Hafístilkynningar síðustu 30 daga

23. maí 2022 12:00 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískortið er gert eftir veðurtunglamyndum frá 23. og 24. maí. Hafísröndin var næst landi um 90 sjómílur NNV af Straumnesi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

16. maí 2022 14:25 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort er byggt á gervintunglamyndum Sentinel-1 gervitunglsins síðastliðna tvo sólarhringa. Ísröndin er næst landi um 63 snjómílur út af Straumnesi. Norðaustanáttir næstu daga ættu að halda borgarís fjarri landinu.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Ísröndin er um 63 sjómílur út af Straumnesi

10. maí 2022 16:00 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort var teiknað eftir SAR gervitunglagögnum frá kl. 8:22, þri. 10. maí 2022. Greina mátti stóran hluta af meginísröndinni og mældist hún í um 72 sjómílna fjarlægð frá Straumnesi þar sem hún var næst landi. Ísspangir og stakir jakar geta verið handan meginlínunnar nær landi.
Spáð er ákveðinni norðaustanátt á Grænlandssundi alla vikuna, hafísinn ætti því ekki að færast nær landi af völdum vinds.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

02. maí 2022 14:26 - Byggt á gervitunglamynd

All þéttur ís er á Grænlandssundi og virðist jaðarinn vera í um 36 nm fjarlægð NV af Kögri. Mikið að ísnum næst Íslandi eru spangir. NA-læg átt ríkjandi næstu daga og líkur á að ísinn hörfi í átt að Grænlandi og þéttist þar.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

28. apr. 2022 08:23 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort frá Ingibjörgu Jónsdóttur hjá jarðvísindastofnun Háskóla Íslands.

Hafísröndin var næst landi um 40 sjómílur norðvestur af Straumnesi, en litlir flekkir eru í um 25 sjómílna fjarlægð.

Byggt á SENTINEL-1 ratsjármynd COPERNICUS EU & ESA.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Ingibjörg Jónsdóttir, 2022.

28. apr. 2022 00:43 - Óskilgreind tegund athugunar

Frá Háslóla Íslands:

Skv. ratsjármynd kvöldsins var hafís spöng í 42 sjómílna fjarlægð NV af Kögri.

Færist væntanlega eitthvað nær landi næstu daga (SV áttir á svæðinu fram að helgi skv. veðurspám).

25. apr. 2022 13:18 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort byggt á ratsjármyndum Sentinel-1 gervitunglsins frá 22-24. apríl 2022. Ís var næst landi um 65 sjómílur norðvestur af Straumnesi. Það er útlit fyrir hægan vind fram eftir vikunni svo ís ætti ekki að reka mikið.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica