Norðvestan 8-13 og bjart með köflum, en hægari síðdegis. Frost 3 til 8 stig. Gengur í austan og norðaustan 13-20 í nótt, hvassst með vestan Öræfa. Snjókoma en síðar rigning. Suðvestan 13-18 og skúrir síðdegis á morgun, og hiti 2 til 7 stig. Bætir í vind seint annað kvöld.
Spá gerð: 09.02.2023 09:51. Gildir til: 11.02.2023 00:00.
Á laugardag:
Gengur í sunnan 18-25 m/s með rigningu, talsverð rigning sunnan, en úrkomulítið norðaustanlands. Hiti 4 til 9 stig. Snýst í suðvestan storm með éljum og kólnandi veðri síðdegis.
Á sunnudag:
Fremur hæg suðlæg átt og él, en þurrt um austanvert landið. Hiti kringum frostmark. Vaxandi suðaustanátt með slyddu eða rigningu sunnantil um kvöldið og hlýnar.
Á mánudag:
Hvöss sunnanátt með rigningu og hlýindum, en úrkomulítið norðaustantil á landinu.
Á þriðjudag:
Snýst í suðvestanátt með skúrum og síðar éljum sunnan- og vestanlands, en þurrt um landið norðaustanvert. Kólnandi.
Á miðvikudag:
Útlit fyrir vestlæga átt með snjókomu eða éljum í flestum landshlutum. Hiti um frostmark.
Spá gerð: 09.02.2023 07:51. Gildir til: 16.02.2023 12:00.