Mjög gisinn hafís, eða íshröngl, sem fer næst landi 39 sml út af Straumnesi. Ath. hafísjakar og borgarís getur verið utan svæðisis, sem sýnt er. Norðaustlægar áttir algengastar næstu daga, þ.a. ólíkleg er að ísröndin nálgist landið.
![]() Ísröndin er 39 sml út af Straumnesi |
Tilkynning barst úr flugi um íshrönglrönd, henni var fylgt eftir þangað til að hana lagði til NNA. Hún var dreyfð en þéttist innar. Ekki var hægt að skoða hana nánar vegna skyggnis (þoka á svæðinu).
![]() Sea ice map |
Kort unnið af Ingibjörgu Jónsdóttur hjá Háskóla Íslands, eftir gervitunglagögnum.
Hafís um 30 sjómílur norður af Kögri, en hafísjakar og borgarís geta verið utan hafísjaðars sem sýndur er á korti. Aðstæður breytast hratt.
![]() Hafís 30 sjómílur norður af Kögri. |
Hafískort dregið eftir myndum teknum 9. og 10. júlí af sentinel gervitungli. Hafísjaðarinn er um 35 sjómílur norðvestur af Straumnesi. Búst er við hægum suðvestlægum vindi á svæðinu fram að helgi og því gæti jaðarinn færst nær Íslandi en um helgina snýst í hæga norðaustlæga átt og líklegt að jaðarinn færis nær Grænlandi.
![]() |
Stór hafísspöng er um 40 sjómólur norðvestur af Straunmesvita. Annars er að sjá að ísinn sé alllangt vestan miðlínu. Að auki getur verið borgarís á stangli.
![]() |
Hafískort dregið eftir mynd úr sentinel gervitunglinu sem tekin var að morgni 30. júní. Hafísröndin er 90 sjómílur norður af Kögri en útlit ef fyrir hæga suðvestlæga eða breytilega átt á svæðinu næstu dagana og því möguleiki á því að röndin færist nær Íslandi.
![]() |