Forsíða Veðurstofu Íslands

Veðurspá

Horfur næsta sólarhringinn

Fremur hæg breytileg átt og víða skúrir, einkum inn til landsins. Þokusúld sums staðar á annesjum, einkum í nótt. Hiti 10 til 17 stig yfir daginn.
Spá gerð 05.08.2021 21:52

Úrkomuspá Hitaspá Vindaspá

Spá fyrir veðurstöð - 1

Spá fyrir veðurstöð - 2

Spá fyrir veðurstöð - 3

Spá fyrir veðurstöð - 4

Spá fyrir veðurstöð - 5

Allt Ísland

Fréttir

Tíðarfar í júlí 2021 - 5.8.2021

Júlí var mjög hlýr og þurr, sérstaklega á Norður- og Austurlandi. Meðalhiti júlímánaðar í þeim landshlutum var víða sá hæsti frá upphafi mælinga. Sólskinsstundir hafa aldrei mælst eins margar í júlímánuði á Akureyri. Á meðan var þungbúnara suðvestanlands en tiltölulega þurrt.


Lesa meira

Lítið jökulhlaup úr Hafrafellslóni við Langjökul - 13.7.2021

Heimamenn urðu varir við hlaup í Svartá mánudaginn 12. júlí og litur kom á Hvítá samdægurs. Vatnshæðarmælir við Kljáfoss sýndi að rennsli jókst úr 75 m3/s kl. 9 að morgni í 100 m3/s kl. 03:30 að morgni 13. júlí. Eftir það hefur rennslið farið minnkandi á ný. Lesa meira

Afkoma íslensku jöklanna var lítillega neikvæð árið 2020 - 6.7.2021

Jöklar á Íslandi hafa hopað hratt í um aldarfjórðung og er rýrnun þeirra einhver helsta afleiðing og skýr­asti vitnis­burð­ur um hlýn­andi loftslag hérlendis. Á árinu 2020 hopuðu jökul­sporðar víða um tugi metra en nokkrir brattir skriðjöklar gengu svolítið fram. Af þeim jöklum sem mældir eru af sjálf­boða­lið­um Jöklarannsóknafélags Íslands hop­aði Breiða­merkurjökull mest þar sem kelfir af hon­um í Jökulsárlón, milli 100 og 250 m árið 2020. Lesa meira

Tíðarfar í júní 2021 - 2.7.2021

Júní var fremur kaldur. Mjög kalt var á landinu dagana 11. til 20. Það frysti og snjóaði víða í byggð og gróðri fór hægt fram. Í lok mánaðar var aftur á móti mjög hlýtt, sérstaklega á Austur- og Norðausturlandi og fór hitinn þar víða vel yfir 20 stig nokkra daga í röð. Hlýindunum fylgdu miklar leysingar eftir kalt vor með tilheyrandi vatnavöxtum í ám og lækjum.


Lesa meira

Leysingaflóð á Norðurlandi í rénun - 2.7.2021

Mikil hlýindi hafa verið á norðanverðu landinu undanfarna viku með tilheyrandi leysingu og þar af leiðandi flóðum í ám og lækjum. Vorið var kalt á svæðinu og t.d. var meðalhiti maímánaðar á Akureyri um 1,5°C undir meðallagi í samanburði við undanfarna áratugi og hélst þessi kuldatíð fram yfir miðjan júnímánuð. Af þessum sökum hefur snjó til fjalla ekki leyst fyrr en með miklum hita og vindi undir lok júnímánaðar. Lesa meira

Hraunflæðilíkön hafa sannað sig í eldgosinu við Fagradalsfjall - 22.6.2021

Veðurstofan og Háskóli Íslands hafa verið í samstarfi um notkun og þróun hraunflæðilíkana í verkefni sem styrkt er af Rannsóknasjóði á vegum RANNÍS. Hraunflæðilíkön voru fyrst notuð í gosinu í Holuhrauni fyrir um sex árum síðan, en það er fyrst núna í eldgosinu við Fagradalsfjall sem veruleg þróun hefur átt sér stað í notkun þeirra hér á landi.

Lesa meira

Eldri fréttir


Fróðleikur

fellibyljabrautir

Fellibyljir 2

Ekki er beint samband milli umfangs og styrks fellibylja. Svokallað auga einkennir sterka fellibylji. Til hægðarauka eru fellibyljir flokkaðir eftir styrk. Saffir-Simpson-kvarðinn er algengastur.

Lesa meira
 

Fleiri greinar um skylt efni


 Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica