Hafístilkynningar síðustu 30 daga

13. jan. 2025 11:00 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort var teiknað eftir SAR gervitunglamyndum frá því kl. 8:14 í morgun, mán. 13. jan. 2025.
Greina mátti meirihlutann af meginísröndinni á tunglmyndinni og mældist hún í um 65 sjómílna fjarlægð frá Barða þar sem hún var næst landi. Ísspangir og stakir jakar geta verið handan meginlínunnar nær landi.

Í síðustu viku bárust fregnir af stökum ísjökum á Húnaflóa. Á SAR myndunum frá því í morgun virðist mega greina þrjá ísjaka norðaustur af Trékyllisvík.

Spáð er austan- og norðaustanátt á Grænlandssundi í dag. Á morgun er útlit fyrir hvassa norðaustanátt á norðurhluta svæðisins, en mun hægari suðlæg eða breytileg átt á suðurhluta þess fram undir kvöld. Á miðvikudag eru horfur á hvassri norðaustanátt á stærstum hluta Grænlandssunds.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

08. jan. 2025 13:00 - Flug Landhelgisgæslunnar

ís sást við Hólmavík sem var um 40 metra langur og 10 metra hár. 65°38,85´N-021°26,86´V

ísmolar sáust við Gjögur þar sem sá stærsti var um 10 metra langur og 3 metra hár. 66°00,48´N-021°19,27´V

Hnit á stökum hafís

  • 65:38.85N, 21:26.86W
  • 66:00.48N, 21:19.27W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Sea ice map

06. jan. 2025 14:15 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort dregið eftir ratsjármyndum Sentinel-1 gervitunglsins frá 6. janúar 2025 kl. 08:30. Meginísrönd var næst landi um 52 sjómílur norðvestur Barðanum. Norðaustanátt á Grænlandssundi á morgun og ætti ísinn að reka nær Grænlandi, en snýst í suðvestanátt á miðvikudag.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

04. jan. 2025 22:26 - Skip

Veiðimaður hefur séð um 7 ísjaka í Húnaflóa á meðan hann var að fiska stora sem smáa. 

04. jan. 2025 22:24 - Athugun frá landi

Ég sá einn á landleið sem var Norðan við Stóraboða austan við Asparvík (læt fylgja mynd) einnig einn sem var lítill en hættilegur minni bátum grunnt á Kaldbaksvík

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Asparvík eða Kaldbaksvík, séð frá land.
Styddu til að skoða stærri mynd
Asparvík eða Kaldbaksvík, séð frá land.

02. jan. 2025 12:04 - Athugun frá landi

Ísjaki um 3 km frá Blönduósi. Staðsetning fengin frá dróna: Latitude: 65° 39' 39,948" N Longitude: 20° 21' 33,324" W

Hnit á stökum hafís

  • 65.661096N, 20.359257W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Sea ice map
Styddu til að skoða stærri mynd

30. des. 2024 13:20 - Athugun frá landi

Ísjaka rekur inn rétt austan við Grímsey í Steingrímsfirði

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Ísjaki vinstra megin á mynd
Styddu til að skoða stærri mynd
Ísjaki hægra megin við miðju á mynd

30. des. 2024 08:30 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort dregið eftir ratsjármyndum Sentinel-1 gervitunglsins frá 30. desember 2024 kl. 08:30. Meginísröndin var næst landi um 77 sjómílur norðvestur af Barðanum, en stakir jakar eða rastir geta þó verið nær Íslandi. Það snýst í suðvestanátt á Grænlandssundi á morgun, en samkvæmt nýjustu spám verða norðaustlægar áttir ríkjandi seinni hluta vikunnar.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

22. des. 2024 19:15 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort dregið eftir ratsjármyndum Sentinel-1 gervitunglsins frá 22. desember 2024 kl. 19:15. Ekki fékkst mynd af öllu svæðinu. Ísröndin var næst landi um 52 sjómílur norðvestur af Straumnesi. Útlit er fyrir suðvestanátt á svæðinu næstu daga, en það snýst líklega í norðaustanátt í lok vikunnar.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica