Sunnan 15-25 m/s, hvassast norðan- og vestantil. Rigning sunnan- og vestanlands, annars skýjað með köflum. Hiti 5 til 11 stig, en kólnar vestantil í kvöld með slydduéljum.
Suðvestan 10-18 á morgun og víða él, einkum sunnan- og vestantil. Hiti um frostmark seinni partinn.
Spá gerð: 05.02.2023 15:39. Gildir til: 07.02.2023 00:00.
Á þriðjudag:
Sunnan stormur með snjókomu eða slyddu, en snýst í suðvestan hvassviðri með éljum þegar líður á daginn. Hiti víða um eða undir frostmarki, en upp í 5 stig með suðurströndinni.
Á miðvikudag:
Minnkandi suðvestlæg átt og él, en yfirleitt bjart norðaustantil, 8-15 m/s seinni partinn. Frost 2 til 9 stig. Norðlægari um kvöldið og kólnar.
Á fimmtudag:
Vestlæg eða breytileg átt 8-15 m/s og dálítil él. Vaxandi suðaustanátt um kvöldið og þykknar upp sunnantil. Kalt í veðri.
Á föstudag:
Stíf suðaustlæg átt og víða snjókoma en síðar rigning sunnantil, sums staðar talsverð eða mikil úrkoma. Hvöss suðvestanátt þegar líður á daginn með skúrum. Frost 0 til 8 stig, en allt að 6 stiga hiti við suðurströndina.
Á laugardag:
Útlit fyrir að lægð fari yfir landið með breytilegum áttum og talsverðri úrkomu um allt land. Hiti í kringum frostmark.
Spá gerð: 05.02.2023 08:28. Gildir til: 12.02.2023 12:00.