Hafískort, byggt á Sentinel1-gervitunglamyndum, sýnir að hafís er farinn að myndast við Grænlandsströnd. Útlit er fyrir fremur hægar breytilegar áttir fram að helgi og ísinn mun því líklega ekki hreyfast mikið, en um helgina verða suðvestanáttir ríkjandi og þá líklegt að ís reki nær Íslandi
Hafískort byggt á Sentinel1-gervitunglamyndum, sýnir dálítinn hafís við Grænlandsströnd. Reikna má borgarís víða á svæðinu, en norðaustanáttir næstu daga ættu að bægja honum frá landinu.
Sjá má dálítinn hafís við strönd Grænlands. |
Skip að veiðum á Deildargrunni tilkynnti kl. 18:14 að það væru ísjakar, bæði einn stór og smærri umhverfis.
Sea ice map |
Borgarís séður úr flugi á milli kl 12:27 og 13:24. Næstur landi um 21,3 sm NV af Straumnesi.
Staðsetningar:
67:09:18N, 24:45:18W
67:01:01N, 24:39:26W
67:17:39N, 23:41:34W
67:01:06N, 24:39:33W
66:59:18N, 23:34:13W
66:41:28N, 23:40:09W
66:41:32N, 23:40:06W
66:32:20N, 25:14:56W
66:40:01N, 26:09:14W
66:41:34N, 26:55:06W
66:13:12N, 26:52:43W
Sea ice map |
Ekki sést greinilegur hafís á gervitunglamyndum, en hafís er þó líklega tekinn að myndast við strendur Grænlands. Líklega má finna borgarísjaka á víð og dreif á svæðinu. Spáð er norðaustlægum áttum næstu daga.