurs.
Lesa meiraDesember var óvenjulega kaldur. Þetta var kaldasti desembermánuður á landinu síðan 1973. Í Reykjavík hefur desembermánuður ekki verið eins kaldur í rúm 100 ár, en desember 1916 var álíka kaldur og nú. Það var þurrt um mest allt land, og víða mældist desemberúrkoman sú minnsta sem mælst hefur í áratugi. Snjór og hvassviðri ollu talsverðum samgöngutruflunum seinni hluta mánaðarins. Loftþrýstingur var óvenju hár í mánuðinum.