Textaspá - Yfirlit

Hugleiðingar veðurfræðings

Fremur hæg norðlæg eða breytileg átt í dag og bjart veður sunnan og vestanlands, þar getur hiti náð 13 stigum. Á Norður- og Austurlandi þykknar upp og er útlit fyrir heldur svalara veður en síðustu daga, hiti 0 til 7 stig að deginum.

Svipað veður á morgun, en þá bætir aðeins í vind og lítilsháttar él norðaustantil annað kvöld.

Á laugardag bætir í úrkomu um landið norðaustan- og austanvert, dálítil snjókoma eða él þar en áfram bjart sunnan- og vestantil. Kólnar aðeins í veðri.
Spá gerð: 25.04.2024 06:05. Gildir til: 26.04.2024 00:00.

Veðuryfirlit

Yfir Grænlandi er vaxandi 1032 mb hæð. 700 km SV af Reykjanesi er 1007 mb smálægð sem fer SA, en um 450 km S af Dalatanga er álíka smálægð sem fer einnig SA.
Samantekt gerð: 25.04.2024 03:04.

Veðurlýsing


Samantekt gerð: 24.04.2024 09:49.

Veðurhorfur á landinu

Norðlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s, og bjartviðri, en skýjað með köflum á Norður- og Austurlandi og stöku skúrir eða él.

Norðan 5-13 á morgun, hvassast fyrir austan, og bætir í úrkomu um landið norðaustanvert annað kvöld.

Hiti yfir daginn frá 0 stigum austantil að 13 stigum suðvestantil.
Spá gerð: 25.04.2024 04:43. Gildir til: 26.04.2024 00:00.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu

Norðlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s og léttskýjað. Hiti 5 til 12 stig.
Spá gerð: 25.04.2024 04:43. Gildir til: 26.04.2024 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á föstudag:
Norðan 5-13 m/s, hvassast fyrir austan. Léttskýjað sunnan- og vestanlands, en skýjað og lítilsháttar él norðaustantil. Hiti 0 til 13 stig að deginum, hlýjast á Suðurlandi.

Á laugardag:
Norðanlæg átt, 5-13 og dálítil snjókoma eða él norðan- og austantil, en bjartviðri suðvestanlands. Hiti 0 til 9 stig yfir daginn, mildast syðst.

Á sunnudag og mánudag:
Norðaustan 5-10 og skúrir eða él við suður- og austurströndina, en þurrt að kalla fyrir norðan. Hiti 5 til 10 stig að deginum sunnan- og vestanlands, en um frostmark á Norður- og Austurlandi.

Á þriðjudag:
Norðvestlæg átt og dálítil él fyrir austan, en bjartviðri á Suður og Vesturlandi. Hiti breytist lítið.

Á miðvikudag:
Útlit fyrir suðvestlæga átt og þykknar upp vestanlands, en yfirleitt léttskýjað austanlands og hlýnar í veðri.
Spá gerð: 24.04.2024 20:23. Gildir til: 01.05.2024 12:00.


Textaspár eru skrifaðar af vakthafandi veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands.




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica