Suðvestlæg eða breytileg átt, 3-10 m/s. Víða dálítil rigning eða súld með köflum, hiti 6 til 13 stig.
Dálítil væta vestanlands á morgun og allvíða síðdegisskúrir austantil. Hiti 7 til 16 stig, hlýjast fyrir austan.
Spá gerð: 17.06.2025 09:11. Gildir til: 19.06.2025 00:00.
Á fimmtudag:
Suðlæg átt, 3-8 m/s. Skýjað með köflum og stöku skúrir, en dálítil væta vestantil seinnipartinn. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast á Austurlandi.
Á föstudag:
Suðvestan og vestan 5-13 og rigning, en léttir til um landið suðaustanvert síðdegis. Hiti 6 til 13 stig.
Á laugardag (sumarsólstöður):
Vestan 3-10, skýjað og smáskúrir, en bjart með köflum eystra. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast suðaustantil.
Á sunnudag:
Gengur í sunnan 8-13 með rigningu um landið vestanvert, en hægari og þurrt að kalla norðaustantil. Hiti breytist lítið.
Á mánudag:
Útlit fyrir sunnan- og suðvestanátt með rigningu og milt veður, en þurrt að kalla og hlýtt á Norðausturlandi.
Spá gerð: 17.06.2025 08:00. Gildir til: 24.06.2025 12:00.
Fremur grunnt lægðardrag er yfir landinu í dag, þjóðhátíðardaginn. Áttin vestlæg eða breytileg og víða hægur vindur, skýjað og dálítil væta í flestum landshlutum. Milt í veðri.
Á morgun, miðvikudag er útlit fyrir áframhaldandi vestlæga átt með skúraveðri á landinu og svipuðu hitastigi.
Spá gerð: 17.06.2025 06:36. Gildir til: 18.06.2025 00:00.