Hafístilkynningar síðustu 30 daga

12. ágú. 2025 19:00 - Skip

Stór borgarísjaki sást frá skipi á 65,56N og -27,14W með rekhraða 0,7 sml. og rekur í SSA.

Hnit á stökum hafís

  • 65.56N, 27.14W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Sea ice map
Styddu til að skoða stærri mynd
Borgarísjaki sást frá skipi.

11. ágú. 2025 11:45 - Byggt á gervitunglamynd

Það virðist vera að mestallur hafís sé horfinn, en fáeinir stakir ísjakar eru þó eftir. Þeir gætu samt verið nær landi. Á kortinu eru teiknaðir inn ísjakar sem voru sýnilegir á gervitunglamyndum, en ekki er útilokað að aðrir ísjakar séu til staðar.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

05. ágú. 2025 11:30 - Byggt á gervitunglamynd

Áætluð hafísspöng er um 50 sjómílur norðvestur af Straumnesi. Erfitt að sjá hafís á gervitunglamyndum því mjög skýjað hefur verið á svæðinu síðustu daga. Búast við stöku borgarísjökum.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

29. júl. 2025 14:00 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort dregið eftir ratsjármynd frá Sentinel gervitunglinu. Mjög gisinn hafís eða íshrönglrönd fer næst landi 43 sjómílur norðvestur af Straumnesi. Útlit er fyrir norðaustlægar áttir næstu daga á Grænlandssundi svo íshrönglröndin ætti ekki að færast nær landi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

22. júl. 2025 10:15 - Byggt á gervitunglamynd

Mjög gisinn hafís, eða íshröngl, sem fer næst landi 39 sml út af Straumnesi. Ath. hafísjakar og borgarís getur verið utan svæðisis, sem sýnt er. Norðaustlægar áttir algengastar næstu daga, þ.a. ólíkleg er að ísröndin nálgist landið.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Ísröndin er 39 sml út af Straumnesi

21. júl. 2025 15:40 - Flug

Tilkynning barst úr flugi um íshrönglrönd, henni var fylgt eftir þangað til að hana lagði til NNA. Hún var dreyfð en þéttist innar. Ekki var hægt að skoða hana nánar vegna skyggnis (þoka á svæðinu).

Hnit á hafísjaðri

  • 66:45.4N, 25:58.6W
  • 66:46.7N, 25:40.0W
  • 66:53.2N, 25:08.6W
  • 67:01.0N, 24:23.8W
  • 67:09.7N, 24:07.0W
  • 67:27.4N, 23:53.6W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Sea ice map




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica