Hafístilkynningar síðustu 30 daga

01. júl. 2025 18:46 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort dregið eftir mynd úr sentinel gervitunglinu sem tekin var að morgni 30. júní. Hafísröndin er 90 sjómílur norður af Kögri en útlit ef fyrir hæga suðvestlæga eða breytilega átt á svæðinu næstu dagana og því möguleiki á því að röndin færist nær Íslandi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

23. jún. 2025 14:06 - Óskilgreind tegund athugunar

Hafískort frá dönsku veðurstofunni frá í gær, 22 júní. Lítið af ís á Grænlandssundi og er ísinn að mestu nálægt Grænlandi en stöku borgarís er þó á ferðinni.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

16. jún. 2025 13:00 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort teiknað eftir ratsjármyndum Sentinel-1 gervitunglsins frá því í morgun og í gærkvöld. Meginísröndin er næst landi um 42 sjómílur norðvestur af Straumsnesi. Útlit er fyrir norðaustlæga átt á Grænlandssundi næstu daga svo hafísinn ætti ekki að færast nær landi af völdum vinds.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

09. jún. 2025 14:00 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort var teiknað eftir gervitunglamynd sem sýndi blöndu af sýnilegu og innrauðu ljósi frá því kl. 14:00 í dag, mán. 9. júní 2025. Einnig var stuðst við SAR gögn frá því í gærkvöldi.
Greina mátti meirihlutann af meginísröndinni á tunglmyndunum og mældist hún í um 51 sjómílna fjarlægð frá Straumnesi þar sem hún var næst landi. Ísspangir og stakir jakar geta verið handan meginlínunnar nær landi.
Spáð er breytilegri átt á Grænlandssundi út vikuna og vindur lengst af hægur. Vindur verður því væntanlega ekki ráðandi í hreyfingu hafíssins.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica