Staðaspár -

Sýna flokk veðurstöðva

Finna spá fyrir veðurstöð

Stöðvalisti
 

Textaspá fyrir allt landið

Veðurhorfur á landinu

Suðvestan og sunnan 8-15 m/s og víða rigning eða súld, en dregur úr vindi og úrkomu vestanlands í dag, dálitlar skúrir þar seinnipartinn. Lengst af þurrt um landið norðaustanvert. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast norðaustantil.

Vestan og suðvestan 5-13 á morgun og stöku skúrir, en dálítil rigning austast fram eftir degi. Víða þurrt og bjart á Suðurlandi. Hiti 7 til 15 stig, mildast suðaustanlands.
Spá gerð: 09.06.2023 04:16. Gildir til: 10.06.2023 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á laugardag:
Vestan og suðvestan 5-13 m/s og stöku skúrir, en bjart með köflum og yfirleitt þurrt á Suðurlandi. Hiti 7 til 15 stig, mildast suðaustantil.

Á sunnudag:
Suðvestan 5-15, hvassast norðvestanlands. Skýjað með köflum vestantil, annars víða bjartviðri. Hiti 8 til 13 stig, en 12 til 20 stig um landið austanvert.

Á mánudag:
Suðvestlæg eða breytileg átt 3-10 og víða léttskýjað, en skýjað með köflum vestast á landinu. Hiti 8 til 20 stig, hlýjast inn til landsins.

Á þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag:
Hlý suðlæg átt og súld eða dálítil rigning með köflum, en lengst af þurrt á Norðaustur- og Austurlandi.
Spá gerð: 08.06.2023 21:05. Gildir til: 15.06.2023 12:00.

Hugleiðingar veðurfræðings

Skil mjakast nú austur yfir landið. Það verður því sunnan og suðvestan kaldi eða strekkingur í dag og víða rigning eða súld, en það dregur úr vindi og úrkomu vestanlands með morgninum, dálitlar skúrir þar eftir hádegi. Það verður hins vegar lengst af þurrt um landið norðaustanvert. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast norðaustantil.

Vestan og suðvestan 5-13 m/s á morgun og stöku skúrir, en dálítil rigning austast á landinu fram eftir degi. Á Suðurlandi gæti þó allvíða orðið þurrt og bjart. Það kólnar heldur, hiti yfirleitt á bilinu 7 til 15 stig, mildast suðaustantil.

Á sunnudag er svo útlit fyrir bjart veður víða um land, en þó gæti blásið nokkuð hraustlega á norðanverðu landinu. Hlýnar aftur.
Spá gerð: 09.06.2023 06:17. Gildir til: 10.06.2023 00:00.

Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica