Textaspá - Yfirlit

Hugleiðingar veðurfræðings

Norðaustlæg átt í dag, gola eða kaldi en upp í strekkings vind við suðausturströndina. Rigning suðaustantil á landinu og einnig á Norðausturlandi í kvöld, en skýjað og úrkomulítið vestanlands. Hiti 5 til 14 stig, mildast á Suðvesturlandi.

Norðvestan 8-13 m/s norðvestanlands á morgun, annars hægari breytileg átt. Víða rigning, þó síst á Austurlandi. Fremur svalt í veðri.

Á sunnudag er síðan útlit fyrir ákveðna suðvestan- og vestanátt með skúrum, einkum um landið vestanvert. Hiti 7 til 16 stig, hlýjast fyrir austan.
Spá gerð: 21.06.2024 06:42. Gildir til: 22.06.2024 00:00.

Veðuryfirlit

Um 300 km S af Dyrhólaey er 990 mb lægð sem þokast NA og síðan N. Um 400 km S af Hvarfi er 988 mb lægð á leið ANA. Við Jan Mayen er hægfara og minnkandi 997 mb mb lægð. Yfir N-Grænlandi er 1020 mb hæð.
Samantekt gerð: 21.06.2024 07:39.

Veðurlýsing


Samantekt gerð: 24.05.2024 21:55.

Veðurhorfur á landinu

Norðaustan 5-13 m/s í dag. Rigning eða súld með köflum, einkum um landið suðaustan- og síðar austanvert. Hiti 5 til 14 stig, hlýjast suðvestanlands.

Norðaustan 8-13 norðvestantil á morgun, annars hægari vindur. Rigning með köflum, en úrkomulítið á Austurlandi. Hiti 5 til 12 stig.
Spá gerð: 21.06.2024 03:31. Gildir til: 22.06.2024 00:00.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu

Fremur hæg austlæg átt. Úrkomulítið í dag, en dálítil rigning í nótt og á morgun. Hiti 8 til 14 stig.
Spá gerð: 21.06.2024 03:36. Gildir til: 22.06.2024 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á laugardag:
Norðaustan 5-13 m/s norðvestantil, annars hægari breytileg átt. Súld eða rigning og hiti 5 til 12 stig, mildast suðaustanlands.

Á sunnudag:
Vestan og suðvestan 5-15, hvassast við suðausturströndina. Víða skúrir, en úrkomulítið á Austurlandi. Hiti 7 til 16 stig, hlýjast fyrir austan.

Á mánudag:
Suðvestlæg eða breytileg átt og víða dálítil rigning, hiti 6 til 12 stig.

Á þriðjudag og miðvikudag:
Suðlæg átt og skúrir, einkum sunnan- og vestanlands. Hiti 9 til 16 stig, hlýjast norðaustantil.

Á fimmtudag:
Austlæg átt og víða smáskúrir, hiti 8 til 15 stig.
Spá gerð: 20.06.2024 20:15. Gildir til: 27.06.2024 12:00.


Textaspár eru skrifaðar af vakthafandi veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands.
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica