Textaspá - Yfirlit

Hugleiðingar veðurfræðings

Allhvöss norðaustanátt á Vestfjörðum og við norðanverðan Breiðafjörð í dag, en annars mun hægari vindur. Talsverð rigning á norðanverðum Ströndum, en skúrir í öðrum landshlutum. Hiti 7 til 15 stig, hlýjast á Suðurur- og Suðausturlandi.
Rigning norðanlands á morgun og skúrir austantil á landinu. Þurrt að mestu annars staðar. Norðan strekkingur víðast hvar. Svalt fyrir norðan, en hita að 16 stigum syðst.
Spá gerð: 19.08.2022 06:30. Gildir til: 20.08.2022 00:00.

Veðuryfirlit

Um 150 km SSA af Hornafirði er víðáttumikil 980 mb lægð, sem þokast NV, en yfir Grænlandi er 1020 mb hæð.
Samantekt gerð: 19.08.2022 07:35.

Veðurhorfur á landinu

Norðlæg átt, 5-10, en 10-18 um landið vestanvert, hvassast norðvestantil. Rigning með köflum eða skúrir, en talsverð rigning um landið norðvestanvert. Úrkomulítið um landið suðvestanvert þegar líður á kvöldið. Dregur smám saman úr vindi og úrkomu á morgun, léttir til um landið suðvestanvert, en áfram vætusamt á Norðausturlandi. Hiti 6 til 16 stig, svalast á Vestfjörðum, en hlýjast syðst.
Spá gerð: 19.08.2022 15:13. Gildir til: 21.08.2022 00:00.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu

Vaxandi norðanátt og stöku skúrir, 8-15 í kvöld og þurrt, hvassast á Kjalarnesi. Dregur smám saman úr vindi á morgun og léttir til, 3-8 m/s annað kvöld. Hiti 8 til 13 stig.
Spá gerð: 19.08.2022 09:50. Gildir til: 21.08.2022 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á sunnudag:
Norðlæg átt, 5-10 m/s og sums staðar dálitlar skúrir, einkum um landið sunnanvert. Hiti 5 til 14 stig að deginum, mildast sunnan heiða.

Á mánudag:
Norðaustlæg eða breytileg átt 5-10 m/s. Skúrir sunnan- og vestanlands, en annars úrkomuminna. Hiti 6 til 12 stig.

Á þriðjudag:
Norðaustlæg átt 5-13 m/s. Dálitlar skúrir á víð og dreif, en úrkomulítið sunnan- og vestanlands. Hiti 6 til 12 stig.

Á miðvikudag:
Norðlæg átt. Skúrir norðan- og austanlands, en birtir til sunnan- og vestanlands. Hiti 4 til 12 stig, mildast syðst.

Á fimmtudag:
Útlit fyrir norðvestanátt með vætu og fremur svölu veðri fyrir norðan og austan, en bjart syðra og mildara.
Spá gerð: 19.08.2022 07:47. Gildir til: 26.08.2022 12:00.


Textaspár eru skrifaðar af vakthafandi veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands.
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica