Veðurhorfur á landinu

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu

Austan 3-8 m/s og bjart að mestu, hiti 6 til 11 stig yfir daginn. Suðaustan 5-10 á morgun, bjart með köflum og heldur hlýrra.
Spá gerð: 23.04.2025 09:37. Gildir til: 25.04.2025 00:00.

Suðurland

Austan 5-13 og bjart með köflum, en 8-15 á morgun, hvassast syðst. Hiti 5 til 10 stig í dag en að 14 stigum á morgun.
Spá gerð: 23.04.2025 09:34. Gildir til: 25.04.2025 00:00.

Faxaflói

Austan 3-10 á morgun og bjartviðri, en heldur hvassari á morgun. Hiti 5 til 10 stig að dag, en 8 til 14 stig á morgun.
Spá gerð: 23.04.2025 09:34. Gildir til: 25.04.2025 00:00.

Breiðafjörður

Austlæg átt, 3-8 en 5-10 á morgun. Lengst af bjartviðri með hita 4 til 8 stig, en 6 til 12 stig á morgun.
Spá gerð: 23.04.2025 09:34. Gildir til: 25.04.2025 00:00.

Vestfirðir

Hæg austlæg eða breytileg átt og bjartviðri. Hiti 2 til 7 stig en að 11 stigum á morgun. Sums staðar næturfrost.
Spá gerð: 23.04.2025 09:34. Gildir til: 25.04.2025 00:00.

Strandir og Norðurland vestra

Hæg breytileg átt og bjartviðri, hiti 4 til 9 stig. Hlýrra á morgun, en allvíða næturfrost.
Spá gerð: 23.04.2025 09:34. Gildir til: 25.04.2025 00:00.

Norðurland eystra

Hæg suðlæg eða breytileg átt á morgun, bjartviðri og hiti 3 til 8 stig. Víða næsturfrost en hiti að 15 stigum á morgun.
Spá gerð: 23.04.2025 09:34. Gildir til: 25.04.2025 00:00.

Austurland að Glettingi

Hæg suðlæg eða breytileg átt á morgun, bjartviðri og hiti 3 til 8 stig. Víða næsturfrost en hiti að 15 stigum á morgun.
Spá gerð: 23.04.2025 09:34. Gildir til: 25.04.2025 00:00.

Austfirðir

Hæg suðlæg átt eða breytileg átt og bjartviðri, hiti 2 til 7 stig yfir daginn. Skýjað og dálítil væta á morgun.
Spá gerð: 23.04.2025 09:34. Gildir til: 25.04.2025 00:00.

Suðausturland

Austlæg átt 5-13 og bjart með köflum. Þykknar upp í kvöld. Hiti 4 til 9 stig að deginum. Dálítil rigning í nótt og á morgun, heldur hlýrra.
Spá gerð: 23.04.2025 09:34. Gildir til: 25.04.2025 00:00.

Miðhálendið

Austlæg eða breytileg átt 3-10 og víða bjartviðri, frost 1 til 8 stig. Þykknar upp sunnantil í kvöld.
Spá gerð: 23.04.2025 09:34. Gildir til: 25.04.2025 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á föstudag:
Suðaustan 5-13 og rigning með köflum, einkum suðaustanlands, en lengst af þurrt fyrir norðan. Hiti 6 til 15 stig, hlýjast á Norðurlandi.

Á laugardag:
Suðlæg átt 3-10 og rigning eða súld, en áfram þurrt fyrir norðan. Hiti breytist lítið.

Á sunnudag:
Austlæg eða breytileg átt 3-10 og rigning af og til, en úrkomulítið norðanlands. Hiti 3 til 10 stig, svalast norðvestantil.

Á mánudag:
Útlit fyrir suðlæga eða breytilega átt. Skýjað með köflum og þurrt að kalla. Austanátt með rigningu syðst um kvöldið. Hiti svipaður.

Á þriðjudag:
Líklega breytileg átt og víða dálítil væta. Hiti 5 til 10 stig yfir daginn.
Spá gerð: 23.04.2025 08:07. Gildir til: 30.04.2025 12:00.


Textaspár eru skrifaðar af vakthafandi veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands.




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica