Hafístilkynningar síðustu 30 daga

06. des. 2021 14:14 - Byggt á gervitunglamynd

Nokkuð hefðbundin ísmyndun er á Grænlandssundi en spöng teygir sig í átt að landinu en hún er u.þ.b. 62 sjómílur (115 km) NV af Kópanesi. Annað virðist vera vestan miðlínu.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

29. nóv. 2021 12:38 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort teiknað eftir radarmyndum frá Sentinel-1 gervitunglinu frá 28. og 29. nóvember 2021. Ísröndin er næst landi um 45 sjómílur NNV af Straumnesi, en stakir jakar eða rastir geta legið handan meginlínunnar. Það er útlit fyrir breytilegar vindáttir næstu daga svo ísinn mun ýmist reka að eða frá landi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

27. nóv. 2021 13:24 - Byggt á gervitunglamynd

Meðfylgjandi er kort sem byggir á ratsjármynd frá því í gærkvöldi og tilkynningu frá LHG um borgarís.
Ísinn er um 30 sjómílur NNV af Hornströndum.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

26. nóv. 2021 15:00 - Skip

Skip tilkynnir borgarís á stað 66:47.0N, 25:21.3W
Allstór og sést vel í radar, spöng austur af honum, sést í radar.

LARGE ICEBERG REPORTED AT 66:47.0N, 25:21.3W, ICE STRIP E FROM IT CAN BE SEEN ON RADAR.

Hnit á stökum hafís

  • 66:47.0N, 25:21.3W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Sea ice map

22. nóv. 2021 12:22 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort teiknað eftir radarmyndum frá Sentinel-1 gervitunglinu frá 21. og 22. nóvember 2021. Hafísinn er orðinn nokkuð þéttur á kafla og ísröndin er næst landi um 47 sjómílur NNV af Straumnesi, en stakir jakar eða rastir geta legið handan meginlínunnar. Það er útlit fyrir breytilegar vindáttir næstu daga svo ísinn mun ýmist reka að eða frá landi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

15. nóv. 2021 16:17 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort teiknað eftir gervitunglamyndum. Ís er farinn að myndast við strendur Grænlands og er gisin ís nú um 100 sjómílur norðvestur af Straumnesi. Nokkuð er um borgarjaka á Grænlandssundi líkt og sjá má á tilkynningum neðar á síðunni. Norðaustlægar áttir verða ríkjandi á svæðinu næstu vikuna og því mun ísinn og jakarnir heldur færast nær Grænlandi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica