Sunnan og suðaustan 8-15 með skúrum og líkur á eldingum á sunnanverðu landinu. Yfirleitt bjart á Norðurlandi. Hvessir um tíma vestantil í kvöld.
Austlægari seint á morgun og samfeld rigning, fyrst syðst. Talsverð rigning suðaustanlands. Bætir í vind sunnantil annað kvöld.
Hiti 9 til 15 stig, mildast norðan heiða.
Spá gerð: 24.09.2025 07:49. Gildir til: 26.09.2025 00:00.
Á fimmtudag:
Sunnan og suðaustan 8-15 m/s og skúrir, en þurrt norðaustanlands. Austlægari og bætir verulega í úrkomu á sunnanverðu landinu seinnipartinn, með talsverðri eða mikilli rigningu suðaustantil, en úrkomuminna norðaustanlands. Hiti 9 til 14 stig.
Á föstudag:
Suðaustan 13-23, hvassast suðvestantil og allra austast. Talsverð eða mikil rigning, einkum á suðaustanverðu landinu, en úrkomuminna norðaustanlands. Dregur úr vindi og úrkomu seinnipartinn. Hiti 11 til 16 stig.
Á laugardag:
Suðlæg átt 5-13 og skúrir, en bjart á Norður- og Austurlandi. Hiti 8 til 13 stig.
Á sunnudag:
Suðlæg átt og dálítil væta, en vaxandi suðaustanátt og fer að rigna sunnan- og vestanlands síðdegis. Talsverð eða mikil úrkoma sunnantil um kvöldið. Hiti breytist lítið.
Á mánudag:
Suðlæg átt með rigningu, en lengst af þurrt á Norðausturlandi. Talsverð úrkoma suðaustantil framan af degi. Milt í veðri.
Á þriðjudag:
Útlit fyrir suðvestanátt með vætu, einkum vestantil á landinu. Heldur kólnandi, einkum norðvestantil.
Spá gerð: 23.09.2025 20:01. Gildir til: 30.09.2025 12:00.
Nokkrar lægðir fara framhjá landinu næstu daga og bjóða upp á sígilt haustveður.
Í dag verður suðlæg átt 8-15 m/s og skúrir, en líkur á stöku eldingum á sunnanverðu landinu. Áfram verður úrkomulítið á Norðurlandi. Milt í veðri.
Dregur úr vindi og skúrum á morgun, en hvessir seinnipartinn og fer að rigna hressilega. Búast má við talsverðri eða mikilli úrkomu sunnantil undir kvöld og um nóttina. Á Norðurlandi er yfirleitt þurrt, en rigning af og til um kvoldið. Hiti 9 til 14 stig.
Á föstudag er útlit fyrir sunnan hvassviðri eða storm um tíma. Gott að hugsa að ganga frá lausum munum í görðum til að forðast tjón. Víða rigning en aftur á móti talsverð eða mikil úrkomu á suðaustanverðu landinu. Hiti 7 til 12 stig.
Laugardagurinn lítur skár út með hægari vindi og minni rigningu, en hvessir aftur á sunnudag með einni gusu í víðbót. Hiti yfirleitt 9 til 14 stig.
Spá gerð: 24.09.2025 06:48. Gildir til: 25.09.2025 00:00.