Textaspá - Yfirlit

Hugleiðingar veðurfræðings

Það var heiðarlegur stormur á landinu í gær, en í dag er mun rólegra veður í kortunum. Það er útlit fyrir breytilega átt í dag, yfirleitt á bilinu 5-10 m/s. Væntanlega munu flestir landshlutar fá skammt af úrkomu áður en dagurinn er á enda. Hitinn mjakast niðurávið og því verður úrkoman ýmist rigning eða snjókoma.

Á morgun verður lítil lægð á ferðinni úti fyrir norðurströndinni. Á norðanverðu landinu má þá búast við vestan kalda eða strekkingi og snjókomu með köflum. Sunnantil er útlit fyrir hægari suðlæga átt og stöku él. Frost 0 til 5 stig.

Um og uppúr miðri viku virðist eiga að vera tiltölulega rólegt veður áfram, það er allavega ekki stormur í kortunum eins og þau líta út núna þegar þetta er skrifað.
Spá gerð: 06.12.2021 06:30. Gildir til: 07.12.2021 00:00.

Veðuryfirlit

450 km ANA af Hvarfi er 973 mb lægð sem fer hægt A. Skammt NV af Færeyjum er önnur álíka lægð sem fer N og síðar NV.
Samantekt gerð: 07.12.2021 01:33.

Veðurlýsing


Samantekt gerð: 24.11.2021 18:33.

Veðurhorfur á landinu

Vestlæg eða breytileg átt 5-13 m/s og snjókoma með köflum, en stöku él S-lands. Hiti um og undir frostmarki.

Hægari suðlæg átt seinnipartinn og styttir upp á N-verðu landinu. Frost 0 til 8 stig.
Spá gerð: 07.12.2021 00:46. Gildir til: 08.12.2021 00:00.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu

Vestan 5-10 m/s og stöku él, en hægari suðlæg átt í fyrramálið. Hiti um og undir frostmarki. Snýst í suðaustan og austan 5-10 síðdegis.
Spá gerð: 07.12.2021 00:45. Gildir til: 08.12.2021 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á miðvikudag:
Suðlæg átt 5-10 m/s og bjartviðri, en stöku skúrir eða él S- og V-til. Bætir í vind V-lands síðdegis. Frost 1 til 10 stig, kaldast í innsveitum á NA-landi, en frostlaust við SV- og V-ströndina.

Á fimmtudag:
Austan og suðaustan 8-15 og rigning eða snjókoma með köflum, en úrkomulítið á N-landi. Hægari um kvöldið. Hiti kringum frostmark.

Á föstudag:
Breytileg átt 3-10 og dálítil slydda eða snjókoma á víð og dreif. Hiti breytist lítið. Hvessir um kvöldið.

Á laugardag:
Hvöss suðaustan- og austanátt og rigning eða slydda, en úrkomulítið á N-landi. Talsverð úrkoma um landið SA-vert. Hiti 1 til 7 stig.

Á sunnudag og mánudag:
Suðlæg átt og rigning eða slydda með köflum, en þurrt á NA- og A-landi. Kólnar heldur.
Spá gerð: 06.12.2021 20:58. Gildir til: 13.12.2021 12:00.


Textaspár eru skrifaðar af vakthafandi veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands.
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica