Staðaspár -

Sýna flokk veðurstöðva

Finna spá fyrir veðurstöð

Stöðvalisti
 

Textaspá fyrir Strandir og Norðurland vestra

Strandir og Norðurland vestra

Austlæg átt 10-15 m/s, en víða hægari vestantil í dag. Sums staðar dálítil snjókoma eða slydda, en rigning á morgun. Hiti 0 til 6 stig.
Spá gerð: 29.03.2023 09:54. Gildir til: 31.03.2023 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á föstudag:
Suðaustlæg átt 8-15 m/s, hvassast norðaustantil á landinu. Þurrt að kalla á Norðurlandi, annars rigning eða slydda með köflum, en talsverð úrkoma á Suðausturlandi og á Austfjörðum. Hiti 1 til 7 stig.

Á laugardag:
Suðlæg átt 5-13 m/s og skúrir eða slydduél, en rigning eða slydda suðaustantil og á Austfjörðum fram eftir degi. Hiti breytist lítið.

Á sunnudag:
Suðvestan 8-13 m/s með skúrum eða éljum, en þurrt norðaustan- og austanlands. Heldur kólnandi veður.

Á mánudag:
Norðaustlæg átt. Rigning eða slydda um landið suðaustan- og austanvert, dálítil él fyrir norðan, en annars úrkomulítið. Hiti 0 til 5 stig, en víða vægt frost fyrir norðan.

Á þriðjudag:
Útlit fyrir breytilega átt. Úrkomulítið og hiti breytist lítið.
Spá gerð: 29.03.2023 09:18. Gildir til: 05.04.2023 12:00.

Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica