Staðaspár -

Sýna flokk veðurstöðva

Finna spá fyrir veðurstöð

Stöðvalisti
 

Textaspá fyrir allt landið

Veðurhorfur á landinu

Norðvestan og vestan 8-15 m/s í dag, en 15-23 suðaustantil fram eftir degi. Víða éljagangur og hiti kringum frostmark, dregur úr vindi og éljum með kvöldinu og kólnar enn. Austlæg átt á morgun, víða 8-13 og dálítil él, en hægara og skýjað með köflum norðvestantil. Frostlaust syðst á landinu, en frost annars 1 til 12 stig, kaldast norðanlands.
Spá gerð: 27.02.2024 04:57. Gildir til: 28.02.2024 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á miðvikudag:
Austlæg átt, 8-13 m/s og él suðaustanlands og með suðurströndinni, en annars hægari og bjart með köflum. Frostlaust syðst, en frost annars 1 til 13 stig, kaldast í innsveitum norðantil.

Á fimmtudag:
Norðan 8-15 m/s, hvassast austast og víða dálítil él, en yfirleitt bjart um sunnanvert landið. Frost víða 0 til 10 stig, en frostlaust syðst.

Á föstudag:
Norðanstrekkingur eða allhvass með éljum, en bjartviðri sunnan heiða. Talsvert frost á öllu landinu.

Á laugardag:
Hæg breytileg átt og víða léttskýjað, en norðankaldi og él með austurströninni. Áfram kalt í veðri.

Á sunnudag og mánudag:
Útlit fyrir austlægar eða breytilegar áttir með úkkomu víða á landinu og hlýnandi veður.
Spá gerð: 26.02.2024 20:08. Gildir til: 04.03.2024 12:00.

Hugleiðingar veðurfræðings

Yfir Austurlandi er djúp og víðáttumikil lægð á hreyfingu austur. Í kjölfarið gengur í vestanhvassviðri eða -storm suðaustantil, en annars hægari norðvestlæg átt og slyddu- eða snjóél víða um landið. Hiti víða nálægt frostmarki. Gular veðurviðvaranir vegan hvassviðris eru í gildi fyrir Suðausturland og hríðarviðvörun fyrir Austfirði. Dregur smám saman úr vindi og éljum undir kvöld, en kólnar í veðri.
Lægðin fjalægist landið seinnipartinn og dregur þá smám saman úr vindi og úrkomu. Á morgun er nálgast önnur lægð sunnan úr hafi og snýst þá í austlæga átt með dáliltum él sunnan- og austantil. Talsvert frost víða á landinu.
Spá gerð: 27.02.2024 06:30. Gildir til: 28.02.2024 00:00.

Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica