Veðurhorfur á landinu

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu

Suðaustlæg eða breytileg átt 3-8 m/s og skýjað. Lítilsháttar væta með köflum á morgun. Hiti 5 til 10 stig.
Spá gerð: 27.09.2022 22:09. Gildir til: 29.09.2022 00:00.

Suðurland

Suðaustlæg eða breytileg átt 3-8 m/s og skýjað. Dálítil væta með köflum á morgun. Hiti 4 til 10 stig.
Spá gerð: 27.09.2022 21:53. Gildir til: 29.09.2022 00:00.

Faxaflói

Suðaustlæg eða breytileg átt 3-8 m/s og skýjað. Dálítil væta með köflum á morgun. Hiti 4 til 10 stig.
Spá gerð: 27.09.2022 21:53. Gildir til: 29.09.2022 00:00.

Breiðafjörður

Austlæg eða breytileg átt 3-8 og þykknar upp í nótt og fyrramálið. Dálítil rigning með köflum eftir hádegi á morgun. Hiti 5 til 10 stig yfir daginn.
Spá gerð: 27.09.2022 21:53. Gildir til: 29.09.2022 00:00.

Vestfirðir

Hæg breytileg átt og bjart með köflum. Þykknar upp síðdegis á morgun með lítilsháttar vætu. Hiti 4 til 9 stig að deginum.
Spá gerð: 27.09.2022 21:53. Gildir til: 29.09.2022 00:00.

Strandir og Norðurland vestra

Hæg breytileg átt og bjart með köflum. Þykknar upp síðdegis á morgun með lítilsháttar vætu. Hiti 4 til 9 stig að deginum.
Spá gerð: 27.09.2022 21:53. Gildir til: 29.09.2022 00:00.

Norðurland eystra

Hæg suðlæg átt og bjart með köflum, en skýjað austantil og líkur á lítilsháttar vætu. Hiti 3 til 9 stig yfir daginn.
Spá gerð: 27.09.2022 21:53. Gildir til: 29.09.2022 00:00.

Austurland að Glettingi

Hæg breytileg átt, skýjað að mestu og dálítil væta á stöku stað. Hiti 2 til 8 stig.
Spá gerð: 27.09.2022 21:53. Gildir til: 29.09.2022 00:00.

Austfirðir

Hæg breytileg átt, skýjað með köflum og úrkomulítið. Hiti 5 til 9 stig yfir daginn.
Spá gerð: 27.09.2022 21:53. Gildir til: 29.09.2022 00:00.

Suðausturland

Austlæg eða breytileg átt 3-8, skýjað og dálítil væta á stöku stað. Hiti 6 til 11 stig að deginum.
Spá gerð: 27.09.2022 21:53. Gildir til: 29.09.2022 00:00.

Miðhálendið

Suðlæg eða breytileg átt 3-8 og skýjað að mestu. Sums staðar dálítil rigning síðdegis á morgun. Hiti 1 til 6 stig að deginum.
Spá gerð: 27.09.2022 21:53. Gildir til: 29.09.2022 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á fimmtudag:
Vaxandi austan- og suðaustanátt, 10-18 m/s síðdegis, en hægari norðan- og austanlands. Víða rigning, en þurrt á norðaustanverðu landinu fram á kvöld. Hiti 6 til 11 stig.

Á föstudag:
Norðaustan 5-13 og rigning, en 10-18 um landið norðvestanvert og væta með köflum. Úrkomulítið suðvestanlands. Hiti breytist lítið.

Á laugardag:
Norðaustan 10-18 og rigning, en hægari á Suður- og Vesturlandi og þurrt að kalla. Hiti áfram svipaður.

Á sunnudag:
Breytileg átt og dálítil væta á víð og dreif, hiti 7 til 11 stig.

Á mánudag:
Austanátt og víða rigning. Hiti breytist lítið.

Á þriðjudag:
Breytileg átt og rigning, en þurrt að kalla norðaustanlands. Heldur kólnandi.
Spá gerð: 27.09.2022 20:58. Gildir til: 04.10.2022 12:00.


Textaspár eru skrifaðar af vakthafandi veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands.
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica