Íslensk eldfjöll
Skýjafar
Skýjafar, séð frá Vesturlandsvegi að kvöldlagi í ágúst 2012.

Tímaraðir fyrir valdar veðurstöðvar

Með tenglunum hér undir má nálgast veðurfarsupplýsingar, þ.e. mánaðar- og ársgildi ýmissa veðurþátta frá árinu 1961. Upplýsingarnar eru útdráttur úr Veðráttunni, riti Veðurstofu Íslands. Töflurnar eru á textaformi til að auðvelda flutning í önnur gagnavinnsluforrit. Nafn hverrar stöðvar í felliglugganum vísar í textaskjal með gögnum fyrir viðkomandi stöð.

Ekki eru sömu veðurþættir mældir/athugaðir á öllum stöðvum. Þegar veðurþátt vantar á stöð er viðkomandi dálkur fylltur með NA (not available). Eins kemur fyrir að veðurþátt sem athuga á vantar og þá er NA sett í reitinn. Taflan hér fyrir neðan lýsir dálkheitum mánaðar- og ársgilda og merkingu þeirra.

Öll meðaltöl eru mánaðar- eða ársmeðaltöl, hiti er mældur í selsíusgráðum (°C), loftþrýstingur í hPa (1 hPa = 1mb), rakastig er hlutfall af hundraði, úrkoma er í millimetrum og vindhraði í m/s.

Mánaðargildi fyrir valdar stöðvar

Ársgildi fyrir valdar stöðvar

Lengri meðalhitaraðir

Þrjátíu ára meðaltöl


Veðurþáttur Útskýring
stod Númer stöðvar á Veðurstofu Íslands
ar Ár
man Mánuður (1,2,....12, og 13 er ársgildið)
t Meðalhiti
tx Meðalhámarkshiti
txx Hæsti hiti sem mældist í mánuðinum/á árinu
txx_dag1 Dagsetning hæsta hita/mánuður sem hæsti hiti ársins mældist í
tn Meðallágmarkshiti í mánuðinum/á árinu
tnn Lægsti hiti sem mældist í mánuðinum/á árinu
tnn_dag1 Dagsetning lægsta hita/mánuður sem lægsti hiti mældist í
rh Meðalrakastig
r Heildarúrkoma mánaðarins/ársins
rx Mesta sólarhringsúrkoma sem mældist í mánuðinum/árinu (mælt kl. 09 að morgni)
rx_dag1 Dagsetning mestu sólarhringsúrkomu/mánuður með mestu sólarhringsúrkomu
p Meðalloftþrýstingur
nh Meðalskýjahula í áttunduhlutum
sun Fjöldi sólskinsstunda í mánuðinum/á árinu
f  Meðalvindhraði

Lengri meðalhitaraðir fyrir valdar stöðvar

Allar skrárnar eru á textaformi. Eftirfarandi breytur má finna í töflunum:
nr = númer veðurstöðvar
ar = ártal
man = mánuður (1,2, ...12)
t = meðalhiti hvers mánaðar
mat = mat á áreiðanleika mælinganna (1-7), hærri tala gefur traustari mælingu (6 er þó jafngilt 7).

30 ára meðaltöl, frá 1961-1990 fyrir valdar stöðvar


        

Veðurþáttur  Útskýring
t Meðalhiti
tx Meðalhámarkshiti
txx Hæsta hámark
tn Meðallágmarkshiti
tnn Lægsta lágmark
r Meðalúrkoma
rx Mesta úrkoma
d_r>0 Meðalfjöldi daga með úrkomu (0,1 mm eða meira)
d_r>=1,0 Meðalfjöldi daga með úrkomu 1,0 mm eða meira
vp Meðalrakaþrýstingur
n Meðalskýjahula
sun Meðalsólskinsstundafjöldi
p Meðalloftþrýstingur
px Hæsti loftþrýstingur
pn Lægsti loftþrýstingur

Orðskýringar





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica