Athugasemdir veðurfræðings

Spáð er allhvassri norðvestanátt með snjókomu eða slyddu á norðanverðu landinu í dag. Færð getur spillst á fjallvegum norðantil og skyggni orðið mjög lítið.
Í fyrramálið gengur í suðaustan storm með talsverðri rigningu og hlýnar í bili. Skilin fara hratt til norðausturs og stendur veðrið yfir í nokkra klukkutíma í hverjum landshluta. Um hádegi snýst í hægari suðvestanátt með skúrum, fyrst vestast og verða skilin farin yfir landið undir kvöld og styttir þá upp norðaustantil. Jafnframt kólnar og gæti úrkoma sunnan- og vestantil farið yfir í slydduél á láglendi.
Skrifað af vakthafandi veðurfræðingi: 24.10.2024 04:20


Athugasemdir veðurfræðings eru skrifaðar þegar þurfa þykir af vakthafandi veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands.




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica