Vikulegt jarðskjálftayfirlit

Jarðskjálftavirkni á öllu landinu er lýst í vikuyfirliti sem birt er á vefnum. Náttúruvársérfræðingur á vakt skrifar vikuyfirlitið sem birt er á þriðjudögum. Þar er farið yfir virkni vikunnar á öllum jarðskjálftasvæðum og í eldstöðvarkerfum á landinu. Ef jarðskjálftahrinur eru í gangi, stærri skjálftar eða aðrir markverðir atburðir hafa orðið í vikunni er fjallað sérstaklega um það.

Vikuyfirlit

Jarðskjálftayfirlit viku 35, 26. ágúst – 1. september 2024

Útdráttur

Í 35. viku ársins mældust rúmlega 650 jarðskjálftar á mælaneti Veðurstofunnar og þar af hafa um 560 skjálftar verið yfirfarnir. Langflestir skjálftarnir voru á Reykjanesskaga og í og við Bárðarbungu, þ.á.m. á djúpa svæðinu. Að öðru leyti var virknin nokkuð dreifð um landið. Stærsti skjálfti vikunnar var 2,6 að stærð, á Kolbeinseyjarhrygg en sá stærsti á landi mældist 2,5 að stærð við Öskju. Virknin við Grjótárvatn á Mýrum hélt áfram. Sex skjálftar mældust í og við Heklu í vikunni.

Nánar er fjallað um jarðhræringar nærri Grindavík í frétt á forsíðu sem er uppfærð reglulega.

Nánar má skoða skjálftavirkni hér: Skjálfta Lísa

Lesa meira

Jarðskjálftayfirlit viku 32, 5. - 11. ágúst 2024

Í viku 32 mældust um  1260  jarðskjálftar á mælaneti Veðurstofunnar og hafa um 855 skjálftar verið yfirfarnir. Virknin var dreifð um landið, en rúmlega helmingur skjálftanna mældist á Reykjanesi en skjálftavirkni heldur áfram að aukast dag frá degi á því svæði. Stærstu skjálftar vikunnar mældust út á Kolbeinseyjarhrygg, báðir yfir 3 að stærð, sá stærri mældist 3.8 að stærð þann 7. Ágúst.

Nánar er fjallað um jarðhræringar nærri Grindavík í frétt á forsíðu sem er uppfærð reglulega.

Nánar má skoða skjálftavirkni hér: Skjálfta Lísa

Lesa meira

Jarðskjálftayfirlit viku 31, 29. júlí – 4. ágúst 2024

í 31. viku ársins mældust rúmlega 620 jarðskjálftar á mælaneti Veðurstofunnar. Virknin var dreifð um landið. Stærsti skjálfti vikunnar var 3,2 að stærð, 29. júlí við Eldey á Reykjaneshrygg.

 

Nánar er fjallað um jarðhræringar nærri Grindavík í frétt á forsíðu sem er uppfærð reglulega.

 

Nánar má skoða skjálftavirkni hér: Skjálfta Lísa

Lesa meira

Jarðskjálftayfirlit viku 30, 22. - 28. júlí 2024

í 30. viku ársins mældust um um 600 jarðskjálftar á mælaneti Veðurstofunnar. Virknin var dreifð um landið, en rúmlega helmingur heildarfjölda skjálfta mældist á Reykjanesi. Stærstu skjálftar vikunnar voru allir undir 3 að stærð, 27. júlí og 28. júlí urðu skjálftar að stærð 2,9 í Mýrdalsjökli, og 23. júlí varð skjálfti af sömu stærð í Torfajökulsöskjunni.

Nánar er fjallað um jarðhræringar nærri Grindavík í frétt á forsíðu sem er uppfærð reglulega.

Nánar má skoða skjálftavirkni hér: Skjálfta Lísa

Lesa meira




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica