Hafístilkynningar - 2022

26. des. 2022 15:18 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort dregið eftir radarmyndum Sentinel-1 gervitunglsins frá 24. til 26. desember 2022 og VIIRS gervitunglsins frá 25. desember 2022. Meginísröndin er um 70 sjómílur norðvestur af Straumnesi þar sem hún liggur næst landi. Það er útlit fyrir aðallega norðaustlægar áttir á svæðinu næstu daga, svo ísinn ætti ekki að reka nær Íslandi vegna vinds.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Ísröndin er um 70 sml út af Straumnesi.

19. des. 2022 12:00 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort dregið eftir radarmyndum Sentinel-1 gervitunglsins frá 19. desember 2022. Ísinn hefur færst fjær landi í norðaustanáttum síðustu daga, og nú er meginísröndin um 78 sjómílur norðvestur af Gelti þar sem hún liggur næst landi. Það er útlit fyrir norðaustlægar áttir á svæðinu næstu daga, svo ísinn ætti ekki að reka nær Íslandi vegna vinds.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

12. des. 2022 21:37 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort er byggj á gervitunglamyndum, einkum Sentinel-1 og sýnir að að hafí hefur nálgast landið og er nú um 43 sml út af Gelti. Norðaustanáttir næstu daga ætti að halda ísröndinni í skefjum, þó að finna megi borgarís mun nær landi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Ísröndin er um 43 sml út af Gelti

12. des. 2022 02:40 - Skip

Skip tilkynnir um tvo Borgarísjaka á hnitum: 66°50´N, -023° 18´V og 66°52´N, -023°26´V
Sjást illa í ratsjá, þeir reka til NNA 1 KT.

SEA ICE OBSERVATION FROM A SHIP
TWO ICEBERGS REPORTED AT 66:50N, 023:18W AND 66:52N, 023:26W, DRFT NNE 1KT.
NOT EASILY SEEN IN RADAR

Hnit á stökum hafís

  • 66:50N, 023:18W
  • 66:52N, 023:26W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Sea ice map

05. des. 2022 12:00 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískortið var teiknað eftir gervitunglamynd frá í dag. Ísröndin var næst landi um 70 sjómílur norðvestur af Straumnesi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

28. nóv. 2022 14:50 - Byggt á gervitunglamynd

Dregið var hafískort með aðstoð SAR- og VIIRS-gervitunglamynda. Hafísinn helst fjarri landinu, næst 96 sml frá Straumnesi. Spáð er sunnan- og suðvestanáttum á Grænlandssundi næstu daga, þ.a. borgarís gæti nálgast landið.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Ísröndin er 96 sml norðvestur af Straumesi.

22. nóv. 2022 12:00 - Byggt á gervitunglamynd

Ekki hafa borist SAR gervitunglagögn frá hafíssvæðinu í gær og í dag (21., 22. nóv.). Hafískort var teiknað eftir SAR gögnum frá kl. 8:04, sun. 20. nóv. 2022. Einungis nyrsti hluti hafísrandarinnar var sýnilegur í þessum gögnum og því er staðsetning meginrandarinnar óviss þar sem hún er næst Íslandi.
Norðaustanátt er allsráðandi á Grænlandssundi alla þessa viku, stundum hvassviðri eða stormur. Hafísinn ætti því ekki að færast nær landi af völdum vinds, heldur að þéttast nær Grænlandi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

15. nóv. 2022 14:08 - Byggt á gervitunglamynd

Nýmyndun íss er hafin við Grænlandsstrendur. Ríkjandi norðaustanátt gerir það að verkum að ísinn rekur suður með Grænlandsströndum en færist ekki í átt að miðlínu Íslands.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

07. nóv. 2022 11:10 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort dregið eftir ratsjármyndum Sentinel-1 gervitunglsins frá 3. til 6. nóvember 2022. Ísröndin er um 100 nmi frá Straumsnesi. Það er útlit fyrir norðaustanátt á Grænlandssundi næstu daga. Ísinn gæti því þokast í átt til Íslands vegna vinds.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

31. okt. 2022 17:00 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort dregið eftir ratsjármyndum Sentinel-1 gervitunglsins frá 30. október 2022. Samfelldar hafísbreiður eru farnar að myndast nálægt Grænlandi, og einnig er nokkuð um staka ísjaka á þeim slóðum. Það er útlit fyrir norðaustanátt á Grænlandssundi næstu daga, en næst Grænlandi gæti þó snúist af og til í hæga suðvestanátt. Ísinn gæti því þokast í átt til Íslands vegna vinds, en ólíklegt að rekið verði mikið.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

24. okt. 2022 18:39 - Byggt á gervitunglamynd

Engann samfelldan hafís er að sjá á Grænlandssundi á gervitunglamyndum en eitthvað er um íshröngl. Spáð er norðaustanátt á svæðinu og því mun ís ekki berast nær landi, en um næstu helgi er útlit fyrir suðvestanátt og því gæti ís færst nær Íslandi.

17. okt. 2022 15:00 - Byggt á gervitunglamynd

Íshröngl er við Grænlandsstrendur, en ekki er samfelldan ís á sjá á Grænlandssundi. Stakir jakar geta verið nær Íslandi, spáð er suðvestanátt næstu daga og því líkur á að jakana reki nær Íslandi.

10. okt. 2022 13:30 - Byggt á gervitunglamynd

Enn virðist ekki vera samfelldur hafís á Grænlandssundi, en nokkuð íshröngl er við strönd Grænlands. SAR-gögn síðustu daga þekja ekki allt svæðið svo lítið er hægt að segja um staka jaka nær Íslandi. Í dag (mánudag) er suðaustanátt á Grænlandssundi. Síðan er útlit fyrir breytilega átt á svæðinu fram á fimmtudag, norðaustanátt nálægt Grænlandi en suðvestanátt nær Íslandi. Ísinn sem er við strönd Grænlands ætti því ekki að reka nær Íslandi vegna vinds.

04. okt. 2022 15:00 - Byggt á gervitunglamynd

Undanfarnar vikur hefur ekki verið samfelldur hafís á Grænlandssundi, eins og venja er á þessum árstíma. Hins vegar hafa verið stakir borgarísjakar á svæðinu og einnig úti fyrir Norðvesturlandi.
Lítið hefur borist af SAR-gögnum í gær og í dag (3., 4. okt.), en af þeim gögnum sem hafa borist má leiða að því líkur að stakir jakar séu enn á svæðinu og einnig gæti nýmyndun á ís verið að hefjast næst Grænlandi.
Í dag (þriðjudag) er norðaustan stormur á Grænlandssundi og því ættu ísjakar að fjarlægjast Ísland. Hægari breytileg átt á miðvikudag, fimmtudag og föstudag og þá gæti ísjaka rekið nær landi. Gengur líklega í hvassa norðaustanátt á laugardag sem ætti að þoka jökum fjær landi.

28. sep. 2022 12:05 - Athugun frá landi

Hafís tilkynning frá landi frá Hrauni á Skaga. Það er farið að brotna úr borgarísjaka sem er vestur af Hraunsmúla.

27. sep. 2022 13:29 - Byggt á gervitunglamynd

Enga nýmyndun hafíss við strendur Grænlands er að sjá á gervitunglamyndum. Hins vegar hefur orðið vart við borgarís á stangli og ætti öllu jafna að sjást vel á radar.

27. sep. 2022 13:19 - Skip

Skip meldar Borgarís á stað 66°32´N – 019°17´ V

Hnit á stökum hafís

  • 66°32N, 19°17W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Sea ice map

27. sep. 2022 08:18 - Skip

Borgarís á stað 66°28´N – 023°48´V eða 20 sjómílur NV frá Deild

Hnit á stökum hafís

  • 66°28N, 23°48W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Sea ice map

27. sep. 2022 08:13 - Skip

Borgarís á stað 66°20´N – 24°01 V eða 16 sjómílur NV frá Deild

Hnit á stökum hafís

  • 66°20N, 24°01W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Sea ice map

26. sep. 2022 10:53 - Flug Landhelgisgæslunnar

Tilkynnt um Borgarís 30 sml VNV af GRY stærð c.a. einn fótboltavöllur.
Iceberg 66°38´N-019°15´W about the size of a football field.

Hnit á stökum hafís

  • 66°38N, 19°15W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Sea ice map

21. sep. 2022 09:21 - Athugun frá landi

Tilkynning barst frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík um borgarísjaka u.þ.b. 10 km NNA af Reykjaneshyrnu, eða u.þ.b. 15 km, austur af Sæluskeri. Virðist strandaður.

Hnit á stökum hafís

  • 66:08:35N, 21:14:43W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Sea ice map
Styddu til að skoða stærri mynd
Drónamynd frá í gær 20/09/2022 Davíð Már Bjarnason.

20. sep. 2022 13:05 - Athugun frá landi

Hafísskeiti frá veðurstöðinni Litlu-Ávík, Borgarísjaki u.þ.b. 10 km austur af Sæluskeri (Selskeri). Virðist reka hægt til austurs. Sést frá landi.

20. sep. 2022 12:19 - Skip

Skip tilkynnir 2 borgarísjaka. Sjást vel á radar. Hreyfast í NV.

Hnit á stökum hafís

  • 67:05.5N, 20:44.1W
  • 67:03.5N, 20:41.6W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Sea ice map

19. sep. 2022 11:43 - Skip

Skip tilkynnir um borgarís. Stakir molar í kring sem sjást illa eða ekki í radar.

Hnit á stökum hafís

  • 66:24.4N, 21:25.3W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Sea ice map
Styddu til að skoða stærri mynd
Styddu til að skoða stærri mynd
Styddu til að skoða stærri mynd

13. sep. 2022 11:15 - Byggt á gervitunglamynd

Á SAR-myndum frá 11. og 12. september sást engin samfelld hafísbreiða á Grænlandssundi, en þó sáust stakir borgarísjakar. Í dag (13. september) snýst í suðvestanátt á Grænlandssundi og er útlit fyrir að hún verði ríkjandi fram undir helgi. Ísjakar gætu því færst nær Íslandi af völdum vinds.

05. sep. 2022 15:00 - Byggt á gervitunglamynd

Í gær og í dag (4. og 5. sept. 2022) hefur verið skýjað á Grænlandssundi og því ekki sést til hafíssvæðisins á tunglmyndum með sýnilegu og innrauðu ljósi. Í gær og í dag hafa borist SAR-gögn frá hluta svæðisins og virðist samfelldur hafís ekki vera um þessar mundir á Grænlandssundi, en á þeim myndum má greina staka borgarísjaka á svæðinu. Suðvestanátt er ríkjandi á Grænlandssundi í dag og fram yfir miðja vikuna og gætu ísjakar því færst nær landi af völdum vinds.

22. ágú. 2022 18:46 - Óskilgreind tegund athugunar

Ekki sést til hafíss á gervitunglamyndum.

16. ágú. 2022 11:31 - Óskilgreind tegund athugunar

Ekki sést í hafís á gervitunglamyndum, en tilkynning um borgarísjaka barst norður af Húnaflóa 14. ágúst (hnit. 66:39.0N, 20:49.6W)

14. ágú. 2022 18:51 - Skip

Skip tilkynnir um Borgarísjaka í Reykjafjarðálnum N-af Húnaflóa:

Staður 66°39,0´N - 020°49,6´V

Sést vel á Ratsjá, er kyrrstæður, ekki flatur

Sést berum augum 8 sml fjarlægð.

Hnit á stökum hafís

  • 66:39.0N, 20:49.6W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Sea ice map

08. ágú. 2022 15:44 - Óskilgreind tegund athugunar

Lítið sést til hafíss á gervitunglamyndum, en líklega er gisin hafísrönd nærri Grænlandi. Hins vega má reikna með borgarís á svæðinu, en austan- og norðaustanáttir næstu daga ættu að halda honum fjarri landinu.

30. júl. 2022 21:31 - Skip

Nokkrir stórir borgarísjakar á svæði nærri 66°40.7N - 26°48.4W.
Sjást vel á radar.

Hnit á stökum hafís

  • 66:40.7N, 26:48.4W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Sea ice map
Styddu til að skoða stærri mynd
Styddu til að skoða stærri mynd
Styddu til að skoða stærri mynd

26. júl. 2022 13:31 - Skip

Hafísskeyti barst veðurstofu frá skipi
kl. 1331 í dag. samkvæmt radar- 0.35 sml x 0.3 sml
Ferðast 1.3 sml. Hraða í 150 gráður r.v

ICE REPORT 26 07 2022 AT 1331 UTC
SEA ICE OBSERVATION FROM A SHIP
ICE FIELD 0.35 NM x 0.3 NM AT 66:36.3N 26:57.3W
ICI FIELD MOV TO 150 DEG AT 1.3 KT.

Hnit á stökum hafís

  • 66:36.3N, 26:57.3W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Sea ice map
Styddu til að skoða stærri mynd
Hafís
Styddu til að skoða stærri mynd
Hafís

26. júl. 2022 11:21 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort byggt á gervitunglamyndum Sentinel1 frá 22.-26. júlí. Gervitunglamyndir sýna mjög gísinn ís og spangir sem eru óskýrar á myndunum. Það verður suðvestlæg eða breytileg átt næstu daga en gæti ísinn borist nær landi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

18. júl. 2022 18:37 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort byggt á gervitunglamyndum Sentinel1 og AVHRR frá 16.-18. júlí. Fram að helgi verða breytilegar áttir en um helgina verður suðvestanátt. Ísjaðarinn ætti því ekki að breytast mikið fram að helgi en færast heldur nær landi um helgina.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

13. júl. 2022 10:55 - Flug Landhelgisgæslunnar

Úr skýrslu Landhelgisgæslunnar úr ískönnun í dag.
kl 10:26, borgarísjaki á stað: 66°07‘N – 028°42‘V, 182 metra breiður á hægu suður reki.
kl 10:32, borgarísjaki á stað: 66°29‘N – 028°23‘V, 160 metra breiður.
kl 10:36, borgarísjaki á stað: 66°40‘N – 027°40‘V, 500 m breiður.
kl 10:44, ísjaki á stað: 66°53‘N – 027°00‘V, 80 m breiður.
kl 10:54, ísjaki á stað: 67°06‘N – 025°30‘V, 170 m breiður.
kl 10:55, tveir borgarísjakar saman á stað: 67°11‘N 025°03‘V, jakarnir mælast 230 m breiðir.

Hafísrönd liggur milli eftirfarandi punkta:
66°58‘N – 026°48‘V
67°02‘N – 025°59‘V
67°13‘N – 025°41‘V
67°31‘N – 025°16‘V
67°30‘N – 024°41‘V
67°42‘N – 024°34‘V

Röndin er næst landi: 73 sjómílur NV af Straumnesi og 78 sjómílur NV af Barðanum.

Hnit á stökum hafís

  • 66:07:0N, 28:42:0W
  • 66:29:0N, 28:23:0W
  • 66:40:0N, 27:40:0W
  • 66:53:0N, 27:00:0W
  • 67:06:0N, 25:30:0W
  • 67:11:0N, 25:03:0W

Hnit á hafísjaðri

  • 66:58:0N, 26:48:0W
  • 67:02:0N, 25:59:0W
  • 67:13:0N, 25:41:0W
  • 67:31:0N, 25:16:0W
  • 67:30:0N, 24:41:0W
  • 67:42:0N, 24:34:0W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Sea ice map

12. júl. 2022 20:51 - Byggt á gervitunglamynd

Ískort byggt á gervinunglamyndum Sentinel1 gervitunglsins frá 9. og 11. júli. Á miðvikudag snýst í suðvestanátt sem gæti fært borgarís nær landinu. Ísjaðarinn er um 60 sjómílur út af Straumnesi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Ísröndin er um 60 SML út af Straumnesi

05. júl. 2022 12:00 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískortið var teiknað eftir ljósmynd frá 3. júlí. Skýjahula hefur verið yfir svæðinu síðustu daga og því ekki sést vel í hafísinn.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

27. jún. 2022 09:20 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort var teiknað eftir gervitunglamynd frá kl. 10:30, sunnudaginn. 26. júní 2022. Öll ísröndin sást á myndinni og mældist hún í um 60 sjómílna fjarlægð frá Barði þar sem hún var næst landi. Ísspangir og stakir jakar geta verið handan meginlínunnar nær landi. Spáð er norðaustlægum áttum á sundinu næstu daga, allhvass vindur til að byrja með en lægir seinnipart vikunnar. Ísinn ætti því að fjarlægast Ísland enn frekar næstu daga.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

20. jún. 2022 12:00 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort var teiknað eftir SAR gervitunglagögnum frá kl. 8:30, mán. 20. júní 2022. Greina mátti stóran hluta af meginísröndinni og mældist hún í um 40 sjómílna fjarlægð frá Straumnesi þar sem hún var næst landi. Ísspangir og stakir jakar geta verið handan meginlínunnar nær landi.
Á mánudagskvöld snýst í suðvestanátt á Grænlandssundi sem gæti mjakað ísnum nær landi. Síðdegis á þriðjudag snýst í allhvassa norðaustanátt sem ætti að færa ísinn fjær landi. Síðan er útlit fyrir norðan- og norðaustanátt á Grænlandssundi lengst af út vikuna og ætti hafísinn því ekki að færast nær landi af völdum vinds.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

13. jún. 2022 14:24 - Byggt á gervitunglamynd

Kort byggt á gervitunglamynd frá 12.06 kl 11:35. Töluvert er um ísspangir og særri íseyjar. Ekki er hægt að útiloka að ís sé nær Íslandi er kortið sýnir. Ís jaðarinn er í um 65 sjómílna fjarlægð norðvestur af Straumnesvita.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

06. jún. 2022 12:21 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort dregið eftir litmynd frá AVHRR gervitunglinu frá 6. júní 2022 kl. 12:21 UTC. Meginísröndin var næst landi um 43 sjómílur NV af Straumnesi, en stakir jakar eða rastir geta legið handan meginlínunnar. Útlit er fyrir breytilega vindátt á svæðinu næstu daga.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

23. maí 2022 12:00 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískortið er gert eftir veðurtunglamyndum frá 23. og 24. maí. Hafísröndin var næst landi um 90 sjómílur NNV af Straumnesi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

16. maí 2022 14:25 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort er byggt á gervintunglamyndum Sentinel-1 gervitunglsins síðastliðna tvo sólarhringa. Ísröndin er næst landi um 63 snjómílur út af Straumnesi. Norðaustanáttir næstu daga ættu að halda borgarís fjarri landinu.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Ísröndin er um 63 sjómílur út af Straumnesi

10. maí 2022 16:00 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort var teiknað eftir SAR gervitunglagögnum frá kl. 8:22, þri. 10. maí 2022. Greina mátti stóran hluta af meginísröndinni og mældist hún í um 72 sjómílna fjarlægð frá Straumnesi þar sem hún var næst landi. Ísspangir og stakir jakar geta verið handan meginlínunnar nær landi.
Spáð er ákveðinni norðaustanátt á Grænlandssundi alla vikuna, hafísinn ætti því ekki að færast nær landi af völdum vinds.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

02. maí 2022 14:26 - Byggt á gervitunglamynd

All þéttur ís er á Grænlandssundi og virðist jaðarinn vera í um 36 nm fjarlægð NV af Kögri. Mikið að ísnum næst Íslandi eru spangir. NA-læg átt ríkjandi næstu daga og líkur á að ísinn hörfi í átt að Grænlandi og þéttist þar.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

28. apr. 2022 08:23 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort frá Ingibjörgu Jónsdóttur hjá jarðvísindastofnun Háskóla Íslands.

Hafísröndin var næst landi um 40 sjómílur norðvestur af Straumnesi, en litlir flekkir eru í um 25 sjómílna fjarlægð.

Byggt á SENTINEL-1 ratsjármynd COPERNICUS EU & ESA.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Ingibjörg Jónsdóttir, 2022.

28. apr. 2022 00:43 - Óskilgreind tegund athugunar

Frá Háslóla Íslands:

Skv. ratsjármynd kvöldsins var hafís spöng í 42 sjómílna fjarlægð NV af Kögri.

Færist væntanlega eitthvað nær landi næstu daga (SV áttir á svæðinu fram að helgi skv. veðurspám).

25. apr. 2022 13:18 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort byggt á ratsjármyndum Sentinel-1 gervitunglsins frá 22-24. apríl 2022. Ís var næst landi um 65 sjómílur norðvestur af Straumnesi. Það er útlit fyrir hægan vind fram eftir vikunni svo ís ætti ekki að reka mikið.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

18. apr. 2022 11:37 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort byggt á ratsjármyndum Sentinel-1 gervitunglsins frá 18. apríl 2022. Ekki fengust myndir af öllu svæðinu, en sá ís sem sást var næst landi um 70 sjómílur norðvestur af Straumnesi. Það er útlit fyrir norðaustlægar áttir fram eftir vikunni svo ís ætti ekki að reka nær landi vegna vinds.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

11. apr. 2022 13:20 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort byggt á AVHRR gervitunglamyndum. Hafís er um 90 nm frá Straumnesi. Áframhaldandi norðaustlægar áttir næstu daga ættu að halda hafís frá landi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

04. apr. 2022 15:30 - Byggt á gervitunglamynd

Byggt á AVHRR mynd i dag. Áfram NA-lægar áttir sem halda hafís frá landi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

28. mar. 2022 17:30 - Byggt á gervitunglamynd

Ískortið var dregið eftir gervitunglamyndum frá Sentinel-1 frá því í dag og í gær, sem sýna vel ísjaðarinn um 71 sjómílur norðvestur af Straumnesi. Norðaustanáttir næstu daga ættu að halda borgarís fjarri landinu.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Ísjaðarinn er um 71 sml norðvestur af Straumnesi

21. mar. 2022 11:00 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort var teiknað eftir gervitunglagögnum frá 20. mars 2022. (SAR gögn ásamt myndum með sýnilegu og innrauðu ljósi). Greina mátti megnið af meginísröndinni og mældist hún í um 73 sjómílna fjarlægð frá Straumnesi þar sem hún var næst landi. Ísspangir og stakir jakar voru þó greinanlegir á stöku stað handan meginlínunnar nær landi.
Spáð er norðaustanátt á Grænlandssundi alla vikuna, stundum hvass vindur. Hafísinn ætti því ekki að færast nær landi af völdum vinds.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

18. mar. 2022 23:26 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort byggt á gervitunglamyndum Sentinel-1 gervitunglsins. Ísröndin er um 86 sjómílur út af Straumnesi. Spáð er suðvestanáttá sunnudag og því geta borgarjakar nálgast landið.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Ísröndin er um 86 sjómílur norðvestur af Straumnesi

08. mar. 2022 11:02 - Byggt á gervitunglamynd

Hafísjaðarinn er uþb. 170 sjómílur NV af Vestfjörðum.
Hrafl og stakir ísjakar virðast vera á Grænlandssundi en sjást illa á myndum.
Suðlægar áttir eru ríkjandi næstu daga, fyri rutan skammvina norðvestanátt á morgun og ísinn ætti því að fjarlægjast land.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

27. feb. 2022 08:22 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort teiknað eftir gervitunglamyndum frá sunnudeginum 27. febrúar 2022. Meginísröndin er um 90 sjómílur NV af Straumnesi en stakir jakar eða rastir geta legið nær landi. Það er hvöss norðaustanátt á Grænlandssundi í dag (mánudaginn 28. febrúar) en á morgun verður fremur hæg suðvestlæg átt. Í framhaldinu er síðan útlit fyrir austan- og norðaustanáttir og þá er ekki búist við að hafísinn færist nær Íslandi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

22. feb. 2022 18:49 - Byggt á gervitunglamynd

Kortið er teiknað eftir gervitunglamyndum frá 20. febrúar. Næstu daga er útlit fyrir norðaustanátt á Grænlandssundi og því mun ísjaðarinn færast fjær landi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

12. feb. 2022 19:00 - Byggt á gervitunglamynd

Kortið er teiknað eftir gervitunglamynd frá laugardeginum 12. febrúar. Spáð er norðaustlægri átt á Grænlandssundi næstu daga og því ekki búist við að hafísinn færist nær Íslandi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

11. feb. 2022 16:43 - Skip

Skip tilkynnir um 2 borgarísjaka út af Víkurál sem sjást þokkalega í radar.

Hnit á stökum hafís

  • 66:01.7N, 26:47.4W
  • 66:00.5N, 26:42.3W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Sea ice map

11. feb. 2022 12:00 - Byggt á gervitunglamynd

Á LANDSAT-9 gervitunglamynd, sem tekin var í hádeginu, sjást borgarísjakar og borgarbrot á Húnaflóa.
Það var skýjað á hluta svæðisins þannig að þetta er engan veginn tæmandi listi.
Stærsti jakinn var á 66,395N 21,482V (decimal gráður) en þaðan var slóð minni jaka til suðurs og austurs. Það mun áfram brotna úr stærri jökunum þannig þetta getur verið varasamt.
Fleiri jakar eru norðar.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

07. feb. 2022 17:17 - Óskilgreind tegund athugunar

Skýjað er á Grænlandssundi og ísröndin sást því ekki á ljósmyndum og engar nýjar, nothæfar gervitunglamyndir bárust. Hafískort því eingöngu byggt á MyOcean spálíkaninu. Norðaustanáttir næstu daga ættu að reka hafís burt frá landinu.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Áætluð ísrönd er um 24 sjómílur út af Kögri

03. feb. 2022 12:54 - Byggt á gervitunglamynd

Teiknað út frá radarmynd sem tekin var 3. febrúar 2022 kl 8:22 Hafísjaðar er nú 25 sjómílur norðvestur af Straumnesi en þar eru eftir talsverðar spangir. Megin hafísjaðar er um 50 sjómílur norðvestur af Sauðanesi. Norðaustlægar og norðlægar áttir ríkjandi næstu daga og ætti því hafísinn heldur að þokast frá landi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

02. feb. 2022 15:55 - Óskilgreind tegund athugunar

Veðurspá frá vakthafandi veðurfræðingi, Veðurstofu Íslands:
Síðdegis 02.02.2022: NA 15-20 m/s á norðanverðum Vestfjarðarmiðum, 15-23 á Grænlandssundi og vestantil á N-djúpi. V 3-5 næst landi og á Húnaflóa.
N 15-20 á Vestfjarðarmiðum og N 13-18 á Húnaflóa á morgun. Lægir á föstudag - A 5-13 á föstudagskvöld.
Hafís á Grænlandssundi rekur í SV en til S á morgun og á föstudag.
Borgarísjakinn á Húnaflóa rekur lítið í dag en síðan til suðurs.
Hinir 2 sem liggja norðar rekur í SV og síðan í S á morgun og föstudag en til vesturs á föstudagskvöld.

02. feb. 2022 11:00 - Skip

Ísspöng tilkynnt frá skipi á 67°41,5N og 19°42,7V liggur í NA. Einnig margir smájakar á stangli.

Hnit á stökum hafís

  • 67:41,5N, 19:42,7W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Sea ice map

01. feb. 2022 23:02 - Flug Landhelgisgæslunnar

Ískönnunarflug LHG 1.02.2022

Hafísströnd er 17 sml. N af Kögri 67°03N -022°28 og henni fylgt til 66°45N -023°02W þar sem þéttleikinn var töluverður

Jaki á 66°27,7N -021°30,1W Áætluð stærð 250x150 metrar
Jaki á 66°44,9N -021°28,7W Áætluð stærð 10x15 metrar
Jaki á 67°17,5N -021°36,0W Um er að ræða gríðarstóran jaka og íshrafl og brot úr jakanum umhverfis hann.

Hnit á stökum hafís

  • 66:27.7N, 21:30.1W
  • 66:44.9N, 21:27.7W
  • 67:17.5N, 21:36.9W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Sea ice map
Styddu til að skoða stærri mynd

31. jan. 2022 07:58 - Byggt á gervitunglamynd

Borist hefur SAR mynd frá Ingibjörgu Jónsdóttur, Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands. Tekin 31.01.2022 kl. 07:58. Hafísinn er í um 14 sjómílna fjarlægð frá landi. Stakir jakar geta verið nær, án þess að þeir sjáist á gervitunglamyndum.

Veðurspá frá vakthafandi veðurfræðingi, Veðurstofu Íslands:
Nú seinnipartinn í dag (mán. 31. jan.) gengur í allhvassa norðaustanátt á Vestfjarðamiðum og Grænlandssundi sem ætti að færa ísinn fjær Íslandi. Á morgun er útlit fyrir vestan golu eða kalda á svæðinu sem gæti þokað ísnum nær landi aftur. Á miðvikudag og fimmtudag er síðan spáð hvassri norðaustanátt á þessum slóðum og þá ætti ísinn að færast fjær landi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

30. jan. 2022 22:00 - Óskilgreind tegund athugunar

Landhelgisgæslunni barst tilkynning um borgarísjaka á 67°07,0 N og 21°53,0 V. Ísjakinn erum um 1000m langur og 500m breiður og sést vel á radar.

Hnit á stökum hafís

  • 67:07:0N, 21:53:0W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Sea ice map

29. jan. 2022 08:14 - Byggt á gervitunglamynd

Hafís 29.01.2022 kl. 08:14. Ingibjörg Jónsdóttir hjá Eldfjalla og náttúruvárhópi Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands sendir Hafískort.

Meginísröndin er næst landi í um 20 sjómílna fjarlægð norðvestur af Straumnesi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Hafís 29.01.2022 kl. 08:14. Ingibjörg Jónsdóttir hjá Eldfjalla og náttúruvárhópi Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands.

27. jan. 2022 11:40 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort dregið eftir radarmyndum frá Sentinel-1 gervitunglinu frá 27. janúar 2022. Ísjaðarinn er 16 sml NV af Straumsnesi. Næstu daga er útlit fyrir suðvestlæga átt og líklegt að ís reki í átt til Íslands.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

26. jan. 2022 07:48 - Byggt á gervitunglamynd

Stór borgarísjaki á stað 67°07'39'' N 21°53'11''V sést á ratsjármynd SENTINEL-1 klukkan 07:48 í morgun.
Hann er um 1 km á lengd og tæpir 500 m á breidd; væntanlega svokölluð íseyja.

Hnit á stökum hafís

  • 67:07:39N, 21:53:11W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Sea ice map

25. jan. 2022 11:00 - Byggt á gervitunglamynd

Gervitunglamynd frá Sentinel-1, unnin af Ingibjörgu Jónsdóttur, HÍ.
Ísröndin er um 14 sjómílur vestnorðvestur af Straumnesi

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Ísröndin er um 14 sjómílur vestnorðvestur af Straumnesi

24. jan. 2022 12:40 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort dregið eftir radarmyndum frá Sentinel-1 gervitunglinu frá 22. og 24. janúar 2022. Ísjaðarinn er 20 sml NV af Straumsnesi. Næstu daga er útlit fyrir breytilega áttir og því er erfitt að spá fyrir um rekstefnu hafíss.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

18. jan. 2022 10:56 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort dregið eftir radarmyndum frá Sentinel-1 gervitunglinu frá 15. janúar 2022. Ísjaðarinn er 30 nm VNV frá Barða á Vestfjörðum. Næstu daga er útlit fyrir suðvestlæga átt og líklegt að ís reki í átt til Íslands.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

10. jan. 2022 08:20 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort dregið eftir radarmyndum frá Sentinel-1 gervitunglinu frá 10. janúar 2021. Meginísröndin er að miklu leyti utan miðlínu, en næst Íslandi er hún um 70 sjómílur VNV af Gelti. Á morgun snýst í suðvestanátt á Grænlandssundi og eru líkur á að hún verði viðvarandi næstu daga. Því er líklegt á að ísinn reki í átt til Íslands.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

03. jan. 2022 08:30 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort byggt á gervitunglamyndum (SAR) frá því í morgun (3. jan. 2022). Ísjaðarinn er 54 nm frá Barða á Vestfjörðum. Næstu daga er útlit fyrir austlæga eða breytilega átt og líklegt að ís reki ekki mikið nær landi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica