Hafístilkynningar - 2017

25. des. 2017 14:25 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort byggt á gervitunglamyndum, einkum Sentinel-1 ratsjártunglinu. Norðaustanáttir næstu daga ættu að halda borgarís fjarri landinu.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Ísjaðarinn er um 60 sjómílur vestnorðvestur af Straumnesi.

18. des. 2017 19:18 - Byggt á gervitunglamynd

Myndarlegur ísjaki (500 m x 200 m)

Hnit á stökum hafís

  • 67:20:00N, 23:06:00W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Sea ice map

18. des. 2017 16:00 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort var teiknað og var notast við radargögn úr gervitungli (SAR) frá 16. og 17. desember 2017. Teiknaðar voru tvær meginlínur og norðvestan við línuna sem er lengra frá landi er þéttur ís. Milli línanna er gisnari ís. Næst landi mælist hafísröndin vera um 30 sjómílur frá Straumnesi.
Kaldur sjór hefur undanfarið streymt til austurs fyrir norðan land og eru vísbendingar um mögulega nýmyndun hafíss djúp úti fyrir Húnaflóa. (Sjá Facebook færslu frá 16. des. frá Eldfjallafræði og náttúruvárhóp Háskóla Íslands).
Á þriðjudag og miðvikudag er útlit fyrir hvassa suðvestanátt á Grænlandssundi og þá gæti ísinn færst nær landi. Breytileg átt á fimmtudag, en á föstudag, laugardag og sunnudag er síðan spáð hvassri norðaustanátt sem ætti að færa ísinn fjær landi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

14. des. 2017 15:43 - Skip

Skip tilkynnir jaka á eftirtöldum stöðum.
67°09´5 N – 022°43´1 W stór og mikill og sést vel í radar
Annar minni sunnar og daufari í radar á stað 66°59´N – 022°39´W.

Hnit á stökum hafís

  • 67:09:05N, 22:43:01W
  • 66:59:00N, 22:39:00W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Sea ice map

14. des. 2017 10:45 - Skip

Single iceberg observed on POS. 66:38.4587N, 24:26.098

Hnit á stökum hafís

  • 66:38.4587N, 24:26.098

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Sea ice map

11. des. 2017 14:30 - Byggt á gervitunglamynd

Gögn á radar og korti dönsku veðurþjónustunar. Ísinn virðist vera allþéttur og spöng frá aðalíröndinni tegir sig til austurs um 40 sjómílur norður af Vestfjörðum en næst landi er ísinn um 37 nm NNV af Straumnesi. Ekki er útilokað að ís sé að finna nær en þetta og sést hann ílla í radar.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

10. des. 2017 17:15 - Skip

Kl. 16:29: Skip tilkynnir um hafís sem ber að varast, c.a. 30 metrar í þvermál, sést illa á ratsjá.
Staðsetning: 66°40´N – 023°18´V

Hnit á stökum hafís

  • 66:40N, 23:18W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Sea ice map

08. des. 2017 11:00 - Byggt á gervitunglamynd

Gervitunglamynd frá 08:22 í dag 8 desember. Hafísjaðar er um 30 sjómílur norðvestur af Straumnesvita og um 30 sjómílur norður af Horni.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Styddu til að skoða stærri mynd

07. des. 2017 14:05 - Óskilgreind tegund athugunar

Ísspöng og stakur borgarís

Hnit á stökum hafís

  • 66:40.9N, 24:41.83W

Hnit á hafísjaðri

  • 66:35.0, 25:09.74W
  • 66:36.17N, 25:02.6W
  • 66:35.11N, 25:58.19W
  • 66:35.6N, 24:55.32W
  • 66:39.12N, 24:54.53W
  • 66:1.32N, 24:55.8W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Sea ice map

07. des. 2017 12:39 - Óskilgreind tegund athugunar

Punktar á ísspöng sem liggur upp í kantinn

Hnit á hafísjaðri

  • 66:22.18N, 25:28.56W
  • 66:24.18N, 25:24.92W
  • 66:24.97N, 25:24.21W
  • 66:25.6N, 25:42.21W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Sea ice map

05. des. 2017 15:51 - Skip

Skip tilkynnir um ísjaka á stað 66°47'N - 022°28'V. Jakarnir eru lágir og sjást illa á og eða ekki á radar talsvert stórir um sig, hættulegir smærri bátum.

Hnit á stökum hafís

  • 66°47'N - 022°28'V

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Sea ice map

04. des. 2017 15:42 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort byggt á AVHRR og Sentinel gervitunglamyndum. Norðaustan átt á Grænlandssundi fram á fimmtudag og því ætti hafísinn að fjarlægast landið. Vestan og norðvestan átt fram að helgi og þá nálgast ísinn landið aftur, en aftur norðaustan átt um og eftir helgi og þá fjarlægist ísinn aftur.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

03. des. 2017 18:10 - Skip

Ísjaki á stað: 66°24,5 N – 024°59,4 W
Rekur til SV og sést vel í radsjá. Smærri ísmolar eru í kring.

Hnit á stökum hafís

  • 66:24.5N, 024:59.4W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Sea ice map

03. des. 2017 06:30 - Skip

Kl 06:30 barst okkur tilkynning um Borgarís á 66°50,5N 024°56,0W, nokkrir stórir molar í kring. Ekki miklin hreyfing á þessu.

Einnig kom fram að ísröndd sást frá Skipi á svæðinu í gær á stað 66°42N 024°36W. Núna miðað við ástand sjávar telja sjómenn að ísröndin sé skammt undan stað 66°47N og 024°42W. Ísröndin sést illa í radar. Samkvæmt upplýsingum frá skipum á svæðinu er sjór orðinn mjög kaldur í Víkurál og giska sjómenn á að ísinn sé kominn suður undir Víkurál.

Hnit á stökum hafís

  • 66:50.5N, 024:56.0W

Hnit á hafísjaðri

  • 66:42.0N, 24:36.0W
  • 66:47.0N, 24:42.0W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Sea ice map

30. nóv. 2017 07:59 - Skip

Tilkynning barst um ísmola 26 sml. VNV af Straumnesi (66°36,37' 024°08,26'). Sést ekki í ratsjá (ekki lagnaðarís/nýmyndun, en ekki borgarís heldur). Var í gær 7,5 sml. NV af þessum stað og þurfti þá að flýja vegna mikils íss í sjónum.

Hnit á stökum hafís

  • 66:36:37N, 024:08:26W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Sea ice map

27. nóv. 2017 22:05 - Byggt á gervitunglamynd

Ískort byggt á Sentinel- og AVHRR-gervitunglamyndum. Vestan- og suðvestanáttir næstu daga geta flutt borgarís nær landi. Áætlaður ísjaðar er um 51 sml norðvestur af Straumnesi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Ísjaðar er um 51 sml norðvestur af Straumnesi.

27. nóv. 2017 13:04 - Byggt á gervitunglamynd

LANDSAT-8 gervitunglamynd frá því klukkan 13:04 í dag, 27.11.2017 sýndi borgarísjaka á stað 66°31'24''N og 25°21'15''V. Hann var um 200 m á lengd og 120 m á breidd. Hæð óviss. Smájakar lágu í dreif frá honum, í suðurátt. Ísröndin sást svolítið norðar, á svipuðum slóðum og í gær.

Hnit á stökum hafís

  • 66:31:24N, 25:21:15W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Sea ice map

20. nóv. 2017 17:00 - Byggt á gervitunglamynd

Byggt á Sentinel-gervitunglamynd frá í morgun. Ísinn er mjög gisinn syðst, en þéttist þegar norðar dregur. Ísröndin var um 105 sjómílur norðvestur af Kögri.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

13. nóv. 2017 14:02 - Byggt á gervitunglamynd

Skýjað að mestu á Grænlandssundi og sést því lítið til sjávar, en með Sentinel-gervitunglamyndum má greina hafís við Grænland. Ísjaðar er um 127 sml norðnorðvestur af Kögri.
Einnig hafa sést stakir borgarsísjakar.
Spáð er vaxandi norðaustanátt næstu daga þ.a. ólíklegt er að borgarís nálgist landið.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Ísjaðar er um 127 sml norðnorðvestur af Kögri

06. nóv. 2017 16:00 - Óskilgreind tegund athugunar

Samkvæmt hafískortum frá norsku og dönsku veðurstofunum er ennþá lítill sem enginn samfelldur hafís á Grænlandssundi. Þó má búast við stöku jökum eða brotum og þá væntanlega einkum vestan miðlínu.
Spáð er breytilegri vindátt á Grænlandssundi næstu daga og ekki er útilokað að vindur færi jaka nær landi því inn á milli eru kaflar með suðvestanátt.

03. nóv. 2017 12:44 - Flug Landhelgisgæslunnar

Stór borgarísjaki á 66°54N 26°50. Nokkrir smærri stakir ísjakar á svæðinu.

Hnit á stökum hafís

  • 66.54N, 26.50W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Sea ice map

30. okt. 2017 13:10 - Óskilgreind tegund athugunar

Gervitunglamyndir gefa ekkert til kynna með tilliti til hafíss. Samkvæmt hafískorti Dönsku veðurstofunnar er lítið um ís á Grænlandssundi. Einhver nýmyndun á sér stað inná fjörðum og næst landi og stöku jakar skammt frá ströndinni. Sjá hafískort frá 24.10 hér http://www.dmi.dk/hav/groenland-og-arktis/iskort/oestgroenland/

23. okt. 2017 14:52 - Óskilgreind tegund athugunar

Austurströnd Grænlands sást vel á gervitunglamyndum nú um helgina. Enginn samfelld hafísbreiða sést ennþá. Stöku borgarísjakar sjást þó, einkum nálægt Grænlandi. Norðaustan átt verður ríkjandi nú í fyrstu og því fjalægast jakarnir Ísland en gera má ráð fyrir suðvestan og vestan átt um helginu og gætu þeir þá komið nær landi.

13. okt. 2017 16:30 - Flug

Mjög stór borgarísjaki sást úr flugvél, staddur á ca 64°20'N - 31°30'W. Staðsetning áætluð úr 32.000 fetum. Margir ísjakar dreifðir í kring, ættu að sjást á gervitunglum.

Hnit á stökum hafís

  • 64:20.0N, 31:30.0W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Sea ice map

05. okt. 2017 18:40 - Skip

Borgarísjaki staddur á ca 66°31'N - 24°23'W. Sést í ratsjá.

Hnit á stökum hafís

  • 66:31.0N, 24:23.0W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Sea ice map

04. okt. 2017 09:50 - Skip

Skip tilkynnir stakan borgarísjaka á stað 66°38'N - 024°25'V. Stór og mikill.

Hnit á stökum hafís

  • 66:38.0N, 24:25.0W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Sea ice map

29. sep. 2017 19:23 - Skip

Borgarísjaki er á stað 65°57´N - 024°17,9´V Smærri jakar í nágrenni sem sjást illa á ratsjá,
Íshröngl víðar í nágrenni.

Hnit á stökum hafís

  • 65:57.0N, 024:17.9W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Sea ice map

26. sep. 2017 17:30 - Skip

Skip tilkynnir borgarísjaka, stóran og mikinn. Er líklega botnfastur. Sést vel í 7 SML fjarlægð. Pos 65-57N, 24-18W. Borgarísinn sést vel í radar.

Hnit á stökum hafís

  • 65:57N, 24:18W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Sea ice map

26. sep. 2017 10:40 - Athugun frá landi

Borgarísjaki sést frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík. Jakinn er ca um 18 km NNA af Nestanga við Litlu-Ávík, og ca 8 km A af Sæluskeri 8( Selskeri.)

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

25. sep. 2017 21:33 - Skip

Stór Ísjaki sem sást í gær virðist vera nákvæmlega á sama stað og hann var 65°57,5N 24°19,3W molar í kring í gær. Virðist vera strandaður

Hnit á stökum hafís

  • 65:57:5N, 24:19:03W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Sea ice map

25. sep. 2017 17:00 - Skip

Skip tilkynnti Borgarísjaka, stóran og mikinn á stað 66°25´N – 021°22´V (A-af Óðinsboða, Húnaflóa).

Hefur verið botnfastur, en er núna laus og farinn að brotna, brot sjáanleg allt að 3 sml frá aðaljakanum.

Hnit á stökum hafís

  • 66:25N, 21:22W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Sea ice map

25. sep. 2017 16:00 - Óskilgreind tegund athugunar

Það er lítið sem ekkert af samfelldum hafísbreiðum á hafíssvæðinu um þessar mundir, eins og eðlilegt er á þessum árstíma. Stöku borgarísjakar eru þó á víð og dreif. Mest af jökum er næst Grænlandi, en einnig hafa þeir sést nærri Íslandi undanfarið. (Sjá tilkynningar hér á síðunni, sú nýjasta frá Litlu-Ávík á Ströndum laust fyrir helgi.)
Spáð er ákveðinni norðaustanátt á Grænlandssundi á þriðjudag sem ætti að færa ísjaka fjær landi. Á miðvikudag og fimmtudag er útlit fyrir suðvestlæga eða breytilega átt og þá gætu jakar færst nær landi. Á föstudag og um helgina er aftur spáð stífri norðaustanátt.

21. sep. 2017 14:30 - Athugun frá landi

Hafísfrétt frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík kl 14:30.

Borgarísjaki nokkuð stór sést frá stöðinni. Jakinn er ca 20 til 22 km NNA af Reykjaneshyrnu og ca 7 til 8 km austur af Sæluskeri (Selskersvita). Jakabrot geta verið í kringum jakann.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Borgarísjaki

18. sep. 2017 15:21 - Byggt á gervitunglamynd

Skýjað að mestu en líklega lítið um hafís við Ísland en einhverjir jakar nær Grænlandi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Byggt á gervitunglamyndum.

14. sep. 2017 18:31 - Skip

Það er borgarís á 66°42´99 og 22°01´66V sést vel í ratsjá.

Hnit á stökum hafís

  • 66:42:99N, 22:01:66W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Sea ice map

14. sep. 2017 13:31 - Skip

Tveir borgarísjakar norður af drangál. Sjást vel í ratsjá. Mjakast örlítið til SA.

Hnit á stökum hafís

  • 66:55:86N, 22:07:13W
  • 66:55:29N, 22:01:54W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Sea ice map

11. sep. 2017 16:34 - Óskilgreind tegund athugunar

Open water with few icebergs. More icebergs closer to the coast of Greenland.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

04. sep. 2017 13:10 - Óskilgreind tegund athugunar

Samkvæmt hafískorti dönsku veðurstofunnar dags. 30. ágúst 2017 gæti verið stöku borgarís á Grænlandssundi nærri strönd Grænlands.

03. sep. 2017 16:40 - Skip

Borgarísjaki á stað 66.27,390n 025.11,270v - rekur 190 gráður. Nokkrir minni ísmolar á svæðinu. Slæmt skyggni en sést í radar.

Hnit á stökum hafís

  • 66:27.390N, 025:11.270W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Hafískort

02. sep. 2017 06:10 - Skip

Stór borgarís á pos 66°38‘15N og 024°23‘10W , sem sést vel á radar. Ísmolar í kring.

01. sep. 2017 21:53 - Skip

Stór borgarís á 100 föðmum pos 66°28N 25°10W, þann 1. sept 2017, kl 2153. Virðist reka í rv 120° 0,6-0,8 sml hraða sést vel í radar. Hugsanlega molar í kringum.

Hnit á stökum hafís

  • 66:28N, 25:10W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Sea ice map

29. ágú. 2017 08:00 - Flug

Borgarísjaki sást um 50 sjómílur vestur af Látrabjargi og náði um 100 m upp fyrir sjávarborð.
Ratsjármyndir frá því kl. 08:00 að morgni 29.08.2017 sýna jaka á svipuðum slóðum, 65,445°N 28,884°V sem er 600 m á lengd og 450 m á breidd. Ekki er hægt að greina hæð jakans á myndinni en miðað við hlutföllin á ljósmyndinni geta 100 m vel passað.

Hnit á stökum hafís

  • 65.445N, 28.884W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Sea ice map

28. ágú. 2017 15:08 - Byggt á gervitunglamynd

Yfirleitt skýjað á gervitunglamyndum og því sést lítið til hafís.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Sea ice map

21. ágú. 2017 14:46 - Byggt á gervitunglamynd

Lítið sést til hafíss á gervitunglamyndum, en taka ber fram að skýjahula byrgir víða sýn. Greina má talsvert af borgarís, en suðvestanáttir næstu daga geta borið jaka nær landinu.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Talsvert sést af borgarís

18. ágú. 2017 17:22 - Skip

Stakur Borgarísjaki á stað 66°39,02N 022°46,83W. rekur í 230° og annar á stað 66°42,7N 22°42,5w.

Hnit á stökum hafís

  • 66:42,7N, 22:42,5W
  • 66:39,02N, 22:46,83W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Sea ice map

14. ágú. 2017 16:00 - Byggt á gervitunglamynd

Lítið sem ekkert er eftir af samfelldum ísbreiðum á hafíssvæðinu. Á gervitunglamyndum (sýnilegt ljós og SAR) eru þó ísjakar greinanlegir á svæðinu, en skýjað hefur verið með köflum sem skapar óvissu og SAR myndir hafa ekki dekkað allt svæðið síðustu daga. Mest virðist af ísjökum næst Grænlandi, en einnig eru þeir á stangli nær Íslandi eins og hafístilkynning frá því í gær ber með sér (vestan við Halann, sjá hér á síðunni).
Spáð er skammvinnri suðvestanátt á Grænlandssundi á þriðjudag sem gæti fært jakana nær landi. Á miðvikudag og til vikuloka er spáð norðaustanátt og stundum allhvass vindur sem ætti að hjálpa til við að hrekja ísjakana frá landinu.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

13. ágú. 2017 14:15 - Skip

Borgarísjakar vestan við Halann. Sjást vel á radar, en það eru minni molar sem sjást ekki á radar.

Hnit á stökum hafís

  • 66:53.1N, 25:30.57W
  • 66:48.92N, 25:13.65W
  • 66:41.63N, 25:30.67W
  • 66:44.98N, 25:06.53W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Sea ice map

07. ágú. 2017 14:54 - Byggt á gervitunglamynd

Hafísinnn virðist vera orðinn frekar lítill en nokkrar minni spangir eru þó um 110 Nm NNV af landinu. Annars er mest um Borgarís og sjást þeir stærstu allvel á gervitunghlamyndum en eins líklegt er að þeir smærri sjáist ekki og gætu verið nær Íslandi en kortið gefur til kynna.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

31. júl. 2017 07:00 - Byggt á gervitunglamynd

Hafísinn er víða gisinn og jaðar hans liggur víða nokkuð nærri strönd Grænlands. Hafísjaðarinn er um 100 sjómílur NNV af Straumnesi þar sem hann er næst Íslandi. Næstu daga er spáð fremur hægum vindi á Grænlandssundi svo ekki er fyrirséð að hafís nálgist Ísland í bráð.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Styddu til að skoða stærri mynd
Gervitunglamynd af Grænlandssundi frá 31. júlí 2017 kl. 06:56 UTC.

24. júl. 2017 17:16 - Byggt á gervitunglamynd

Mjög skýjað hefur verið á Grænlandssundi síðustu daga. Áætlaður hafísjaðar er um 50-60 sjómílur norðvestur af Straumnesi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

17. júl. 2017 15:54 - Óskilgreind tegund athugunar

Þar sem skýjað hefur verið á Grænlandssundi síðustu daga var ekki mögulegt að gera hafískort.

10. júl. 2017 15:00 - Byggt á gervitunglamynd

Suðvestanáttir til miðvikudags, en snýst síðan í norðaustanátt. Borgarís gæti því nálgast landið næstu tvo sólarhringa.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Ísjaðar um 62 sml norðnorðvestur af Straumnesi.

03. júl. 2017 15:00 - Byggt á gervitunglamynd

Skýjað hefur verið undanfarna daga á Grænlandssundi og var hafískort gert eftir radar mælingum úr gervitungli (SAR). Stuðst var við radargögn frá 1. júlí við gerð kortsins, en síðustu daga hafa brautir tunglsins verið með þeim hætti að einungis hluti svæðisins hefur verið mældur.
Síðustu viku var suðvestanátt ríkjandi á hafíssvæðinu og færðist meginjaðarinn hratt í átt að landi. Nú mælist hann í um 50 sjómílna fjarlægð frá Straumnesi þar sem hann er næst landi. Stakir jakar eða rastir geta verið nær landi en meginjaðarinn sem teiknaður er á kortið.
Spár gera ráð fyrir að norðaustanátt verði ríkjandi á Grænlandssundi frá og með miðvikudegi og út mestalla vikuna. Því ætti ísinn ekki að færast nær landi af völdum vinds þessa viku.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

26. jún. 2017 14:00 - Byggt á gervitunglamynd

Kortið er teiknað eftir myndum frá Sentinel þ. 25. júní. Hafísjaðarinn var næst landi um 100 sjómílur norðvestur af Straumnesi. Næstu daga er spáð suðvestanátt á Grænlandssundi, þá gæti ísjaðarinn færst nær landi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

19. jún. 2017 15:33 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort byggt á gervitunglamyndum frá Sentinel og AVHRR. Nokkur óvissa er um jaðarinn úti fyrir Scoresbysundi vegna skýjahulu. Ísinn er nokkuð þéttur norðantil, en heldur gisnari sunnar. Jaðarinn er næst Íslandi um 75 sjómílur NNV af Straumnesi. Næstu daga er spáð hvassri norðaustanátt sem kemur til með að þjappa ísnum enn frekar upp að strönd Grænlands.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

12. jún. 2017 07:55 - Byggt á gervitunglamynd

Þéttur ís við strönd Grænlands en annars yfirleitt mjög gisinn. Við miðlínu Íslands og Grænlands eru þunnar spangir og íshrafl.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

05. jún. 2017 11:48 - Byggt á gervitunglamynd

Hafínin veiðrist vera allþéttur við strönd Grænlands og dreifist lítið út á Grænlandssund. Þó er ein spöng sem er greinileg og virðist um gisin ís að vera. Einnnig má búast við að borgarís sé á reki á Grænlandssundi. Ísspöngin er næst Íslandi í um 100 nM NV af Straumnesi, annars mun fjær.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

29. maí 2017 15:51 - Byggt á gervitunglamynd

Ískort byggt á myndum Severi- og Sentinel-gervitunglanna. Ísjaðarinn er um 100 sml út af Straumnesi, en hvassar norðaustanáttir næstu daga bægja borgarís frá landinu.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Ísjaðarinn er um 100 sml norðnorðvestur af Straumnesi.

22. maí 2017 10:20 - Byggt á gervitunglamynd

Byggt á gerfitunglamynd 22.5.2017 kl. 10:20. Ísinn er þéttur næst landi, en gisinn við miðlínu milli Íslands og Grænlands. Sums staðar eru stærri breiður af ís með auðum svæðum ámilli.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

15. maí 2017 12:00 - Byggt á gervitunglamynd

Ískort byggt á myndum úr Sentinel gervitunglinu 13. til 15. maí. Hafísröndin næst landi tæpar 100 sjómílur norðvestur af Straumnesi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

11. maí 2017 13:55 - Flug Landhelgisgæslunnar

Komum að ísdreifum en sáum ekki til meginísrandarinnar sem var NV af línunni sem við drógum ásamt ísdreifunum.

Hnit á hafísjaðri

  • 67:31.0N,24:58.0V
  • 67:28.0N,25:16.0V
  • 67:26.0N,25:57.0V
  • 67:15.0N,26:37.0V
  • 67:05.0N,26:30.0V
  • 67:03.0N,26:06.0V
  • 66:51.0N,26:25.0V
  • 66:39.0N,27:07.0V
  • 66:24.0N,27:26.0V

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Sea ice map

08. maí 2017 13:00 - Byggt á gervitunglamynd

Ískort byggt á myndum frá Sentinel og AVHRR. Hafísjaðarinn er nú um 55 sjómílur norðnorðvestur af Straumnesi. Fremur hægum vindi er spáð næsta sólarhringinn á Grænlandssundi og á því tímabili gæti hafísjaðarinn færst nær landinu. Annað kvöld gengur í hvassa norðaustanátt sem líkur eru á að haldist út vikuna og við slíkar aðstæður hefur hafísinn tilhneigingu til að þjappast upp að austurströnd Grænlands og færast fjær Íslandi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

01. maí 2017 03:21 - Byggt á gervitunglamynd

Ískort byggt myndum á Severi- og Sentinel-gervitunglanna. Norðaustanátt næsta sólarhring, snýst síðan í suðvestanátt, þ.a. líkur á að borgarís nálgist landið aukast þegar líður á vikuna.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Ísjaðarinn er um 80 sml norðnorðvestur af Straumnesi.

24. apr. 2017 14:20 - Byggt á gervitunglamynd

Hafísröndin er nú 90 nm NV af Vestfjörðum. Ísinn virðist liggja þétt upp við Grænland og ekki er búist við að ísröndin færist nær Íslandi á næstu dögum.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Styddu til að skoða stærri mynd

17. apr. 2017 13:47 - Byggt á gervitunglamynd

Notaðar eru ratsjár- og gervitunglamyndir frá Sentinel og Seviri.
Suðvestanáttir næstu tvo sólarhringa geta borið borgarís nær landi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Ísjaðar er um 61 sml norðvestur af Straumnesi.

10. apr. 2017 16:00 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort var gert eftir tunglmyndum frá í gær (sun. 9. apríl 2017). Notast var við SAR mælingar og einnig myndir með blöndu af sýnilegu og innrauðu ljósi.
Meginröndin mældist í 95 sjómílna fjarlægð frá Straumnesi þar sem hún var næst landi. Stakir jakar eða rastir geta verið nær landi en meginröndin sýnir.
Samkvæmt spám verður norðaustanátt ríkjandi á Grænlandssundi frá þriðjudegi og alveg fram á sunnudag, ekki verður þó um hvassan vind að ræða.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

04. apr. 2017 11:39 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort byggt á ratsjármælingum frá Sentinel-tunglinu 1. og 2. apríl. Hafísjaðarinn næstur landi rúmar 90 sjómílur NV af Straumnesi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

27. mar. 2017 12:49 - Byggt á gervitunglamynd

Hafíjaðar er um 80 sjómílur norðvestur af Barða. Mikið er um nýmyndun á jaðrinum. Hægur vindur er á svæðinu, en norðaustanáttir einkum ríkjandi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

20. mar. 2017 13:53 - Byggt á gervitunglamynd

Hafísjaðar er um 90 sjómílur norðvestur af Barða. Norðaustlægar áttir eru ríkjandi næstu daga.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

13. mar. 2017 13:37 - Byggt á gervitunglamynd

Ísröndin virðist vera allvel pökkuð upp að strönd Grænlands en engu að síður virðist vera nýmyndun íss norðan 6730 N en hann virðist liggja vel upp að eldri ísnum. Næstu tvo daga er búist við breytilegri vinát á Grænlandssundi en eftir það NA-átt. Ekki er því búiost við að hafís jaðarinn færist mikið úr stað. Ísröndin viriðst vera u.þ.b. 95 nM NV af Straumnesvita.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

06. mar. 2017 15:41 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort byggt að mestu á ratsjármælingum frá Sentinel-tunglinu. Spáð er áframhaldandi norðaustanátt, sem ætti að halda borgarís fjarri landinu.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Ísjaðarinn er um 97 sml út af Straumnesi.

27. feb. 2017 16:00 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort var gert eftir tunglmynd með sýnilegu ljósi frá því síðdegis í dag (mán. 27. feb. 2017). Þó skýjað hafi verið að hluta á hafíssvæðinu var meginröndin þó alls staðar greinileg gegnum skýin. Meginröndin mældist í 115 sjómílna fjarlægð frá Straumnesi þar sem hún var næst landi. Stakir jakar eða rastir geta verið nær landi en meginröndin sýnir, en þó væntanlega ekki í miklum mæli því stíf norðaustanátt á hafíssvæðinu undanfarið virðist hafa þjappað ísnum vel til vesturs í átt að Grænlandi og ísinn er mjög þéttur vestan meginlínunnar.

Spáð er skammvinnnum suðvestan kalda á Grænlandssundi á morgun, en frá miðvikudegi og út vikuna er norðaustanátt ríkjandi, ekki hvöss þó.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

20. feb. 2017 12:00 - Byggt á gervitunglamynd

Myndin er gerð eftir gervitunglamyndum frá laugardeginum 18. febrúar. Ísröndin var næst landi um 95 sjómílur NV af Straumnesi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

13. feb. 2017 17:56 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískortið er teiknað eftir Sentinel-1 Ratsjármyndum af Grænlandssundi 10. og 12. febrúar. Engar myndir eru til af sunnanverðu sundinu en við bendum á hafískort dönsku veðurstofunnar.

Hafísjaðarinn virðist vera um 110 sjómílur NV af Vestfjörðum.
Útlit er fyrir fremur hægan vind á Grænlandssundi næstu daga og því ekki útlit fyrir að hafísinn færist hratt nær miðlínunni.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

06. feb. 2017 13:14 - Byggt á gervitunglamynd

Búið er að vera mjög skýjað á Grænlandssundi síðustu daga. Hafískortið er teiknað út frá radarmyndum. Hafísjaðar er um 100 sjómílur norðvestur af Straumnesi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

30. jan. 2017 14:00 - Byggt á gervitunglamynd

Hafísröndin er byggð á gervitunglamynd frá 28 janúar. Ísinn veirðist vera fremur þéttur vestan jaðarsins og er í um 110 Nm NV af Vestfjörðum.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

23. jan. 2017 17:38 - Byggt á gervitunglamynd

Ískort að mestu byggt á Sentinel-gervitunglamyndum og OSTIA-hafíslíkani. Norðaustanstormur næstu daga ætti að hlada hafís fjarri landinu.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Áætlaður ísjaðar er 59 sml norðvestur af Straumnesi.

16. jan. 2017 15:00 - Byggt á gervitunglamynd

Radarmælingar úr gervitungli (SAR um borð í Sentinel-1) frá því á sunnudag (15.1.2017) gefa upplýsingar um staðsetningu á mestallri meginröndinni sem teiknuð er á kortið. Ísröndin mælist næst landi um 85 sjómílur frá Barða. Stakir jakar eða rastir geta verið nær landi.
Frá þriðjudegi til fimmtudags er spáð vestlægri átt á Grænlandssundi sem gæti fært ísinn nær landi. Frá föstudegi til sunnudags er hinsvegar útlit fyrir norðaustanátt sem ætti að færa ísinn fjær landi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

09. jan. 2017 12:00 - Byggt á gervitunglamynd

Byggt á gervitunglamynd 9. janúar 2017. Ísröndin næst landi um 70 sjómílur norðvestur af Barða.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica