Hafískort er byggt á gervintunglamyndum Sentinel-1 gervitunglsins síðastliðna tvo sólarhringa. Ísröndin er næst landi um 63 snjómílur út af Straumnesi. Norðaustanáttir næstu daga ættu að halda borgarís fjarri landinu.
![]() Ísröndin er um 63 sjómílur út af Straumnesi |
Hafískort var teiknað eftir SAR gervitunglagögnum frá kl. 8:22, þri. 10. maí 2022. Greina mátti stóran hluta af meginísröndinni og mældist hún í um 72 sjómílna fjarlægð frá Straumnesi þar sem hún var næst landi. Ísspangir og stakir jakar geta verið handan meginlínunnar nær landi.
Spáð er ákveðinni norðaustanátt á Grænlandssundi alla vikuna, hafísinn ætti því ekki að færast nær landi af völdum vinds.
![]() |
All þéttur ís er á Grænlandssundi og virðist jaðarinn vera í um 36 nm fjarlægð NV af Kögri. Mikið að ísnum næst Íslandi eru spangir. NA-læg átt ríkjandi næstu daga og líkur á að ísinn hörfi í átt að Grænlandi og þéttist þar.
![]() |
Hafískort frá Ingibjörgu Jónsdóttur hjá jarðvísindastofnun Háskóla Íslands.
Hafísröndin var næst landi um 40 sjómílur norðvestur af Straumnesi, en litlir flekkir eru í um 25 sjómílna fjarlægð.
Byggt á SENTINEL-1 ratsjármynd COPERNICUS EU & ESA.
![]() Ingibjörg Jónsdóttir, 2022. |
Frá Háslóla Íslands:
Skv. ratsjármynd kvöldsins var hafís spöng í 42 sjómílna fjarlægð NV af Kögri.
Færist væntanlega eitthvað nær landi næstu daga (SV áttir á svæðinu fram að helgi skv. veðurspám).