Hafístilkynningar síðustu 30 daga

08. des. 2025 10:22 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort dregið eftir myndum úr Sentinel 1 tunglinu sem voru teknar 7. og 8. desember 2025. Meginísröndin heldur sig rétt utan við lögsögu landsins. Næstu daga er útlit fyrir ákveðnar norðaustlægar áttir á svæðinu sem mun að mestu bægja hafís frá Íslandi. Þó eru líkur á að stöku borgarísjaki gæti rekið nær landi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

01. des. 2025 11:00 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort dregið eftir myndum úr Sentinel 1 tunglinu sem voru teknar 30. nóvember og 1. desember 2025. Meginísröndin er næst landi um 64 sjómílur NV af Straumnesi. Næstu daga er útlit fyrir norðaustlæga átt á svæðinu sem mun að mestu bægja hafís frá Íslandi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

24. nóv. 2025 14:15 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort dregið eftir myndum úr Sentinel 1 tunglinu sem voru teknar að morgni 21. og 24. nóvember. Hafísinn er næst landi um 33 sjómílur frá Gelti. Á morgun og næstu daga er útlit fyrir norðaustlæga átt sem mun að mestu bægja hafís frá Íslandi, en þó eru líkur á að stöku borgarísjaki geti rekið nær landi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

19. nóv. 2025 08:40 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort dregið eftir myndum úr Sentinel 1 tunglinu sem voru teknar að kvöldi 18. nóvember. Hafísinn er næst landi um 45 sjómílur frá Gelti. Fram að helgi er útlit fyrir suðvestalæga eða breytilega átt og því gæti hafísinn færst nær landi en um helgina snýst í ákveðna norðaustanátt og þá mun hafísinn fjarlægast Ísland.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

17. nóv. 2025 08:28 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort dregið eftir myndum úr Sentinel-1 gervitunglinu sem teknar voru að morgni 16. nóvember. Jaðarinn er næst landi 40 sjómílum norður af Straumsnesi. Næstu daga er útlit fyrir suðvestanátt á svæðinu og þá mun jaðarinn færast nær landi en í lok vikunnar snýst í norðaustanátt og þá ætti jaðarinn að fjarlægast Ísland.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica