Textaspá - Yfirlit

Hugleiðingar veðurfræðings

Norðaustan allhvass eða hvass vindur, einkum suðaustan- og norðvestantil. Annars heldur hægari. Rigning með köflum, en lengst af þurrt á Vestur- og Suðvesturlandi. Hiti er svipaður og verið hefur, yfirleitt á bilinu 3 til 13 stig, svalast fyrir norðan og líkur á slyddu til fjalla.
Hægari um tíma fyrir austan á morgun og áþekkt veður á þriðjudag. Allhvass eða hvass vindur um landið vestanvert, annars hægari. Rigning um mest allt land, úrkomusamast á norðanverðum Ströndum, í Öræfum og austantil í Mýrdalsjökli. Þessi svæði eiga það sammerkt að vera öll áveðurs, en þar verður oftast mesta úrkomuákefðin.
Spá gerð: 24.09.2023 15:28. Gildir til: 25.09.2023 00:00.

Veðuryfirlit

Yfir Grænlandi er 1022 mb hæð. Um 850 km S af Reykjanesi er nærri kyrrstæð 964 mb lægð. Við V-strönd Skotlands er dýpkandi 987 mb lægð sem fer hratt N.
Samantekt gerð: 24.09.2023 20:22.

Veðurlýsing


Samantekt gerð: 23.09.2023 05:22.

Veðurhorfur á landinu

Norðaustan 10-18 m/s, hvassast á Vestfjörðum og suðaustanlands. Rigning með köflum, en lengst af þurrt á Vesturlandi. Hiti 3 til 11 stig, hlýjast á Suðvesturlandi.
Norðaustan 8-13 m/s á morgun, en 10-18 norðvestantil. Rigning með köflum, en að mestu bjart vestanlands. Hiti 5 til 14 stig.
Spá gerð: 24.09.2023 18:37. Gildir til: 26.09.2023 00:00.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu

Norðaustan 5-10 m/s og skýjað með lítilsháttar vætu.
Heldur hægari og bjart að mestu á morgun.
Hiti 7 til 12 stig.
Spá gerð: 24.09.2023 18:37. Gildir til: 26.09.2023 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag:
Norðaustan 8-18 m/s, hvassast á Vestfjörðum. Rigning, einkum norðan- og austantil og hiti 3 til 11 stig, mildast á Suðurlandi.

Á miðvikudag:
Norðaustlæg eða breytileg átt, 5-13 m/s, hvassast norðvestantil. Rigning með köflum, en að mestu þurrt austanlands. Hiti 2 til 10 stig.

Á fimmtudag:
Norðaustlæg átt og lítilsháttar væta öðru hvoru, en þurrt að kalla norðaustantil. Hiti 1 til 11 stig, mildast fyrir sunnan.

Á föstudag:
Norðaustlæg eða breytileg átt og dálítil væta af og til, en bjartviðri suðvestantil. Svalt í veðri.

Á laugardag:
Austan og suðaustan átt og rigning með köflum, en úrkomuminna norðanlands. Hiti breytist lítið.

Á sunnudag:
Útlit fyrir austan og norðaustan átt og rigningu.
Spá gerð: 24.09.2023 20:54. Gildir til: 01.10.2023 12:00.


Textaspár eru skrifaðar af vakthafandi veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands.
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica