Mánaðaryfirlit maí 2025
Reykjanesskagi
Á Reykjanesskaga mældust tæplega 10900 skjálftar í mánuðinum. Þar af voru rúmlega 7500 skjálftar mældir í og við kvikuganginn sem myndaðist í kvikuhlaupi 1. apríl, en af þeim mældust 25 yfir 3 að stærð. Gikkskjálftavirkni úti fyrir Reykjanestá og við Kleifarvatn var einnig talsverð í kjölfar kvikuhlaupsins. Á svæðinu milli Kleifarvatns og Afstapahrauns mældust um 1600 skjálftar, og á Reykjanestá og Reykjaneshrygg mældust yfir 1100 skjálftar, sá stærsti 5,3 1. apríl á Reykjanestá.
Í Fagradalsfjalli var einnig talsverð skjálftavirkni og mældust þar yfir 700 skjálftar í mánuðinum, flestir á 4 til 8 km dýpi.
Við Brennisteinsfjöll og Bláfjöll mældust rúmlega 100 skjálftar yfir mánuðinn, en önnur virkni á skaganum var lítil.
Bárðarbunga
Í Bárðarbunguöskjunni mældust um 275 skjálftar í apríl, og var virknin að mestu bundin við suðurhluta öskjunnar. Stærsti skjálftinn varð 15. apríl og mældist 4,3 að stærð í SA-hluta öskjunnar. Rúmlega 10 skjálftar mældust á djúpa svæðinu SA af Bárðarbungu.
Grjótárvatn
Við Grjótárvatn mældust tæplega 200 skjálftar í mánuðinum. Skjálftavirkni á svæðinu er áfram bundin við 16-20 km dýpi og ekki varð breyting þar á í mánuðinum, en virkni var meiri í apríl en síðustu mánuði. Stærsti skjálfti þar í apríl mældist 3,7 að stærð og er stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá upphafi virkni 2021, og fannst vel á vesturlandi.
Vesturgosbeltið
Hengill
Í Henglinum mældust tæplega 80 skjálftar, nokkuð dreift um svæðið.
Langjökull
Tæplega 40 skjálftar mældust í og við Langjökul í apríl, en flestir þeirra voru stðasettir í Geitlandsjökli annars vegar og Nyrðra-Hádegisfelli hinsvegar. Einnig mældust tæplega 10 skjálftar austur af Skjaldbreiði.
Austurgosbeltið
Eyjafjallajökull
Í byrjun mánaðarins mældust nokkrir djúpir skjálftar líkt og í mars, en ekki voru fleiri djúpir skjálftar í Eyjafjallajökli í apríl. Undir lok mánaðarins mældust nokkrir grynnri skálftar í sunnanverðum jöklinum.
Torfajökull
Rúmlega 70 skjálftar mældust í SIL kerfinu í Torfajökli í apríl, en þó var þar talsverð virkni sem SIL kerfið nam ekki umfram þá 70. Óróahviða sást í tvo tíma í SA hluta öskjunnar 6. apríl og sást sá órói vel á öllu miðhálendinu.
Önnur virkni í Austurgosbeltinu, Kötlu og Heklu t.d., var nokkuð hefðbundin smáskjálftavirkni.
Norðurgosbeltið
Askja
Í Öskju mældust rúmlega 40 skjálftar í apríl, sá stærsti 1,9 að stærð 30. apríl í norðurhluta öskjunnar. Landris í Öskju heldur áfram með svipuðum hraða og undanfarna mánuði. Við Herðubreið mældust rúmlega 40 skjálftar, allir undir 2 að stærð.
Tjörnesbrotabeltið
Á Tjörnesbrotabeltinu mældust tæplega 300 skjálftar í apríl. Þar af voru tveir skjálftar rúmlega 3 að stærð og voru hluti af hrinu NA við Grímsey 14. apríl. 13. apríl mældust um 80 skjálftar á Skjálfanda í stuttri hrinu, stærsti skjálftinn í henni mældist 2,1 að stærð.