Hafístilkynningar - 2015

29. des. 2015 12:01 - Byggt á gervitunglamynd

Skýjað hefur verið á Grænlandssundi síðustu daga og því lítið sést til hafíssins.

22. des. 2015 12:09 - Óskilgreind tegund athugunar

Skýjað hefur verið á Grænlandssundi síðustu daga og því ekki hægt að teikna hafískort.

14. des. 2015 13:58 - Byggt á gervitunglamynd

Mjög skýjað hefur verið á Grænlandssundi síðustu daga.
Áætlaður ísjaðar er um 50 sjómílur norðvestur af Straumnesi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

07. des. 2015 14:00 - Byggt á gervitunglamynd

Undanfarið hefur verið lítið skyggni á Grænlandssundi en mynd frá því á sunnudag var sú eina sem sýndi einhvern hafís. Jaðarinn virðist vera í um 40 Nm NV af Gelti. Þar sem NA-átt verður á næstunni ætti ísinn að færast til vesturs.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

30. nóv. 2015 14:29 - Byggt á gervitunglamynd

Skýjað að hluta á Grænlandssundi og sést því ekki til sjávar þar. Hvöss norðaustanátt næstu daga ætti að halda hafís fjarri landinu. Ísjaðar um 65 sml VNV af Straumnesi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Ísjaðar um 65 sml VNV af Straumnesi.

23. nóv. 2015 16:44 - Byggt á gervitunglamynd

Kort byggt á gervitunglamynd frá 21. nóvember.
Hafísinn er uþb. 45 sjómílur frá landi, sést ágætlega á tunglmynd þó jaðrar hans til suðurs sjáist ekki. Ath nýlega skýrslu frá ískönnunarflugi Landhelgisgæslunnar.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

20. nóv. 2015 15:00 - Flug Landhelgisgæslunnar

Mjólkurís (Nýmyndun)

Hnit á hafísjaðri

  • 66:24.0N,27:18.0W
  • 66:26.0N,25:57.0W
  • 66:31.0N,25:47.0W
  • 66:32.0N,25:45.0W
  • 66:35.0N,25:41.0W
  • 66:43.0N,24:55.0W
  • 66:47.0N,24:58.0W
  • 66:44.0N,25:03.0W
  • 66:46.0N,25:09.0W
  • 66:52.0N,25:03.0W
  • 66:54.0N,24:52.0W
  • 66:56.0N,24:45.0W
  • 66:59.0N,24:50.0W
  • 67:07.0N,24:26.0W
  • 67:22.0N,24:18.0W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Sea ice map

19. nóv. 2015 13:35 - Byggt á gervitunglamynd

Samkvæmt nýjustu gervitunglamynd hefur hafís við Grænland nú færst nær Íslandi. Það er talsverð færsla á ísnum og allnokkur nýmyndun. Gisinn ís og nýmyndun er nú 44 sjómílur NV af Straumnesi.
Líkur eru á að hann færist nær landi um helgina þegar snýst í suðvestlæga átt á þessu svæði.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Styddu til að skoða stærri mynd
Mynd fengin frá Jarðvísindastofnun Háskólans.

16. nóv. 2015 15:00 - Byggt á gervitunglamynd

Kortið er byggt á gervitunglamynd kl. 12:54 í dag. Þá sást vel í hluta ísrandarinnar, hún er öll norðan og vestan við miðlínu.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

10. nóv. 2015 11:40 - Byggt á gervitunglamynd

Af gervitunglamynd að dæma virðist hafís kominn ágætlega á veg að myndast á Grænlandssundi. Næstu daga er spáð norðaustanátt og því líklegt að ísinn þjappist ennþá frekar upp við Grænland. Skýjað var að hluta og því var ekki hægt að sjá allt svæðið greinilega.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

02. nóv. 2015 16:00 - Byggt á gervitunglamynd

Skýjað hefur verið á Grænlandssundi undanfarna daga og lítið sést til hafís. Við bendum á hafískort Dönsku og Norsku veðurstofanna.

30. okt. 2015 11:30 - Flug Landhelgisgæslunnar

Á þessu svæði er gisið íshrafl, ekki samfleitur ís. Staka ísjaka var að sjá inn í breiðunni

Hnit á stökum hafís

  • 66:16.0N,26:43.0W
  • 67:14.0N,26:09.0W
  • 67:28.0N,22:36.0W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Sea ice map

30. okt. 2015 11:30 - Flug Landhelgisgæslunnar

Á þessu svæði er gisið íshrafl, ekki samfleitur ís. Staka ísjaka var að sjá inn í breiðunni

Hnit á stökum hafís

  • 66:16.0N,26:43.0W
  • 67:14.0N,26:09.0W
  • 67:28.0N,22:36.0W

Hnit á hafísjaðri

  • 67:44.0N,23:46.0W
  • 67:43.0N,24:04.0W
  • 67:39.0N,24:14.0W
  • 67:37.0N,24:30.0W
  • 67:35.0N,24:54.0W
  • 67:38.0N,25:00.0W
  • 67:28.0N,25:16.0W
  • 67:23.0N,25:35.0W
  • 67:23.0N,25:42.0W
  • 67:24.0N,25:44.0W
  • 67:24.0N,25:53.0W
  • 67:19.0N,25:58.0W
  • 67:23.0N,26:23.0W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Sea ice map

29. okt. 2015 14:30 - Flug Landhelgisgæslunnar

kort af ísbreiðu eða nýmyndun íss. Ekki var hægt að sjá hver
þekjan var mikil vegna þoku/lágskýja á svæðinu. Staka ísjaka var
að sjá inn í breiðunni.

Hnit á stökum hafís

  • 66:27.0N,26:29.0W

Hnit á hafísjaðri

  • 67:55.0N,23:45.0W
  • 67:49.0N,23:50.0W
  • 67:46.0N,23:53.0W
  • 67:45.0N,23:54.0W
  • 67:43.0N,24:01.0W
  • 67:42.0N,24:05.0W
  • 67:39.0N,24:10.0W
  • 67:38.0N,24:14.0W
  • 67:38.0N,24:19.0W
  • 67:38.0N,24:31.0W
  • 67:38.0N,24:41.0W
  • 67:38.0N,24:55.0W
  • 67:42.0N,25:05.0W
  • 67:43.0N,25:10.0W
  • 67:44.0N,25:14.0W
  • 67:44.0N,25:19.0W
  • 67:44.0N,25:24.0W
  • 67:43.0N,25:27.0W
  • 67:41.0N,25:24.0W
  • 67:41.0N,25:25.0W
  • 67:41.0N,25:28.0W
  • 67:38.0N,25:28.0W
  • 67:37.0N,25:33.0W
  • 67:36.0N,25:33.0W
  • 67:31.0N,25:36.0W
  • 67:30.0N,25:37.0W
  • 67:25.0N,25:57.0W
  • 67:22.0N,26:05.0W
  • 67:20.0N,26:20.0W
  • 67:24.0N,26:02.0W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Sea ice map

26. okt. 2015 13:36 - Byggt á gervitunglamynd

Nýmyndun íss sést ágætlega suður af Scoresbysundi og einnig sums staðar nálægt strönd Grænlands. Ísinn viðrist vera næst Íslandi í um 90 sjómílna fjarlægð NNV af Hornbjargi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

19. okt. 2015 19:11 - Byggt á gervitunglamynd

Skýjað hefur verið á Grænlandssundi undanfarna daga og lítið sést til hafís. Við bendum á hafískort Dönsku og Norsku veðurstofanna.

12. okt. 2015 15:00 - Byggt á gervitunglamynd

Í dag og í gær (mánudag og sunnudag) var skýjað á Grænlandssundi. Hafískortið var því gert með gervitunglamyndum frá því síðdegis á laugardag (10. okt.), en þá var heiðskírt á stórum hluta svæðisins. Almennt er lítið af hafís á Grænlandssundi, eins og vera ber á þessum árstíma. Þó eru ísspangir suður af Scoresbysundi vel sjáanlegar á tunglmyndum. Einnig má greina staka borgarísjaka á myndunum. Reikna má með að það séu stærri jakarnir sem séu greinanlegir á tunglmyndunum, en stakir minni jakar eða borgarbrot geta leynst á víð og dreif um svæðið.
Frá því síðdegis á þriðjudag og fram á laugardag er spáð suðvestanátt á Grænlandssundi og því má búast við vindur færi ísjakana nær landi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

08. okt. 2015 18:12 - Skip

Ný staðsetning á Ísjakanum sem tilkynnt var um í morgun, núna kl 12:11 var jakinn
á stað 66°06,4´N – 023°44,67´V, hefur því rekið til austurs um 2 sjómílur á 4 klst (0,5 sml/klst).

Kyrrt og gott skyggni, sést vel á ratsjá sem og með berum augum.

Hnit á stökum hafís

  • 66:06.4N, 23:44.67W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Hafískort

08. okt. 2015 13:32 - Skip

Ný staðsetning á Ísjakanum sem tilkynnt var um í morgun, núna kl 12:11 var jakinn
á stað 66°06,4´N – 023°44,67´V, hefur því rekið til austurs um 2 sjómílur á 4 klst (0,5 sml/klst).

Kyrrt og gott skyggni, sést vel á ratsjá sem og með berum augum.

Hnit á stökum hafís

  • 66:06.4N, 23:44.67W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Hafískort

08. okt. 2015 11:22 - Athugun frá landi

Á vestan verðum Önundarfirði eru smá jakar sem sem liggja í vestur og útundir Barða

08. okt. 2015 08:10 - Skip

Bátur tilkynnir um ísjaka á stað 66,06N 023,49,9W. Stendur ca 5 til 6 m upp úr sjó.
Minni brot í nágrenni.

Hnit á stökum hafís

  • 66:06N, 23:49.9W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Hafískort

05. okt. 2015 14:20 - Byggt á gervitunglamynd

Ís er ekki merkjanlegur á gervitunglamyndum. Nýjustu ískort dönsku Veðurstofunnar (DMI):
http://www.dmi.dk/hav/groenland-og-arktis/iskort/

04. okt. 2015 14:35 - Skip

Skip tilkynnir í dag kl 13:10 stóran ísjaka á stað 66°28'N - 024°47'V rekhraði ca 1sml og stefnir í SV sést á radar en ekki mjög vel.

28. sep. 2015 13:38 - Byggt á gervitunglamynd

Ís er ekki merkjanlegur á gervitunglamyndum, en stöku ský byrgja þó sýn. Nýjustu ískort dönsku Veðurstofunnar (DMI) gefa til kynna ísjaka:
http://www.dmi.dk/hav/groenland-og-arktis/iskort/

21. sep. 2015 13:00 - Byggt á gervitunglamynd

Mjög skýjað hefur verið á svæðinu síðustu daga. Mjög lítill ís er á svæðinu.

14. sep. 2015 13:58 - Óskilgreind tegund athugunar

Lítill sem enginn ís er sjáanlegur á gervitunglamyndum af svæðinu, þótt ekki séu um bestu myndir að ræða.
Nýjustu ískort dönsku veðurstofunnar sýna svipaðar niðurstöður.
http://www.dmi.dk/hav/groenland-og-arktis/iskort/

07. sep. 2015 15:37 - Byggt á gervitunglamynd

Skýjahula á Grænlandssundi byrgir sýn til sjávar, þ.a. ekkert hafískort var dregið að þessu sinni.
Fylgjast má með hafísspám á vefsíðu dönsku veðurstofunnar:

http://www.dmi.dk/hav/groenland-og-arktis/iskort/

31. ágú. 2015 18:00 - Óskilgreind tegund athugunar

Skýjað hefur verið síðustu daga á Grænlandssundi og þar af leiðandi erfitt að greina útbreiðslu hafíss með hjálp gerfitunglamynda. Bent er á nýjasta ískortið frá dönsku veðurstofunni.
http://www.vedur.is/hafis/iskort/donsk-iskort/

25. ágú. 2015 16:09 - Óskilgreind tegund athugunar

Skýjað hefur verið síðustu daga á Grænlandssundi og þar af leiðandi erfitt að greina útbreiðslu hafíss með hjálp gerfitunglamynda. Benda skal á nýjasta ískortið frá dönsku veðurstofunni.
http://www.vedur.is/hafis/iskort/donsk-iskort/

25. ágú. 2015 04:10 - Skip

Lítill borgarís á stað: 66°49,5N 022°59,4W. Sést illa í radar.

Hnit á stökum hafís

  • 66:49.5N,022:59.4W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Hafískort

23. ágú. 2015 16:54 - Skip

Borgarísjaki, milungs stór á stað 67°05,5N -22°43,3W. Rekur rólega suðvestur. Sést 4sml fjarlægð með berum augum, en í ratsjá í 5sml fjarlægð.

Hnit á stökum hafís

  • 67:05:05N,22:43:03W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Hafískort

23. ágú. 2015 16:09 - Skip

Hafísjakar á eftirtöldum stöðum.
67°19.00N, 024°22.50W
67°16.60N, 024°28.60W
67°13.68N, 024°31.60W
67°13.70N, 024°36.70W
HÆTTULEGT SKIPUM OG BATUM.
LANDHELGISGAESLA ISLANDS
"

Hnit á stökum hafís

  • 67:19.00N, 024:22.50W
  • 67:16.60N, 024:28.60W
  • 67:13.68N, 024:31.60W
  • 67:13.70N, 024:36.70W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Hafískort

18. ágú. 2015 12:00 - Byggt á gervitunglamynd

Grænlandssund hefur að mestu verið þakið skýjahulu síðustu daga og því hefur verið erfitt að greina hafísjaðar. 15. ágúst síðastliðinn tilkynnti skip um borgarísjaka, 70 metra langur og 15 metra hár á stað: 65°54N 26°57W. ísinn er á hægri ferð 235° 0,7 sml og sást hann vel á radar. Fyrir utan þennan borgarís er langt í hafísjaðarinn.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

15. ágú. 2015 20:45 - Skip

Borgarís 70 metra langur og 15 metra hár á stað : 65°54N 26°57W. Er á hægri ferð 235° 0,7 sml. Sést vel vel í radar.

Hnit á stökum hafís

  • 65.54N, 26.57W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Hafískort

10. ágú. 2015 16:00 - Byggt á gervitunglamynd

Nokkuð skýjað hefur verið á svæðinu síðustu daga. Langt er í hafísjaðarinn.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

03. ágú. 2015 14:58 - Byggt á gervitunglamynd

Hafís er mjög langt frá landi og ekki er útlit fyrir að ísinn færist nær landi næstu daga.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

27. júl. 2015 18:58 - Byggt á gervitunglamynd

Hafís er mjög langt frá landi. Virðist mestur í sunnanverðu Grænlandssundi, en er mest dreifar og hrafl. Ekki er útlit fyrir að ísinn færist nær landi næstu daga.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

22. júl. 2015 09:45 - Byggt á gervitunglamynd

Skýjað hefur verið á Grænlandssundi síðustu viku, og tunglmyndir gefa takmarkaða mynd af útbreiðslu hafíss vegna skýjahulu. Kortið er byggt á myndum frá síðustu þremur dögum. Vinsamlega nýti hafískortin frá Dönsku Veðustofunni sem finna má hér á síðunni til að afla frekari upplýsinga.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

19. júl. 2015 12:00 - Skip

Þunnur gisin vetrarís með borgarís er í sjónmáli

Hnit á stökum hafís

  • 68:00.0N, 25:80.0W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Hafískort

13. júl. 2015 15:56 - Óskilgreind tegund athugunar

Skýjað hefur verið síðustu daga á Grænlandssundi og þar af leiðandi erfitt að greina útbreiðslu hafíss með hjálp gerfitunglamynda. Benda skal á nýjasta ískortið frá dönsku veðurstofunni.
http://www.vedur.is/hafis/iskort/donsk-iskort/

06. júl. 2015 18:57 - Byggt á gervitunglamynd

Hafísjaðarinn norðantil í Grænlandssundi er ansi tættur og mikið um gisinn ís eða spangir. Sunnar er ennþá talsvert þéttur ís, og landfastur.
Ísinn er minnst 89 sjómílur NV af Kögri. Útlit er fyrir áframhaldandi norðlægar áttir eða hægviðri á Grænlandssundi og ekki útlit fyrir að ísinn færist nær landi næstu daga.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

29. jún. 2015 16:00 - Byggt á gervitunglamynd

Þunn skýjabreiða var yfir svæðinu í dag, en ísinn sást nokkuð vel í gegnum hana á gervitunglamyndum. Ísjaðarinn er um 82 sjómílur NNV af Straumnesi. Áframhaldandi norðaustan átt verður á Grænlandssundi næstu daga.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

22. jún. 2015 14:07 - Byggt á gervitunglamynd

Mynd dagsins er byggð á gervitunglamynd síðan kl 05:16 þ.22.6. Skýjahulan á Grænlandssundi virðist eingöngu vera bundin við opið haf, en ekki er hægt að útiloka að einhver ís sé nær Íslandi en kortið gerir ráð fyrir. Hafísinn er í um 54 Nm NV af Gelti.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

15. jún. 2015 15:12 - Byggt á gervitunglamynd

Hafíinn sést vel á gervitunglamyndum, sem allra syðst á svæðinu. Ísjaðarinn er um 37 sml norðnorðvestur af Straumnesi. Norðaustanátt næstu daga ætti að bægja haf- og borgarís frá landinu.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Ísjaðarinn er um 37 sml norðnorðvestur af Straumnesi.

08. jún. 2015 16:00 - Byggt á gervitunglamynd

Skýjað var á Grænlandssundi í dag og í gær (mán. og sun.). Hafískortið var því gert eftir gervitunglamyndum frá því á laugardaginn 6. júní, en þá var léttskýjað á mestum hluta svæðisins. Meginröndin var þá næst landi um 82 sjómlur frá Straumnesi. Ekki er hægt að útiloka að stakir jakar eða minni spangir séu nær landi.
Stíf suðvestanátt hefur verið á Grænlandssundi í dag (mánudag) og því gæti hafísröndin hafa færst nær landi. Næstu daga er gert ráð fyrir hægum vindi á þessum slóðum, norðaustlægum eða breytilegum. Vindur ætti því lítið að hreyfa við hafísnum næstu daga.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

01. jún. 2015 14:00 - Byggt á gervitunglamynd

Hafís er nú 97 sjómílur norðvestur af Horni, og hefur hann hörfað talsvert undanfarna viku. Jaðarinn virðist mjög þéttur og lítið um gisinn ís eða spangir.
Næstu daga er útlit fyrir áframhaldandi norðaustanáttir og ætti ísinn að hörfa enn frekar.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

25. maí 2015 20:45 - Byggt á gervitunglamynd

Leiðrétting!
Hafísröndin sést vel á gervitunglamyndum og er næst landi um 74 sml norðvestur af Straumnesi. Norðaustanáttir næstu daga ættu að halda hafís og borgarís fjarri landi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Ísröndin er um 74 sml norðvestur af Straumnesi

18. maí 2015 16:00 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort var gert eftir gervitunglamyndum sem teknar voru síðdegis í dag. Meginröndin var nokkuð greinileg á myndunum og var hún næst landi um 78 sjómílur frá Straumnesi og í svipaðri fjarlægð frá Barða. Ekki er hægt að útiloka að stakir jakar eða spangir séu nær landi.
Síðustu vikuna hefur ákveðin norðaustanátt ráðið ríkjum á Grænlandssundi sem hefur hjálpað til við að færa ísröndina fjær Íslandi. Næstu vikuna er vindátt breytilegri á svæðinu, en þó verður norðaustanátt einhverja daga.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

11. maí 2015 15:56 - Byggt á gervitunglamynd

Ísjaðarinn sést yfirleitt vel á gervitunglamyndum, síst þó sunnan til. Norðaustanátt næsta sólarhring ætti að halda borgaís fjarri landinu.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Ísjaðar er um 54 sml norðaustur af Straumnesi

04. maí 2015 18:28 - Byggt á gervitunglamynd

Hafísinn er nú um 65 sjómílur norðvestur af Vestfjörðum. Hitaskil í sjónum virðast bræða jaðarinn hafnóðum. Einnig eru norðaustalægar áttir í kortunum sem ýta jaðrinum fjær landi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

27. apr. 2015 17:13 - Skip

Misgisinn ís með stökum ísjökum, frá litlum upp í mjög stóra. Mismikill þéttleiki.

Hnit á hafísjaðri

  • 67:30N, 19:40W
  • 67:30N, 21:30W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Hafískort

26. apr. 2015 12:52 - Byggt á gervitunglamynd

Hafís hefur færst talsvert langt inn í íslenska lögsögu, og hefur nú gengið inn á NV-verð Vestfjarðarmið.
Hafísinn er nú um 50 sjómílur úti fyrir Vestfjörðum. Næsta sólahringinn er spáð vestlægum áttum á Grænlandssundi og því líkur á að hafísinn færis enn nær. Á Vestfjarðarmiðum er útlit fyrir áframhaldandi hvassa norðanátt næstu daga.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

18. apr. 2015 12:00 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískortið er teiknað eftir gervitunglamynd frá laugardeginum 18. apríl. Vel sást í ísröndina austantil á svæðinu.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

14. apr. 2015 12:24 - Byggt á gervitunglamynd

Ekki sést hafísinn mjög greinilega með gervitunglamyndum sökum skýjahulu en áætlað var um stöðu hans. Hafísinn virðist vera 150 sml frá Straumnesi.
Útlit er fyrir þráláta suðvestanátt næstu daga og því er líklegt að hafísinn færist nær landi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

06. apr. 2015 15:00 - Óskilgreind tegund athugunar

Skýjað hefur verið síðustu daga á Grænlandssundi og þar af leiðandi ekki verið hægt að greina útbreyðslu íss með hjálp gerfihnattamynda. Benda skal á nýjasta ískortið frá dönsku veðurstofunni.
http://www.vedur.is/hafis/iskort/donsk-iskort/

01. apr. 2015 14:18 - Byggt á gervitunglamynd

Skýjað á sunnanverðu Grænlandssundi, þ.a. erfitt er að greina ísjaðarinn þar. Bústi er við norðaustanátt næstu daga, þ.a. borgarís ætti að haldast fjarri landinu.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Ísröndin er um 73 sml VNV af Straumnesi

23. mar. 2015 16:03 - Byggt á gervitunglamynd

Skýjað að hluta á Grænlandssundi, þ.a. hafísjaðarinn er sums staðar ógreinilegur. Áætluð fjarlægð ísbrúnar er 106 sml norðvestur af Kögri. Norðaustanáttir næstu dag ættu að halda borgarís fjarri landinu.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Ísrönd er um 106 sml norðvestur af Kögri.

17. mar. 2015 15:00 - Byggt á gervitunglamynd

Skýjað hefur verið á hafíssvæðinu í dag og í gær (mán. og þri.), þ.a. hafískort var gert eftir gervitunglamynd frá því síðdegis á sunnudag (15. mars), en þá sást vel til sjávar.
Meginröndin var teiknuð á kortið og var hún næst landi um 110 sjómílur frá Straumnesi. Norðvestan meginrandarinnar virðist ísinn yfirleitt mjög þéttur eða samfelldur. Ekki er hægt að útiloka að stakir jakar eða spangir séu nær landi.
Fyrri hluta febrúar voru suðvestanáttir ríkjandi á Grænlandssundi og færðu þær ísinn nær landi og á hafískorti Veðurstofu Íslands frá 17. febrúar 2015 var meginröndin metin í einungis 46 sjómílna fjarlægð frá Gelti. Þá snérist vindátt og síðastliðinn mánuð hefur hvöss norðaustanátt verið allsráðandi á Grænlandssundi og hefur hún hrakið meginröndina frá landi svo um munar og er hún nú metin, eins og áður sagði í 110 sjómílna fjarlægð frá Straumnesi. Búast má við að norðaustanátt verði áfram algengust næstu dagana svo ísinn ætti ekki að færast nær landi af völdum vinds.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

09. mar. 2015 18:39 - Byggt á gervitunglamynd

Hafísinn er nokkuð þéttur upp við strönd Grænlands, ekki er hægt að greina nema staka spöng á gervitunglamyndum. Áframhaldandi suðlægar áttir eru í spám næstu daga, og því ólíklegt að ísinn færist nær Íslandi. Hafísröndin er um 100 VNV af Vestfjörðum.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

02. mar. 2015 14:30 - Byggt á gervitunglamynd

Hafísjaðar er áætlaður 82 nm NV af Barða á Vestfjörðum, byggt á gervitunglamyndum. Spangir sjást greinilega á myndum, en von er á SV-lægum áttum næstu daga sem gætu losað eitthvað um þær.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

23. feb. 2015 15:00 - Byggt á gervitunglamynd

Hafísjaðar áætlaður um 82 sjómílur norðvestur af Vestfjörðum. Ekki hægt að greina á gervitunglamynd vegna skýja hvort ísspangir liggi út frá megin ísjaðrinum.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

17. feb. 2015 14:00 - Byggt á gervitunglamynd

Þar sem skýjað hefur verið á svæðinu undanfarna daga og eina myndin sem sýnir einhvern ís á Grænlandssundi er notuð til grundvallar við gerð þessa korts. Ekki er útilokað að einhver ís sé innan þeirrar línu sem dregin er. Ísinn virðist vera næst landi u.þ.b 46 nM NV af Gelti. Þar sem NA-átt er algengust næstu daga er ólíklegt að ísinn komi mikið nær í bili.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

10. feb. 2015 13:12 - Skip

Er við ísrönd 1 sml vestur af röndinni sem er á 66°55,0 22°27,7V 1 þaðan í 66°58N 22°34v og síðan 66°52 22°10V og eins langt og séð verður, sést illa í radar. Virðist vera á suðaustur leið.

Hnit á hafísjaðri

  • 66:55.0N, 22:27.7W
  • 66:58.0N, 22:34.0W
  • 66:52.0N, 22:10.0W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Hafískort

09. feb. 2015 14:47 - Byggt á gervitunglamynd

Skýjað á norðanverðu Grænlandssundi og sést því ekki til sjávar. Ísrönd er skv. gervitunglamynd um 67 sml NNV af Kögri. Snýst í norðaustanátt í nótt, sem ætti að bægja borgarís frá landinu.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Ísjaða er um 67 sml NNV af Kögri.

02. feb. 2015 16:00 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort var gert útfrá gervitunglamyndum (innrautt og sýnilegt ljós) og var einkum byggt á mynd frá kl. 12:52 í dag (mán). Léttskýjað var á nyrðri helmingi hafíssvæðisins, en skýjað á þeim syðri. Ísröndin er næst landi um 86 sjómílur frá Barða.
Búist er við að suðvestanátt verði algeng á Grænlandssundi næstu daga og gæti ísinn því færst nær Íslandi.
Benda má á hlekkina hér vinstra megin ("Ískort") á dönsku og norsku hafískortin, en þar er m.a. notast við radarmælingar úr gervitunglum (SAR) sem veðurfræðingar Veðurstofu Íslands hafa ekki aðgang að eins og sakir standa.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

26. jan. 2015 16:00 - Byggt á gervitunglamynd

Vegna skýja sást lítið í ísröndina sunnarlega á Grænlandssundi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

20. jan. 2015 13:25 - Byggt á gervitunglamynd

Ískortið er byggt á gervitunglamynd frá 17. janúar. Áætlaður ísjaðar er um 80 sjómílur norðvestur af Straumnesi. Búast má við áframhaldandi norðaustan áttum á svæðinu.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

12. jan. 2015 14:00 - Byggt á gervitunglamynd

Nokkuð skýjað hefur verið síðustu daga á Grænlandssundi. Búast má við áframhaldandi norðaustan átt á svæðinu næstu daga og ólíklegt að ísinn færist nær Íslandi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

05. jan. 2015 14:00 - Óskilgreind tegund athugunar

Þar sem skýjað hefur verið síðustu daga á Grænlandssundi og þar af leiðandi eki verið hægt að greina útbreyðslu íss með hjálp gerfihnattamynda þá verður notast við nýusta ískort dönsku veðurstofunnar frá 4. janúar.
http://www.dmi.dk/hav/groenland-og-arktis/iskort/
og velja síðan "Oversigtskort"





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica