Hafískort byggt á gervitunglamyndum frá 15. desember úr Sentinel 1. Hafísröndin er um 65 sjómílur vestur af Straumnesi en þar sem norðaustlægar áttir verða algengar á svæðinu næstu vikuna er líklegt að hafísinn færist nær Grænlandi.
Togari tilkynnir um tvo ísjaka sem sjást vel í ratsjá frá Sporðagrunni. Staðsetning þeirra er annars vegar 66°36´N - 020°18´V og hins vegar 66°39´N - 020°25´V. Báðir reka í austur með 0,4 hn hraða. Sá sem er sunnar er stakur en smá brot er SV af honum.
Sea ice map | Ísjakinn sem er lengra frá en sést þó einnig vel á ratsjá | Syðri ísjakinn er stakur en smá brot SV af honum |
Kortið var teiknað eftir gervitunglamynd frá sunnudeginum 8. desember. Ísröndin var næst landi um 50 sjómílur norðvestur af Straumnesi.
Borgarísjaki staðsettur á 66° 40,76N, 25° 17,55V. Ísjakinn rekur í stefnu 213° á 1,2 hnútum. Sést vel en stærð óviss.
Sea ice map |
Hafískort byggt á greiningu SENTINEL-1 gervitunglsins. Ísjaðarinn er næst landi um 43 sml norðaustur af Horni.
ATH. Reikna má með borgarís á víð og dreif á svæðinu utan við merkt svæði á kortinu. Norðaustanáttir eru ríkjandi næstu daga og því ætti ísinn að fjarlægjast landið.
Ísjaðarinn er um 43 SML norðaustur af Horni |
Hafískort byggt á SENTINEL-1 gervitunglinu dregið af Ingibjörgu Jónsdóttur, HÍ.
ATH. Hafísaðstæður geta breyst hratt og borgarís og jakar utan við merktan hafísjaðar.
Hafískort 3. des. 2024 |
Hafískort teiknað af Ingibjörgu Jónsdóttur hjá Háskóla Íslands byggt á gervitunglamyndum.
Hafískort dregið eftir mynd AVHRR-gervitunglsins frá 25. nóvember 2024 kl. 13:20. Ísinn hefur þokast örlítið nær landi síðan á laugardag, en næst er ísröndin um 20 sjómílur norður af Kögri. Það er suðvestanátt á svæðinu í dag, á morgun snýst í norðaustanátt og hún virðist ætla að vera ríkjandi það sem eftir er vikunnar, en næst Íslandi gefur suðvestanáttin ekki eftir fyrr en á miðvikudagskvöld.
Skip tilkynnir um ísjaka sem rekur beint í suður á 1 nm/klst frá hafísspöng, staðsetn. 66 18.4 N, 28 10.0 W. Stakir molar hjá spönginni. Sést vel á radar.
Sea ice map |
Tilkynnt um hafísspöng af skipi.
Skipið er á stað 66°21,199´N - 28°00,799´V
Spöngin er Norður og Norðvestur frá honum í c.a. 3 sml fjarlægð og liggur norður með, sést með berum augum og stöku molar inn á milli en næst ekki inn á ratsjá.
yfirborðshiti sjáver er búinn að vera í -0,7° síðustu daga, en er núna kominn niður í -1,0°C. Spöngin virðist vera að þokast suður eftir.
Staðsetning skipsins er núna 116 sml vestur af Aðalvík.
Þetta er sami hafísjaðar og teiknaður var upp eftir gervitunglamynd í gær.
Hafískort dregið eftir myndum AVHRR og Sentinel-1 gervitunglanna frá 23. nóvember 2024. Tunga af gisnum ís teygir sig til austurs um 25 sjómílur norður af Horni, að öðru leyti eru breytingar eru ekki miklar frá kortinu sem var dregið í gær.
Hafískort byggt á gervitunglamyndum frá Sentinel 1 sem teknar voru 19. og 21. nóvember 2024. Nokkur hafísmyndun er og er röndin núna 22 sjómílur norður af Kögri. Útlit er fyrir norðaustlæga átt á svæðinu fram yfir helgi og því ætti hafísinn að reka nær Grænlandi en vegna hraðrar myndunar hafíss er nokkur óvissa í því.