Éowyn, stormurinn stóri er kominn til Írlands og þegar þetta er skrifuð var vindhraðinn kominn yfir gamla metið frá 1945. Á Mace Head við vesturströndina fór vindurinn upp í 183 km/klst (51 m/s) í hviðum milli kl 4 og 5. Rauðar viðvaranir hafa verið gefnar út fyrir bæði Írland og Norður-Írland og búast má við víðtækum skemmdum þar víða um land. Síðar í dag þokast stormurinn til Skotlands.
Í dag á Íslandi verður breytileg átt 3-8 m/s, en norðaustan 8-13 á austanverðu landinu. Snjókoma með köflum fyrir austan og stöku él vestanlands. Í kvöld snýst það við, snjókoma með köflum sunnan- og vestanlands, en annars stöku él. Hiti nálægt frostmarki.
Á morgun snýst í vestlæga átt 5-13 m/s sunnan- og vestantil, en annars breytileg átt 3-8 m/s. Snjókoma af og til í flestum landshlutum, en styttir upp suðvestanlands. Yfirleitt vægt frost.
Á sunnudag verður norðvestlæg átt 5-10 m/s. Snjókoma með köflum á norðanverðu landinu, en yfirleitt bjart sunnan heiða. Frost 2 til 7 stig.
Spá gerð: 24.01.2025 06:25. Gildir til: 25.01.2025 00:00.
Um 250 km NA af Hvarfi 959 mb lægð sem þokast N. Skammt S af Suðureyjum er minnkandi 942 mb lægð sem fer allhratt NA.
Samantekt gerð: 24.01.2025 07:58.
Norðaustan og austan 8-18 m/s á austurhelmingi landsins, hvassast suðaustanlands, en mun hægari vestantil. Úrkomulítið vestanlands, en annars víða slydda eða snjókoma og sums staðar rigning við austurströndina. Hiti 0 til 6 stig, en víða vægt frost inn til landsins.
Fer að snjóa sunnan- og vestanlands í kvöld, en dregur úr úrkomu annars staðar.
Norðvestlæg átt, 3-13 og snjókoma á morgun, en úrkomulítið sunnanlands. Heldur kólnandi.
Spá gerð: 24.01.2025 10:37. Gildir til: 26.01.2025 00:00.
Hægviðri, skýjað en þurrt að kalla. Vestan 3-8 og snjókoma í kvöld. Hægviðri og stöku él á morgun. Hiti nálægt frostmarki.
Spá gerð: 24.01.2025 10:42. Gildir til: 26.01.2025 00:00.
Á sunnudag:
Norðvestlæg átt, 3-10 m/s austanlands, en annars breytileg átt, 3-10. Bjartviðri sunnanlands, en snjókoma af og til á norðanverðu landinu, einkum við ströndina. Frost 1 til 10 stig, mest í uppsveitum sunnanlands.
Á mánudag:
Norðvestan 10-15 við norðausturströndina, en norðlæg átt, 3-10. Skýjað norðantil og stöku él við ströndina, en skýjað með köflum sunnantil. Áfram frost um allt land.
Á þriðjudag:
Norðaustlæg átt, 3-10. Stöku él fyrir norðan, en annars skýjað að mestu og þurrt að kalla. Frost 1 til 13 stig, kaldast inn til landsins.
Á miðvikudag:
Suðaustlæg eða breytileg átt, 3-10, dálítil él sunnan- og vestanlands, en annars skýjað með köflum og þurrt að kalla. Frost 1 til 13 stig, kaldast í innsveitum norðaustanlands, en sums staðar frostlaust við suður- og vesturströndina.
Á fimmtudag:
Útlit fyrir hvassa sunnanátt með talsverðri rigningu sunnan- og vestanlands og hlýnandi veðri, en úrkomulítið norðaustanlands.
Spá gerð: 24.01.2025 08:27. Gildir til: 31.01.2025 12:00.
Textaspár eru skrifaðar af vakthafandi veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands.