Hæg austlæg átt og léttskýjað, en austan 3-8 m/s og lítilsháttar rigning seint á morgun. Hiti 1 til 6 stig að deginum.
Spá gerð: 07.10.2024 09:46. Gildir til: 09.10.2024 00:00.
Á miðvikudag:
Norðan 3-10 m/s og lítilsháttar él, en bjart að mestu sunnan heiða. Hiti 0 til 6 stig sunnan og vestantil en frost 0 til 5 stig norðan og austantil.
Á fimmtudag:
Norðan 8-13 m/s og él, en úrkomulaust að mestu sunnanlands. Kólnandi veður.
Á föstudag:
Norðvestlæg átt og él norðan- og norðaustantil, en annars bjart með köflum. Hiti víðast um eða undir frostmarki.
Á laugardag:
Breytileg átt og dálítil él á víð og dreif. Áfram svalt í veðri.
Á sunnudag:
Austlæg átt og slydda eða rigning sunnantil, en annars úrkomulítið. Hlýnar lítið eitt.
Spá gerð: 07.10.2024 07:44. Gildir til: 14.10.2024 12:00.