Textaspá - Yfirlit

Hugleiðingar veðurfræðings


Spá gerð: 25.09.2021 14:42. Gildir til: 26.09.2021 00:00.

Veðuryfirlit

300 km S af Hornafirði er 984 mb lægð sem fer hægt N. 700 km SV af Reykjanesi er 988 mb lægð sem þokast SA. Skammt A af Jan Mayen er 993 mb lægð sem mjakast NA og grynnist.
Samantekt gerð: 25.09.2021 14:40.

Veðurlýsing


Samantekt gerð: 18.09.2021 05:35.

Veðurhorfur á landinu

Norðaustan 10-18 m/s, hvassast NV-til og við SA-ströndina. Rigning eða slydda með köflum á láglendi, en þurrt að kalla um landið suðvestanvert.

Gengur í norðaustan 13-23 á morgun, hvassast á Vestfjörðum, en lægir austanlands síðdegis. Víða rigning eða slydda, einkum fyrir norðan. Hiti 2 til 10 stig á morgun, hlýjast á Suðausturlandi.
Spá gerð: 25.09.2021 15:21. Gildir til: 27.09.2021 00:00.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu

Norðaustan 5-13 m/s í kvöld, en 8-15 í fyrramálið, hvassast vestantil. Skýjað með köflum og yfirleitt þurrt, en rigning öðru hvoru á morgun.
Hiti 3 til 7 stig.
Spá gerð: 25.09.2021 14:50. Gildir til: 27.09.2021 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á mánudag:
Austlæg átt 3-10 m/s, en norðan 13-20 á vestanverðu landinu. Þurrt að kalla suðvestanlands. Víða rigning með köflum annars staðar og slydda á Vestfjörðum. Hiti 2 til 9 stig, hlýjast á Suðausturlandi.

Á þriðjudag:
Norðvestan 13-20 með slyddu eða snjókomu á Norðurlandi og Vestfjörðum. Hægari vindur og úrkomulítið í öðrum landshlutum. Hiti frá 1 stigi norðvestantil, upp í 8 stig suðaustanlands.

Á miðvikudag:
Norðaustan og norðan 5-13 og rigning eða slydda með köflum, en þurrt að kalla um landið suðvestanvert. Hiti 2 til 8 stig.

Á fimmtudag:
Víða hæg breytileg átt og bjart veður, en norðaustan strekkingur og rigning eða slydda á Vestfjörðum. Hiti 3 til 8 stig yfir daginn.

Á föstudag:
Ákveðin norðaustanátt og líkur á rigningu eða slyddu, en þurrt sunnan heiða. Hiti 2 til 8 stig.
Spá gerð: 25.09.2021 09:15. Gildir til: 02.10.2021 12:00.


Textaspár eru skrifaðar af vakthafandi veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands.
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica