Hafístilkynningar síðustu 30 daga

17. feb. 2025 16:09 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort dregið eftir ratsjármyndum Sentinel-1 gervitunglsins frá 15-17. febrúar 2025. Meginísröndin var næst Íslandi um 90 sjómílur norðvestur af Straumnesi, en stakir jakar eða rastir geta þó verið nær landi. Það er útlit fyrir norðaustanátt á svæðinu næstu daga svo ísinn ætti ekki að reka nær Íslandi vegna vinds.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

11. feb. 2025 08:22 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort dregið eftir ratsjármyndum Sentinel-1 gervitunglsins frá 11. febrúar 2025 kl. 08:22. Meginísröndin var næst Íslandi um 44 sjómílur norðvestur af Straumnesi, en stakir jakar eða rastir geta þó verið nær landi. Það er útlit fyrir norðaustanátt á svæðinu næstu daga svo ísinn ætti ekki að reka nær Íslandi vegna vinds.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

04. feb. 2025 15:48 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort dregið eftir gervitunglamyndum frá Sentinel tunglinu. Hafísjaðarinn er um 60 sjómílur norðvestur af Straumnesi en næstu vikuna er spá suðvestlægum eða breytilegum áttum á svæðinu og líkur á að hafís færist eitthvað nær Íslandi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

28. jan. 2025 12:00 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort teiknað eftir gervitunglamynd frá 27. janúar. Ísröndin mældist í um 80 sjómílna fjarlægð frá Barða þar sem hún var næst landi. Spáð er breytilegri átt á Grænlandssundi næstu daga.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica