Norðan- og norðaustanátt 5-13 m/s, hvassast á Vestfjörðum. Rigning eða súld norðan- og austanlands, sums staðar talsverð úrkoma á Austfjörðum. Bjart með köflum sunnan- og vestanlands.
Hægari vindur og dregur úr vætu á morgun, en norðaustan 8-13 norðvestantil fram undir kvöld.
Hiti 9 til 19 stig, hlýjast á Suðurlandi.
Spá gerð: 02.09.2025 08:00. Gildir til: 04.09.2025 00:00.
Á fimmtudag:
Austlæg eða breytileg átt 3-10 m/s, hvassast norðvestantil. Rigning, einkum sunnantil og hiti 11 til 16 stig.
Á föstudag:
Norðaustan 5-13 og rigning á Vestfjörðum, en annars hægari vindur og skúrir. Hiti 8 til 14 stig. Fer að rigna austast á landinu um kvöldið.
Á laugardag:
Suðvestlæg eða breytileg átt 3-10 og skúrir, en léttir til á Austurlandi. Hiti breytist lítið.
Á sunnudag:
Austan- og norðaustanátt og rigning, en lengst af þurrt norðan- og vestantil. Hiti 8 til 13 stig.
Á mánudag:
Útlit fyrir austlæga átt. Rigning víða um land, en þurrt norðan- og vestantil afram undir kvöld. Hiti 9 til 15 stig.
Spá gerð: 02.09.2025 08:30. Gildir til: 09.09.2025 12:00.
Víðáttumikil lægð skammt norður af Skotlandi stjórnar veðrinu hjá okkur í dag og á morgun. Það verður norðaustan kaldi eða stinningskaldi með rigningu á norðan- og austanverðu landinu, talsverð úrkoma á Austfjörðum um tíma í dag, en yfirleitt léttskýjað sunnan- og vestanlands.
Á morgun verður hægari vindur en á Vestfjörðum má búast við norðaustan strekking fram eftir degi. Rigning eða súld með köflum, en áfram bjart á Suður- og Vesturlandi en líkur á síðdegisskúrum á því svæði.
Hiti frá 9 stigum á Vestfjörðum og við sjóinn á Norðurlandi Vestra uppí um 19 stig sunnanlands.
Spá gerð: 02.09.2025 06:36. Gildir til: 03.09.2025 00:00.