Hafístilkynningar síðustu 30 daga

16. mar. 2025 19:15 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort var dregið byggt á gervitunglamynd frá Sentinel 1 frá 16. mars. Hafísröndin mælist 49 nm frá Straumnesi. Suðvestlæg átt í dag, en austlægar áttir á morgun og næstu daga.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

10. mar. 2025 13:10 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort byggt á VIIRS-gervitunglamyndum. Ísjaðarinn er næst landi um 65 SML út af Straumnesi. Vestan- og suðvestanáttir næstu daga geta borið borgarís að landi, einkum á Vestfjörðum, Ströndum, Húnaflóa og Skaga.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Ísjaðarinn er um 65 SML norðvestur af Straumnesi

09. mar. 2025 11:42 - Byggt á gervitunglamynd

Borgarísjakar sjást á gervitunglamynd Sentinel um 2,5 sjómílur N frá Kögri. 66°30N 22°53'V; 11 sjómílur frá Körgi: 66°39'N 22°55'V; og 12 sjómílur V af Galtarvita: 66°15'N og 24°02V.

03. mar. 2025 12:00 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort var teiknað eftir gervitunglamynd sem sýndi blöndu af sýnilegu og innrauðu ljósi frá því kl. 12:00 í dag, mán. 3. mars 2025.
Greina mátti meirihlutann af meginísröndinni á tunglmyndinni og mældist hún í um 58 sjómílna fjarlægð frá Straumnesi þar sem hún var næst landi. Ísspangir og stakir jakar geta verið handan meginlínunnar nær landi.
Spáð er norðaustan stromi á Grænlandssundi nær óslitið frá því á mánudagskvöld og fram á fimmtudag. Þar á eftir taka við hægari norðaustanáttir út vikuna. Vindur ætti því að valda því að hafísinn fjarlægist landið næstu daga.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

24. feb. 2025 16:10 - Byggt á gervitunglamynd

Byggt á gervitunglamund frá 23 febrúar. Hafís röndin er í um 78 sjómólna frarlægð norðvestur af Straumnesvita. Spangir næst ísjaðrinum en þéttur ís skammt vestan til þær.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica