Staðaspár -

Sýna flokk veðurstöðva

Finna spá fyrir veðurstöð

Stöðvalisti
 

Textaspá fyrir allt landið

Veðurhorfur á landinu

Hæg breytileg átt og bjartviðri, en suðaustan 8-15 m/s suðvestan- og vestanlands og skýjað með köflum. Lægir í kvöld.
Suðlæg eða breytileg átt 3-10 m/s á morgun og víða léttskýjað, en sums staðar þoka við ströndina. Hiti yfirleitt 12 til 23 stig yfir daginn, hlýjast á Norður- og Austurlandi.
Spá gerð: 15.05.2025 18:08. Gildir til: 17.05.2025 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á laugardag og sunnudag:
Suðaustan 5-13 m/s suðvestanlands, annars hægari vindur. Víða léttskýjað, en sums staðar þokuloft við ströndina. Hiti 13 til 23 stig yfir daginn, hlýjast fyrir norðan, en svalara í þokunni.

Á mánudag og þriðjudag:
Hæg breytileg átt eða hafgola og bjartviðri, en líkur á þoku úti við sjóinn. Áfram hlýtt í veðri, einkum inn til landsins.

Á miðvikudag:
Sunnanátt, skýjað með köflum og rigning eða súld vestanlands síðdegis. Hiti 13 til 21 stig, hlýjast á Norðausturlandi.

Á fimmtudag:
Ákveðin suðaustanátt og rigning með köflum, en þurrt að kalla norðaustanlands. Hiti breytist lítið.
Spá gerð: 15.05.2025 21:05. Gildir til: 22.05.2025 12:00.

Hugleiðingar veðurfræðings

Það er hæð við Færeyjar sem stjórnar veðrinu hjá okkur um þessar mundir. Hæðin og lægðir suður af Hvarfi beina til okkar mjög hlýju lofti. Þar sem hæðin er nær okkur heldur en lægðirnar er þetta hlýja loft jafnframt nokkuð þurrt í grunninn, en tekur þó í sig raka frá sjónum á leið sinni til okkar. Því getur þokuloft látið á sér kræla við ströndina, en annars verður að mestu léttskýjað fram yfir helgi.

Í dag hefur hiti komist í 26 stig á Egilsstöðum, sem er mesti hiti sem mælst hefur á Íslandi í maímánuði. Um helgina verður væntanlega hlýjast áfram á Norður- og Austurlandi, um 23-24 stig þar sem best lætur. Aðrir landshlutar fá einnig sinn skerf af hlýindunum og því ætti enginn að þurfa að elta góða veðrið yfir hálft landið.
Spá gerð: 15.05.2025 15:42. Gildir til: 17.05.2025 00:00.





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica