Staðaspár -

Sýna flokk veðurstöðva

Finna spá fyrir veðurstöð

Stöðvalisti
 

Textaspá fyrir allt landið

Veðurhorfur á landinu

Norðaustlæg eða breytileg átt 3-8 m/s í dag. Skúrir um landið sunnanvert og súld eða rigning þar seinnipartinn. Bjart með köflum norðan heiða, en síðdegisskúrir í innsveitum norðvestanlands. Hiti 7 til 14 stig, hlýjast fyrir austan.

Norðaustan 5-13 á morgun. Súld eða rigning með köflum, en úrkomulítið á Suðvestur- og Vesturlandi. Hiti 5 til 14 stig, hlýjast suðvestanlands.
Spá gerð: 20.06.2024 03:34. Gildir til: 21.06.2024 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á laugardag:
Norðaustan 5-13 m/s norðvestantil, annars hægari suðlæg átt. Súld eða rigning, hiti 7 til 13 stig.

Á sunnudag:
Vestan 5-13, hvassast við suðurströndina. Víða skúrir, en úrkomulítið austanlands. Hiti 7 til 14 stig, hlýjast fyrir austan.

Á mánudag:
Suðvestan 3-8 og dálitlar skúrir. Hiti 7 til 13 stig.

Á þriðjudag:
Suðvestlæg eða breytileg átt og dálitlar skúrir, en úrkomulítið á Suðausturlandi. Hiti 9 til 14 stig.

Á miðvikudag:
Breytileg átt og dálítil væta vestanlands, en fer að rigna á Austurlandi síðdegis. Hiti breytist lítið.
Spá gerð: 20.06.2024 08:18. Gildir til: 27.06.2024 12:00.

Hugleiðingar veðurfræðings

Hæglætisveður í dag. Skil koma inn á sunnanvert landið og þar fer að rigna, en þokkalegir sólarkaflar á Norðaustur- og Austurlandi.

Norðaustan gola eða kaldi á morgun. Súld eða rigning með köflum, en úrkomulítið vestanlands.

Hægari breytileg átt á laugardag, en áfram norðaustan kaldi á Vestfjörðum. Víða rigning, þó síst norðaustanlands.

Hiti yfirleitt á bilinu 7 til 14 stig.
Spá gerð: 20.06.2024 06:31. Gildir til: 21.06.2024 00:00.

Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica