Suðaustan 15-23 eftir hádegi og víða rigning, en dregur úr vindi í kvöld. Hiti 2 til 9 stig. Suðvestan 10-18 á morgun og lítilsháttar væta, en léttskýjað norðan Vatnajökuls. Hægari undir kvöld og fer að rigna allvíða.
Spá gerð: 16.09.2024 09:58. Gildir til: 18.09.2024 00:00.
Á miðvikudag:
Sunnan 10-18 m/s og víða rigning, en úrkomulítið um landið norðaustanvert. Hiti 9 til 17 stig, mildast norðaustantil. Snýst í vestlæga átt seinnipartinn, dregur úr vætu og kólnar.
Á fimmtudag:
Suðlæg eða breytileg átt 3-10. Skýjað með köflum og dálítil væta á stöku stað, en léttir til á Norðaustur- og Austurlandi. Hiti 5 til 10 stig yfir daginn.
Á föstudag:
Fremur hæg suðaustlæg eða breytileg átt. Skýjað með köflum við suður- og vesturströndina, annars bjart að mestu. Hiti breytist lítið.
Á laugardag og sunnudag (haustjafndægur):
Breytileg átt, skýjað með köflum og úrkomulítið. Hiti 4 til 10 stig.
Spá gerð: 16.09.2024 08:22. Gildir til: 23.09.2024 12:00.