Hafískort dregið eftir ratsjármyndum Sentinel-1 gervitunglsins frá 15-17. febrúar 2025. Meginísröndin var næst Íslandi um 90 sjómílur norðvestur af Straumnesi, en stakir jakar eða rastir geta þó verið nær landi. Það er útlit fyrir norðaustanátt á svæðinu næstu daga svo ísinn ætti ekki að reka nær Íslandi vegna vinds.
![]() |
Hafískort dregið eftir ratsjármyndum Sentinel-1 gervitunglsins frá 11. febrúar 2025 kl. 08:22. Meginísröndin var næst Íslandi um 44 sjómílur norðvestur af Straumnesi, en stakir jakar eða rastir geta þó verið nær landi. Það er útlit fyrir norðaustanátt á svæðinu næstu daga svo ísinn ætti ekki að reka nær Íslandi vegna vinds.
![]() |
Hafískort dregið eftir gervitunglamyndum frá Sentinel tunglinu. Hafísjaðarinn er um 60 sjómílur norðvestur af Straumnesi en næstu vikuna er spá suðvestlægum eða breytilegum áttum á svæðinu og líkur á að hafís færist eitthvað nær Íslandi.
![]() |
Hafískort teiknað eftir gervitunglamynd frá 27. janúar. Ísröndin mældist í um 80 sjómílna fjarlægð frá Barða þar sem hún var næst landi. Spáð er breytilegri átt á Grænlandssundi næstu daga.
![]() |
Hafískort teiknað efir SAR gervitunglamyndum, síðustu 3 daga - 19. -21. jan. 2025, og stuðst við greiningu DMI og METNO.
Meginísröndin og mældist hún í um 90 sjómílna fjarlægð frá Barða þar sem hún var næst landi.
Ísspangir og stakir jakar geta verið handan meginlínunnar nær landi.
Á Grænlandssundi er spáð breytilegri átt 3-10 í dag. A-læg átt á morgun, 15-23 S-til, annars mun hægari. Síðan NA-átt fram yfir helgi.
![]() Hafískort 21. janúar 2025 |