Hafístilkynningar síðustu 30 daga

04. jún. 2023 08:30 - Byggt á gervitunglamynd

Hafísinn er nú 23 sjómílur norðaustur af Hornbjargi. Með suðvestlægum áttum sem spáð er getur hann haldið eitthvað áfram austur á bóginn og eins gæti hann sveigst nær landi. Á kortið er merktur hafís sem sást á gervitunglamyndum í morgun og útbreiðslan eins og hún var í gær m.v. gervitunglamyndir.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Hafísjaðar byggður á gervitunglamyndum. Gervitunglamyndin náði ekki langt til vesturs í dag (4. júní), en á kortið er einnig merkt útbreiðsla íssins eins og hún var í gærmorgun. Myndin í dag var fremur óskýr og heldur erfið í túlkun.

02. jún. 2023 07:49 - Byggt á gervitunglamynd

Stök spöng frá 66°42'N 20°58'V til 66°48'N 20°46'V vel aðskilin frá megin ísnum.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Stök hafís spöng fyrir norðan land.

31. maí 2023 08:30 - Skip

Erum staddir beint norður af Hornbjargi 66°54,4607' N - 022°20,6772' V Þetta er syðsti punktur

Nyrst sést hún 57° sama breidd

Stór og þykk ísrönd sem teygir sig norður

ferð á henni eins og ég fæ upp af Radar, COG 080,3° SOG 1,8 kn

Stakir molar á stangli

Hnit á hafísjaðri

 • 66:54.4N, 22:20.6W
 • 66:57.0N, 22:20.6W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Sea ice map

30. maí 2023 06:00 - Byggt á gervitunglamynd

Mynd dagsins er byggð á radar mynd úr gervitungli. Talsvert er um spangir og allþéttan ís og eru líklega flestar spangirnar lágreistar og sjást það ílla á ratsjá. Næst landi er ísinn u.þ.b 25 sjómílur NV af Kögri.
Miðað við að SV-átt verði áfram er líklegt að hafísinn geti nálgast enn frekar.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

22. maí 2023 12:00 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort dregið eftir litmynd Sentinel-1 gervitunglsins frá 21. og 22. maí 2023. Ísröndin er 50 sml norður af Kögri. Suðvestlægar áttir verða ríkjandi. Því eru líkur á að ísinn reki nær landi vegna vinds.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

16. maí 2023 14:00 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort dregið eftir litmynd VIIRS gervitunglsins frá 14:00 16. maí 2023. Ísinn hafði rekið heldur nær landi síðan í gær, en næst landi var hann um 59 sjómílur NV af Straumnesi. Það var hálfskýjað á Grænlandssundi í dag, en á gervitunglamyndum í morgun sást ísspöng teygja sig nokkuð langt til suðurs út frá meginísröndinni. Það er útlit fyrir breytilegar áttir á svæðinu næstu daga, en suðvestlægar áttir verða líklega ríkjandi. Því eru líkur á að ísinn reki nær landi vegna vinds.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

15. maí 2023 15:28 - Flug Landhelgisgæslunnar

Tilkynnt var um hafís NV af Vestfjörðum. Er hann næst landi á eftirfarnadi stöðum: 64nm af Horni, 68 nm af Straumnesi, 103nm af Barðanum og 96nm frá Blakknesi.

Hnit á hafísjaðri

 • 66:13N, 29:09W
 • 66:03N, 28:07W
 • 67:03N, 27:50W
 • 66:59N, 27:23W
 • 67:10N, 26:23W
 • 67:20N, 26:05W
 • 67:19N, 25:49W
 • 67:15N, 25:46W
 • 67:15N, 25:05W
 • 67:42N, 23:10W
 • 67:31N, 21:48W
 • 67:30N, 21:16W
 • 68:07N, 19:45W
 • 68:28N, 19:53W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Sea ice map

08. maí 2023 18:40 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort er dregið eftir gervitunglamyndum frá laugardeginum 6. maí og sunnudeginum 7. maí. Hafísjaðarinn var næst landi 60 sjómílur norðvestur af Straumnesi. Næstu vikuna er útlit fyrir breytilegum áttum á svæðinu og því ætti ísjaðarinn að færast lítið.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica