Laus störf

hopstjorithrounarogdevops-mai2022

Hópstjóri Þróunar og devops

Veðurstofa Íslands óskar eftir að ráða í starf hópstjóra þróunar og devops á Upplýsingatæknisviði hjá Veðurstofu Íslands.

"Framsækni og áreiðanleiki" eru tvö af gildum Veðurstofu Íslands og endurspeglast þau í víðtæku starfsumhverfi upplýsingatæknisviðs. Sviðið sér um notendaþjónustu og rekstur upplýsingatæknikerfa og rekstur fjölbreyttra sérkerfa Veðurstofunnar, auk kerfisþróunar, DevOps  og hugbúnaðarþróunar. Eins leggur Upplýsingatæknisvið til sérfræðiþekkingu og ráðgjöf á vettvangi upplýsingatækni sem styður við hlutverk Veðurstofu Íslands sem sinnir eftirliti og rannsóknum á náttúru Íslands. Á sviðinu starfa að jafnaði 18 starfsmenn.

Hjá Veðurstofu Íslands starfar öflugur hópur fólks sem hefur það hlutverk að stuðla að bættu öryggi almennings, eigna og innviða gagnvart öflum náttúrunnar. Því hlutverki sinnir starfsfólk Veðurstofunnar með vöktun lofts, láðs og lagar, byggðri á öflun og greiningu gagna, rannsóknum, þróun og miðlun upplýsinga. Jafnframt er það hlutverk Veðurstofunnar að styðja sjálfbæra nýtingu náttúrunnar og samfélagslega hagkvæmni.


Lesa meira
serfraedingur-i-kerfisstjornun-mai2022

Sérfræðingur í kerfisstjórnun

Veðurstofa Íslands leitar eftir drífandi og framsýnum einstaklingi í stöðu sérfræðings í upplýsingatækni. 

Leitað er eftir einstakling sem hefur áhuga á að vera hluti af öflugu teymi sem hefur það hlutverk að bæta öryggi almennings, eigna og innviða gagnvart öflum náttúrunnar og styðja við sjálfbæra nýtingu hennar. Þessu hlutverki sinnir starfsfólk Veðurstofunnar með vöktun lofts, láðs og lagar, byggðri á öflun, varðveislu og greiningu gagna, rannsóknum, þróun og miðlun upplýsinga. Jafnframt er það hlutverk Veðurstofunnar að styðja sjálfbæra nýtingu náttúrunnar og samfélagslega hagkvæmni. 

Leitað er eftir aðila sem hefur góðan tæknilegan bakgrunn, getur sinnt almennri tækniþjónustu og unnið eftir verklagi í ISO vottuðu umhverfi. Viðkomandi mun starfa á Upplýsingatæknisviði Veðurstofu Íslands.


Lesa meira

Vísindi á vakt

Það eru engin laus störf til umsóknar eins og stendur. Ef þú hefur áhuga á að styðja vísindamenn Veðurstofu Íslands við vöktun og rannsóknir á veðri, vatni, jöklum, eldgosum, jarðskjálftum og loftslagsbreytingumþá máttu senda póst á mannauðsstjóra Veðurstofunnar .

Lesa meira
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica