Hafískort var dregið byggt á gervitunglamynd frá Sentinel 1 frá 16. mars. Hafísröndin mælist 49 nm frá Straumnesi. Suðvestlæg átt í dag, en austlægar áttir á morgun og næstu daga.
![]() |
Hafískort byggt á VIIRS-gervitunglamyndum. Ísjaðarinn er næst landi um 65 SML út af Straumnesi. Vestan- og suðvestanáttir næstu daga geta borið borgarís að landi, einkum á Vestfjörðum, Ströndum, Húnaflóa og Skaga.
![]() Ísjaðarinn er um 65 SML norðvestur af Straumnesi |
Borgarísjakar sjást á gervitunglamynd Sentinel um 2,5 sjómílur N frá Kögri. 66°30N 22°53'V; 11 sjómílur frá Körgi: 66°39'N 22°55'V; og 12 sjómílur V af Galtarvita: 66°15'N og 24°02V.
Hafískort var teiknað eftir gervitunglamynd sem sýndi blöndu af sýnilegu og innrauðu ljósi frá því kl. 12:00 í dag, mán. 3. mars 2025.
Greina mátti meirihlutann af meginísröndinni á tunglmyndinni og mældist hún í um 58 sjómílna fjarlægð frá Straumnesi þar sem hún var næst landi. Ísspangir og stakir jakar geta verið handan meginlínunnar nær landi.
Spáð er norðaustan stromi á Grænlandssundi nær óslitið frá því á mánudagskvöld og fram á fimmtudag. Þar á eftir taka við hægari norðaustanáttir út vikuna. Vindur ætti því að valda því að hafísinn fjarlægist landið næstu daga.
![]() |