Austan 5-13, skýjað og dálítil væta. Hiti 4 til 9 stig. Austan 8-15 og rigning á morgun, en hægari og úrkomuminna austantil. Hlýnar heldur.
Spá gerð: 08.11.2024 21:23. Gildir til: 10.11.2024 00:00.
Á sunnudag:
Suðaustlæg eða breytileg átt 5-13 m/s og rigning eða súld með köflum, en gengur í vestan 10-18 síðdegis með skúrum. Hiti 3 til 8 stig.
Á mánudag:
Gengur í sunnan 10-18 með rigningu eða súld, en úrkomulítið norðaustantil. Hlýnar í veðri.
Á þriðjudag:
Hvöss sunnanátt og súld eða rigning, en þurrt um landið norðaustanvert. Suðvestlægari undir kvöld, fyrst vestantil. Hlýtt í veðri.
Á miðvikudag:
Vestan- og suðvestanátt og styttir upp víðast hvar. Hiti 2 til 8 stig.
Á fimmtudag:
Suðvestanátt og rigning, en lengst af þurrt fyrir austan. Hlýnar aftur.
Á föstudag:
Mun kaldari vestanátt með dálitlum éljum en þurrt suðaustan- og austantil. Hiti um og undir frostmarki, en mildara syðst.
Spá gerð: 08.11.2024 20:05. Gildir til: 15.11.2024 12:00.