Norðaustan og austan 15-20 m/s syðst á landinu og rigning með köflum. Austan 8-15 m/s annars staðar og lengst af úrkomulítið á Norðurlandi. Hiti 1 til 8 stig, en nálægt frostmarki um landið norðaustanvert. Talsverð slydda eða snjókoma austast á landinu, en bætir í úrkomuna í nótt.
Austlæg átt, 13-20 m/s í dag, hvassast suðaustantil, en mun hægari suðvestanlands. Rigning eða slydda með köflum og hiti 2 til 11 stig, en sums staðar snjókoma norðanlands með hita nærri frostmarki. Áfram talsverð eða mikil úrkoma austast.
Spá gerð: 30.03.2023 00:11. Gildir til: 31.03.2023 00:00.
Á föstudag:
Suðaustan 8-15 m/s, hvassast með austurströndinni. Þurrt að kalla á Norðurlandi, annars rigning eða slydda með köflum, talsverð úrkoma á Suðausturlandi og Austfjörðum. Hiti 2 til 10 stig, hlýjast fyrir norðan.
Á laugardag:
Suðaustlæg átt, 5-13 m/s og skúrir eða slydduél, en rigning eða slydda suðaustanlands og á Austfjörðum fram eftir degi. Hiti 1 til 8 stig, svalast inn til landsins.
Á sunnudag:
Suðvestan 8-15 m/s með skúrum eða éljum, en þurrt að kalla á Norður- og Austurlandi. Kólnandi veður í bili.
Á mánudag:
Gengur í hvassa austanátt með talsverðri rigningu, en sums staðar slyddu eða snjókomu fyrir norðan. Hlýnandi veður.
Á þriðjudag:
Útlit fyrir hæga suðlæga eða breytilega átt með skúrum víða um land og milt veður.
Á miðvikudag:
Líklega ákveðin suðvestanátt með skúrum eða éljum og heldur kólnandi veður.
Spá gerð: 29.03.2023 20:05. Gildir til: 05.04.2023 12:00.