Norðan 10-23 m/s, hvassast suðaustantil. Snjókoma austanlands, annars él en þurrt syðra.
Minnkandi norðanátt í dag, 5-10 m/s seinnipartinn, en 10-18 á Austfjörðum og Suðausturlandi og lægir þar um kvöldið. Dálítil él á norðurhelmingi landsins, en léttskýjað sunnan heiða. Kólnandi veður, frost 6 til 17 stig undir kvöld.
Spá gerð: 01.12.2024 00:30. Gildir til: 02.12.2024 00:00.
Á mánudag:
Vaxandi suðaustanátt sunnan- og vestanlands, 10-18 m/s og dálítil snjókoma síðdegis, en 13-20 og rigning eða snjókoma um kvöldið.
Hægari vindur á Norður- og Austurlandi, bjartviðri og talsvert frost, en dregur úr frosti um kvöldið.
Á þriðjudag:
Sunnan 3-10 og skúrir eða él, en styttir upp norðan- og austanlands. Frost 0 til 6 stig, en hiti um eða yfir frostmarki sunnan- og vestantil.
Á miðvikudag:
Suðlæg eða breytileg átt. Él á Suðvestur- og Vesturlandi, annars bjart með köflum. Frost 0 til 10 stig, kaldast í innsveitum norðaustanlands.
Á fimmtudag:
Austan- og norðaustanátt og víða þurrt, en stöku él syðst og við norðurströndina. Áfram kalt í veðri.
Á föstudag:
Norðanátt og él, en þurrt og bjart sunnan- og vestanlands. Frost 2 til 10 stig.
Á laugardag:
Breytileg átt, bjart veður og kalt.
Spá gerð: 30.11.2024 20:09. Gildir til: 07.12.2024 12:00.
Í kvöld verður áfram norðan og norðaustan hvassviðri eða stormur. Snjókoma á austanverðu landinu og él norðvestantil. Þurrt að mestu sunnan heiða. Frost 1 til 7 stig. Dregur smám saman úr vindi og ofankomu seint í nótt.
Á morgun verður norðlæg átt 8-15 m/s, en heldur hvassari austantil framan af degi. Stöku él fyrir norðan en bjart að mestu sunnanlands. Lægir og herðir á frosti seinnipartinn.
Á mánudag er breytileg átt 3-8 m/s og bjart að mestu, en snýst í vaxandi suðaustanátt á sunnan- og vestanverðu landinu síðdegis með snjókomu eða slyddu og síðar einnig rigningu og hlýnandi veðri. Austan og suðaustan 13-20 m/s sunnan- og vestantil um kvöldið. Hægari, þurrt og áfram talsvert frost norðaustanlands.
Spá gerð: 30.11.2024 15:43. Gildir til: 01.12.2024 00:00.