Hafístilkynningar - 2022

18. jan. 2022 10:56 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort dregið eftir radarmyndum frá Sentinel-1 gervitunglinu frá 15. janúar 2022. Ísjaðarinn er 30 nm VNV frá Barða á Vestfjörðum. Næstu daga er útlit fyrir suðvestlæga átt og líklegt að ís reki í átt til Íslands.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

10. jan. 2022 08:20 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort dregið eftir radarmyndum frá Sentinel-1 gervitunglinu frá 10. janúar 2021. Meginísröndin er að miklu leyti utan miðlínu, en næst Íslandi er hún um 70 sjómílur VNV af Gelti. Á morgun snýst í suðvestanátt á Grænlandssundi og eru líkur á að hún verði viðvarandi næstu daga. Því er líklegt á að ísinn reki í átt til Íslands.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

03. jan. 2022 08:30 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort byggt á gervitunglamyndum (SAR) frá því í morgun (3. jan. 2022). Ísjaðarinn er 54 nm frá Barða á Vestfjörðum. Næstu daga er útlit fyrir austlæga eða breytilega átt og líklegt að ís reki ekki mikið nær landi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica