Víða norðan gola eða kaldi, en allhvasst austast landinu. Léttskýjað sunnan heiða, en styttir upp austantil með kvöldinu. Herðir á frosti.
Austan 5-13 og snjókoma suðvestantil eftir hádegi á morgun, en um landið norðanvert annað kvöld. Yfirleitt breytileg átt 3-8 í öðrum landshlutum og þurrt að mestu um austanvert landið. Strekkingur eða allhvasst suðvestan- og vestantil síðdegis á morgun. Frost 2 til 8 stig, en hiti að 3 stigum við Suðvesturströndina annað kvöld.
Spá gerð: 28.11.2025 18:06. Gildir til: 30.11.2025 00:00.
Á sunnudag:
Austan 10-18 á sunnanverðu landinu, en bætir í vind víða um norðanvert landið síðdegis.
Snjókoma eða slydda með köflum, en rigning við suður- og vesturströndina. Þurrt að mestu norðan jökla. Hiti 0 til 5 stig. Hægari vindur norðvestantil, úrkomulítið og frost 0 til 5 stig.
Á mánudag (fullveldisdagurinn):
Austan 8-15, en allhvasst eða hvasst við Suðurströndina. Rigning um sunnanvert landið, en dálitlir skúrir eða él í öðrum landshlutum. Hiti 0 til 5 stig.
Á þriðjudag:
Norðaustlæg átt og dálítil él norðan- og austanlands, en yfirleitt þurrt og bjart á Vesturlandi. Frost víða 0 til 5 stig.
Á miðvikudag og fimmtudag:
Útlit fyrir norðaustlæga átt með strekkingi eða allhvössum vindi með Austurströndinni. Dálítil él eða snjókoma norðan- og austanlands, en yfirleitt þurrt og bjart suðvestantil. Frost víða 0 til 5 stig.
Spá gerð: 28.11.2025 08:51. Gildir til: 05.12.2025 12:00.
Lægð á leið norðaustur yfir Færeyjar hefur fært okkur allhvassa eða hvassa vindstrengi á austanverðu landinu í dag, en annars víða gola eða kaldi. Yfirleitt þurrt og bjart en stöku él norðan- og austantil. Mjög kalt heimskautaloft er yfir okkur með hörðu frosti, þó sumstaðar hafi hiti verið í kringum frostmark við suðurströndina.
Á morgun er smálægð að þróast suður af Reykjanesi og þegar skil hennar ganga á land eftir hádegi bera þau með sér snjókomu yfir suðvestanvert landið og inn á Norðurland annað kvöld. Í kjölfarið nálgast okkur önnur skil úr suðvestri aðfaranótt sunnudags og er þá útlit fyrir að það verði allhvasst eða hvasst víða, en einkum um sunnanvert landið, á sunnudag og mánudag. Þessum skilum fylgir hlýrra loft og er útlit fyrir rigningu eða slyddu á suður og suðvesturlandi samhliða hærri hitatölum þar, en annars verður hiti um frostmark norðvestantil.
Spá gerð: 28.11.2025 16:36. Gildir til: 30.11.2025 00:00.