Hafístilkynningar síðustu 30 daga

14. jún. 2021 18:01 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískorið var teiknað eftir gervitunglamyndum frá 13. og 14. júní. Ísjaðarinn var næst landi um 90 sjómílur norðnorðvestur af Straumnesi. Spáð er hægum norðaustlægum eða breytilegum áttum á Grænlandssundi næstu daga og því líklegt að ísinn fjarlægist landið.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

13. jún. 2021 01:03 - Skip

Stór ísjaki 66°27,402N og 22°28,893V, held á reki

Lítill ísjaki strand 66°26,1N og 22°29,6V

Hnit á stökum hafís

  • 66:27.4N, 22:28.9W
  • 66:26.1N, 22:29.6W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Sea ice map

07. jún. 2021 15:00 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískorið var teiknað eftir gervitunglamynd frá 6. júní. Ísjaðarinn var næst landi um 90 sjómílur norðvestur af Straumnesi. Spáð er norðaustanátt á Grænlandssundi næstu daga og því líklegt að ísinn fjarlægist landið.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

31. maí 2021 13:00 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort var teiknað eftir gervitunglagögnum frá 30. og 31. maí 2021 (myndir með innrauðu og sýnilegu ljósi ásamt SAR gögnum). Greina mátti megnið af meginísröndinni og mældist hún í um 75 sjómílna fjarlægð frá Straumnesi þar sem hún var næst landi. Stakir jakar eða rastir geta verið handan meginlínunnar.
Á morgun (þriðjudag 1. júní) er norðaustanátt spáð á Grænlandssundi. Á miðvikudag og fimmtudag er útlit fyrir suðvestanátt á Grænlandssundi og gæti ísinn þá færst nær landi af völdum vinds. Á föstudag, laugardag og sunnudag er síðan spáð ákveðinni norðaustanátt á svæðinu sem ætti að færa ísinn fjær landi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

25. maí 2021 10:19 - Byggt á gervitunglamynd

Hafísin virðiust vera nokkuð þéttur, enda verið ríkjandi NA-átt á Grænlandssundi að undanförnu. Eitthvað er mun misþéttar spangir sunnantil á svæðinu og aðalísröndin virðist vera í u.þ.b. 75 NM fjarlægð NV af Straumnesfjalli.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

22. maí 2021 18:00 - Skip

Valdimar GK tilkynnti um borgarísjaka á 67°N og 22,23°V. Jakinn er um 10 metra hár og 70-100 metrar á lengd og kúptur þannig að hann sést illa á radar. Rekstefna var 135° og rekhraði um 1-2 hnútar.

Jakinn er ekki sjáanlegur á gervihnattarmyndum.

Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica