Norðan 13-23 m/s og úrkomulítið, hvassast austantil. Hiti 1 til 6 stig. Dregur úr vindi í kvöld og kólnar. Norðvestan 5-13 á morgun, léttskýjað og frost 1 til 7 stig.
Spá gerð: 05.12.2024 09:39. Gildir til: 07.12.2024 00:00.
Á laugardag:
Norðlæg eða breytileg átt 3-10 m/s og víða þurrt og bjart veður. Norðvestan 13-20 og dálítil él austanlands framan af degi, en lægir og styttir upp síðdegis. Frost 3 til 14 stig, mest inn til landsins. Vaxandi sunnanátt vestast á landinu um kvöldið og dregur úr frosti þar.
Á sunnudag:
Vaxandi sunnanátt og dálítil væta, 15-23 m/s síðdegis og súld eða rigning, hvassast norðvestantil. Þurrt fram á kvöld á Norður- og Austurlandi. Hlýnar í veðri, hiti víða 5 til 10 stig um kvöldið.
Á mánudag:
Ákveðin sunnan- og suðvestanátt og rigning, en úrkomulítið norðaustantil á landinu. Hiti 6 til 14 stig, hlýjast á Austurlandi. Kólnar um kvöldið með skúrum eða éljum um landið vestanvert.
Á þriðjudag:
Suðvestanátt og bjartviðri, en lístilsháttar él á vestanverðu landinu. Hiti kringum frostmark.
Á miðvikudag:
Vaxandi suðaustan- og austanátt með snjókomu eða slyddu, en rigningu við suðurströndina.
Spá gerð: 05.12.2024 08:43. Gildir til: 12.12.2024 12:00.