Staðaspár -

Sýna flokk veðurstöðva

Finna spá fyrir veðurstöð

Stöðvalisti
 

Textaspá fyrir Faxaflóa

Faxaflói

Gengur í norðaustan 8-15 í nótt, en austan 10-18 á morgun og jafnvel hvassara á stöku stað annað kvöld. Slydda eða snjókoma í nótt og áfram á morgun. Hiti 0 til 5 stig.
Spá gerð: 16.10.2021 22:00. Gildir til: 18.10.2021 00:00.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu

Austan 3-8 m/s og skýjað. Austan 10-15 með slyddu í fyrstu og síðar rigningu á morgun. Austan 18-23 m/s á Kjalarnesi annað kvöld. Hiti 1 til 5 stig.
Spá gerð: 16.10.2021 18:19. Gildir til: 18.10.2021 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á mánudag:
Austan 8-15 m/s og rigning, talsverð úrkoma austanlands. Hiti 4 til 10 stig, mildast syðst. Norðaustan 15-23 á Vestfjörðum, slydda eða rigning og hiti 0 til 4 stig þar.

Á þriðjudag:
Norðaustan 13-20 m/s. Rigning eða slydda norðan- og austanlands, en snjókoma á þeim slóðum undir kvöld. Rigning með köflum sunnan heiða, en styttir upp seinnipartinn. Kólnandi veður.

Á miðvikudag:
Norðan 8-15 og él, en léttskýjað sunnan- og vestanlands. Hiti um eða rétt yfir frostmarki. Lægir síðdegis og frystir víða um kvöldið.

Á fimmtudag:
Vestlæg átt 3-10. Skýjað og þurrt að kalla vestanlands, hiti 1 til 5 stig. Bjartviðri um landið austanvert með vægu frosti.

Á föstudag og laugardag (fyrsti vetrardagur):
Suðlægar átti með vætu, einkum á sunnanverðu landinu. Hlýnar í veðri.
Spá gerð: 16.10.2021 21:41. Gildir til: 23.10.2021 12:00.

Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica