Hafískort dregið eftir ratsjármyndum Sentinel-1 gervitunglsins frá 4-6. apríl 2025. Meginísröndin var næst landi um 50 sjómílur norðvestur af Kögri en stakir jakar geta þau verið nær landi. Útlit er fyrir aðallega norðaustanátt á svæðinu næstu daga og þá væri líklegt að ísinn reki frá landi.
![]() Ísjaðarinn er um 50 sml norðvestur af Kögri |
Hafískort dregið eftir ratsjármyndum Sentinel-1 gervitunglsins frá 31. mars 2025. Meginísröndin var næst landi um 72 sjómílur norðvestur af Straumnesi, en stakir jakar geta þau verið nær landi. Útlit er fyrir norðaustanátt á svæðinu næstu daga, en eftir miðja vikuna snýst vindur líklega til suðvestlægrar áttar og þá gæti ísinn rekið nær landi.
![]() |
Hafískort byggt á Sentinel gervitunglamynd frá 24. mars 2025. Hafísröndin mælist 47 sjómílur frá Straumnesi. NA-lægar áttir næstu daga, stormur á morgun en síðan hægari.
![]() Hafískort byggt á Sentinel gervitunglamynd frá 24. mars 2025 |
Hafískort var dregið byggt á gervitunglamynd frá Sentinel 1 frá 16. mars. Hafísröndin mælist 49 nm frá Straumnesi. Suðvestlæg átt í dag, en austlægar áttir á morgun og næstu daga.
![]() |
Hafískort byggt á VIIRS-gervitunglamyndum. Ísjaðarinn er næst landi um 65 SML út af Straumnesi. Vestan- og suðvestanáttir næstu daga geta borið borgarís að landi, einkum á Vestfjörðum, Ströndum, Húnaflóa og Skaga.
![]() Ísjaðarinn er um 65 SML norðvestur af Straumnesi |
Borgarísjakar sjást á gervitunglamynd Sentinel um 2,5 sjómílur N frá Kögri. 66°30N 22°53'V; 11 sjómílur frá Körgi: 66°39'N 22°55'V; og 12 sjómílur V af Galtarvita: 66°15'N og 24°02V.
Hafískort var teiknað eftir gervitunglamynd sem sýndi blöndu af sýnilegu og innrauðu ljósi frá því kl. 12:00 í dag, mán. 3. mars 2025.
Greina mátti meirihlutann af meginísröndinni á tunglmyndinni og mældist hún í um 58 sjómílna fjarlægð frá Straumnesi þar sem hún var næst landi. Ísspangir og stakir jakar geta verið handan meginlínunnar nær landi.
Spáð er norðaustan stromi á Grænlandssundi nær óslitið frá því á mánudagskvöld og fram á fimmtudag. Þar á eftir taka við hægari norðaustanáttir út vikuna. Vindur ætti því að valda því að hafísinn fjarlægist landið næstu daga.
![]() |
Byggt á gervitunglamund frá 23 febrúar. Hafís röndin er í um 78 sjómólna frarlægð norðvestur af Straumnesvita. Spangir næst ísjaðrinum en þéttur ís skammt vestan til þær.
![]() |
Hafískort dregið eftir ratsjármyndum Sentinel-1 gervitunglsins frá 15-17. febrúar 2025. Meginísröndin var næst Íslandi um 90 sjómílur norðvestur af Straumnesi, en stakir jakar eða rastir geta þó verið nær landi. Það er útlit fyrir norðaustanátt á svæðinu næstu daga svo ísinn ætti ekki að reka nær Íslandi vegna vinds.
![]() |
Hafískort dregið eftir ratsjármyndum Sentinel-1 gervitunglsins frá 11. febrúar 2025 kl. 08:22. Meginísröndin var næst Íslandi um 44 sjómílur norðvestur af Straumnesi, en stakir jakar eða rastir geta þó verið nær landi. Það er útlit fyrir norðaustanátt á svæðinu næstu daga svo ísinn ætti ekki að reka nær Íslandi vegna vinds.
![]() |
Hafískort dregið eftir gervitunglamyndum frá Sentinel tunglinu. Hafísjaðarinn er um 60 sjómílur norðvestur af Straumnesi en næstu vikuna er spá suðvestlægum eða breytilegum áttum á svæðinu og líkur á að hafís færist eitthvað nær Íslandi.
![]() |
Hafískort teiknað eftir gervitunglamynd frá 27. janúar. Ísröndin mældist í um 80 sjómílna fjarlægð frá Barða þar sem hún var næst landi. Spáð er breytilegri átt á Grænlandssundi næstu daga.
![]() |
Hafískort teiknað efir SAR gervitunglamyndum, síðustu 3 daga - 19. -21. jan. 2025, og stuðst við greiningu DMI og METNO.
Meginísröndin og mældist hún í um 90 sjómílna fjarlægð frá Barða þar sem hún var næst landi.
Ísspangir og stakir jakar geta verið handan meginlínunnar nær landi.
Á Grænlandssundi er spáð breytilegri átt 3-10 í dag. A-læg átt á morgun, 15-23 S-til, annars mun hægari. Síðan NA-átt fram yfir helgi.
![]() Hafískort 21. janúar 2025 |
Hafískort var teiknað eftir SAR gervitunglamyndum frá því kl. 8:14 í morgun, mán. 13. jan. 2025.
Greina mátti meirihlutann af meginísröndinni á tunglmyndinni og mældist hún í um 65 sjómílna fjarlægð frá Barða þar sem hún var næst landi. Ísspangir og stakir jakar geta verið handan meginlínunnar nær landi.
Í síðustu viku bárust fregnir af stökum ísjökum á Húnaflóa. Á SAR myndunum frá því í morgun virðist mega greina þrjá ísjaka norðaustur af Trékyllisvík.
Spáð er austan- og norðaustanátt á Grænlandssundi í dag. Á morgun er útlit fyrir hvassa norðaustanátt á norðurhluta svæðisins, en mun hægari suðlæg eða breytileg átt á suðurhluta þess fram undir kvöld. Á miðvikudag eru horfur á hvassri norðaustanátt á stærstum hluta Grænlandssunds.
![]() |
ís sást við Hólmavík sem var um 40 metra langur og 10 metra hár. 65°38,85´N-021°26,86´V
ísmolar sáust við Gjögur þar sem sá stærsti var um 10 metra langur og 3 metra hár. 66°00,48´N-021°19,27´V
![]() Sea ice map |
Hafískort dregið eftir ratsjármyndum Sentinel-1 gervitunglsins frá 6. janúar 2025 kl. 08:30. Meginísrönd var næst landi um 52 sjómílur norðvestur Barðanum. Norðaustanátt á Grænlandssundi á morgun og ætti ísinn að reka nær Grænlandi, en snýst í suðvestanátt á miðvikudag.
![]() |
Veiðimaður hefur séð um 7 ísjaka í Húnaflóa á meðan hann var að fiska stora sem smáa.