Hafístilkynningar - 2016

26. des. 2016 13:37 - Byggt á gervitunglamynd

Mjög skýjað hefur verið á Grænlandssundi síðustu daga og lítið sést á gervitunglamyndum. Myndin sýnir hafísjaðar samkvæmt radarmynd frá því í gær 25. desember. Jaðarinn er um 122 sjómílur norðvestur af Straumnesi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

20. des. 2016 16:52 - Byggt á gervitunglamynd

Meðfylgjandi hafískort er byggt á gervitunglamyndum, hafískortum dönsku veðurstofunnar og ísspá.
Jaðar hafíssins er ekki nákvæmur og ber að líta á sem viðmið. Eins getur borgarís verið á stangli utan megin hafíss. Ísröndin er u.þ.b 90 Nm norðvestur af Straumnesi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

12. des. 2016 14:43 - Byggt á gervitunglamynd

Ísjaðar stikaður með hliðsjón af SAR-gervitunglamyndum frá 10., 11. og 12. desember og er hann næst landi um 85 sml norðvestur af Straumnesi. Vaxandi suðvestanátt á Grænlandssundi í kvöld, en snýst í austan- og norðaustanátt á morgun. Ísjaðarinn ætti því að hopa á morgun.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Ísjaðar um 85 sml norðvestur af Straumnesi.

05. des. 2016 12:06 - Byggt á gervitunglamynd

Kortið er gert eftir SAR-gergitunglamynd 4.12.2016 kl 19:15

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

29. nóv. 2016 11:36 - Óskilgreind tegund athugunar

Ekki hefur sést í hafísinn á Grænlandssundi vegna skýja síðan fyrir helgi. Bent er á norsku og dönsku hafískortin hér á síðunni.

28. nóv. 2016 14:24 - Skip

Skip tilkynnir um borgarísjaka ,jakinn sést vel í radar og er á stað 66°13N 021°12V driftar örlítið í suður en gæti verið strand.

Hnit á stökum hafís

 • 66.2166N, 21.200W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Sea ice map

24. nóv. 2016 15:27 - Skip

Borgarísjaki sem rekur í austur. Mjög stór og sést vel á radar.

Hnit á stökum hafís

 • 67.04N, 22.36W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Sea ice map

22. nóv. 2016 15:02 - Byggt á gervitunglamynd

Á radartunglmyndum sést hafís greinilega nærri strönd Grænlands. Jaðarinn er enn mjög fjarri íslenskri lögsögu.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Styddu til að skoða stærri mynd
Mynd er Sentinel 1-B gervitungli.

14. nóv. 2016 15:30 - Óskilgreind tegund athugunar

Lítið hefur gefið á Grænlandssundi til að nýta gervitunglamyndir til að greina hafís, þar sem dagsljós er nú af skornum skammti.
Af hafískortum dönsku veðurstofunnar er það að sjá að nýmyndun íss sé nú kominn í gang suður og austur af Scoresbysundi. Svo virðist sem ísinn sé allur norðan og vestan N68 W024 og N70 W022

07. nóv. 2016 14:32 - Óskilgreind tegund athugunar

Þar sem skýjað hefur verið undanfarna daga er ekki hægt að greina hafís á Grænlandssundi. Einnig er birtutími orðinnn svo skammur og þar sem dagsbirtu er þörf til að greina myndirnar, er erfitt að fá góðar myndir þangað til að sól fer að hækka á lofti á ný.
Hins vegar er nýkomið hafískort frá dönsku veðurstofunni sem gefur til kynna að nýmyndun íss sé lítil enn sem komið er sunnan Scorebysunds og aðeins stöku borgarís á Grænlandssundi, líklega allur vestan miðlínu.

31. okt. 2016 13:33 - Óskilgreind tegund athugunar

Ekki sést hafís á gervitunglamyndum, en samkvæmt hafísdeild dönsku veðurstofunnar má búast við dreifðum borgarísjökum.

Sunnan- og suðvestanáttir næstu dag gætu fært ísjaka nær landinu.

24. okt. 2016 13:37 - Óskilgreind tegund athugunar

Þar sem skýjað hefur verið að undanförnu á Grænlandssundi og erfitt er að greina staka borgarísjaka á gervitunglamyndum verður ekki gert kort í þessari viku.
Samkvæmt korti dönsku veðurstofunnar er námast enginn ís á svæðinu fyrir utan borgarís, en sem er alldreifður.

17. okt. 2016 15:12 - Byggt á gervitunglamynd

Áfram lítur út fyrir að sé meir og minna íslaust á Grænlandssundi en þó skv. hafískorti dönsku veðurstofunnar og gervitunglamyndum eru stöku jakar á ferð.

03. okt. 2016 14:26 - Byggt á gervitunglamynd

Ekki hefur sést til íss á gervitunglamyndum síðustu daga. Samkvæmt nýjasta hafískortinu frá dönsku veðurstofunni eru stöku jakar á ferð.

26. sep. 2016 15:28 - Óskilgreind tegund athugunar

Þar sem skýjað hefur verið að undanförnu á Grænlandssundi og erfitt er að greina staka borgarísjaka á gervitunglamyndum verður ekki gert kort í þessari viku.
Samkvæmt korti dönsku veðurstofunnar er námast enginn ís á svæðinu fyrir utan borgarís, en er hann alldreifður og sést misvel í radar. Gera má ráð fyrir að þéttni borgaríss aukist vestan miðlínu Íslands og Grænlands.

24. sep. 2016 12:58 - Skip

Borgarísjaki séður frá skipi um 18 sjómílur NV af Látrabjargi. Virðist reka hratt suður og er hættulegur skipum.

24/9 Kl. 11:38 stór ísjaki á stað 65.49n 024.50w hættulegur skipum. Sést illa í radar. Veður: NA 25 m/s.

24/9 Kl. 12:25: 18 sjómílur norðvestur úr Látrabjargi 65.47,550N 024.52,00V sami jakinn, skipstjórinn segir þetta borgarísjaka. Telja sig hafa séð þennan sama jaka fyrir tólf tímum á stað 66.04,8n 025.14,5v, þá hefur hann rekið tæpar tuttugu sjómílur í 150 gráður á þessum tíma. Þungur sjór á svæðinu, norðaustan 20 til 25 m/s

Hnit á stökum hafís

 • 65:47.55N, 24:52:00W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Sea ice map

19. sep. 2016 13:18 - Byggt á gervitunglamynd

Ekki hafa borist tilkynningar um hafís síðustu viku, en á gervitunglamyndum sjást ísjakar á Grænlandssundi, næst Grænalandi. Ekki er óalgengt að finna ísjaka á Grænlandssundi á þessum árstíma. Norðaustanáttir næstu daga ættu þó að bægja hafís frá Íslandi.


Fyrir frekari upplýsingar bendum við á hafískort Dönsku Veðurstofunnar.

12. sep. 2016 18:27 - Byggt á gervitunglamynd

Engar tilkynningar hafa borist um hafís síðustu vikuna. Á gervitunglamyndum má sjá nokkra jaka á stangli næst Grænalandi en viðbúið er að einhverjir jakar geti verið á Grænlandssundi á þessum tíma árs. Fyrir frekari upplýsingar bendum við á hafískort Dönsku Veðurstofunnar.

29. ágú. 2016 15:35 - Byggt á gervitunglamynd

Hafís sést ekki á gervitunglamynd, en skv. sjónarvottum og korti frá DMI eru borgarísjakar á víð og dreif.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

22. ágú. 2016 17:00 - Byggt á gervitunglamynd

Stakir borgarjakar á víð og dreif. Byggt á radar-gervitunglamynd og ískorti DMI.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Stakir borgarjakar á víð og dreif

16. ágú. 2016 14:47 - Óskilgreind tegund athugunar

Engan hafís er að sjá á tunglmyndum undanfarna daga.
Þó má búast við borgarís á Grænlandssundi, einkum næst Grænlandi.
Við bendum á hafískort Dönsku og Norsku veðurstofanna hér til hliðar.

08. ágú. 2016 14:36 - Byggt á gervitunglamynd

Enginn hafís sjánalegur, en sjó- og flugmenn hafa séð staka borgarjaka. Norðaustanáttir næstu dag ættu að halda þeim fjarri landinu.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Enginn hafís sjánanlegur, en stakir borgarjakar á víð og dreif

01. ágú. 2016 16:00 - Byggt á gervitunglamynd

Það má búast við stökum borgarísjökum víða á hafíssvæðinu. Þeir eru greinanlegir á radarmyndum frá gervitunglum og einnig hafa borist upplýsingar um jaka úr könnunarflugi, sjá færslur frá 29. júlí hér á síðunni. Það hefur verið frekar skýjað á hafíssvæðinu undanfarið, þ.a. illa sést yfir svæðið á gervitunglamyndum með sýnilegu ljósi.
Á þriðjudag og miðvikudag er útlit fyrir norðan- og norðaustanátt á svæðinu, fremur hægur vindur. Á fimmtudag snýst líklega í suðvestanátt sem heldur áfram á föstudag og laugardag og sá vindur gæti fært jakana nær landi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

29. júl. 2016 12:00 - Flug

Upplýsingar um hafís frá flugi þann 29. júlí. Stakir jakar, sá stærsti á 67.18N og 27.02V er þríhyrndur, um 600feta langur og 400 feta hár.

Hnit á stökum hafís

 • 67.18N, 27.02W
 • 66.01N, 27.29W
 • 67.18N, 27.30W
 • 67.26N, 27.19W
 • 67.53N, 25.48W
 • 67.50N, 24.42W
 • 67.56N, 23.43W
 • 68.14N, 24.49W
 • 67.57N, 23.51W
 • 68.22N, 24.03W
 • 68.07N, 26.27W
 • 68.14N, 27.28W
 • 68.36N, 24.37W
 • 67.56N, 23.49W
 • 68.13N, 26.47W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Sea ice map

29. júl. 2016 12:00 - Flug

Yfir 100 ísjakar sáust innan þessa svæðis

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

26. júl. 2016 16:52 - Byggt á gervitunglamynd

Lítill hafís sést á Grænlandssundi á nýlegum gervitunglamyndum. Stakir borgarísjakar sjást á radarmyndum á sundinu og má gera ráð fyrir að þeir séu á öllu svæðinu á milli Grænlands og Íslands.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

18. júl. 2016 17:43 - Byggt á gervitunglamynd

Skýjað er á Grænlandssundi og erfitt að sjá hafís eða borgarís. Á MODIS Mynd frá því um miðjan dag þann 18. júlí sjást borgarísjakar nálægt Grænlandi, og má gera ráð fyrir að einhverjir jakar séu á stangli á Grænlandssundi og nær Íslandi.

Hafískort Dönsku Veðurstofunnar gefa svipað ástand til kynna.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

11. júl. 2016 15:40 - Byggt á gervitunglamynd

Fremur skýjað hefur verið á Grænlandssundi síðustu daga. Samkvæmt radarmyndum er ekki mikill hafís á svæðinu, en gera má ráð fyrir borgarísjökum.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

06. júl. 2016 01:30 - Skip

SIGLINGAVIDVOERUN NR 16

SKIP TILKYNNIR BORGARIS A STAD 65-53‘N – 028-01´W, REKUR ROLEGA TIL SA. SEST VEL A RATSJA.

Hnit á stökum hafís

 • 65:53.0N, 28:01.0W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Sea ice map

05. júl. 2016 13:48 - Byggt á gervitunglamynd

Skýjað er yfir mest öllu svæðinu, en nýlegt ískort frá Dönsku veðurstofunni passar ágætlega við nýjar radarmyndir sem gefa til kynna minnháttar ís nálægt strönd Grænlands. Aftur á móti er dálítið af Borgarísjökum suður og austur af Scoresbysundi. Mikil bráðnum virðist eiga sér stað enda sjór fremur hlýr norður af landinu.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

27. jún. 2016 15:00 - Óskilgreind tegund athugunar

Það hefur verið skýjað á Grænlandssundi síðastliðna daga og ekki hefur sést til hafíssins.
Bent er á ískort dönsku og norsku veðurstofanna, en hlekki á þau má finna undir liðnum "Ískort" í valborðanum hér til vinstri.
Spáð er NA 18-23 m/s á Grænlandssundi en 15-20 á morgun og 10-15 á miðvikudag sem ætti bæði færa hafísinn frá landi og minnka hann.

20. jún. 2016 16:00 - Byggt á gervitunglamynd

Það hefur verið skýjað á Grænlandssundi í dag og í gær (mán. og sun.) og ekki hefur sést til hafíssins.
Bent er á ískort dönsku og norsku veðurstofanna, en hlekki á þau má finna undir liðnum "Ískort" í valborðanum hér til vinstri.
Það er útlit fyrir norðaustanátt á Grænlandssundi á morgun (þri.) sem ætti að færa ísinn fjær landi. Dagana þar á eftir verður breytileg og síðar suðvestlæg átt og gæti þá ísinn færst nær landi.

14. jún. 2016 12:00 - Byggt á gervitunglamynd

Hafísjaðarinn var um 45 sjómílur norðvestur af Straumnesi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

14. jún. 2016 10:05 - Flug Landhelgisgæslunnar

Ísröndin er næst landi frá Straumnesi, 50 sjm..
Ísjaðar:
66:37N, 25:55W
68:31.8, 18:38.6W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Hnit á ísjaðrinum
Styddu til að skoða stærri mynd
Kort ísrönd

13. jún. 2016 03:30 - Skip

Togari á siglingu á stað 65°57´N – 027°45´V.

Upplýsti að þar væru ísspangir, sem myndast úr straumlögum, um 7-8 sml milli spanganna, frekar linur ís, því ekki talinn hættulegur, nema að hann sést aðeins í 1 sml fjarlægð á ratsjá

Hnit á stökum hafís

 • 65.57N, 027.45W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Sea ice map

12. jún. 2016 17:30 - Skip

Skip á veiðum, svæði 66.44N 021.00W mikill ís að myndast á svæðinu. Ísröndin í norðvestur frá þessum stað eða ca 335 gráður.

10. jún. 2016 16:55 - Skip

SEA ICE OBSERVATION FROM A SHIP
ICE EDGE COORDINATES:
1. 66°07'N 027°02'W
2. 66°07'N 026°49'W
3. 66°10'N 026°44'W
4. 66°13'N 026°21'W
5. 66°17'N 026°22'W
6. 66°22'N 025°55'W
7. 66°24'N 026°07'W
8. 66°33'N 025°36'W
9. 66°37'N 025°32'W
10. 66°39'N 025°22'W
11. 66°57'N 024°55'W
12. 67°00'N 018°50'W
13. 67°14'N 024°38'W
14. 67°14'N 023°55'W
15. 67°23'N 023°25'W
16. 67°20'N 023°05'W
17. 67°22'N 022°50'W
18. 67°22'N 022°34'W
19. 67°12'N 022°45'W
20. 66°59'N 022°28'W
21. 66°57'N 022°08'W
22. 67°02'N 022°00'W
23. 67°04'N 021°32'W
24. 67°03'N 021°26'W
25. 67°05'N 021°05'W
26. 66°56'N 020°57'W
27. 67°04'N 020°46'W
28. 67°05'N 020°25'W
28. 67°16'N 020°18'W
29. 67°27'N 020°44'W
CONCENTRATION OF ICE WAS 6-7/8 BUT OUTSIDE OF THE ICE EDGE WAS SCATTERED ICE

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Punktarnir á ísröndinni

08. jún. 2016 07:58 - Skip

Ískönnunar varðskipsins Týs, Þriðjudaginn 7. Júní 2016

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

07. jún. 2016 12:32 - Byggt á gervitunglamynd

Vegna skýja er erfitt að áætla fjarlægð hafíss frá landi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

02. jún. 2016 19:07 - Byggt á gervitunglamynd

Sentinel 1A gervitunglamynd sem sýnir útbreiðslu hafíss á Grænlandssundi. Hafísjaðarinn er um 36 sjómílur frá landi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

30. maí 2016 15:26 - Byggt á gervitunglamynd

Byggt á gervitunglamynd. Hafísinn er um 50 sjml frá landi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

24. maí 2016 10:27 - Flug Landhelgisgæslunnar

Upplýsingar úr flugi gæslunnar frá í gær.

Ísrönd: 6600N 02746V// 6617N 2726V// 6618N 2607V// 6622N2635V// 6645N 2507V//
6700N 2442V// 6703N 2518V og þaðan lá ísröndin til NA.

Hnit á hafísjaðri

 • 66:00N, 027:46V
 • 66:17N, 027:26V
 • 66:18N, 026:07V
 • 66:22N, 026:35V
 • 66:45N, 025:07V
 • 67:00N, 024:42V
 • 67:03N, 025:18V

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Sea ice map
Styddu til að skoða stærri mynd

23. maí 2016 14:40 - Byggt á gervitunglamynd

Byggt á gervitunglamyndum frá því 22.05. Ísinn virðist vera nokkuð brotin og talvert mikið um ísspangir, einkum við jaðarinn.
Syðri hluti svæðisins er íllgreinanlegur vegna viðvarndi skýjahulu, en radarmyndir gefa í skin lítinn ís á því svæði, þó er ekki hægt að stóla á að það sé orðið íslaust að mestu.
Íjaðarinn er í um 50 Nm NV af Deild.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

17. maí 2016 18:20 - Byggt á gervitunglamynd

Ísjaðarinn er nærri landi (næst um 35 sml norðnorðvestur af Kögri). Vindur snýst til suðestanáttar í dag og því möguleiki á að hafís nálgist Húnaflóa og Strandir næstu daga.


Skýrsla ískönnunarflugs Gæslunnar

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Áætlaður ísjaðar þ. 16. maí 2016 var um 25 sml norðnorðvestur af Kögri
Styddu til að skoða stærri mynd
Ísjaðarinn er um 35 sml norðnorðvestur af Straumnesi (Modis-gervitunglamynd frá 17. maí 2016, kl. 13:17)
Styddu til að skoða stærri mynd
Kort af hafísjaðri eftir ískönnunarflug Gæslunnar, 17. maí 2016, kl. 12:07 til 13:20 (Flug nr. 05916.025) Ísröndin er næst 35 sml norðnorðvestur af Kögri. Við ísröndina er ísrhafl.

13. maí 2016 11:40 - Flug Landhelgisgæslunnar

Kl. 11:40, hafískönnun hefst á stað 65°56'N 027°37'V. Hafísinn er næst landi um 42 sml. NV af Straumnesi 53 sml. VNV af Barða og 70 sml N af Horni (sjá kort).
Helstu punktar:
65°55'N - 027°37'V,
66°18'N - 025°50'V,
66°27'N - 26°21'V, og
67°00'N - 024°00'V
Þaðan lá ísröndin til norðurs. Enga nýmyndun var að sjá og þéttleikinn var 4-6/8.
Veður: hægviðri, skýjahæð um 1000 ft.
Kl. 12:40 hafískönnun lýkur.
Meðfylgjandi eru einni ratsjármyndir af ísnum.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Kort af hafís. Hafísinn er næst landi um 42 sml. NV af Straumnesi, 53 sml. VNV af Barða og 70 sml N af Horni.
Styddu til að skoða stærri mynd
Ratsjármyndir af ísnum.
Styddu til að skoða stærri mynd
Ratsjármyndir af ísnum.
Styddu til að skoða stærri mynd
Ratsjármyndir af ísnum.
Styddu til að skoða stærri mynd
Ratsjármyndir af ísnum.

10. maí 2016 14:52 - Byggt á gervitunglamynd

Hafísjaðar (mest spangir) hefur færst nær landi síðasta sólarhring og er nú um 55 sjómílur norðvestur af Barða. Suðvestan stormur er á svæðinu og því má búast við að ísinn nálgist landið enn frekar.

09. maí 2016 13:30 - Byggt á gervitunglamynd

Hafísjaðar er nú um 65 sjómílur norðvestur af Barða. Suðvestan átt verður á svæðinu næstu daga og má því búast við að hafísinn færist nær Íslandi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

02. maí 2016 12:00 - Byggt á gervitunglamynd

Skýjað hefur verið á Grænlandssundi síðustu daga og því lítið sést í hafísinn.

27. apr. 2016 10:09 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort teiknað eftir tunglmyndum frá 26. apríl.
Rek virðist vera á jaðri hafíssins. Áframhaldnandi norðaustanáttir næstu daga, og því ólíklegt að ísinn reki nær landi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

25. apr. 2016 17:41 - Byggt á gervitunglamynd

Hafísjaðar um 88 sjómílur norðvestur af Bolungarvík. Hægar norðlægar áttir næstu daga.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

18. apr. 2016 14:20 - Byggt á gervitunglamynd

Hafísjaðar um 74 sjómílur norðvestur af Straumnesi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

11. apr. 2016 14:30 - Byggt á gervitunglamynd

Hafísinn er fremur þéttur upp við strönd Grænlands, en engu að síður má greina isspangir af gisnum ís eða ís í myndun, nálægt jaðarnum.
Ísjaðarinn er í um 105 Nm fjarlægð norðvestur af Straumnesvita.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

04. apr. 2016 15:00 - Byggt á gervitunglamynd

Hafís er langt frá Vestfjörðum og norðaustanáttir næstu daga halda borgarís frá landinu.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Ísjaðar er um 102 sml norðvestur af Straumnesi.

28. mar. 2016 16:00 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort var gert eftir tunglmynd frá því kl. 14:34 í dag, mánudag. Meginjaðar hafíssins var nokkuð greinilegur á myndinni, en ský voru yfir hluta hans. Minni spangir, rastir eða jakar geta verið nær landi en kortið sýnir.
Jaðar hafíssins er sennilega um 90 sjómílur frá Deild þar sem hann er næst landi, en hafa ber í huga að talsverð óvissa er í mati á þeirri fjarlægð.
Spáð er að norðaustanátt verði alsráðandi á Grænlandssundi þessa vikuna og má búast við að hún verði hvöss frá fimmtudegi og fram á helgi. Hafísinn ætti því ekki að færast nær landi af völdum vinds.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

21. mar. 2016 17:16 - Byggt á gervitunglamynd

Síðustu daga hefur ekki sést mjög vel í ísröndina vegna skýja.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

14. mar. 2016 14:20 - Byggt á gervitunglamynd

Hafísinn virðist vera þéttur upp við strendur Grænlands skv. gervitunglamyndum.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

07. mar. 2016 13:20 - Byggt á gervitunglamynd

Byggt á gervitunglamyndum frá 5. og 6. mars, en skýjað er á svæðinu í dag.
Ísjaðar er um 85 sjómílum norðvestur af Barða. Að mestu þéttur ís. Norðaustlæg átt verður ríkjandi næstu daga.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

22. feb. 2016 13:37 - Byggt á gervitunglamynd

Hafísjaðarinn er nú um 85 sjómílur frá Straumnesvita.
Næstu daga er spáð hægviðri á Grænlandssundi og ekki útlit fyrir að hafísinn færist nær landi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

15. feb. 2016 11:05 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort byggt á tunglmyndum frá því í gær, 14. febrúar. Hafísinn er nokkuð þéttur en jaðarinn er 91 sjómílur frá Vestfjörðum. Hitaskil eru teiknuð eftir líkani.

Næstu daga er útlit fyrir austlægar áttir á Grænlandssundi og því ekki útlit fyrir að hafísinn færist nær landi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

08. feb. 2016 16:00 - Byggt á gervitunglamynd

Þokkalega sást til hafíssins í dag, en þunn skýjahula var yfir og því sást ekki alls staðar greinilega í ísröndina. Ísröndin er næst landi u.þ.b. 98 sjómílur norðvestur af Straumnesi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

31. jan. 2016 13:20 - Byggt á gervitunglamynd

Hafís sést á Grænlandssundi ef notaðar eru gervitunglamyndir frá því 31. janúar og 30. janúar. Þar sem ísinn er næst landi er hann 86 nm frá Kögri, nyrst á Hornströndum.
Næstu daga er von á norðaustlægum áttum og því ætti vindurinn að halda hafísnum frá landi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

25. jan. 2016 14:00 - Byggt á gervitunglamynd

Skýjað hefur verið á Grænlandssundi síðustu daga og sást því ekki til hafíssins.

19. jan. 2016 14:41 - Byggt á gervitunglamynd

Vegna mikillar skýjahulu undanfarna daga er ekki hægt að greina ís á Grænlandssundi.

11. jan. 2016 13:32 - Byggt á gervitunglamynd

Skýjað er á Grænlandssundi og ísjaðarinn sést því ekki á gervitunglamyndum. Hafískortið er því dregið eftir hafísspá MyOcean o.fl. Norðaustanáttir næstu dag ættu að halda hafísnum fjarri landi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Ísjaðar er um 89 sml NNV af Straumnesi

04. jan. 2016 13:55 - Byggt á gervitunglamynd

Það hefur verið skýjað á Grænlandssundi að undanförnu og ekki hefur sést til hafíssins.
Undir "Ískort" í valborðanum hér til hliðar eru hlekkir á ískort dönsku og norsku veðurstofanna, en þessar stofnanir hafa betri gögn í sínum kerfum (m.a. radarmyndir úr gervitungli).
Það er útlit fyrir stífa norðaustanátt á Grænlandssundi næstu vikuna, þannig að ísinn mun ekki færast nær landi af völdum vinds.

Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica