Hafístilkynningar síðustu 30 daga

29. nóv. 2023 19:07 - Byggt á gervitunglamynd

Ískort sem byggt er á gervitunglamynd, SENTINEL-1 frá því kl 19:07.
Næst landi er mjög gisinn ís 20 sjómílur NNV af Kögri.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Hafískort byggt á gervitunglamynd 29.11.2023 kl 19:07.

29. nóv. 2023 07:50 - Byggt á gervitunglamynd

Kort frá Háskóla Íslands

Uppfært ískort skv. gervitunglamynd frá því klukkan 07:50 í morgun. Ísinn er nú 23 sjómílur norðan við Hælavíkurbjarg. Myndin náði aðeins yfir austasta hluta svæðisins, og því er jaðarinn frá 27.11. hafður með á kortinu, en skyggður.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

27. nóv. 2023 23:34 - Byggt á gervitunglamynd

Hafísinn var 28 sjómílur norður af Kögri í morgun, nokkuð þéttur. Gæti færst aðeins nær næsta sólarhringinn áður en norðaustanáttirnar taka yfir.
Einnig mátti sjá nokkra borgarísjaka, bæði innan og utan ísbreiðunnar.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

27. nóv. 2023 12:00 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort byggt á ratsjármynd frá Sentinel1 gervitunglinu. Ekki fékkst mynd af öllu svæðinu. Meginísjaðarinn er í um 65 sjómílna fjarlægð NNV af Straumnesi. Útlit er fyrir suðvestanátt á morgun, þriðjudag, en síðan er útlit fyrir norðaustlægar áttir, og þá ætti ísinn ekki að reka nær landinu vegna vinds.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

20. nóv. 2023 18:44 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort byggt á ratsjármyndum frá Sentinel1 gervitunglinu. Hafísinn er um 60 sjómílna fjarlægð NV af Straumnesi. Útlit er fyrir suðvestanátt á svæðinu næstu daga og því líkur á því að hafísinn reki nær landi. Í lok vikunnar verða hins vegar fremur hægar breytilegar áttir og þá ætti lítið að breytast.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

13. nóv. 2023 12:00 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort byggt á ratsjármyndum frá Sentinel1 gervitunglinu. Hafísinn er ennþá talsvert fyrir innan miðlínu en næst landi var hann í um 95 sjómílna fjarlægð NNV af Straumnesi. Ekki fékkst mynd af öllu svæðinu. Útlit fyrir norðaustlægar áttir á svæðinu næstu daga, svo ísinn ætti ekki að reka nær Íslandi af völdum vinds.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

06. nóv. 2023 13:36 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort byggt á VIIRS-gervitunglamyndum og ískorti Dönsku veðurstofunnar (DMI). Austan- og norðaustanáttir næstu daga ættu að halda borgarís fjarri landinu.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Ísröndin er um 114 sml norðnorðvestur af Kögri




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica