Norðlæg átt 8-13 m/s og rigning með köflum á norðanverðu landinu. Hægari og bjart að mestu sunnan heiða, en líkur á stöku skúrum þar síðdegis. Hiti 7 til 17 stig, hlýjast suðvestantil.
Norðan 3-10 á morgun, en 8-15 á Vestfjörðum. Rigning eða súld með köflum, en yfirleitt bjart sunnanlands. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast syðst.
Spá gerð: 07.08.2025 04:26. Gildir til: 08.08.2025 00:00.
Á föstudag:
Norðvestlæg átt 5-13 m/s, en heldur hvassari norðvestantil framan af degi. Rigning með köflum, en léttskýjað sunnan heiða. Hiti 5 til 16 stig, hlýjast sunnanlands.
Á laugardag:
Norðvestlæg átt 3-10 og yfirleitt bjart, en 8-13 og dálítil væta norðaustanlands. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast sunnantil.
Á sunnudag:
Hæg breytileg átt og léttskýjað, en víða stöku skúrir síðdegis. Hiti 10 til 15 stig.
Á mánudag:
Suðlæg átt 3-8 og bjart með köflum framan af degi, en hvessir og þykknar upp síðdegis. Suðaustan 8-15 og rigning sunnan- og vestanlands undir kvöld, en annars hægari og þurrt. Hiti 8 til 15 stig.
Á þriðjudag:
Suðaustanátt og rigning öðru hverju. Hiti 10 til 15 stig.
Á miðvikudag:
Útlit fyrir norðlæga átt. Skúrir á víð og dreif, en þurrt að kalla sunnan heiða. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast syðst.
Spá gerð: 06.08.2025 20:38. Gildir til: 13.08.2025 12:00.
Dálítil lægð skammt suðvestur af landinu hreyfist austur á bóginn, en úrkomusvæði lægðarinnar gengur yfir sunnan- og vestanvert landið í kvöld og nótt. Almennt hægur vindur en gengur í norðaustan strekking norðvestan til í kvöld, birtir þó norðvestantil seinnipart morgundags. Á morgun og fram á Laugardag verða norðlægar áttir ríkjandi yfir Norður- og Austurlandi. Skýjað með köflum sunnan til með skúradembum seinnipartinn á morgun. Úrkomubakki nálgast land úr norðri annað kvöld og bætir þá einnig í vind norðaustast norðaustast annað kvöld. Kólnar smám saman norðantil. Þó ber að hafa í huga að veðurspár geta úrelst snögglega, einkum þegar smálægðir eru á sveimi kringum landið.
Spá gerð: 06.08.2025 17:39. Gildir til: 07.08.2025 00:00.