Austlæg átt 3-10 m/s í dag. Dálítil él á víð og dreif, en lengst af þurrt á Vesturlandi. Hiti um eða undir frostmarki.
Spá gerð: 29.11.2023 00:34. Gildir til: 30.11.2023 00:00.
Á fimmtudag og föstudag (fullveldisdagurinn):
Norðlæg átt 5-13 m/s og él, en yfirleitt þurrt um landið sunnanvert. Frost 0 til 8 stig.
Á laugardag og sunnudag:
Norðan og norðaustan 3-10 og skýjað með köflum, en dálítil él á Norður- og Austurlandi. Kalt í veðri.
Á mánudag og þriðjudag:
Norðlæg átt og él, en þurrt sunnan heiða. Kalt áfram.
Spá gerð: 28.11.2023 20:28. Gildir til: 05.12.2023 12:00.
Úrkomusvæðið sem hefur legið yfir stórum hluta landsins í dag mjakast nú til vesturs. Það sem eftir lifir dags má því búast við dálítilli rigningu, slyddu eða snjókomu með köflum, en það styttir upp norðaustanlands.
Á morgun verður austlæg átt, gola eða kaldi og dálítil él á víð og dreif, en lengst af þurrt á Norður- og Vesturlandi. Hiti um eða undir frostmarki.
Á fimmtudag og föstudag er svo útlit fyrir svala norðlæga átt með éljum um landið norðanvert, en yfirleitt þurru veðri sunnan heiða.
Spá gerð: 28.11.2023 15:55. Gildir til: 29.11.2023 00:00.