Jarðskjálftavirkni á öllu landinu er lýst í yfirliti sem birt er mánaðarlega á vefnum (frá september 2024). Náttúruvársérfræðingur skrifar yfirlitið sem birt er í annari viku hvers mánaðar. Þar er farið yfir virkni vikunnar á öllum jarðskjálftasvæðum og í eldstöðvarkerfum á landinu. Ef jarðskjálftahrinur eru í gangi, stærri skjálftar eða aðrir markverðir atburðir hafa orðið í vikunni er fjallað sérstaklega um það.
Sjálfvirka jarðskjálftamælakerfi VÍ mældi um 2980 jarðskjálfta í ágúst, þar af hafa um 2727 verið yfirfarnir. Flestir skjálftanna mældust á Reykjanesi og Reykjaneshrygg. Alls mældust 13 skjálftar yfir M3 að stærð en stærsti skjálftinn mældist í Brennisteinsfjöllum þann 18.ágúst en hann var M3,8 að stærð og fannst vel á Höfuðborgarsvæðinu og víða.
Nánar má skoða yfirfarna skjálfta í Skjálftalísu
Lesa meiraSjálfvirka jarðskjálftamælikerfi VÍ mældi um 2600 jarðskjálftar voru mældir í júní 2025 og þar af hafa rúmlega 2500 skjálftar verið yfirfarnir. Stærsti jarðskjálfti mánaðarins mældist M3.7 að stærð við Grjótárvatn þann 16. júní. Þá mældist skjálfti af stærð M3.4 í Trölladyngju þann 19. júní og barst Veðurstofunni tilkynningar að skjálftarnir hefðu fundist í byggð.
Nánar má skoða yfirfarna skjálfta í Skjálftalísu
Lesa meiraSjálfvirka jarðskjálftamælakerfi VÍ mældi um 6000 jarðskjálfta í maí 2025 og þar af hafa rúmlega 3800 jarðskjálftar verið yfirfarnir. Kröftug jarðskjálftahrina hófst rúma 10 km austan við Grímsey þann 13. maí og mældust tæplega 2000 jarðskjálftar þar á einni viku og þar af voru 14 skjálftar yfir M3,0 að stærð. Á fyrsta degi hrinunnar mældust tveir skjálftar af stærð M4,7 en á öðrum degi mældist stærsti skjálftinn M5,0 sem var næststærsti skjálfti sem mældist í maí 2025. Stærsti jarðskjálfti mánaðarins var M5,1 að stærð og varð þann 24. maí um 26 km SV af Reykjanestá. Skjálftinn var hluti af nokkuð öflugri jarðskjálftahrinu þar sem hátt í 600 jarðskjálftar, þar af 40 skjálftar um eða yfir M3 að stærð, urðu á tæplega þremur sólarhringum.