Hafístilkynningar - 2023

25. des. 2023 11:24 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort byggt á gervitunglamyndum Sentinel-1 og ískortum Dönsku Veðurstofunnar (DMI). Ísröndin er um 46 sml norðvestur af Gelti. Norðaustanáttir næstu daga ætti að halda borgarís fjarri landinu.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Ísröndin er um 46 SML út af Gelti.

19. des. 2023 15:00 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort var teiknað eftir SAR gervitunglamynd frá því kl. 8:22 í morgun, þri. 19. des. 2023.
Greina mátti stóran hluta af meginísröndinni á tunglmyndinni og mældist hún í um 31 sjómílna fjarlægð frá Straumnesi þar sem hún var næst landi. Ísspangir og stakir jakar geta verið handan meginlínunnar nær landi.
Frá miðvikudegi og út vikuna er spáð norðaustanátt á Grænlandssundi og vindur ætti því ekki að að færa ísinn nær landi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

13. des. 2023 12:05 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort byggt á myndum frá SENTINETL1-gervitunglinu frá 11 til 13 desember 2023. Mjó spöng er greinanleg um 36 sjómílur N af Horni, en lengra er í þéttan ís. Aðallega suðvestlægar áttir næstu daga og það er væntanlegt að ísinn nálgast landi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

11. des. 2023 15:41 - Byggt á gervitunglamynd

Kort dagsins er byggt á veðurtunglamynd frá 9 desember. Hafísinn virðist vera allþéttur og er næst landi 46.5 sjómílur norðvestur af Straumnesi. Líkur eru á að SV-átt verði ríkjandi seinni hluta vikunnar og líklegt að ísinn breyti um rekstefnu.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

07. des. 2023 08:23 - Byggt á gervitunglamynd

Ískort frá Háskóla Íslands, byggt á Sentinel-1 ratsjár mynd frá 7. desember kl. 08:23

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

05. des. 2023 12:55 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort byggt á ratsjármynd frá Sentinel1 gervitunglinu. Ekki fékkst mynd af öllu svæðinu. Það verður yfirleitt austan- og norðaustanátt á svæðinu næstu daga.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

02. des. 2023 08:13 - Byggt á gervitunglamynd

Ísinn var 23 sjómílur norður á Hornströndum þegar ratsjármyndin var tekin í morgun kl. 8:13. Það er talsverð nýmyndun á svæðinu.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

01. des. 2023 13:00 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort byggt á mynd frá VIIRS-gervitunglinu frá 01.12.2023 kl. 13:00. Mjó spöng er greinanleg um 24 sjómílur N af Horni, en lengra er í þéttan ís. Í dag hefur verið hægur vindur á svæðinu, en á morgun og næstu daga er útlit fyrir norðaustanátt.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

29. nóv. 2023 19:07 - Byggt á gervitunglamynd

Ískort sem byggt er á gervitunglamynd, SENTINEL-1 frá því kl 19:07.
Næst landi er mjög gisinn ís 20 sjómílur NNV af Kögri.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Hafískort byggt á gervitunglamynd 29.11.2023 kl 19:07.

29. nóv. 2023 07:50 - Byggt á gervitunglamynd

Kort frá Háskóla Íslands

Uppfært ískort skv. gervitunglamynd frá því klukkan 07:50 í morgun. Ísinn er nú 23 sjómílur norðan við Hælavíkurbjarg. Myndin náði aðeins yfir austasta hluta svæðisins, og því er jaðarinn frá 27.11. hafður með á kortinu, en skyggður.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

27. nóv. 2023 23:34 - Byggt á gervitunglamynd

Hafísinn var 28 sjómílur norður af Kögri í morgun, nokkuð þéttur. Gæti færst aðeins nær næsta sólarhringinn áður en norðaustanáttirnar taka yfir.
Einnig mátti sjá nokkra borgarísjaka, bæði innan og utan ísbreiðunnar.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

27. nóv. 2023 12:00 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort byggt á ratsjármynd frá Sentinel1 gervitunglinu. Ekki fékkst mynd af öllu svæðinu. Meginísjaðarinn er í um 65 sjómílna fjarlægð NNV af Straumnesi. Útlit er fyrir suðvestanátt á morgun, þriðjudag, en síðan er útlit fyrir norðaustlægar áttir, og þá ætti ísinn ekki að reka nær landinu vegna vinds.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

20. nóv. 2023 18:44 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort byggt á ratsjármyndum frá Sentinel1 gervitunglinu. Hafísinn er um 60 sjómílna fjarlægð NV af Straumnesi. Útlit er fyrir suðvestanátt á svæðinu næstu daga og því líkur á því að hafísinn reki nær landi. Í lok vikunnar verða hins vegar fremur hægar breytilegar áttir og þá ætti lítið að breytast.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

13. nóv. 2023 12:00 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort byggt á ratsjármyndum frá Sentinel1 gervitunglinu. Hafísinn er ennþá talsvert fyrir innan miðlínu en næst landi var hann í um 95 sjómílna fjarlægð NNV af Straumnesi. Ekki fékkst mynd af öllu svæðinu. Útlit fyrir norðaustlægar áttir á svæðinu næstu daga, svo ísinn ætti ekki að reka nær Íslandi af völdum vinds.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

06. nóv. 2023 13:36 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort byggt á VIIRS-gervitunglamyndum og ískorti Dönsku veðurstofunnar (DMI). Austan- og norðaustanáttir næstu daga ættu að halda borgarís fjarri landinu.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Ísröndin er um 114 sml norðnorðvestur af Kögri

30. okt. 2023 15:00 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort var teiknað eftir gervitunglagögnum (SAR gögn og myndir með innrauðu og sýnilegu ljósi) frá því í dag og í gær. (mán. 30. okt. og sun. 29. okt.)
Hafís er að aukast á svæðinu og greina mátti stóran hluta af meginísröndinni, mældist hún í um 98 sjómílna fjarlægð frá Straumnesi þar sem hún var næst landi. Ísspangir og stakir jakar geta verið handan meginlínunnar nær landi.
Norðaustanátt er ríkjandi á Grænlandssundi þessa vikuna, en vindhraði fremur hægur þangað til eftir miðja viku. Vindur ætti því ekki að að færa ísinn nær landi þessa vikuna.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

23. okt. 2023 13:18 - Óskilgreind tegund athugunar

Lítið er af nothæfum gervitunglamyndum, en nýtt útbreiðslukort frá dönsku veðurstofunni fylgir hér. Nú er farið að bera á útbreiðslu íss í nágrenni Scoresbysunds og í nokkrum fjörðum þar suður af. Eins má búast við borgarís á stangli.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

16. okt. 2023 16:28 - Byggt á gervitunglamynd

Hafís langt frá landi (um 150 sjómílur norður af Sraumnesvita) skv. gervitunglamyndum frá því í gærmorgun (15. okt.). Engir borgarísjakar greinanlegir á myndum. Litlar upplýsingar vestur af 28W, en skv. hafískorti frá dönsku veðurstofunni sem gefið var út í dag má reikna með borgarísjökum nálægt strendur Grænlands.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Byggt á gervitunglamyndum (frá 15. okt) og DMI hafískortum (frá 16. okt).

03. okt. 2023 14:33 - Óskilgreind tegund athugunar

Engin nýmyndun hafíss nema inni á stökum fjörðum. Mögulega er eitthvað af borgarís á stangli en þó sjást engir á tunglmyndum. Norðaustlægar áttir verða ríkjandi á svæðinu næstu vikuna og því munu þeir jakar sem eru á svæðinu færast nær Grænlandi.

25. sep. 2023 11:56 - Óskilgreind tegund athugunar

Hafískort frá DMI.dk sýnir litla nýmyndun hafíss, nema ef vera skildi inná fjörðum. Eitthvað er um borgarís á reki en allmennt er meginhluti þeirra vel vestan miðlínu. Ekki er útilokað að ís sé á stangi í íslensku lögsögunni.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

18. sep. 2023 16:21 - Óskilgreind tegund athugunar

Lítil sem engin hafísmyndun, einungis takmarkaður hafís við Grænlandsströnd samkvæmt heimasíðu Dönsku veðurstofunnar (https://www.dmi.dk/gronland/is/). Reikna má með stökum borgarísjökum á Grænlandssundi, en norðaustanátt næstu daga ætti að halda þeim fjarri landinu.

11. sep. 2023 22:59 - Skip

Borgarísjaki, sést vel á ratsjá.

Hnit á stökum hafís

  • 67:00:77N, 23:56:30W
  • 66:54:07N, 24:23:05W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Sea ice map

11. sep. 2023 18:47 - Skip

Kl. 18:47 í dag 11. Sept 2023 upplýsir vakthafandi á togskipinu TFUT/TÓMAS ÞORVALDSSON eftirfarandi:

Tilkynnir borgarísjaka á stað.

67°00,77N - 023°56,30W

66°54,7N - 024°23,5W Sjálst vel í ratsjá.

Hnit á stökum hafís

  • 67:00.77N, 023:56.30W
  • 66:54.7N, 024:23.5W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Sea ice map

11. sep. 2023 14:07 - Óskilgreind tegund athugunar

Lítil sem engin hafísmyndun byrjuð, hafís takmarkaður við strönd Grænlands samkvæmt DMI.dk. Þó geta stöku borgarísjakar verið á ferð í Grænlandssundi.

04. sep. 2023 11:05 - Óskilgreind tegund athugunar

Lítil sem engin hafísmyndun byrjuð. Borgarís á stangli, sést allmennt vel í ratsjá. Mynd klippt úr hafís korti DMI.dk frá 3 september.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

27. ágú. 2023 12:00 - Flug Landhelgisgæslunnar

Gæsluflug um Faxaflóa,Breiðafjörð, Vestfirði, N-mið og djúp.

Kl. 1218, borgarísjaki á stað 65°53‘N 028°57‘V, mældist 440m langur.284° 112sjml frá Látrabjargi.
Kl. 1224, borgarísjaki á stað 66°34‘N 029°15‘V, mældist 320m langur.311° 101sjml frá Látrabjargi.
Kl. 1253, borgarísjaki á stað 67°16‘N 025°25‘V, mældist 200m langur. 73sjml NV af Straumnesi.
Kl. 1257, borgarís á stað 67°03‘N 035°00‘V, 57sjml NV af Straumnesi. Gríðarstór.

Hnit á stökum hafís

  • 65:53N, 28:57W
  • 66:34N, 29:15W
  • 67:16N, 25:25W
  • 67:03N, 35:00W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Sea ice map

22. ágú. 2023 08:32 - Óskilgreind tegund athugunar

Samkvæmt DMI.dk er hafís útbeiðsla í algjöru lágmarki. Á gervitunglamyndum er ekki greinanlegur ís en á ískorti dönsku veðurstofunar sét minniháttar ís við strönd Grænlands.
Engu að síður getur verið stöku borgarís eða íshrafl á reki á Grænlandssundi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

15. ágú. 2023 11:20 - Byggt á gervitunglamynd

Hafíssinn heldur sig mjög nálægt Grænlandi. Hins vegar gætu verið eintakir ísjakar á stóru svæði.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

07. ágú. 2023 15:00 - Flug Landhelgisgæslunnar

Tveir borgarísjakar á stað 66°36N og 027°30V, 300 metra jaki og 480 metra jaki. Stöku jakar fyrir utan lögsögumörkin Grænlandsmegin.
Staðsetningar á minni ísjökum innan lögsögumarka:
66°42N-025°28V
66°46N-025°42V
67°03N-026°19V
67°03N-026°07V
67°09N-026°09V
66°34N-027°31V

Hnit á stökum hafís

  • 66:36N, 27:30W
  • 66:42N, 25:28V
  • 66:46N, 25:42V
  • 67:03N, 26:19V
  • 67:03N, 26:07V
  • 67:09N, 26:09V
  • 66:34N, 27:31V

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Sea ice map

07. ágú. 2023 13:41 - Byggt á gervitunglamynd

Nýjar tunglmyndir sýna engan hafís á Grænlandssundi en ekki er útilokað að stakir jakar séu á svæðinu án þess að þeir sjáist á tunglmyndum.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Styddu til að skoða stærri mynd

01. ágú. 2023 11:00 - Flug Landhelgisgæslunnar

Þyrla LHG var í eftirlitsflugi í dag, um 11:00 var hún á Húnaflóa.

Borgarísjaki á stað 66°22.06'N - 021°40.55'V.
Ísjaki strandaður, sami og hafði fundist þar í flugi frá 27.07.23 en virtist minni og gróflega áætlað að tæplega helmingur hans hafi brotnað af.

Hnit á stökum hafís

  • 66:22.06N, 21:40.55W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Sea ice map

31. júl. 2023 12:00 - Byggt á gervitunglamynd

Kortið er dregið eftir gervitunglamynd frá 30. júlí. Hluti af svæðinu sást á myndinni, ísinn var næst landi um 75 sjómílur frá Strau

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

28. júl. 2023 07:01 - Flug Landhelgisgæslunnar

Iceberg 130x100m stuck in shallow sea. Could move again, bits the size of cars could drift from it.

Hnit á stökum hafís

  • 66:22:64N, 21:41:30W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Sea ice map
Styddu til að skoða stærri mynd

24. júl. 2023 17:49 - Óskilgreind tegund athugunar

Skýjað á Grænlandssundi og því sést ekki til hafíss, en líklega er ísröndin utan miðlínu. Reikn má með fjölda borgarjaka, jafn vel nærri Vestfjörðum og Ströndum. Norðaustanátt næstu daga ætti að bægja borgarjökum frá landinu.

22. júl. 2023 14:22 - Skip

Stranded iceberg reported located by Óðinsboði out of Húnaflói.

Hnit á stökum hafís

  • 66:22:59N, 21:37:00W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Sea ice map

17. júl. 2023 14:53 - Byggt á gervitunglamynd

Hafísröndin er dregin eftir gervitunglamyndum frá 16. júlí (heil lína) og hafískortum DMI (brotalína). Hafísinn mælist 60 sjómílur frá landi. Hægir vindar á næstunni.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

14. júl. 2023 04:36 - Skip

this morning at 04:36 UTC in position Lat. 66°25.25' N 021°43.00' W an iceberg was sighted.
The "type" was a tabular, size was about 200 m length, 30 m height.

Hnit á stökum hafís

  • 66:25.25N, 21:43.00W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Sea ice map

11. júl. 2023 11:00 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort dregið eftir gervitunglamynd frá 11. júlí. Hafísinn mælist 65 nm frá landi en sá ís er mjög gisinn. Útlit er fyrir norðaustlægar og austlægar áttir næstu daga svo að hafís ætti ekki að reka mikið nær landi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

10. júl. 2023 01:11 - Skip

3-4 meðalstórir ísjakar, sjást ekki það vel eru uþb á staðsetningu 66°18.024' N - 21°33.186' W í og kringum þetta svæði, örugglega 5 NM

Hnit á stökum hafís

  • 66:18.024N, 21:33.186W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Sea ice map

07. júl. 2023 11:35 - Flug

borgarísjaka á stað 66°25N-21°44V. Mjög líklega strandaður, allavega nær ferðlaus. Er tæpar 11 sml frá landi. Mikið af minni jökum í grend.

Varhugavert fyrir siglingar. Núna kl 1135 7.júlí eru minni jakarnir dreifðir í um 3sml radius frá þeim stóra.

Hnit á stökum hafís

  • 66:25N, 21:44W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Sea ice map

07. júl. 2023 01:16 - Flug

Kl 0953, Borgarís á stað 65°57N-024°47V rekur í SA ca 0,5-1 sml og sést illa á radar. Minni jakar eru í grennd.

Hnit á stökum hafís

  • 65:57N, 024:47W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Sea ice map

06. júl. 2023 17:10 - Skip

Skip tilkynnir um borgarísjaka sem er yfir 100m breiður á 66° 06,389’ N 024° 27,343’ W
16,6 Nm, í stefnu 290° frá Fjallaskaga.

Hnit á stökum hafís

  • 66:06.389N, 24:27.343W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Sea ice map

06. júl. 2023 10:16 - Byggt á gervitunglamynd

Þrír borgarísjakar nálægt landi:
66°38,13N, 21°20,37W
66°28,3,N, 21°52,17W
66°16N, 23°27,57W

Hnit á stökum hafís

  • 66:38.13N, 21:20.37W
  • 66:28.3N, 21:52.17W
  • 66:16.0N, 23:27.57W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Sea ice map
Styddu til að skoða stærri mynd
Sea ice map

05. júl. 2023 09:54 - Skip

Tilkynning frá skipi um borgarísjaka á 66°37,6´N - 021°43,1´V :

Ekki mikið upp í loftið en mjög stór, sést vel í Ratsjá.
Færist í SV með 0,7 hn hraða (vindur nú úr réttvísandi 010° 11 m/s).

Hnit á stökum hafís

  • 66:37.6N, 21:43.1W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Sea ice map

04. júl. 2023 00:50 - Byggt á gervitunglamynd

Hafís við Ísland

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

03. júl. 2023 19:00 - Byggt á gervitunglamynd

Stóri þríhyrningslaga jakinn var á 66°51'N 21°5'30"W klukkan sjö í kvöld, skv. SENTINEL-1 ratsjármynd.

Hnit á stökum hafís

  • 66:51:00N, 21:05:30W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Sea ice map
Styddu til að skoða stærri mynd

03. júl. 2023 17:57 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort dregið eftir gervitunglamynd frá 3. júlí. Borgarísjakar eru merktir eftir upplýsingum úr flugi LHG. Útlit er fyrir norðlægar áttir á svæðinu í vikunni og því mun hafís ekki færast nær landi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

03. júl. 2023 14:11 - Flug Landhelgisgæslunnar

Borgarísjaki á stað 66°40N-23°07V

80x50 m á stærð

12sml N af Kögri.

Hnit á stökum hafís

  • 66°40N, 23°07W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Sea ice map
Styddu til að skoða stærri mynd

03. júl. 2023 13:48 - Flug Landhelgisgæslunnar

Borgarísjaki á stað 66°51N-20°55V.

450x300 m á stærð þríhyrningslaga.

41 sml NA af Horni og 47sml NV af Skagatá.

Hnit á stökum hafís

  • 66°51N, 20°55W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Sea ice map
Styddu til að skoða stærri mynd

01. júl. 2023 13:38 - Skip

Í takmörkuðu skyggni hafa 2 ísjakar sést norður af landi, 66°31.5 N – 23°00.0 V. Annar ísjakinn er stór og hinn lítill. Sá stærri er 30 m í þvermál og 5-6 m hár. Skip í nágrenni hafa fengið skilaboð gegnum VHF.

Hnit á stökum hafís

  • 66:31.5N, 23:00.0W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Sea ice map

28. jún. 2023 00:09 - Skip

Ísjaki sést á radar á stað 66°30,942N 021°21,286V og rekur í átt 220°. Sést vel í radar en það er svarta þoka á svæðinu.

Hnit á stökum hafís

  • 66:30.942N, 21:21.286W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Sea ice map

27. jún. 2023 08:30 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort dregið eftir radarmyndum Sentinel-1 gervitunglsins frá 27.06.2023 kl. 08:29 og 08:30. Myndirnar þekja ekki austasta hluta svæðisins. Ísinn er gisinn og meginísröndin er næst landi um 60 sjómílur norðvestur af Straumnesi. Þó er líklegt að einhverjir jakar leynist nær landi. Það er útlit fyrir norðaustlægar áttir á svæðinu næstu daga svo ísinn ætti ekki að reka nær landi af völdum vinds.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

26. jún. 2023 10:02 - Byggt á gervitunglamynd

Kort frá Ingu Jóns í Háskóla Íslands:"Talsverðar breytingar á ísþekjunni síðastliðna tvo sólarhringa en líklegt að einhverjir jakar séu enn "eftir" þ.e. utan merktra hafíssvæða á kortinu þó þeir greinist ekki á gervitunglamyndunum. Kortið sýnir aðeins ástandið á austurhluta svæðisins. Gráa svæðið (ástand hafís óþekkt) er haft þar sem ís var í síðustu athugun frá því svæði - gróflega teiknað þó".

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Kort frá Ingu Jóns í Háskóla Íslands:"Talsverðar breytingar á ísþekjunni síðastliðna tvo sólarhringa en líklegt að einhverjir jakar séu enn "eftir" þ.e. utan merktra hafíssvæða á kortinu þó þeir greinist ekki á gervitunglamyndunum. Kortið sýnir aðeins ástandið á austurhluta svæðisins. Gráa svæðið (ástand hafís óþekkt) er haft þar sem ís var í síðustu athugun frá því svæði - gróflega teiknað þó".

24. jún. 2023 10:11 - Byggt á gervitunglamynd

Ingibjörg Jónsdóttir hjá Háskóla Íslands sendi uppfærða mynd í morgun af Hafísjaðrinum byggða á gervihnattagögnum. Hafísinn er enþá á svipuðum slóðum og fyrir þremur dögum.

21. jún. 2023 23:39 - Flug Landhelgisgæslunnar

Kort sem byggir á hafísflugi Landhelgisgæslunnar fyrr í dag og nokkrum gervitunglamyndum. Það er talsverð færsla á ísnum, sem sést vel þegar bornar voru saman gervitunglamyndir frá því í hádeginu annars vegar og um klukkan sjö í kvöld hins vegar, auk upplýsinga sem komu fram í fluginu.

Stakir jakar voru í 9 sjómílna fjarlægð frá Hornströndum, en lengra var í þéttari ís.

Þar sem svo mikill munur er á þéttleika íssins, er honum skipt upp í Mjög gisinn hafís og Gisinn hafís á kortinu.

Kort og upplýsingar: Ingibjörg Jónsdóttir

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

20. jún. 2023 10:34 - Byggt á gervitunglamynd

Kortið var dregið eftir gervitunglamynd frá í gærkvöldi, 19. júní. Myndin náði aðeins yfir vesturhluta svæðisins.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

19. jún. 2023 07:58 - Byggt á gervitunglamynd

Mynd frá HÍ (Ingibjörgu Jónsdóttur)
Hafísinn er nú (kl. 07:58 í morgun) tæpar 20 sjómílur frá landi norðan við Hornstrandir og úti af Húnaflóa.
Þetta er að mestu leyti mjög gisinn hafís en þó eru þéttari spangir inni á milli.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

15. jún. 2023 00:12 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort var dregið eftir Sentinel-1 gervitunglamynd 14. júní 2023. Hafísinn er nú um 18 sml NNV frá Straumnesi.
Athugið að aðstæður geta breyst hratt og jakar og spangir geta verið utan merktra svæða.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

12. jún. 2023 08:06 - Byggt á gervitunglamynd

Hafísjaðar úti fyrir Vestfjörðum skv. gervitunglamyndum í morgun.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

12. jún. 2023 08:06 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort var dregið eftir Sentinel-1 gervitunglamynd, en vesturhluti svæðisins sást ekki á þeirri mynd. Skýjað var á svæðinu og því ekki hægt að nýta aðrar gervitunglamyndir.
Hafísinn er nú um 30 nm frá Kögri. Athugið að aðstæður geta breyst hratt og jakar og spangir geta verið utan merktra svæða.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

11. jún. 2023 23:52 - Byggt á gervitunglamynd

Breytingar í hafísþekju nú um helgina.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

10. jún. 2023 14:00 - Byggt á gervitunglamynd

Mynd frá Ingibjörgu Jónsdóttur byggð á Sentinel-1 gervitungli.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

10. jún. 2023 08:23 - Byggt á gervitunglamynd

Mynd frá Ingibjörgu Jónsdóttur byggð á Sentinel-1 gervitungli.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

10. jún. 2023 06:00 - Skip

66°30,2'N - 020°59,4'V
Skemmtiferðarskip sáu ís ferðast hægt til SV.
Samliggjandi ísfláki með stöku molum sem standa 1 meter upp úr sjó. Engir borgarísjakar.

Hnit á stökum hafís

  • 66:30.2N, 20:59.4W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Sea ice map

09. jún. 2023 19:00 - Byggt á gervitunglamynd

Hafís er staðsettur 29 sjómílur NA frá Geirólfsnúpi á Ströndum og 29 sjómílur NNV frá Rifsnesi á Skaga. Líkur eru að jakar séu staðsettir utan við hafísjaðarinn.

Sea ice is located 29 nm NE of Geirólfsnúpur on Strandir and 29 nm NNW of Rifnes in Skagi. Ice bergs are likely to be located outside the sea ice edge.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

09. jún. 2023 02:00 - Skip

Hafís sást frá skipi norður af Húnaflóa á 66°30,2´N - 020°59,4´V

Það var samliggjandi ísfláki með stöku molum sem standa 1 metra upp úr sjó.
Hann ferðast hægt til suðvesturs.


SEA ICE OBSERVATION FROM A SHIP
ICE FIELD REPORTED AT 63:30.2N 20:59.4W SLWY DRFT SW APROX 1 METER IN HEIGHT

Hnit á stökum hafís

  • 66:30.2N, 20:59.4W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Sea ice map

07. jún. 2023 19:15 - Byggt á gervitunglamynd

Ingibjörg Jónsdóttir frá Háskóla Íslands deildi með okkur hafískorti af af vestur hluta svæðisins frá því klukkan 19:15 í kvöld, byggt á Sentinel-1 gögnum (Copernicus EU).
Aðskilin spöng í 16 sjómílna fjarlægð norðvestur af Gelti. Lengra í megin ísinn (40 sjómílur nv af Gelti).
Ekki fengust gögn frá Húnaflóa í kvöld.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

07. jún. 2023 13:50 - Skip

Skip kom að ísrönd norður af Húnaflóa og fylgdi henni eftir til ASA. Ísinn er þéttur norðan ísrandar en gisinn ís og jakar á stangli sunnan við.

Hnit á hafísjaðri

  • 66:28.6N, 21:07.3W
  • 66:26.9N, 21:10.9W
  • 66:24.9N, 21:11.1W
  • 66:23.9N, 21:12.1W
  • 66:23.7N, 21:14.7W
  • 66:25.5N, 21:16.9W
  • 66:26.8N, 21:21.0W
  • 66:27.2N, 21:23.6W
  • 66:24.9N, 21:27.3W
  • 66:25.9N, 21:28.6W
  • 66:26.9N, 21:25.2W
  • 66:28.0N, 21:25.8W
  • 66:30.2N, 21:25.8W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Sea ice map
Styddu til að skoða stærri mynd
Styddu til að skoða stærri mynd
Styddu til að skoða stærri mynd

07. jún. 2023 08:00 - Byggt á gervitunglamynd

Rétt fyrir klukkan átta í morgun var hafís 15 sjómílur NV af Barða, 23 sjómílur N af Hornbjargi og 15 sjómílur NA af Drangahlíð á Ströndum. Spáð er áframhaldandi suðvestanáttum og því líklegt að ísinn færist nær landi og austar.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Sea ice map
Styddu til að skoða stærri mynd
Hafís á Grænlandssundi út frá gervihnattamyndum 7.6.2023.

06. jún. 2023 22:00 - Skip

Íshrafl sést fyrir norðan Ísland. Suðurhluti jaðarins er 20-25 sjómílur á lengd.
Staðsetning þar sem íssins varð vart: 66°39,4N - 21°47,1V
Staðsetning þar sem síðast sást til íss: 66°25,1N - 21° 2,0V

Hnit á hafísjaðri

  • 66:39.4N, 21:47.1W
  • 66:25.1N, 21:02.0W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Sea ice map

06. jún. 2023 14:54 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort var dregið eftir VIIRS gervitunglamynd sem var numinn 6. júní kl 14:00. Skýjað var á Grænlandssundi en þau voru þunn og með litablöndu var hægt að sjá áætla dreifingu hafíss. Þar sem hafíssinn mældist næst landi var 17 sml frá Geirhólma. Hafíssin mældist í 27 sml fjarlægð frá Hornbjargi og í 50 sml fjarlægð frá Sauðanesi. Talsvert er um ísspangir og má reikna með að þær séu lágreistar og sjást því illa á ratsjá.
Spáð er ríkjandi sunnan- og suðvestanáttum næstu daga og gæti ísinn á Grænlandssundi færst nær landi, en sá ís sem er úti fyrir Húnaflóa fjarlægist líklega landið.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Hafískort byggt á VIIRS gervitunglamynd sem var numinn klukkan 14:00, 6. júni.

04. jún. 2023 08:30 - Byggt á gervitunglamynd

Hafísinn er nú 23 sjómílur norðaustur af Hornbjargi. Með suðvestlægum áttum sem spáð er getur hann haldið eitthvað áfram austur á bóginn og eins gæti hann sveigst nær landi. Á kortið er merktur hafís sem sást á gervitunglamyndum í morgun og útbreiðslan eins og hún var í gær m.v. gervitunglamyndir.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Hafísjaðar byggður á gervitunglamyndum. Gervitunglamyndin náði ekki langt til vesturs í dag (4. júní), en á kortið er einnig merkt útbreiðsla íssins eins og hún var í gærmorgun. Myndin í dag var fremur óskýr og heldur erfið í túlkun.

02. jún. 2023 07:49 - Byggt á gervitunglamynd

Stök spöng frá 66°42'N 20°58'V til 66°48'N 20°46'V vel aðskilin frá megin ísnum.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Stök hafís spöng fyrir norðan land.

31. maí 2023 08:30 - Skip

Erum staddir beint norður af Hornbjargi 66°54,4607' N - 022°20,6772' V Þetta er syðsti punktur

Nyrst sést hún 57° sama breidd

Stór og þykk ísrönd sem teygir sig norður

ferð á henni eins og ég fæ upp af Radar, COG 080,3° SOG 1,8 kn

Stakir molar á stangli

Hnit á hafísjaðri

  • 66:54.4N, 22:20.6W
  • 66:57.0N, 22:20.6W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Sea ice map

30. maí 2023 06:00 - Byggt á gervitunglamynd

Mynd dagsins er byggð á radar mynd úr gervitungli. Talsvert er um spangir og allþéttan ís og eru líklega flestar spangirnar lágreistar og sjást það ílla á ratsjá. Næst landi er ísinn u.þ.b 25 sjómílur NV af Kögri.
Miðað við að SV-átt verði áfram er líklegt að hafísinn geti nálgast enn frekar.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

22. maí 2023 12:00 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort dregið eftir litmynd Sentinel-1 gervitunglsins frá 21. og 22. maí 2023. Ísröndin er 50 sml norður af Kögri. Suðvestlægar áttir verða ríkjandi. Því eru líkur á að ísinn reki nær landi vegna vinds.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

16. maí 2023 14:00 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort dregið eftir litmynd VIIRS gervitunglsins frá 14:00 16. maí 2023. Ísinn hafði rekið heldur nær landi síðan í gær, en næst landi var hann um 59 sjómílur NV af Straumnesi. Það var hálfskýjað á Grænlandssundi í dag, en á gervitunglamyndum í morgun sást ísspöng teygja sig nokkuð langt til suðurs út frá meginísröndinni. Það er útlit fyrir breytilegar áttir á svæðinu næstu daga, en suðvestlægar áttir verða líklega ríkjandi. Því eru líkur á að ísinn reki nær landi vegna vinds.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

15. maí 2023 15:28 - Flug Landhelgisgæslunnar

Tilkynnt var um hafís NV af Vestfjörðum. Er hann næst landi á eftirfarnadi stöðum: 64nm af Horni, 68 nm af Straumnesi, 103nm af Barðanum og 96nm frá Blakknesi.

Hnit á hafísjaðri

  • 66:13N, 29:09W
  • 66:03N, 28:07W
  • 67:03N, 27:50W
  • 66:59N, 27:23W
  • 67:10N, 26:23W
  • 67:20N, 26:05W
  • 67:19N, 25:49W
  • 67:15N, 25:46W
  • 67:15N, 25:05W
  • 67:42N, 23:10W
  • 67:31N, 21:48W
  • 67:30N, 21:16W
  • 68:07N, 19:45W
  • 68:28N, 19:53W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Sea ice map

08. maí 2023 18:40 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort er dregið eftir gervitunglamyndum frá laugardeginum 6. maí og sunnudeginum 7. maí. Hafísjaðarinn var næst landi 60 sjómílur norðvestur af Straumnesi. Næstu vikuna er útlit fyrir breytilegum áttum á svæðinu og því ætti ísjaðarinn að færast lítið.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

01. maí 2023 12:00 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískortið er dregið eftir gervitunglamynd í dag, 1. maí. Hafísjaðarinn var næst landi um 60 sjómílur norðvestur af Straumnesi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

30. apr. 2023 12:20 - Skip

Skip tilkynnir samfellda ísspöng, 3 sml að lengd, liggur austur vestur. Hnit 67°46,6N; 020°00,8V til 67°46,4N; 019°51V. Sést vel í radar. Sést í aðra rönd norður af þessari sem virðist dreifðari.

Hnit á hafísjaðri

  • 67:46.6N, 20:00.8W
  • 67:46.4N, 19:51.0W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Sea ice map

24. apr. 2023 11:47 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort byggt á gervitunglamyndum, m.a. Severi og Sentinel-1. Norðaustanáttir næstu daga munu líklega halda borgarís fjarri landinu. Ísröndin er um 58 sjómílur norðvestur af Straumnesi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Ísröndin er um 58 sml út af Straumnesi

17. apr. 2023 15:00 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort var teiknað eftir SAR gervitunglagögnum frá kl. 8:30, sun. 16. apríl 2023. Greina mátti stóran hluta af meginísröndinni og mældist hún í um 77 sjómílna fjarlægð frá Straumnesi þar sem hún var næst landi. Ísspangir og stakir jakar geta verið handan meginlínunnar nær landi.
Á mánudag og þriðjudag er spáð austlægri átt á Grænlandssundi sem ætti ekki að færa ísinn nær landi. Á miðvikudag og fimmtudag er útlit fyrir suðvestanátt sem gæti fært ísinn nær landi. Á föstudag er síðan spáð norðaustanátt á hafíssvæðinu.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

14. apr. 2023 07:28 - Byggt á gervitunglamynd

Kort dagdsins byggt á gervitunglamynd frá 13.04 kl 13:03. Ísröndin virðist vera stöðug og þétt og lítið um tungur sem bortna frá ísjaðarnum. Þó er líklegt að eitthvað se um íshrafl nærri meginísnum. Ísröndin er um 80 sjómílur norðvestur af Straumnesvita.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

27. mar. 2023 12:00 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort dregið eftir myndum frá AVHRR gervitunglinu og radarmyndum Sentinel-1 gervitunglsins. Myndirnar voru frá 27. mars 2023.
Hafísröndin er næst landi um 53 sjómílur norðvestur af Kögri, en stakir jakar eða rastir gætu þó verið handan meginlínunnar. Það er útlit fyrir norðaustlægar áttir á svæðinu næstu daga, svo hafísinn ætti ekki að reka nær landi af völdum vinds.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

20. mar. 2023 18:06 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort var teiknað eftir Sentinel1 gervitunglagögnum frá því í morgun (mánudaginn 20. mars) og áætlaði hafísjaðarinn var miðaður við Sentinel1 gervitunglamynd sem var numinn á laugardag (18. mars). Ísröndin er rétt rúmlega 50 sjómílur frá Straumnesi, þar sem hún er næst landi. Útlit fyrir ríkjandi norðaustlægar áttir og líklegt að hafísinn fjarlægist landið.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Hafískort dregið miðað við Sentinel1 gervitunglagögn, numin 20. mars og 18. mars.

18. mar. 2023 12:00 - Byggt á gervitunglamynd

Kort af lagnaðar- og fjarðarís byggt á SENTINEL-1 ratsjármynd frá gervitungli. Ísdreifing við landið er byggð á myndum frá því í gær, 17. mars, en hafísdreifing er síðan í morgun, 18. mars. Almenningur hvattur til að varast að fara út á ís í höfnum og fjörðum þar sem ísinn getur reynst ótryggur og rekið frá landi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Lagnaðar- og fjarðarís við norðanvert landið byggt á ratsjármyndum frá gervitunglum.

16. mar. 2023 10:17 - Athugun frá landi

Ísrönd í fjarðarmynni Siglufjarðar. Ca 1 km á lengd og 200 m breið. Ís sem hefur safnast í firðinum og er nú á leið út. Hnit ca 66.19N, 18.88W.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Ísrönd í fjarðarmynni Siglufjarðar
Styddu til að skoða stærri mynd
Ísrönd í fjarðarmynni Siglufjarðar
Styddu til að skoða stærri mynd
Ísrönd í fjarðarmynni Siglufjarðar

12. mar. 2023 14:00 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort var teiknað eftir MODIS og VIIRS gervitunglamyndum frá því í gær (sunnudag 12. mars). Ísröndin er 62 nm norðvestur af Straumnesi þar sem hún er næst landi. Útlit er fyrir norðaustlægar áttir næstu daga og ætti því hafísinn ekki að færast nær Íslandi. Skýjahula byrgði sýn svo að hitaskil í hafi sáust ekki greinilega.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

06. mar. 2023 13:37 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort dregið eftir SEVERI og AVHRR gervintunglamyndum dagsins. Íröndin er 61 sml út af Straumnesi, þar sem hún er næst landi, en búast má við borgarjökum mun nær landinu. Norðaustanátt á Grænlandssundi næstu daga ætti að halda borgarís fjarri landinu.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Ísröndin er 61 sjómílur norðnorðvestur af Straumnesi

27. feb. 2023 11:00 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort var teiknað eftir SAR gervitunglagögnum frá kl. 8:30, mán. 27. feb. 2023. Greina mátti megnið af meginísröndinni og mældist hún í um 80 sjómílna fjarlægð frá Straumnesi þar sem hún var næst landi. Ísspangir og stakir jakar geta verið handan meginlínunnar nær landi.
Á morgun (þriðjudag) snýst í stífa suðvestanátt á Grænlandssundi og ræður hún ríkjum þar fram á föstudag. Ísinn gæti því færst nær landi af völdum vinds næstu daga.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

23. feb. 2023 12:50 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískortið er teiknað eftir gervitunglamyndum frá 21. til 22. febrúar. Ísröndin er um 55 sjómílur norðvestur af Barða. Það verður aðallega sunnan- og suðvestanátt næstu daga en þá gæti ísinn færast nær Íslandi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Ísröndin er um 55 sjómílur norðvestur af Barða.

21. feb. 2023 15:41 - Byggt á gervitunglamynd

Svæðið að hluta hulið skýjum og því getur verið ís nær landi en skilin sýna. Aðal ísinn er í um 85 sjómílna fjarlægð norðvestur af Straumnesavita.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

13. feb. 2023 13:49 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískortið er teiknað eftir gervitunglamyndum frá 10. til 13. febrúar. Ísröndin er um 60 sjómílur norðvestur af Barða. Það verður aðallega sunnan- og suðvestanátt næstu daga en þá gæti ísinn færast nær Íslandi. Svo snýst í norðaustanátt á miðvikudag.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

31. jan. 2023 18:30 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískortið er teiknað eftir gervitunglamyndum frá 29. og 31. janúar. Ísröndin er um 60 sjómílur norðvestur af Látrabjargi. Norðaustlægar áttir verða ráðandi á svæðinu fram að helgi og því líklegt að hafísröndin færist fjær Íslandi. Um helgina er hins vegar útlit fyrir vestlæga átt og þá mun röndin færast nær Íslandi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

24. jan. 2023 12:00 - Byggt á gervitunglamynd

Ískortið er teiknað eftir gervitunglamynd frá 22. janúar. Ísröndin var þá næst landi rúmar 30 sjómílur norðvestur af Barða. Það er spáð suðvestlægri átt næstu daga og því má búast við að ísinn reki nær landi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

23. jan. 2023 04:11 - Skip

Skip tilkynnir um hafís, staðsetning: 66°10,2N – 024°48,6W.

Sjá myndir fyrir neðan.

 

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Styddu til að skoða stærri mynd
Styddu til að skoða stærri mynd

22. jan. 2023 16:50 - Skip

Skip tilkynnir kl. 16:50; 5 sml hafísrönd, ca. 30 sml frá Barða/Önundarfirði. Sjá meðfylgjandi mynd.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

16. jan. 2023 13:22 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort byggta á gervitunglamyndum, einkum Sentinel-1 tunglsins. Kortið sýnir talsverða ísbreiðu frá Grænlandi, sem teygir sig að hluta inn fyrir miðlínu, næst landi um 43 sjómilur út af Rytur. Borgarís líklega á víð og dreif um Grænlandssund mun nær landinu. Norðaustanáttir næstu daga ættu að hindra ísinn í að nálgast landið enn frekar.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Ísröndin er um 43 sml vestnorðvestur af Rytur

10. jan. 2023 10:00 - Byggt á gervitunglamynd

Í morgun (þri. 10. jan. 2023) bárust SAR mæligögn frá stærstum hluta Grænlandssunds og var hafískort teiknað eftir þeim gögnum.
Greina mátti megnið af meginísröndinni og mældist hún í um 60 sjómílna fjarlægð frá Straumnesi þar sem hún var næst landi. Stakir jakar eða rastir geta legið handan meginlínunnar nær landi.
Spáð er norðaustanátt á Grænlandssundi alla vikuna og hafísinn ætti því ekki að færast nær landi af völdum vinds.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

04. jan. 2023 14:44 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort dregið eftir radarmyndum Sentinel-1 gervitunglsins frá 02. og 03. janúar 2023 og VIIRS gervitunglsins frá 3. og 4. janúar 2023. Meginísröndin er um 45 sjómílur norðvestur af Gelti þar sem hún liggur næst landi. Það er útlit fyrir aðallega norðaustlægar áttir á svæðinu næstu daga, svo ísinn ætti ekki að reka nær Íslandi vegna vinds.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Ísröndin er um 45 sml út af Gelti.




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica