Hafískort dregið eftir myndum teknum 9. og 10. júlí af sentinel gervitungli. Hafísjaðarinn er um 35 sjómílur norðvestur af Straumnesi. Búst er við hægum suðvestlægum vindi á svæðinu fram að helgi og því gæti jaðarinn færst nær Íslandi en um helgina snýst í hæga norðaustlæga átt og líklegt að jaðarinn færis nær Grænlandi.
![]() |
Stór hafísspöng er um 40 sjómólur norðvestur af Straunmesvita. Annars er að sjá að ísinn sé alllangt vestan miðlínu. Að auki getur verið borgarís á stangli.
![]() |
Hafískort dregið eftir mynd úr sentinel gervitunglinu sem tekin var að morgni 30. júní. Hafísröndin er 90 sjómílur norður af Kögri en útlit ef fyrir hæga suðvestlæga eða breytilega átt á svæðinu næstu dagana og því möguleiki á því að röndin færist nær Íslandi.
![]() |
Hafískort frá dönsku veðurstofunni frá í gær, 22 júní. Lítið af ís á Grænlandssundi og er ísinn að mestu nálægt Grænlandi en stöku borgarís er þó á ferðinni.
![]() |
Hafískort teiknað eftir ratsjármyndum Sentinel-1 gervitunglsins frá því í morgun og í gærkvöld. Meginísröndin er næst landi um 42 sjómílur norðvestur af Straumsnesi. Útlit er fyrir norðaustlæga átt á Grænlandssundi næstu daga svo hafísinn ætti ekki að færast nær landi af völdum vinds.
![]() |