Ísinn hefur færst nær landi í nótt, skv. skipatilkynningu. Hér er ískort með nýjum upplýsingum frá því í nótt og morgun. Ísbreiðan er 35 sjómílur vestur af Aðalvík og 21 sjómílu NNV af Horni. Ratsjármyndin náði aðeins yfir austasta hluta ísbreiðunnar (hvítt) og því sést ísbreiða gærdagsins einnig á kortinu (grátt).
Hafískort gert af Ingibjörgu Jónsdóttur, HÍ. |
Samkvæmt gervitunglamyndum voru tæpar 28 sjómílur í hafís NNV af Horni í kvöld. Það geta verið jakar nær þó þeir greinist ekki á myndunum. Ísinn er talsvert austar en hann var í gær. Það á að snúast til NE áttar á morgun þannig að vonandi heldur hann sig fjarri landi.
Þyrla tilkynnti kl. 14:50 að ísrönd væri 32 sjómílur NNA af Horni og liggi í ANA. Að sögn er ísinn búinn að vera á hröðu reki til vesturs.
Sea ice map |
Hafísspöng var 6,5 sjómílur V og VNV af Ritur við Aðalvík klukkan 08:22 í morgun.
Það er NA átt sem stendur og skv. því ætti ísinn frekar að fjarlægjast, en hins vegar geta straumar haft áhrif og því ekki útilokað að spöngin komi eitthvað nær.
Mynd gerð af Ingibjörgu Jónsdóttur, HÍ. |