Jarðskjálftavirkni á öllu landinu er lýst í yfirliti sem birt er mánaðarlega á vefnum (frá september 2024). Náttúruvársérfræðingur skrifar yfirlitið sem birt er í annari viku hvers mánaðar. Þar er farið yfir virkni vikunnar á öllum jarðskjálftasvæðum og í eldstöðvarkerfum á landinu. Ef jarðskjálftahrinur eru í gangi, stærri skjálftar eða aðrir markverðir atburðir hafa orðið í vikunni er fjallað sérstaklega um það.
Stærsti skjálfti mánaðarins var M3.6 í Bárðarbungu. Alls hafa sjö skjálftar mælst yfir M3 að stærð, þar af tveir í Bárðarbungu.
Nánar má skoða skjálftavirkni hér: Skjálfta Lísa
Lesa meiraAlls mældust um 2000 jarðskjálftar á landinu í október. Á árinu 2024 hafa á bilinu 2000 - 5000 skjálftar mælst í hverjum mánuði á landinu, utan við Janúar 2024 þegar nærri 10.000 jarðskjálftar mældust. Því var jarðskjálftavirkni í október í minna lagi miðað við aðra mánuði á árinu. Stærsti skjálfti mánaðarins var M5.0 að stærð í Bárðarbungu. Alls mældust 13 jarðskjálftar sem voru M3.0 eða stærri. Fjórir þeirra voru voru í Bárðarbungu, einn við Eldey og aðrir þeirra fyrir norðan land á Kolbeinseyjarhrygg.
Alls mældust um 2500 jarðskjálftar á landinu í september. Á árinu 2024 hafa á bilinu 2000 - 5000 skjálftar mælst í hverjum mánuði á landinu, utan við Janúar 2024 þegar nærri 10.000 jarðskjálftar mældust. Alls mældust níu jarðskjálftar sem voru M3.0 eða stærri. Þrír þeirra voru úti á Reykjaneshrygg, tveir við Trölladyngju á Reykjanesskaga, tveir í Mýrdalsjökli, einn í Bárðarbungu og einn norðan við Hofsós. Stærsti skjálfti mánaðarins mældist M5.0 þann 3. september í norðaustanverðri Bárðarbungu.
Lesa meiraÍ 37. viku ársins mældust tæplega 500 jarðskjálftar á mælaneti Veðurstofunnar og hafa nær allir verið yfirfarnir. Virknin er örlítið minni en vikuna á undan þegar rúmlega 570 skjálftar voru staðsettir. Eins og áður voru flestir skjálftar á Reykjanesskaga og sker Fagradalsfjall sig úr þar en virkni þar hefur verið nokkuð stöðug síðan síðasta gosi lauk á Sundhnúksgígaröðinni 5. september síðastliðinn. Aðrir atburðir sem má nefna eru þrír skjálftar í kringum 2 að stærð sem urðu á vinnslusvæði Orkuveitunnar í Hverahlíð sunnudaginn 15. september, áframhaldandi virkni við Grjótárvatn á Snæfellsnesi, skjálfti tæplega 3 að stærð í Mýrdalsjökli 9. september og skjálfti um 3 að stærð á öskjubarmi Bárðarbungu sem varð einnig 9. september.
Nánar má skoða skjálftavirkni hér: Skjálfta Lísa