Hafískort byggt á gervitunglamyndum frá 15. desember úr Sentinel 1. Hafísröndin er um 65 sjómílur vestur af Straumnesi en þar sem norðaustlægar áttir verða algengar á svæðinu næstu vikuna er líklegt að hafísinn færist nær Grænlandi.
Togari tilkynnir um tvo ísjaka sem sjást vel í ratsjá frá Sporðagrunni. Staðsetning þeirra er annars vegar 66°36´N - 020°18´V og hins vegar 66°39´N - 020°25´V. Báðir reka í austur með 0,4 hn hraða. Sá sem er sunnar er stakur en smá brot er SV af honum.
Sea ice map | Ísjakinn sem er lengra frá en sést þó einnig vel á ratsjá | Syðri ísjakinn er stakur en smá brot SV af honum |
Kortið var teiknað eftir gervitunglamynd frá sunnudeginum 8. desember. Ísröndin var næst landi um 50 sjómílur norðvestur af Straumnesi.
Borgarísjaki staðsettur á 66° 40,76N, 25° 17,55V. Ísjakinn rekur í stefnu 213° á 1,2 hnútum. Sést vel en stærð óviss.
Sea ice map |
Hafískort byggt á greiningu SENTINEL-1 gervitunglsins. Ísjaðarinn er næst landi um 43 sml norðaustur af Horni.
ATH. Reikna má með borgarís á víð og dreif á svæðinu utan við merkt svæði á kortinu. Norðaustanáttir eru ríkjandi næstu daga og því ætti ísinn að fjarlægjast landið.
Ísjaðarinn er um 43 SML norðaustur af Horni |
Hafískort byggt á SENTINEL-1 gervitunglinu dregið af Ingibjörgu Jónsdóttur, HÍ.
ATH. Hafísaðstæður geta breyst hratt og borgarís og jakar utan við merktan hafísjaðar.
Hafískort 3. des. 2024 |
Hafískort teiknað af Ingibjörgu Jónsdóttur hjá Háskóla Íslands byggt á gervitunglamyndum.
Hafískort dregið eftir mynd AVHRR-gervitunglsins frá 25. nóvember 2024 kl. 13:20. Ísinn hefur þokast örlítið nær landi síðan á laugardag, en næst er ísröndin um 20 sjómílur norður af Kögri. Það er suðvestanátt á svæðinu í dag, á morgun snýst í norðaustanátt og hún virðist ætla að vera ríkjandi það sem eftir er vikunnar, en næst Íslandi gefur suðvestanáttin ekki eftir fyrr en á miðvikudagskvöld.
Skip tilkynnir um ísjaka sem rekur beint í suður á 1 nm/klst frá hafísspöng, staðsetn. 66 18.4 N, 28 10.0 W. Stakir molar hjá spönginni. Sést vel á radar.
Sea ice map |
Tilkynnt um hafísspöng af skipi.
Skipið er á stað 66°21,199´N - 28°00,799´V
Spöngin er Norður og Norðvestur frá honum í c.a. 3 sml fjarlægð og liggur norður með, sést með berum augum og stöku molar inn á milli en næst ekki inn á ratsjá.
yfirborðshiti sjáver er búinn að vera í -0,7° síðustu daga, en er núna kominn niður í -1,0°C. Spöngin virðist vera að þokast suður eftir.
Staðsetning skipsins er núna 116 sml vestur af Aðalvík.
Þetta er sami hafísjaðar og teiknaður var upp eftir gervitunglamynd í gær.
Hafískort dregið eftir myndum AVHRR og Sentinel-1 gervitunglanna frá 23. nóvember 2024. Tunga af gisnum ís teygir sig til austurs um 25 sjómílur norður af Horni, að öðru leyti eru breytingar eru ekki miklar frá kortinu sem var dregið í gær.
Hafískort byggt á gervitunglamyndum frá Sentinel 1 sem teknar voru 19. og 21. nóvember 2024. Nokkur hafísmyndun er og er röndin núna 22 sjómílur norður af Kögri. Útlit er fyrir norðaustlæga átt á svæðinu fram yfir helgi og því ætti hafísinn að reka nær Grænlandi en vegna hraðrar myndunar hafíss er nokkur óvissa í því.
Borgarísjaki sést úti fyrir Vestfjörðum á 65 52.26 N og 25 23.40 W og sést með berum augum.
Sea ice map |
Skip tilkynnir borgarísjaka úti fyrir Vestfjörðum, hnit: 66-17-583N 025-00-340W sem sést vel á radar. Talið er að þetta sé sami borgarísjaki og var tilkynntur í nótt, 19. nóvember.
Sea ice map |
Borgarísjaki töluvert stór, sést greinilega með kíki.
Staðsetning: 66°23,100´N - 024°47,97´V (31 sml NV-af Barðanum)
Rekur 0,4 hn í 240° (VSV átt). Sést vel í ratsjá.
Sea ice map |
Byggt á SENTINEL1 gervitunglamyndum sem teknar voru 14. nóvember 2024. Röndin er u.þ.b. 105 sjómílur NNV af Straumsnesi þar sem hún er næst landi, en þó sáust nokkrir jakar nær landi.
Spáð er norðaustlægri eða breytilegri átt næstu daga.
Byggt á SENTINEL1 gervitunglamyndum sem teknar voru 08. til 12. nóvember 2024. Hafísinn byrjar að þéttast norðantil í svæðinu næst Grænlandi, en sunnantil eru bara ísjakar á víð og dreif. Röndin er u.þ.b. 85 sjómílur NV af Straumsnesi þar sem hún er næst landi, en þó sáust nokkrir jakar nær landi.
Spáð er suðvestanátt næstu daga og þá getur ísinn rekið í átt að landsi. Á föstudag snýst í norðan- og norðaustanátt og rekur ísinn þá aftur frá landi.
Borgarísjaki, sést vel á ratsjá.
Sea ice map |
Enginn samfelldur hafís er á Grænlandssundi en nokkuð er af stökum borgarísjökum á svæðinu.
Borgarísjaki, kemur vel inn í ratsjá, rekur í 050° réttvísandi (NA) með 1,1 hn hraða.
Sea ice map |
Hafískort frá DMI.dk sýnir litla nýmyndun hafíss, nema ef vera skildi inná fjörðum.
Á hafískorti dönsku veðurstofunnar má sjá að nýmyndun íss sé hafin inni á fjörðum á Grænlandi, en ekki úti á hafi. Hins vegar er borgarís á stangli á Grænlandssundi. Ætti að sjást ágætlega á radar en getur verið varasamur sjófarendum.
Iceberg Report
POS 66-32.6 020-04.8W 100-200m
visabilty on radar small ones around
drifting 227° 1kt
Sea ice map |
Á hafískorti dönsku veðurstofunnar er ekki að sjá að nýmyndun íss sé hafin, nema kannski inná fjörðum á Grænlandi. Hins vegar er borgarís á stangli, bæði á Grænlandssundi og einnig úti fyrir norðvesturlandi.
Yfirleitt sést hann ágætlega á radar en getur verið varasamur sjófarendum.
Lítill borgarísjaki sést um 10 km NNA af veðurathugunarstöðinni í Litlu-Ávík eða 6 km austur af Sæluskeri. Ísjakinn sést vel frá landi og ætti að sjást á radar.
Sea ice map |
Ísjakinn sem var strandaður upp í fjöru við Reykjaneshyrnu á Ströndum hefur losnað og rekur í austur.
Ísjakinn sést á radar og eru molar austan við jakann sem sjást ekki á radar, misstórir en hættulegir bátum.
Sea ice map |
29.9.2024 kl. 00:12 á stað 66°25,8´N - 020°37,2´V rak í 252° r/v (VSV) með 1,2 hn hraða
komu skarpt inn á ratsjá, ekki siglt nægilega nærri þeim til að festa auga á þeim.
Sea ice map |
28.9.2024 kl. 22:30 á stað 66°32,7´N - 020°03,8´V – Sást aðeins á Ratsjá, ekki var plottuð ferð eða rekstefna
komu skarpt inn á ratsjá, ekki siglt nægilega nærri þeim til að festa auga á þeim
Sea ice map |
Mjög stór borgarísjaki.
Sea ice map |
Enginn samfelldur hafís er á Grænlandssundi en nokkuð er af stökum borgarísjökum á svæðinu.
Enginn samfelldur hafís er á Grænlandssundi en nokkuð er af stökum borgarísjökum á svæðinu.
Skip sendi upplýsingar um stóran borgarísjaka norður af Sporðagrunni, um 43.8sml 337° út frá Sauðanesvita og færist 1000m á klst í SA.
Sea ice map | ||
Stakur borgarísjaki um 3 km útaf Reykjarnesströnd sem er á milli Reykjarneshyrnu og Gjögurflugvallar. Virðist reka hægt inn Húnaflóa.
Enginn samfelldur hafís er á Grænlandssundi en nokkuð er af stökum borgarísjakar á svæðinu og því ættu sæfarendur að vera á varðbergi vegna þeirra.
Skip sendi í dag uppfærða staðsetningu á 2 ísjökul sem var tilkynnt um í gær:
Skip staðsett 66°35N 25°57V, ísjaki 19 sjómílur í 172°
SKip staðsett 66°43N 25°47W, ísjaki 12.1 sjómílu í 153° og sést á radar.
Sea ice map |
Í dag 9. september 2024 kl 18:20 tilkynnti skip um ísjaka staðsettan á 66°43‘N og 25°32‘V
Sea ice map |
Í dag 9. september 2024 kl 13:05 tilkynnti skip um ísjaka staðsettann á 67°11N og 23°40V.
Sea ice map |
Í dag 9. September 2024, klukkan 07:47 tilkynnti skip um ísjaka staðsettann á 66°48N og 25°12V
Sea ice map |
Þetta er tilkynning um að í dag 08. september 2024 var ísjaki séður af skipsborði á eftirfarandi staðsetningu:
Breiddargráða 66°38,8’N, Lengdargráða 021°10,2’W (Norðurströnd Íslands)
Áætluð stærð: 200m x 35 m
Vindur á svæðinu: Norður 30 hnútar vindhviður 45
Hraði ísjaka: 0.5 hnútar til SV
Sea ice map |
Enginn samfelldur ís er á Grænlandssundi en líklegt að stakir borgarísjakar séu á svæðinu og ættu sæfarendur að vera á varðbergi vegna þeirra.
Enginn samfelldur ís er á Grænlandssundi en líklegt að stakir borgarísjakar séu á svæðinu. Framan af vikunni verður hægur vindur en í lok vikunar verður suðvestanátt á svæðinu og því gætu jakar fæst nær landi en um helgina snýst í austlæga átt og þá munu þeir fjarlægast aftur.
Á Grænlandssundi eru aðeins stakir borgarísjakar á stangli og ættu sæfarendur að vera á varðbergi vegna þeirra. Norðaustanáttir næstu daga ættu að að halda borgarís fjarri landinu.
Skýjað var á Grænlandssundi og sást því ekki vel til sjávar, en væntanlega var mjög lítið um hafís á svæðinu, helst þó ræmur við Grænlandsstrendur. Þó má búast við borgarísjökum á stangli og ættu sæfarendur að vera á varðbergi vegna þeirra. Norðaustanáttir næstu daga ættu að að halda borgarís fjarri landinu.
Samkvæmt SAR myndum sem borist hafa síðustu daga, þá er ekki að sjá samfellda hafísbreiðu á Grænlandssundi. Mjó hafísræma er þó næst strönd Grænlands. Á tunglmyndunum má einnig sjá staka jaka á Grænlandssundi, einkum vestan miðlínu. Sjófarendur eru beðnir um að vera á varðbergi gagnvart stökum jökum.
Í dag (þriðjudag) er stíf norðaustanátt á Grænlandssundi sem ætti að færa ísjaka fjær Íslandi. Á morgun lægir og síðan er útlit fyrir hæga breytilega átt út vikuna og ætti þá vindur ekki að hreyfa ísjaka að neinu ráði.
Þar sem engar nothæfar gervitunglamyndir hafa komið af Grænlandssundi síðustu daga er hér hafís kort dönsku veðurstofunnar frá 28 júlí. Hafís útbreiðsla er allmennt lítil á þessum árstíma en þó getur borgarís verið á stangli, einkum vestan miðlínu.
Hafískort byggt á ratsjármyndum Sentinel-1 gervitunglsins frá 22. júlí 2024. Hafísbreiðan á Grænlandssundi er yfirleitt gisin eða mjög gisin og utan miðlínu, en þó sáust nokkrir jakar nær Íslandi. Breytileg átt á svæðinu í dag, en á morgun og næstu daga er útlit fyrir norðaustanátt.
Byggt á SENTINEL1 gervitunglamyndum sem voru tekin 15. til 17. júlí 2024. Hafísinn er að mestu leyti mjög gisinn. Röndin er uþb 45 sjómílur NNV af Kögri þar sem það er næst landi. Útlit er fyrir norðaustlægar áttir næsta daga og má gera ráð fyrir að ísinn fer frá landi.
Hafískort bygg á gervitunglamyndum VIIRS, sem sýnir býsna gisinn hafís. Ísröndin er næst landi um 68 sml norður af Kögri, en reikna má með borgarís á víð og dreif. Norðaustanáttir næstu daga ættu að hindra hafís og borgarjaka að nálgast landið.
Ísröndin er um 68 SML norður af Kögri |
Byggt á SENTINEL1 gervitunglamyndum sem voru tekin 7. til 9. júlí 2024. Hafísröndin er uþb 85 sjómílur NV af Barða þar sem það er næst landi. Útlit er fyrir suðvestlægar áttir næsta daga og má gera ráð fyrir að ísinn fer nær landi.
Hafískort byggt á gervitunglamyndum Sentinel-1 Meginísröndin er um 60 sjómílur NV af Straumsnesi þar sem hún liggur næst landi. Útlit er fyrir norðlægar áttir næstu daga og þá gæti hafís farið aðeins frá landi.
Ekki hafast borið SAR tunglmyndir af Grænlandssundi í kerfi Veðurstofunnar undanfarna daga. Einnig hefur verið skýjað á svæðinu í gær og í dag og því hafa hefðbundnar tunglmyndir ekki hjálpað. Við bendum því á hlekki á norsk og dönsk ískort hér vinstra megin á síðunni (smella á "Ískort").
Byggt á tuglmynd frá 16.06 kl 08:22. Töluvert er um gisnar ísspangir vel innan miðlínu og næst landi u.þ.b. 27 sjómílur norðvestur af Straunesvita. Óvíst hve vel ís sést á radar. Norðaustlægar áttir næstu 2 sólarhringa ættu að ýta ísnum í átt að Grænlandi.
Hafískort dregið eftir VIIRS gervitunglamynd frá 10. júní kl 14. Meginísröndin er um 50 sjómílur VNV af Gelti þar sem hún liggur næst landi. Í dag og á morgun eru suðvestlægar áttir á Grænlandssundi sem gæti fært ísinn nær landi, en snýst í austan og síðar norðaustanátt á miðvikudag og þá ætti ísinn að fjarlægjast landið.
Hafískort byggt á gervitunglamyndum VIIRS og AVHRR frá 4. júní kl 15. Meginísröndin er um 50 sjómílur VNV af Ritstá þar sem hún liggur næst landi. Á miðvikudag er útlit fyrir vestan- og suðvestanátt á Grænlandssundi sem gæti fært ísinn nær landi, en norðlægari á fimmtudag og ætti þá ísinn að fjarlægjast landið.
Hafískort dregið eftir ratsjármynd Sentinel-1 gervitunglsins frá 28. maí 2024 kl. 08:30. Meginísröndin er um 80 sjómílur NNV af Kögri þar sem hún liggur næst landi. Það verður norðaustanátt á svæðinu í dag, en um og eftir miðja vikuna er útlit fyrir suðvestanátt og ís gæti þá rekið nær Íslandi.
Hafískort byggt á gervitunglamyndum Sentinel1 og AVHRR. Ísröndin er um 60 sml norðvestur af Straumnesi. Norðaustanáttir næstu daga ættu að halda borgarís fjarri landinu.
Ísröndin er um 60 sml út af Straumnesi |
Hafískort var teiknað eftir SAR gervitunglamynd og hefðbundinni tunglmynd (blanda af innrauðu og sýnilegu ljósi) frá því fyrir hádegi í dag, mán. 13. maí 2024.
Greina mátti meirihlutann af meginísröndinni á myndunum og mældist hún í um 72 sjómílna fjarlægð frá Straumnesi þar sem hún var næst landi. Ísspangir og stakir jakar geta verið handan meginlínunnar nær landi.
Á mánudag og þriðjudag er útlit fyrir vestan- og suðvestanátt á Grænlandssundi sem gæti fært ísinn nær landi. Á miðvikudag gera spár ráð fyrir að snúist í stífa norðaustanátt sem stendur út vikuna og þá ætti ísinn að fjarlægjast landið.
Byggt á gervitunglamyndum frá 4 maí. Hafísinn er næst landi í u.þ.b 65 sjómílna fjarlægð NV af Kóp.
Fiskiskip var að upplýsa um hafís, virðist vera Hafísspöng, sér ekki hvort hún sé stök eða byrjun á stærri fláka.
Suðvestur endi spangar endar á stað 66°03,5´N – 026°18´V og liggur þaðan til NNA. Virðist reka til Suð-Austurs.
Vegna skorts á nákvæmum gervitunglamyndum er hafískort ekki mjög áreiðanlegt og einnig er ekki mögulegt að skilgreina þéttleiki og eiginleiki hafíssins. Nýt kort verður gefið út þegar nákvæm gögn berast á ný.
Hafískort dregið eftir ratsjármyndum Sentinel-1 gervitunglsins frá 21. apríl 2024. Ísinn hefur færst nær Íslandi síðustu daga, og í gær var meginísröndin um 42 sjómílur norðvestur af Straumnesi. Það er útlit fyrir fremur hæga suðvestlæga eða breytilega átt á svæðinu fram eftir vikunni, og ísinn gæti því rekið nær landi.
Hafískort byggt á gervitunglamyndum VIIRS frá því í morgun, mánudag 15. apríl. Ísröndin er næst landi 70 sml norðvestur af Straumnesi. Í dag og á morgun er vestlæg og suðvestlæg átt ríkjandi á Grænlandssundi, og getur þá borgarís rekið nær landi. Á miðvikudag snýst í norðaustanátt sem ætti að halda ísnum fjarri landi.
Kortið er dregið eftir gervitunglamynd frá í gær, 7. apríl. Spáð er norðaustanátt á Grænlandssundi næstu daga, sem ætti að halda ísnum fjarri landinu.
Hafískort byggt á gervitunglamyndum VIIRS (sýnilegt ljós), sem sýnir vel víðáttumikla hafísbreiðu. Ísröndin er næst landi 61 sml norðvestur af Straumnesi. Skammvinn suðvestanátt gæt flutt borgarís nær landinu, en síðan er spáð norðaustanáttum, sem ætti að halda ísnum fjarri.
Íströndin er 61 sml norðvestur af Straumnesi. |
Hafískort var teiknað eftir gervitunglamynd (blanda af innrauðu og sýnilegu ljósi) frá því um hádegi í dag, mán. 25. mars 2024.
Greina mátti meirihlutann af meginísröndinni á tunglmyndinni og mældist hún í um 74 sjómílna fjarlægð frá Barða þar sem hún var næst landi. Ísspangir og stakir jakar geta verið handan meginlínunnar nær landi.
Spár gera ráð fyrir að norðaustanátt verði allsráðandi á Grænlandssundi þessa viku og vindur ætti því ekki að að færa ísinn nær landi.
Hafís jaðarinn er vel pakkaður uppað aðalísnum og lítiuð um spangir enda þéttir norðaustanáttin ísnum uppað þétta samfrosna ísnum.
Ísjaðarinn er í um 75 sjómílna fjarlægð NV af Kóp.
Fáar gervitunglamyndir eru í boði og er óvissa um nyrðri hluta ísjaðarsins.
Hafísjaðarinn er næst landi 75 sjómílur norðvestur af Straumnesi. Spáð er norðaustanátt á Grænlandssundi næstu daga og því ætti vindur ekki að færa ísinn nær landi.
Hafísjaðarinn er næst landi 59 sjómílur norðvestur af Kópi. Næstu vikuna verður norðaustanátt ríkjandi á svæðinu og því ætti hafísjaðarinn ekki að færast nær landi.
Hafísjaðarinn er næst landi 70 sjómílur norðvestur af Látrabjargi. Næstu vikuna verður norðaustanátt ríkjandi á svæðinu og því ætti hafísjaðarinn ekki að færast nær landi.
Hafísjaðarinn var um 55 mílur norðvestur af Straumnesi. Spáð er norðaustanátt á Grænlandssundi næstu daga og því ætti vindur ekki að færa ísinn nær landi.
Á grevitunglamyndum sést mikill hafís á svæðinu, að hluta innan miðlínu, en eins má reikna með borgarís á víð og dreif. Stíf norðaustanátt í dag, en snýst síðan í vestan- og suðvestanátt sem mun færa borgarjaka nær landi.
Ísjaðarinn er um 59 sml norðvestur af Straumnesi |
Hafískort var teiknað eftir SAR gervitunglamynd frá því kl. 8:22 í morgun, mán. 5. feb. 2024.
Greina mátti meirihlutann af meginísröndinni á tunglmyndinni og mældist hún í um 57 sjómílna fjarlægð frá Straumnesi þar sem hún var næst landi. Ísspangir og stakir jakar geta verið handan meginlínunnar nær landi.
Frá mánudegi til fimmtudags eru norðan- og norðaustanáttir algengastar á Grænlandssundi og vindur ætti því ekki að að færa ísinn nær landi.
Hafískort frá dönsku Veðurstofunni dags. 31.01.2024
Nýmyndaður Flöguís á staðsettningu 65.55N, 27.54W, SOG11,4 kn. COG 067° og 21 sml til Vest suðvesturs, yfirborðs hitastig fór niður í -1,7 °C sást allstaðar í kringum skipið og það sem ég sá út frá skipnu.
Leit út fyrir stórt svæði af nýminduðum ís. Constant á milli seinustu staðsettningu og þessarar.
Sea ice map |
Lítið er af nothæfum gervitunglamyndum og auk þess er skýjað í svæðinu. Hafís er greint í VIIRS gervitunglamyndum milli skýjanna en það er mögulegt að hafís og ísjakar séu til hvar það er ekki greint á myndinu. Uppfærsla kemur þegar ný gögn eru komin inn.
Skip tilkynnir mikinn hafís í kringum staðsetningu, 67°38,560N 020°16,080W. Ís allt í kring en autt til SA.
Sea ice map |
Hafískort dregið eftir ratsjármyndum Sentinel-1 gervitunglsins frá morgni 14. janúar 2024. Meginísröndin var næst landi um 59 sjómílur norðvestur af Straumnesi. Það er útlit fyrir að norðaustanátt verði ríkjandi á svæðinu næstu daga svo ísinn ætti ekki að reka nær landi af völdum vinds.
Hafískort dregið út frá gervitunglamyndum frá 5. og 9. janúar. Hafísinn er næst landi 65 sjómílur norðvestur af Straumnesi. Næstu daga er útlit fyrir suð- og vestlægar áttir og því gæti hafís rekið nær landi en um helgina snýst í norðaustanátt og þá ætti ísinn að fjarlægjast Ísland.
Ísröndin er um 65 sjómílur norðvestur af Straumnesi. |
Örfáar nothæfar gervitunlamyndir voru tiltækar. Hafískortið er því að mestu byggt á sjávarhita- og hafísspá Evrópsku veðurreiknimiðstöðvarinnar (ECMWF), sem óhjákvæmilega veldur óvissu í útbreiðslu hafíss. Varlega áætluð fjarlægðar hafísrandar er 62 SML norðvestur af Gelti. Veðurspár gera ráð fyrir norðaustanátt fram á laugardag, þ.a. haf- og borgarís ætti ekki að nálgast landið í bili a.m.k.
Varlega áætluð stysta fjarlægð hafíss er 62 SML |