Hafístilkynningar - 2021

27. júl. 2021 11:24 - Skip

Ísfláki sést vel í radar rétt vestur af hnitum.

Hnit á stökum hafís

  • 66:13.195N, 26:30.913W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Sea ice map

27. júl. 2021 11:23 - Skip

Borgarís sést rétt norðan við Víkurál. Sést vel í radar.

Hnit á stökum hafís

  • 66:11.526N, 26:28.572W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Sea ice map

26. júl. 2021 15:25 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort byggt á radarmynd frá gervitunglum 25. júlí. ísjaðarinn var 190 sjómílur frá landi, alveg við strönd Grænlands en margir ískjakar sáust á sundinu. Eins er líklegt að minni jakar séu ógreinilegir á tunglmyndum. Spáð er norðaustlægum eða breytilegum áttum út vikuna svo líklegra er að jakarnir færist fjær Íslandi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

21. júl. 2021 18:00 - Athugun frá landi

Borgarísjaki, líklega um 100m á lengd. 21.07.21. Kl 1800. 66°52N. 28°53W.

Hnit á stökum hafís

  • 66.52N, 28.53W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Sea ice map

20. júl. 2021 11:00 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort er teiknað eftir gervitunglamyndum sem voru teknar milli 15. og 18. julí. Ísjaðarinn var um það bil 150 sjómílur vestnorðvestur af Straumnesi og allvíða sáust borgarísakar, en líklegt er að minni jakar séu ekki greinilegir á gervitunglamyndum. Suð- og suðvestlægar áttir ríkjandi næstu daga og er má búast við að hafísinn færist nær landi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

16. júl. 2021 08:47 - Skip

Borgarísjaki á stað: 67°11N og 020°57V.

Hnit á stökum hafís

  • 67:11N, 20:57W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Sea ice map

13. júl. 2021 14:59 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort er teiknað eftir gervitunglamyndum sem voru teknar 13. julí. Ísjaðarinn var um það bil 118 sjómílur vestnorðvestur af Barða og allvíða sáust borgarísakar, en líklegt er að minni jakar séu ekki greinilegir á gervitunglamyndum. Suð- og suðvestlægar áttir ríkjandi næstu viku og er má búast við að hafísinn færist nær landi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Byggt á Sentinel 1 gervitunglagögnum sem voru numin 13. júlí klukkan 08:29

06. júl. 2021 09:59 - Byggt á gervitunglamynd

Síðasta nothæfa tunglmynd er síðan 4 júlí og því viðbúið að ísinn hafi breytst eitthvað.
Hafísinn virðist vera í um 44 sjómílna fjarlægð NV af Barða. Ekki er ólíklega að borgarís sé á stangli nær en það. Heildregin lína segir til um hvar ís sást 4 júlí, en óvissa er um hvar ísinn er á brotalínunum.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

28. jún. 2021 13:18 - Byggt á gervitunglamynd

Hafiskort er teiknað eftir gervitunglamynd frá 26. júní. Ísjaðarinn var u.þ.b. 65 sjómílur norðvestur af Barða. Spáð er allhvass suðvestanátt næstu daga og hægari suðvestanátt á fimmtudaga og fram á helgi. Líklegt er að hafís færist nær landi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Byggt á Sentinel 1 gervitunglagöngum sem voru numin 26. júní klukkan 08:21

22. jún. 2021 13:05 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískorið var teiknað eftir gervitunglamyndum frá 20. júní. Ísjaðarinn var næst landi um 85 sjómílur norðvestur af Kópi. Spáð er hægum vestlægum og síðar hvössum suðvestlægum áttum næstu daga svo líklegt er að einhver ís færist nær landi. Ekki er útilokað að borgarísbrot séu á reiki nær landi en jaðarinn sýnir.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

14. jún. 2021 18:01 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískorið var teiknað eftir gervitunglamyndum frá 13. og 14. júní. Ísjaðarinn var næst landi um 90 sjómílur norðnorðvestur af Straumnesi. Spáð er hægum norðaustlægum eða breytilegum áttum á Grænlandssundi næstu daga og því líklegt að ísinn fjarlægist landið.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

13. jún. 2021 01:03 - Skip

Stór ísjaki 66°27,402N og 22°28,893V, held á reki

Lítill ísjaki strand 66°26,1N og 22°29,6V

Hnit á stökum hafís

  • 66:27.4N, 22:28.9W
  • 66:26.1N, 22:29.6W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Sea ice map

07. jún. 2021 15:00 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískorið var teiknað eftir gervitunglamynd frá 6. júní. Ísjaðarinn var næst landi um 90 sjómílur norðvestur af Straumnesi. Spáð er norðaustanátt á Grænlandssundi næstu daga og því líklegt að ísinn fjarlægist landið.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

31. maí 2021 13:00 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort var teiknað eftir gervitunglagögnum frá 30. og 31. maí 2021 (myndir með innrauðu og sýnilegu ljósi ásamt SAR gögnum). Greina mátti megnið af meginísröndinni og mældist hún í um 75 sjómílna fjarlægð frá Straumnesi þar sem hún var næst landi. Stakir jakar eða rastir geta verið handan meginlínunnar.
Á morgun (þriðjudag 1. júní) er norðaustanátt spáð á Grænlandssundi. Á miðvikudag og fimmtudag er útlit fyrir suðvestanátt á Grænlandssundi og gæti ísinn þá færst nær landi af völdum vinds. Á föstudag, laugardag og sunnudag er síðan spáð ákveðinni norðaustanátt á svæðinu sem ætti að færa ísinn fjær landi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

25. maí 2021 10:19 - Byggt á gervitunglamynd

Hafísin virðiust vera nokkuð þéttur, enda verið ríkjandi NA-átt á Grænlandssundi að undanförnu. Eitthvað er mun misþéttar spangir sunnantil á svæðinu og aðalísröndin virðist vera í u.þ.b. 75 NM fjarlægð NV af Straumnesfjalli.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

22. maí 2021 18:00 - Skip

Valdimar GK tilkynnti um borgarísjaka á 67°N og 22,23°V. Jakinn er um 10 metra hár og 70-100 metrar á lengd og kúptur þannig að hann sést illa á radar. Rekstefna var 135° og rekhraði um 1-2 hnútar.

Jakinn er ekki sjáanlegur á gervihnattarmyndum.

16. maí 2021 16:10 - Flug Landhelgisgæslunnar

Íslínanan og stakir jakar í eftirlitsflugi dagsins.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

10. maí 2021 12:24 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort teiknað eftir radarmyndum frá Sentinel-1 gervitunglinu frá 9. og 10. maí 2021. Greina mátti megnið af ísröndinni og mældist hún í um 54 sjómílna fjarlægð frá Straumnesi þar sem hún var næst landi. Talsverð hreyfing virðist vera á ísnum suðvestantil á myndinni.
Það verður suðvestanátt á Grænlandssundi á morgun (þriðjudag) sem gæti borið ísinn nær Íslandi, en síðan er útlit fyrir norðaustlægar áttir svo ísinn ætti þá ekki að reka nær landi vegna vinds.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

03. maí 2021 14:07 - Byggt á gervitunglamynd

Hafísjaðarinn er nú um 59 SM NV af Vestfjörðum.
Engir stakir jakar sjást á tunglmyndum en þó er ekki útilokað að þeir séu á svæðinu á milli jaðarsins og lands.
Næstu daga er spáð hægri NA-lægri átt á svæðinu og ekki útlit fyrir miklar breytingar.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Styddu til að skoða stærri mynd

02. maí 2021 11:04 - Skip

Stakur ísjaki, sést vel á radar

Hnit á stökum hafís

  • 67:02N, 23:09W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Sea ice map

01. maí 2021 15:32 - Skip

Stakur borgarís, sést vel á radar.

Hnit á stökum hafís

  • 67:24N, 23:15W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Sea ice map

27. apr. 2021 17:31 - Skip

Borgarís norður af Húnaflóa (rétt austur af Hornbanka).

Hnit á stökum hafís

  • 66:40.9N, 21:02.7W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Sea ice map

26. apr. 2021 14:52 - Byggt á gervitunglamynd

Hafskort gert eftir gervitunglamynd þar sem vel sást til íssins í heiðskýru veðri á sundinu. Jaðarinn er næst 60 sjómílur NV af Barði. Breytilegar áttir í vikunni og gæti ísinn því eitthvað færst til en gegnur svo í norðaustanátt í lok vikunnar og á ætti jaðarinn eða jakar ekki að færast nær um helgina.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

19. apr. 2021 16:19 - Byggt á gervitunglamynd

Hafísjaðar er nú um 35 sjómílur norður af Horni en hafísinn er nokkuð gisinn þar. Norðaustanáttir eru einkum ráðandi á svæðinu næstu daga og því ekki líkur á að hafísinn færist nær Íslandi

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

12. apr. 2021 15:00 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort var teiknað eftir gervitunglagögnum frá 11. og 12. apríl 2021 (myndir með innrauðu og sýnilegu ljósi ásamt SAR gögnum). Greina mátti megnið af meginísröndinni og mældist hún í um 24 sjómílna fjarlægð frá Kögri þar sem hún var næst landi. Stakir jakar eða rastir geta verið handan meginlínunnar.
Á morgun (þriðjudag 13. apríl) og á miðvikudag er útlit fyrir suðvestanátt á Grænlandssundi og gæti ísinn þá færst nær landi af völdum vinds. Á fimmtudag er spáð hvassri austan- og norðaustanátt á svæðinu sem ætti að færa ísinn fjær landi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

10. apr. 2021 00:47 - Byggt á gervitunglamynd

Gervitunglamynd Sentinel-1 frá Ingibjörgu Jónsdóttur, HÍ.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Ísjaðarinn er um 16 SML norður af Vestfjörðum

05. apr. 2021 13:17 - Byggt á gervitunglamynd

Hafísinn NV af Vestfjörðum er allþéttur en ekki samfrosinn að milu leiti. Ský trufla syðsta og nyrsta hluta svæðisins en jaðarinn er í um 36 sjómílna fjarlægð NV af Straumnesi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

29. mar. 2021 15:43 - Byggt á gervitunglamynd

Kortið er byggt á mynd úr gervitungli með litablöndum á sýnilegu ljósi. Bjart er á svæðinu og sást ísill allur og hitaskil í hafi á einni mynd frá 13:41 í dag. Ísröndin er ekki þétt og var næst 55 sjómílur frá landi.
Vestlægar og suðvestlægar áttir eru á sundinu, hvassar á miðvikudag og föstudag svo gera má ráð fyrir að ísinn færist nær landi. Með kortinu er ein myndanna sem sýnir ísinn vel.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Styddu til að skoða stærri mynd

22. mar. 2021 11:45 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort dregið eftir radarmyndum frá Sentinel-1 gervitunglinu frá 21. mars 2021. Greina mátti megnið af ísröndinni, en næst landi var hún um 60 sjómílur NNV af Straumnesi. Stakir jakar eða rastir geta þó verið handan meginlínunnar.
Það er suðvestanátt á þessu svæði í dag, svo ísinn gæti rekið nær landi undan vindi. Á morgun og út vikuna er hins vegar útlit fyrir norðaustan- og austanátt á Grænlandssundi svo ísinn ætti þá ekki að berast nær landi vegna vinds.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

15. mar. 2021 17:33 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort er dregið eftir gervitunglamyndum Sentinel-1 frá 14. og 15. mars og sýnir þétta hafísbreiðu við Grænland og er ísröndin um 55 sjómílur norðvestur af Kögri. Suðvestlægar áttir verða ríkjandi á Grænlandssundi næstu vikuna og því lílkegt að hafísinn færist nær Íslandi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

08. mar. 2021 18:34 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort er dregið eftir gervitunglamyndum, Sentinel-1 radarmyndum frá því í gærkvöldi og
einnig AVHRR frá því í dag og mældist hafísröndin um 60 sjómílur frá Kögri. Norðaustlægar áttir verða ríkjandi næstu daga á svæðinu og því ætti hafísinn ekki að færast nær landi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

01. mar. 2021 14:39 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort er dregið eftir gervitunglamyndum, einkum Sentinel-1 og sýnir þétta hafísbreiðu við Grænland. Svðvestanátt ríkir fram á nótt, en síðan snýst í norðaustanáttir. Ísbreiðan gæti því nálgast í kvöld og nótt, en síðan tekið að hopa þegar norðaustanáttin nær sér á strik. Áætluð fjarlægð ísjaðars er 80 sml norðnorðvestur af Kögri.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Ísjaðar er um 80 sml norðnorðvestur af Kögri

22. feb. 2021 16:00 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort var teiknað eftir radarmælingum úr gervitungli (SAR) frá 21. og 22. febrúar 2021. Greina mátti megnið af meginísröndinni og mældist hún í um 95 sjómílna fjarlægð frá Straumnesi þar sem hún var næst landi. Stakir jakar eða rastir geta verið handan meginlínunnar.
Útlit er fyrir að norðaustanátt verði ríkjandi á Grænlandssundi í vikunni og ætti því ísinn ekki að færast nær landi af völdum vinds.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

15. feb. 2021 10:20 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort byggt á gervitunglamyndum frá radartungli, frá 14.02. Ísröndin er í um 92 sjómílna fjarlægð frá Straumnesi og færist líklega ekki nær, jafnvel fjær, þar sem spáð er norðaustlægum áttum og oft hvössum næstu daga á Grænlandssundi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

08. feb. 2021 14:23 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort byggt á gögnum úr radargervitungli með myndum frá 07.02.'21. Megin ísröndin er í um 100 sjómílna fjarlægð frá landi en frá henni er spöng sem teygir sig að landinu og er í um 60 sjómílna fjarlægð NV af Barða. Spáð er norðaustanáttum næstu daga og því líklegt að ísinn færist fjær landi.
Með fylgir gervitunglamynd (teking á sjáanlegum bylgjulengdum) þar sem ísröndin og spöngin sjást.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Styddu til að skoða stærri mynd

01. feb. 2021 13:56 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort teiknað eftir radarmælingum frá Sentinel-1 gervitunglinu frá 31. janúar 2021. Meginísröndin var næst landi um 50 sjómílur norðvestur af Barða. Stakir jakar eða rastir geta verið handan meginlínunnar.
Það verður norðaustanátt á Grænlandssundi í dag, en á morgun snýst í suðaustanátt og er útlit fyrir að áttin haldist suðaustlæg fram eftir vikunni. Ísinn ætti því ekki að færast nær landi vegna vinds.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

26. jan. 2021 16:09 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort teiknað eftir gervitunglamyndum frá 24. - 26. janúar. Meginísröndin er 70 sjómílur norðvestur af Sauðanesi. Spáð er norðaustanátt á svæðinu næstu vikuna og því ekki búist við því að ísröndin færist nær landi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

18. jan. 2021 15:11 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískortið er teiknað eftir gervitunglamynd frá 17. janúar. Meginísröndin var næst landi um 38 sjómílur norðvestur af Straumnesi en ísspangir voru nær landi austar. Spáð er norðaustanátt á svæðinu næstu daga og því ekki búist við að ísröndin færist nær landi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

11. jan. 2021 15:10 - Byggt á gervitunglamynd

Ískort var dregið eftir myndum Sentinel1- og Modis-gervitunglanna. Hafísbreiðan nær vel inn fyrir miðlínu og er aðeins um 26 sml norðnorðvestan af Kögri. Stíf austan- og norðaustanátt á þriðjudag og miðvikudag ætti í bili að hindra ísinn að nálgast enn frekar.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Hafísröndin er um 26 sml norðnorðvestur af Kögri

05. jan. 2021 20:29 - Skip

Komid i isspong kl 20:29 stads: 6759-2239 Sest vel i ratsja
Ship arrived near ice-floe. Easy visible on radar

Hnit á stökum hafís

  • 67.59N, 22.39W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Sea ice map

04. jan. 2021 15:00 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort var teiknað eftir radarmælingum úr gervitungli (SAR) frá 3. og 4. janúar 2021. Greina mátti megnið af meginísröndinni og mældist hún í um 50 sjómílna fjarlægð frá Straumnesi þar sem hún var næst landi. Stakir jakar eða rastir geta verið handan meginlínunnar.
Útlit er fyrir suðvestanátt á Grænlandssundi í dag og á morgun (mán. og þri.) og gæti því ísinn færst nær landi af völdum vinds. Snýst í skammvinna norðaustanátt á miðvikudag, en aftur suðvestanátt á fimmtudag. Síðan breytileg átt út vikuna, stundum hvass vindur og kólnar.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica