Útgáfa

Útgáfa á vegum Veðurstofu Íslands

Útgáfa á vegum Veðurstofu Íslands er skráð í landskerfi bókasafna, www.leitir.is.

Sjá lista hér til vinstri; sjá einnig ritaskrá starfsmanna.

Upplýsingar um útgáfu sem ekki er aðgengileg rafrænt eru veittar á bókasafni á afgreiðslutíma Veðurstofunnar.

Skjöl á vef Veðurstofunnar eru jafnan á PDF-sniði. Forrit til að lesa PDF-skjöl.

Tímaritið Veðráttan

Veðurstofan gefur út tíðarfarsyfirlit liðins mánaðar í byrjun hvers mánaðar, byggt á athugunum í Reykjavík, á Akureyri, í Akurnesi, í Keflavík og á Hveravöllum. Niðurstöður mælinga á mönnuðum stöðvum eru birtar í tímaritinu Veðráttan 1924-1997. Hér á vef Veðurstofunnar eru meðaltalstöflur þar sem skoða má tímaraðir fyrir valdar veðurstöðvar, bæði mánaðargildi og ársgildi, en upplýsingarnar eru útdráttur úr Veðráttunni.

Forverar Veðráttunnar voru Íslensk veðurfarsbók, sem kom út á árunum 1920-1923, og Meteorologisk aarbog, II del. Færøerne, Island, Grønland og Vestindien, sem gefin var út af dönsku veðurstofunni - Danmarks Meteorologiske Institut 1873-1919.

Ofanflóðahættumat

Á vefsíðu ofanflóða er að finna útgefnar skýrslur og aðrar upplýsingar um hættumat fyrir þéttbýlisstaði sem búa við snjóflóðahættu.


Nýjar fréttir

Áfram aukin hætta á eldgosi á Sundhnúksgígaröðinni

Uppfært 11. febrúar kl. 14:30

GPS-mælingar sýna áframhaldandi landris undir Svartsengi. Hins vegar hefur dregið lítillega úr hraða landrissins síðustu vikur. Líkanreikningar sýna þó áframhaldandi kvikusöfnun og er magn kviku undir Svartsengi komið í neðri mörk þess rúmmáls sem talið er að þurfi til þess að koma af stað næsta kvikuhlaupi og eldgosi. Síðustu atburðir á Sundhnúksgígaröðinni hafa leitt í ljós að eftir að rúmmál kviku nær neðri mörkum hafa eldgos byrjað frá nokkrum dögum upp í fjórar vikur frá þeim tíma. Þetta þýðir þó ekki að það sé öruggt að næsti atburður hefjist innan mánaðar, heldur sýnir reynslan að það sé líklegasta sviðsmyndin.

Lesa meira

Óveðrið 5.- 6. febrúar eitt öflugasta sunnan illviðrið síðustu ár

Mikið sunnan illviðri gekk yfir landið dagana 5.–6. febrúar 2025 og bætist það í hóp verstu óveðra síðustu ára. Slík veður eru þó ekki óalgeng hér á landi og koma á 2–5 ára fresti. Hins vegar hafa síðustu vetur verið fremur hægviðrasamir og því hafa illviðri verið sjaldgæf.

Lesa meira

Óveðrið gengur niður – enn viðvaranir á austanverðu landinu

Uppfært 6. febrúar kl. 16:45

Lægð fór yfir vestanvert landið í dag og olli óveðri víða um sunnan-, austan og norðanvert landið.

Rauðar viðvaranir vegna sunnan illviðrisins eru enn í gildi á austanverðu landinu fram til kvölds.  Spáð er sunnan 23-30 m/s og rigningu um austanvert landið með staðbundnum vindhviðum yfir  50 m/s.  Má búast við foktjóni og hættulegum aðstæðum utandyra og ferðalög eru ekki ráðlögð. Á Austfjörðum mun veðrið lægja síðast, um kvöldmatarleytið.

Lesa meira

Tíðarfar í janúar 2025

Janúar var tiltölulega kaldur, sérstaklega á Norðausturlandi. Mánuðurinn var hægviðrasamur miðað við árstíma.  Hlýindi og miklar rigningar um miðjan mánuð ollu miklum leysingum og flæddu ár og lækir víða yfir vegi og tún. Töluverð snjóþyngsli voru á Austurlandi í mánuðinum. Þar snjóaði óvenjumikið þ. 20. og mældist snjódýptin á Austfjörðum með því mesta sem vitað er um í janúarmánuði. Síðasta dag mánaðarins skall stormur á landinu sem olli bæði fok- og vatnstjóni, auk ofanflóða og mikilla samgöngutruflana.

Lesa meira

Nýr vefur fyrir veðurspár í loftið í dag

Fyrsti hluti af nýjum vef Veðurstofunnar fór í loftið í dag. Þetta er fyrsta skrefið í umfangsmiklu verkefni sem snýr að endurnýjun á vefnum og öllu tækniumhverfi vefsins.

Nýi vefurinn fyrir veðurspár er undir slóðinni https://gottvedur.is/. Vefurinn er enn þá í þróun en þegar endurnýjun á núverandi vef líkur munu nýju veðursíðurnar færast á vefslóðina vedur.is.

Í þessum fyrsta áfanga er lögð áhersla á upplýsingar sem flestir sækja daglega, en það eru veðurspár fyrir tiltekinn stað.

Lesa meira




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica