Textaspá - Yfirlit

Hugleiðingar veðurfræðings

Víðáttumikil lægð færir mjakast austur fyrir land í dag og gegnur því í norðan 5-13 m/s með morgninum, hvassast vestantil. Norðanáttinni fylgir rigning eða súld og víða þoka á Norður- og Austurlandi sem og á Vestfjörðum, en sunnan- og suðvestanlands léttir til er líður á daginn. Hlýtt verður í veðri sunnantil, hiti að 16 stigum, en að sama skapi kólnar á norðanverðu landinu en þar verður hiti víða á bilinu 5 til 10 stig.

Á morgun verður svipað veður og því gott veðurútlit til útivistar á suðvesturhorni landsins um helgina.
Spá gerð: 21.05.2022 06:41. Gildir til: 22.05.2022 00:00.

Veðuryfirlit

Skammt SA af landinu er víðáttumikil 993 mb lægð, sem þokast NA og grynnist smám saman. Yfir Grænlandi er 1020 mb hæð.
Samantekt gerð: 21.05.2022 08:05.

Veðurlýsing


Samantekt gerð: 04.05.2022 22:20.

Veðurhorfur á landinu

Norðlæg átt, 5-13 m/s, hvassast vestantil. Súld eða rigning norðan- og austanlands, en víða bjartviðri annars staðar. Líkur á þokulofti fyrir norðan og allra syðst í nótt og úrkomuminna fyrir norðan á morgun.

Hiti frá 5 stigum við norðurströndina, upp í 16 stig sunnanlands.
Spá gerð: 21.05.2022 09:09. Gildir til: 23.05.2022 00:00.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu

Norðaustan 5-13 m/s og bjartviðri, hvassast á Kjalarnesi. Hiti 9 til 14 stig.
Spá gerð: 21.05.2022 09:09. Gildir til: 23.05.2022 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á mánudag:
Norðlæg eða breytileg átt, 3-10 m/s og lítilsháttar væta norðan- og austanlands, en síðdegisskúrir sunnantil. Hiti 3 til 13 stig, hlýjast sunnanlands.

Á þriðjudag og miðvikudag:
Breytileg átt, skýjað og dálítil væta í flestum landshlutum. Hiti 5 til 12 stig.

Á fimmtudag (uppstigningardagur):
Norðvestlæg átt og væta og svalt norðantil, en bjart og milt að mestu syðra.

Á föstudag:
Útlit fyrir austanátt og rigningu um landið sunnanvert, en þurrt norðantil.
Spá gerð: 21.05.2022 08:09. Gildir til: 28.05.2022 12:00.


Textaspár eru skrifaðar af vakthafandi veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands.
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica