Suðaustlæg eða breytileg átt 3-10 m/s og él eða slydduél, en úrkomulítið norðaustan- og austanlands. Frost 0 til 15 stig, kaldast í innsveitum norðaustantil, en hiti kringum frostmark við suðvesturströndina. Heldur vaxandi norðaustanátt í kvöld.
Norðaustan og norðan 5-13 á morgun. Lítilsháttar él norðaustantil, annars bjart með köflum. Harðnandi frost.
Spá gerð: 03.01.2025 15:25. Gildir til: 05.01.2025 00:00.
Á sunnudag og mánudag:
Norðan 8-18 m/s og él, hvassast austantil. Yfirleitt þurrt sunnan heiða. Frost 4 til 12 stig.
Á þriðjudag:
Minnkandi norðlæg átt, 5-13 seinnipartinn. Bjart með köflum, en dálítil él austast og vestast á landinu. Hiti breytist lítið.
Á miðvikudag:
Norðlæg eða breytileg átt, skýjað og dálítil él norðaustantil, en bjart að mestu sunnanlands. Kalt í veðri.
Á fimmtudag:
Suðlæg eða breytileg átt og yfirleitt bjart, en skýjað vestanlands. Víða talsvert frost.
Spá gerð: 03.01.2025 08:05. Gildir til: 10.01.2025 12:00.
Lægð er skammt suðvestur af landinu sem fer til suðausturs. Austlæg átt 5-10 m/s er á vestanverðu landinu með snjókomu og slyddu, sem fjarar smám saman út, hiti nálægt frostmarki. Hæg breytileg átt á austanverðu landinu, þurrt að mestu og frost 5 til 13 stig.
Á morgun verður norðaustanátt 5-13. Dálítil él á norðaustanverðu landinu, en annars þurrt. Bjart að mestu sunnan heiða. Talsvert frost um mest allt land.
Á sunnudag og mánudag er útlit fyrir stífa norðanátt með éljum, en þurru veðri sunnan heiða. Frost á bilinu 4 til 12 stig.
Spá gerð: 03.01.2025 15:39. Gildir til: 04.01.2025 00:00.