Hafístilkynningar síðustu 30 daga

27. júl. 2021 11:24 - Skip

Ísfláki sést vel í radar rétt vestur af hnitum.

Hnit á stökum hafís

  • 66:13.195N, 26:30.913W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Sea ice map

27. júl. 2021 11:23 - Skip

Borgarís sést rétt norðan við Víkurál. Sést vel í radar.

Hnit á stökum hafís

  • 66:11.526N, 26:28.572W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Sea ice map

26. júl. 2021 15:25 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort byggt á radarmynd frá gervitunglum 25. júlí. ísjaðarinn var 190 sjómílur frá landi, alveg við strönd Grænlands en margir ískjakar sáust á sundinu. Eins er líklegt að minni jakar séu ógreinilegir á tunglmyndum. Spáð er norðaustlægum eða breytilegum áttum út vikuna svo líklegra er að jakarnir færist fjær Íslandi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

21. júl. 2021 18:00 - Athugun frá landi

Borgarísjaki, líklega um 100m á lengd. 21.07.21. Kl 1800. 66°52N. 28°53W.

Hnit á stökum hafís

  • 66.52N, 28.53W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Sea ice map

20. júl. 2021 11:00 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort er teiknað eftir gervitunglamyndum sem voru teknar milli 15. og 18. julí. Ísjaðarinn var um það bil 150 sjómílur vestnorðvestur af Straumnesi og allvíða sáust borgarísakar, en líklegt er að minni jakar séu ekki greinilegir á gervitunglamyndum. Suð- og suðvestlægar áttir ríkjandi næstu daga og er má búast við að hafísinn færist nær landi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

16. júl. 2021 08:47 - Skip

Borgarísjaki á stað: 67°11N og 020°57V.

Hnit á stökum hafís

  • 67:11N, 20:57W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Sea ice map

13. júl. 2021 14:59 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort er teiknað eftir gervitunglamyndum sem voru teknar 13. julí. Ísjaðarinn var um það bil 118 sjómílur vestnorðvestur af Barða og allvíða sáust borgarísakar, en líklegt er að minni jakar séu ekki greinilegir á gervitunglamyndum. Suð- og suðvestlægar áttir ríkjandi næstu viku og er má búast við að hafísinn færist nær landi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Byggt á Sentinel 1 gervitunglagögnum sem voru numin 13. júlí klukkan 08:29

06. júl. 2021 09:59 - Byggt á gervitunglamynd

Síðasta nothæfa tunglmynd er síðan 4 júlí og því viðbúið að ísinn hafi breytst eitthvað.
Hafísinn virðist vera í um 44 sjómílna fjarlægð NV af Barða. Ekki er ólíklega að borgarís sé á stangli nær en það. Heildregin lína segir til um hvar ís sást 4 júlí, en óvissa er um hvar ísinn er á brotalínunum.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica