Hafístilkynningar síðustu 30 daga

22. júl. 2024 08:22 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort byggt á ratsjármyndum Sentinel-1 gervitunglsins frá 22. júlí 2024. Hafísbreiðan á Grænlandssundi er yfirleitt gisin eða mjög gisin og utan miðlínu, en þó sáust nokkrir jakar nær Íslandi. Breytileg átt á svæðinu í dag, en á morgun og næstu daga er útlit fyrir norðaustanátt.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

17. júl. 2024 13:36 - Byggt á gervitunglamynd

Byggt á SENTINEL1 gervitunglamyndum sem voru tekin 15. til 17. júlí 2024. Hafísinn er að mestu leyti mjög gisinn. Röndin er uþb 45 sjómílur NNV af Kögri þar sem það er næst landi. Útlit er fyrir norðaustlægar áttir næsta daga og má gera ráð fyrir að ísinn fer frá landi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

16. júl. 2024 21:00 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort bygg á gervitunglamyndum VIIRS, sem sýnir býsna gisinn hafís. Ísröndin er næst landi um 68 sml norður af Kögri, en reikna má með borgarís á víð og dreif. Norðaustanáttir næstu daga ættu að hindra hafís og borgarjaka að nálgast landið.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Ísröndin er um 68 SML norður af Kögri

09. júl. 2024 18:29 - Byggt á gervitunglamynd

Byggt á SENTINEL1 gervitunglamyndum sem voru tekin 7. til 9. júlí 2024. Hafísröndin er uþb 85 sjómílur NV af Barða þar sem það er næst landi. Útlit er fyrir suðvestlægar áttir næsta daga og má gera ráð fyrir að ísinn fer nær landi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

04. júl. 2024 10:18 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort byggt á gervitunglamyndum Sentinel-1 Meginísröndin er um 60 sjómílur NV af Straumsnesi þar sem hún liggur næst landi. Útlit er fyrir norðlægar áttir næstu daga og þá gæti hafís farið aðeins frá landi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica