Hafístilkynningar - 2014

29. des. 2014 14:43 - Byggt á gervitunglamynd

Ekki sást til sjávar vegna skýjahulu. ísjaðar var því áætlaður með tölvulíkönum, en vakin er athygi á að talsverður munur getur verið á áætluðum og raunverulegum ísjaðri. Suðvestanátt næsta sólarhring gæti borið borgarís nær landinu, en síðan gengur í norðaustanátt sem ætti að bægja borgarísnum frá landinu.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Áætlaður ísjaðar er 73 sml NV af Straumnesi

22. des. 2014 16:00 - Byggt á gervitunglamynd

Skýjað hefur verið á Grænlandssundi síðustu daga og því ekki hægt að gera hafískort útfrá tunglmyndum sem sýna sýnilegt eða innrautt ljós.
Benda má á hlekkina hér vinstra megin á dönsku og norsku hafískortin, en þar er m.a. notast við radarmælingar úr gervitunglum (SAR).

15. des. 2014 16:00 - Óskilgreind tegund athugunar

Þar sem ekki hefur sést niður að yfirborði síðustu daga vegna skýja og stutts birtutíma er ekki hægt að teikna hafískort. Bent er á kort dönsku og norsku veðurstofunnar hér á síðunni.

08. des. 2014 14:00 - Byggt á gervitunglamynd

Áætlaður jaðar um 85 sjómílur norðvestur af Straumnesi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

07. des. 2014 14:33 - Skip

Tveir borgarísjakar pos : 6652,9N 02341,00W reka til suðurs 0,2 sml klst.
Mjög nærri hvor öðrum og sjást vel í ratsjá.

01. des. 2014 14:00 - Byggt á gervitunglamynd

Skýjað hefur verið á Grænlandssundi síðustu daga og því ekki hægt að gefa út hafískort.

24. nóv. 2014 14:59 - Byggt á gervitunglamynd

Þar sem skýjað hefur verið á Grænlandssundi undanfarna daga var ekki hægt að gera ískort í þetta skiptið.

17. nóv. 2014 15:34 - Byggt á gervitunglamynd

Ekki sést til sjávar vegna skýja, en þéttur hafís er norðarlega á Grænlandssundi. Áætlaður ísjaðar er 109 sml NV af Straumnesi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Áætlaður ísjaðar er 109 sml NV af Straumnesi.

10. nóv. 2014 16:30 - Byggt á gervitunglamynd

Þéttur hafís er norðarlega á Grænlandssundi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

03. nóv. 2014 16:00 - Byggt á gervitunglamynd

Gisinn hafís er norðarlega á Grænlandssundi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

28. okt. 2014 12:23 - Byggt á gervitunglamynd

Skýjað hefur verið á Gænlandssundi síðustu daga og því erfitt að greina hafísjaðarinn. Ísspangir sjást þó á stöku stað í gegnum skýjahuluna.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

20. okt. 2014 14:00 - Byggt á gervitunglamynd

Mjög skýjað hefur verið á svæðinu undanfarið. Ísspangir sjást þó á veðurtunglamyndum við strendur Grænlands.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

13. okt. 2014 12:00 - Óskilgreind tegund athugunar

Vegna skýjahulu á Grænlandssundi undanfarna daga er ekki hægt að gera hafískort byggt á gervitunglamyndum.

06. okt. 2014 15:38 - Byggt á gervitunglamynd

Skýjað er að mestu á Grænlandssundi og sést því lítið til sjávar. Reikna má með stöku borgarísjökum, en ákveðin norðaustanátt næstu daga ætti að halda þeim fjarri landinu.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Ísjaðar sést ekki vegna skýjafars.

29. sep. 2014 14:00 - Óskilgreind tegund athugunar

Skýjað hefur verið á Grænlandssundi undanfarið og því ekki hægt að greina hafís af gervitunglamyndum. Reikna má með að lítið sé af hafís á svæðinu skv. venju á þessum árstíma. Aldrei er þó hægt að útiloka að smávegis hrafl eða stakir jakar séu á sveimi.
Benda má á dönsku og norsku hafískortin, sjá hlekkinn "Ískort" hér vinstra megin.

22. sep. 2014 12:00 - Byggt á gervitunglamynd

Við austurströnd Grænlands er sums staðar mjög gisinn hafís. Á Grænlandssundi má búast við stöku borgarísjökum.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

16. sep. 2014 16:20 - Byggt á gervitunglamynd

Lítll hafís er nú á Grænlandssundi en greina má borgarísjaka við strönd Grænlands og stöku á sundinu.
Spáð er norðaustanátt næstu daga og því ekki líklegt að borgarísinn færist nær landi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

07. sep. 2014 13:42 - Byggt á gervitunglamynd

Mjög grisinn hafís við austurströnd Grænlands sést á gervintunglamynd 7.9.14 s.l. Annars er víða alskýjað á svæðinu.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

04. sep. 2014 11:13 - Skip

Skip tilkynnir um Borgarísjaka á c.a. stað 66°25,1N – 022°40,1V nærri Hlöðuvík í Hornvík, stutt frá fjöru. Hefur brotnað í tvennt og er strandaður.


Skip tilkynnir einnig um annan borgarís á stað 66°20N – 021°44V í Húnaflóa, stendur a.m.k. 10m upp úr sjó, og er strandaður á grynningum.

Hnit á stökum hafís

  • 66:25.1N, 22:40.1W
  • 66:20.0N, 21:44.0W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Hafískort

02. sep. 2014 14:14 - Óskilgreind tegund athugunar

Þar sem skýjað hefur verið á Grænlandssundi undanfarna daga hefur ekki verið mögulegt að sjá hafísinn og þar af leiðandi ekkert kort.

25. ágú. 2014 14:17 - Byggt á gervitunglamynd

Á gervintunglamyndum sést enginn hafís á Grænlandssundi, en áfram má þó búast við stökum borgarjökum, jafn vel nálægt landinu.

24. ágú. 2014 11:13 - Skip

Tilkynnt var um tvo ísjaka, sáust vel í radar og íshrafl í kring sem rekur austur
á stað 67°,02N 023°,33V. Sjávarhitinn er 7° C og því líklegt að þeir bráðni nokkuð hratt.

Hnit á stökum hafís

  • 67.02N, 023:33W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Hafískort

21. ágú. 2014 19:00 - Skip

Skip tilkynnir tvo borgarísjaka:

1. Á stað 66°32,7N – 025°04,5V u.þ.b. 30 metra hár, rekur til NA með um 0,5 hnúta hraða, íshröngl og brot um 1 sjómílu á eftir jakanum.

2. Á stað 66°45,4N – 025°16,3V mjög stór, sést með berum augum í 18 sjómílna fjarlægð.

Hnit á stökum hafís

  • 66:32.7N, 25:04.5W
  • 66:45.4N, 25:16.3W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Hafískort

17. ágú. 2014 08:54 - Skip

Borgarísjaki á stað 66:04:30N 27:27:07W. Jakinn þokast mjög hægt í ASA. Er mjög hár.
Áætluð hæð jakans er um 70 metrar.

Hnit á stökum hafís

  • 66:04:30N, 27:27:07W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Hafískort

12. ágú. 2014 12:00 - Byggt á gervitunglamynd

Borgarísjakar eru á reki á Grænlandssundi, flestir næst Grænlandi. Búast má við stökum borgarísjökum og veltijökum nær Íslandi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

01. ágú. 2014 12:52 - Byggt á gervitunglamynd

Borgarísjaki, a.m.k 200m á lengd, sást á LANDSAT 8 mynd frá kl. 12:52 í dag, á 67°6'12''N og 21°20'46''V eða um 46 sjómílur NA af Horni. Talsvert mikið af borgarbrotum eru umhverfis hann, sjá mynd í viðhengi. Nokkuð var um ský á svæðinu þannig að fleiri jakar gætu leynst þar, hættulegir skipum.

Hnit á stökum hafís

  • 67:06:12N, 21:20:46W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Hafískort
Styddu til að skoða stærri mynd
Styddu til að skoða stærri mynd
Styddu til að skoða stærri mynd

31. júl. 2014 03:44 - Byggt á gervitunglamynd

Meðfylgjandi kort og mynd eru frá Ingibjörgu Jónsdóttur, Jarvísindastofnun Háskólans.
Þeim fylgir eftirfarandi lýsing:
Á LANDSAT 8 gervitunglamynd í gær sáust allmargir borgarísjakar 18-23 sjómílur NNV við Hornstrandir.
Það var skýjað þannig að fleiri gætu leynst á svæðinu. Sá stærsti var a.m.k. 150 m á lengd.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Styddu til að skoða stærri mynd

29. júl. 2014 18:02 - Flug

Flugvél tilkynnir stóran borgarísjaka á 65°17,52N – 029°26,64V.

Hnit á stökum hafís

  • 65:17.52N, 29:26.64W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Hafískort

28. júl. 2014 14:00 - Byggt á gervitunglamynd

Mjög lítinn hafís er að sjá á nýlegum gervitugnlamyndum af Grænlandssundi og hafsvæðinu norður af Íslandi

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

24. júl. 2014 03:12 - Skip

Stór stakur borgarísjaki á 67°15,63N og 22°20,46V. Rekur til norðausturs með 0,5 hnúta ferð.
Sést á ratsjá.

Hnit á stökum hafís

  • 67.1563N, 22.2046W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Hafískort

22. júl. 2014 05:02 - Skip

Borgarísjaki:
Risastór borgarísjaki 100m á hæð, sést vel á ratsjá.
POs@0300 UTC 65°44,20' 027°43,22
Allavega 100m hæð og breidd.

Hnit á stökum hafís

  • 65:44:20N,027:43:22W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Hafískort

21. júl. 2014 13:02 - Byggt á gervitunglamynd

Lítill hafís sést við strendur Grænlands og er hann í um 210 nm fjarlægð frá Bjargtöngum. Næstu daga eru NA-áttir ríkjandi og eru ekki miklar líkur á að ísinn færist nær Íslandi. Tilkynnt hefur verið um borgarísjaka NNV af Bjargtöngum, sjá tilkynningu.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

15. júl. 2014 06:05 - Skip

Skip tilkynnir tvo Borgarísjaka: annar 0,5 sml til vesturs, hinn 0,5 sml til norðvesturs frá þáverandi staðsetningu 66°31,5N – 24°17,5V.

Sjást illa á ratsjá í 0,5 sml fjarlægð, smærri molar í nágrenni. Suðurrek 0,5-1,0 sml/klukkustund.

Hnit á stökum hafís

  • 66.315N, 27.175W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Hafískort

14. júl. 2014 14:58 - Óskilgreind tegund athugunar

Vegna skýjafars var ómögulegt að greina ísjaðarinn og því var ekkert hafískort birt að þessu sinni. Hins vegar má áfram búast við stökum borgarísjökum á Grænlandssundi, Vestfjarða- og Norðvesturmiðum.

08. júl. 2014 16:13 - Óskilgreind tegund athugunar

Vegna skýjafars síðustu daga lágu ekki fyrir nógu góð gögn til að endurmeta ástand hafíssins. Því var ekkert hafískort gert að svo stöddu.

08. júl. 2014 14:33 - Skip

Stór stakur borgarísjaki á 65.47N, 27.46W. Rekur í réttvísandi 060° á u.þ.b. 0,5 sml/klst.

Sést vel í ratsjá.

Hnit á stökum hafís

  • 65.47N, 27.46W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Hafískort

06. júl. 2014 13:15 - Skip

Mjög stór borgarísjaki sem sérst vel með berum augum í 10 sml fjarlægð og virðis vera kyrrstæður.

Hnit á stökum hafís

  • 65:09:03N, 25:59:06W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Hafískort

29. jún. 2014 12:00 - Byggt á gervitunglamynd

Þetta hafískort er frá Ingibjörgu Jónsdóttur, Jarvísindastofnun Háskólans.
Með kortinu fylgdi eftirfarandi lýsing:
Meðfylgjandi er ískort af Grænlandssundi 29.6.
Ísinn er 50-52 sjómílur NV af Vestfjörðum í nokkrum flekkjum.
Inn á milli er mjög þéttur ís.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

23. jún. 2014 14:13 - Byggt á gervitunglamynd

Suðvestanáttir hafa verið viðvarandi á Grænlandssundi unanfarna daga. Hafís hefur því færst talsvert nær landi og er nú af gervitunglamynd að dæma um 50 sjómílur VNV af Kópi við Arnarfjörð.
Næstu tvo daga er gert ráð fyrir austan og norðaustanátt og gæti ísinn þá hörfað dálítlð frá landi en um miðja viku eru áframhaldandi vestan og suðvestanáttir með líklegri færslu íssins í átt að landi.

Vert er að taka fram að gervitunglamyndir hafa ekki verið nógu skýjalausar undanfarna daga til að hægt sé að fullyrða um að enginn ís sé nær landi en sést á meðfylgjandi hafískorti og er því bent á hafískort Dönsku og Norsku veðurstofanna hér til hliðar.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

16. jún. 2014 13:30 - Byggt á gervitunglamynd

Þetta ískort byggir á gervitunglamynd en það hefur verið töluvert skýjað síðustu daga og því erfitt að greina nákvæmlega mörk hafíssins. Hitaskil í hafi sjást ekki sökum skýjahulu. Hafísinn er 90 NM NV af Straumnesi þar sem hann kemst næst landinu.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

09. jún. 2014 14:45 - Byggt á gervitunglamynd

Þetta ískort byggir á gervitunglamynd síðan 6. júní sem er nýjasta besta myndin sökum viðvandi skýjahulu á Grænlandssundi. Hitaskil í hafi sjást ekki sökum skýjahulu.
Það er að sjá töluvert stóra ísspöng um 95 NM NV af Gelti, en annars er ísinn frekar "pakkaður" við strönd Grænlands. Þó sést að ísinn er farinn að losna frá við Scoresbysund og brotna upp.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

02. jún. 2014 12:48 - Byggt á gervitunglamynd

Hafísjaðar er 110 sjómílur NV af Straumnesi. Ský voru yfir hluta jaðarsins sem hindruðu skýra sýn á hann. NA áttir verða ríkjandi næstu daga og ætti hafísinn því ekki að færast nær landi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

26. maí 2014 12:00 - Byggt á gervitunglamynd

Vegna skýja sást ekki mjög vel í hafísjaðarinn.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

19. maí 2014 16:00 - Byggt á gervitunglamynd

Hafísjaðar er 89 SM NV af Straumnesi.
NA átt ríkjandi næstu daga og hafísinn ætti því ekki að færast nær Íslandi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

13. maí 2014 14:29 - Byggt á gervitunglamynd

Hafísjaðar er 92 SM NV af Straumnesi.
Næstu daga er búist við áframhaldandi norðaustanátt, og hafísinn ætti því ekki að færast nær Íslandi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

05. maí 2014 16:00 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort var teiknað, byggt á gervitunglamyndum frá því síðdegis á laugardag. Skýjað var verið á hafíssvæðinu í gær og dag (sun. og mán.).
Megin ísröndin var næst landi u.þ.b. 80 sjómílur frá Straumnesvita.
Útlit er fyrir norðaustanátt á Grænlandssundi næstu daga og ætti því ísinn frekar að fjarlægjast landið.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

28. apr. 2014 14:19 - Byggt á gervitunglamynd

Ísinn virðist vera nokkuð vel þjappaður upp að strönd Grænlands. Það er að sjá að ísinn sé aðeins farinn að brotna upp og sé ekki alveg samfastur Grænlandi.
Ísinn er um 92 NM NV af Barða.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

21. apr. 2014 15:15 - Byggt á gervitunglamynd

Norðaustanáttir næstu daga bægja hafís frá landinu.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Ísjaðar er í um 90 sml fjarlægð norðvestur af Straumnesi.

14. apr. 2014 18:00 - Byggt á gervitunglamynd

Byggt á gervitunglum (í gær og fyrradag) og á kortum DMI. Skýjað á svæðinu í dag.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

07. apr. 2014 15:00 - Óskilgreind tegund athugunar

Vegna skýja hefur lítið sést til hafíssins á Grænlandssundi síðustu daga. Áfram er spáð norðaustlægri átt og líkur á að hafísröndin fjarlægist.

31. mar. 2014 14:40 - Byggt á gervitunglamynd

Nokkuð skýr tunglmynd náðist af Grænlandssundi í gær, sunnudaginn 30. mars og er kortið að mestu byggt á henni. Hafísjaðarinn er uþb. 80 sjómílur NV af Straumnesi.
Næstu daga er spáð rólegu veðri og ólíklegt að hafísinn færist nær landi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

23. mar. 2014 15:45 - Byggt á gervitunglamynd

Byggt á gerfitunglamynd frá í gær. Hafísinn sést nokkuð greinilega gegnum þunn háský, en hverfur undir þykkari ský suðvestantil.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

17. mar. 2014 15:07 - Byggt á gervitunglamynd

Ský hamla sýn þar sem hafísinn er næst Vestfjörðum, þótt að sums staðar sjáist "glitta" í hann gegnum skýjahuluna, en með gerð og umfang er ekki hægt að segja mikið um.
Ísjaðarinn er um 53 NM NV af Straumnesi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

10. mar. 2014 13:52 - Byggt á gervitunglamynd

Hafísinn sést vel á gervitunglamyndum frá því í gær (9.3.2014) og jaðarinn er í um 67 sml fjarlægð frá Straumnesi. Suðvestanátt í nótt og á morgun gæti borið borgarís nær landi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
ísjaðar var 67 sml NNV af Straumnesi þann 9. mars 2014
Styddu til að skoða stærri mynd
Ískort frá Jarðvísindastofnun Háskólans (unnið af Ingi Jónsdóttur, ij@hi.is)

03. mar. 2014 14:00 - Byggt á gervitunglamynd

Ísbrúnin er áætluð næst landi um 98 sjómílur norðvestur af Straumnesi. Spáð er norðaustanátt á Grænlandssundi næstu daga. Því er ekki búist við að ísröndin nálgist landið.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

24. feb. 2014 12:00 - Byggt á gervitunglamynd

Ísbrúnin er áætluð næst landi um 110 sjómílur norðvestur af Straumnesi. Spáð er norðaustanátt á Grænlandssundi næstu daga. Því er ekki búist við að ísröndin nálgist landið.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

17. feb. 2014 15:20 - Byggt á gervitunglamynd

Ísjaðarinn sést vel á gervitunglamyndum, en hann liggur næst landi um 70 sml NNV af Straumnesi.
Norðaustanáttir næstu daga ættu að halda hafís fjarri landinu.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Ísjaðar er um 70 sml NNV af Straumnesi

10. feb. 2014 13:08 - Byggt á gervitunglamynd

Mjög skýjað, en sést þó móta fyrir ísbreiðunni gegnum þunn ský.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

08. feb. 2014 13:06 - Byggt á gervitunglamynd

Byggt á mynd frá 8. febrúar. Hafísinn sást nokkuð greinilega gegnum breiður af þunnum háskýjum. Jaðar þykkrar skýjabreiðu er markaður með gænni línu, en undir henni er ekkert vitað um útbreiðslu hafíss.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

04. feb. 2014 13:40 - Byggt á gervitunglamynd

Þar sem fremur skýjað er á nyrðri helming svæðisins er erfitt að sjá með nokkurri vissu hvar hafísröndin er, en líkur eru á að hún sé í um 100 NM norðvestur af Straumnesi. Ekki er útilokað að einhver ís sé utan þess svæðis sem afmarkað er.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

27. jan. 2014 15:00 - Byggt á gervitunglamynd

Á Grænlandssundi hefur verið skýjað undanfarið og því erfitt að greina ísjaðar/borgarís á gervitunglamyndum. Norðaustanáttir næstu daga ættu að halda hafís fjarri landinu.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Áætlaður hafísjaðar er 105 sml NNV af Kögri.

20. jan. 2014 16:00 - Óskilgreind tegund athugunar

Skýjað hefur verið á Grænlandssundi undanfarna daga og því er ekki hægt að gera hafískort sem byggir á gervitunglamyndum með sýnilegu eða innrauðu ljósi. Norðaustanátt er algengust á Grænlandssundi næstu daga og ætti hafísinn því frekar að reka frá Íslandi.

12. jan. 2014 12:00 - Byggt á gervitunglamynd

Þetta hafískort er frá Ingibjörgu Jónsdóttir, Jarvísindastofnun Háskólans. Það er frá 12. janúar og byggir á RADARSAT mynd frá DTU.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

06. jan. 2014 18:48 - Óskilgreind tegund athugunar

Ekkert hefur sést til hafíss vegna skýja undanfarnar tvær vikur. Norðaustan stormur hefur verið á Grænlandssundi og hafísinn því hörfað frá landi.
Meðfylgjandi kort er byggt á RADARSAT mynd og gert af Ingibjörgu Jónsdóttur hjá Jarðvísindastofnun Háskólans. Þó hafísjaðar sjáist á kortinu er ekki útilokað að hafís og borgarís sé nær landi.

Útlit er fyrir umskipti í veðri og aðstæður á Grænlandssundi breytast hratt.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica