Textaspá - Yfirlit

Hugleiðingar veðurfræðings


Spá gerð: 10.04.2021 14:25. Gildir til: 11.04.2021 00:00.

Veðuryfirlit

800 km V af Írlandi er 1033 mb hæð, sem þokast SA, en á Grænlandssundi er vaxandi 1009 mb lægð, sem hreyfist SA.
Samantekt gerð: 11.04.2021 01:16.

Veðurlýsing


Samantekt gerð: 19.03.2021 15:27.

Veðurhorfur á landinu

Suðlæg átt, 3-10 m/s og snjókoma eða rigning með köflum á V-verðu landinu með hita kringum frostmark. Léttskýjað eystra og frost 0 til 8 stig.
Suðaustan og austan 5-13 m/s og rigning eða slydda með köflum í dag, en úrkomulítið NA-lands. Dregur úr úrkomu síðdegis og gengur í norðaustan 10-15 NV-lands. Hiti 0 til 6 stig.
Spá gerð: 11.04.2021 00:11. Gildir til: 12.04.2021 00:00.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu

Suðaustlæg átt, 3-8 m/s og slydda öðru hvoru, en 8-13 og rigning með köflum með morgninum. Hægari austlæg átt og styttir upp undir kvöld. Hiti 0 til 5 stig.
Spá gerð: 11.04.2021 00:12. Gildir til: 12.04.2021 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á mánudag:
Austlæg átt, 8-13 m/s og dálítil væta syðst, en annars 3-10 og yfirleitt léttskýjað. Hiti 1 til 9 stig, hlýjast SV-lands.

Á þriðjudag:
Suðvestlæg eða breytileg átt, 3-10 m/s og dálitlar skúrir eða slydduél, en léttskýjað A-lands. Hiti 1 til 8 stig, hlýjast á SA-landi.

Á miðvikudag:
Suðvestan 8-13 m/s, skýjað og þurrt að mestu, en léttskýjað NA-lands. Hiti 0 til 7 stig, mildast syðra.

Á fimmtudag:
Stíf suðaustanátt með rigningu og hlýnandi veðri, en úrkomulítið NA-lands.

Á föstudag:
Suðlæg átt og dálítil væta með köflum, en áfram milt í veðri.

Á laugardag:
Líklega áfram suðlægar áttir, víða talsverð rigning og fremur hlýtt í veðri.
Spá gerð: 10.04.2021 20:04. Gildir til: 17.04.2021 12:00.


Textaspár eru skrifaðar af vakthafandi veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands.
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica