Vikulegt jarðskjálftayfirlit

Jarðskjálftavirkni á öllu landinu er lýst í vikuyfirliti sem birt er á vefnum. Náttúruvársérfræðingur á vakt skrifar vikuyfirlitið sem birt er á þriðjudögum. Þar er farið yfir virkni vikunnar á öllum jarðskjálftasvæðum og í eldstöðvarkerfum á landinu. Ef jarðskjálftahrinur eru í gangi, stærri skjálftar eða aðrir markverðir atburðir hafa orðið í vikunni er fjallað sérstaklega um það.

Vikuyfirlit

Jarðskjálftayfirlit viku 25, 17. – 23. júní 2024

Rúmlega 500 jarðskjálftar mældust með SIL mælakerfi Veðurstofu Íslands í viku 25, 17. til 23. júní. Í vikunni þar á undan mældust tæplega 390 skjálftar. Eldgosinu við Grindavík lauk þann 22. júní.
Stærstu jarðskjálftar vikunnar mældust 3,3 og 3,1 að stærð. Sá stærri mældist í Mýrdalsjökli kl. 21:26 þann 19. júní en sá sem mældist 3,1 að stærð varð í Brennisteinsfjöllum kl. 22:42 þann 23. júní. Skammvinn skjálftahrina varð í Öskju 17-18. júní, stærsti skjálftinn mældist 1,6 að stærð í þeirri hrinu.

Nánar er fjallað um jarðhræringarnar nærri Grindavík í frétt á forsíðu sem er uppfærð reglulega.

Nánar má skoða skjálftavirkni hér: Skjálfta Lísa


Lesa meira

Jarðskjálftayfirlit viku 24, 10. – 16 júní 2024

Rúmlega 350 jarðskjálftar mældust með SIL mælakerfi Veðurstofu Íslands í viku 24, 10. til 16. júní, og hafa allflestir þeirra verið handvirkt yfirfarnir. Vikuna þar á undan mældust um 600 skjálftar, því er ívið minni virkni þessa vikuna.
Stærstu skjálftar vikunnar urðu annars vegar á Reykjaneshrygg 15. júní, 2,87 og 2,74 að stærð, og hinsvegar í Bárðarbungu 13. júní þar sem varð skjálfti 2,79 að stærð. Nokkuð eðlileg skjálftavirkni var á landinu öllu þessa vikuna.

Í kvikuganginum við Grindavík hefur verið lítil sem engin skjálftavirkni síðan gos hófst 29. maí, en það þykir eðlilegt á meðan gos er í gangi.

Nánar er fjallað um jarðhræringarnar nærri Grindavík í frétt á forsíðu sem er uppfærð reglulega.

Nánar má skoða skjálftavirkni hér: Skjálfta Lísa

Lesa meira

Jarðskjálftayfirlit viku 23, 03. – 09 júní 2024

Rúmlega 600 jarðskjálftar mældust með SIL mælakerfi Veðurstofu Íslands í viku 23, 3. til 9. júní, og hafa flestir þeirra verið handvirkt yfirfarnir. Í siðasti viku mældust um 1200 skjálftar.
Stærstu jarðskjálftar vikunnar mældust af stærð 2,9. Þeir voru þrír talsins en á mismunandi stöðum, einn rétt austur af Herðubreið þann 3. júni, annar við Húsmúla þann 3. júni og sá þriðji í Henglinum þann 4. júni. Mjög litill jarðskjálftavirkni mældist yfir kvikuganginum við Grindavík.
Við í Húsmúla á vestanverðu Hengilssvæðinu mældust um 70 jarðskjálftar í vikunni, um 20 skjálftar mældust í Öskju og rúmlega 300 skjálftar mældust við Herðubreið og Herðubreiðartögl.

Nánar er fjallað um jarðhræringarnar nærri Grindavík í frétt á forsíðu sem er uppfærð reglulega.

Nánar má skoða skjálftavirkni hér: Skjálfta Lísa

Lesa meira

Jarðskjálftayfirlit viku 22, 27. maí – 2. júní 2024

Rúmlega 1200 jarðskjálftar mældust með SIL mælakerfi Veðurstofu Íslands í viku 22, 27. maí til 2. júní 2024, þar af 900 yfirfarnir.
Stærstu jarðskjálftar vikunnar mældust af stærð 2,8. Þeir voru þrír talsins en á mismunandi stöðum, við Kolbeinsey þann 27. maí, við Sundhnúksgígaröð þann 29. maí og við Hamarinn í Vatnajökli þann 30. maí. Áfram mældist jarðskjálftavirkni í kvikuganginum sem liggur frá Grindavík í Suðvestri til norðausturs að Stóra-Skógfelli í vikubyrjun og jókst hægt þar til dró til tíðinda kl. 10:30 þann 29. maí en þá hófst kvikuhlaup sem endaði með eldgosi kl. 12:47 á Sundhnúksgígaröð. Þann 29. maí mældust 540 skjálftar í umbrotunum við Sundhnúksgígaröð í 22. viku, þar af um 188 yfir 1,0 að stærð. Í Húsmúla á vestanverðu Hengilssvæðinu mældust um 24 jarðskjálftar í vikunni, um 25 skjálftar mældust í Öskju og um 60 skjálftar mældust við Herðubreið og rétt austan Herðubreiðar, sunnan við Arnardalsöldu.

Nánar er fjallað um jarðhræringarnar nærri Grindavík í frétt á forsíðu sem er uppfærð reglulega.

Nánar má skoða skjálftavirkni hér: Skjálfta Lísa

Lesa meira




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica