Jarðskjálftayfirlit

Jarðskjálftavirkni á öllu landinu er lýst í yfirliti sem birt er mánaðarlega á vefnum (frá september 2024). Náttúruvársérfræðingur skrifar yfirlitið sem birt er í annari viku hvers mánaðar. Þar er farið yfir virkni vikunnar á öllum jarðskjálftasvæðum og í eldstöðvarkerfum á landinu. Ef jarðskjálftahrinur eru í gangi, stærri skjálftar eða aðrir markverðir atburðir hafa orðið í vikunni er fjallað sérstaklega um það.

Mánaðaryfirlit

Jarðskjálftayfirlit 37. viku 11.-17. september 2023

Meginmál

Rúmlega 960 jarðskjálftar mældust með SIL mælakerfi Veðurstofu Íslands í vikunni sem leið, þar af hafa um 520 verið handvirkt yfirfarnir. Þetta er nokkuð meira en frá síðustu viku þegar tæplega 800 skjálftar mældust.

Jarðskjálftavirknin var vel dreifð um virkustu svæðin og má þar m.a. nefna Reykjanes, Skjaldbreið, Mýrdalsjökul, vestanverðan Vatnajökul og Grímseyjarbrotarbeltið.

Stærsti skjálfti vikunnar yfir 3 að stærð mældist við Kolbeinseyjarhrygg, 3,8 að stærð þann 13. september sl. en í hrinunni við Eldey þann 11. september mældist skjálfti af stærð 3,2. Fimm skjálftar mældust í og við Heklu í vikunni.

Nánar má skoða skjálftavirkni hér: Skjálfta Lísa

Reykjanesskagi og Reykjaneshryggur. 

Rúmlega 600 skjálftar mældust samanlagt á Reykjanesskaga og Reykjaneshrygg og hafa um 300 verið yfirfarnir. Skjálftarnir skiptust upp í nokkrar þyrpingar, við Stóra-Skógsfell, Fagradalsfjall, Keili og Móhálsadal. Nokkrir skjálftar mældust í Brennisteinsfjöllum og við Bláfjöl og einnig var nokkur virkni við Eldvörp og Reykjanestá en þar hófst hrina þann 13. september. Hrina hófst við Eldey þann 11. september þar sem stærsti skjálftinn mældist 3,2 að stærð og fylgdu nokkrir tuga smáskjálfta í kjölfarið.

Vesturgosbeltið og Hofsjökull

Í Henglinum mældust 12 skjálftar, sá stærsti 1,3 að stærð en aðrir voru smáir og dreifðir um Hengilssvæðið. Skjálftavirkni hélt áfram með svipuðum takti SA af Skjaldbreið, við Skriðuhnjúk, en um 50 skjálftar mældust í vikunni ssem er svipað og í fyrri viku. Tveir skjálftar mældust í Langjökli, annar í sunnanverðum Geitlandsjökli og hinn norðan við hann en einnig mældist einn smáskjálfti í Flosavatni. Einn skjálfti mældist í Hofsjökli.

Suðurlandsbrotabeltið

Tuttugu og sjö smáskjálftar mældust á víð og dreif á Suðurlandsbrotabeltinu.

Austurgosbeltið

Hekla
Fimm smáskjálftar mældust í og við Heklu í vikunni, þar af einn í toppgíg hennar.

Mýrdalsjökull og Torfajökulssvæði.
Tuttugu og átta skjálftar mældust í Mýrdalsjökli í vikunni, sem er nokkur fjölgun frá fyrri viku þegar um 18 skjálftar mældust. Skjálftarir voru frekar dreifðir um jökulinn og mældist sá stærsti 2,6 að stærð þann 13. september kl. 16:15. Á Torfajökulssvæðinu mældust þrettán smáskjálftar vítt og breitt um öskjuna sem er umtalsverð fjölgun frá fyrri viku þegar þrír skjálftar mældust.

Vatnajökull.
Í Vatnajökli mældust alls 66 skjálftar, þrír í Öræfajökli, einn í Kverkfjöllum, einn í Skeiðarárjökli og annar í Skaftafellsfjöllum. Aðrir skjálftar mældust í vestanverðum Vatnajökli. Í Bárðarbungu mældust 17 skjálftar og mældist sá stærsti 2,5 að stærð og tveir skjálftar mældust á djúpa svæðinu austan Bárðarbungu. Töluverð virkni var í Grímsvötnum samanborið við fyrri viku en þar mældust 27 skjálftar, sá stærsti 1,9 að stærð þann 16. september kl. 03:03:09. Við Hamarinn mældust 4 skjálfar og sipaður fjöldi mældist við Hábungu sunnan Grímsvatna.

Norðurgosbeltið

Askja og Herðubreið

Við Öskju mældust 8 skjálftar sem er töluvert minni virkni en sem hefur verið síðastliðna mánuði þar sem virknin hefur oftast verið á bilinu 15-30 skjálftar á viku. Stærsti skjálftinn mældist 1,5 að stærð í Öskjuvatni en virknin var einkum austantil í öskjunni, í Dyngjufjöllum. Tæplega þrjátíu skjálftar mældust við Herðubreið og Herðubreiðartögl, helmingi fleiri en í fyrri viku og mældist sá stærsti 1,4 að stærð.

Krafla og Þeistareykir

Sjö skjálftar mældust við Kröflu og tíu við Bæjarfjall, sá stærsti 1,6 að stærð.

Tjörnesbrotabeltið

Á Tjörnesbrotabeltinu mældust 70 skjálftar í vikunni, umtalsvert fleiri en í fyrri viku þegar rúmlega 40 sjálftar mældust. Flestir mældust skjálftarnir á Grímseyjarbrotabeltinu en einnig var nokkur virkni á Húsavíkur-Flateyjar misgenginu sem og úti fyrir Eyjafirði en þar mældist stærsti skjálftinn á þessu svæði, 2,6 að stærð þann 11. september. Tæplega tuttugu skjálftar mældust í Öxarfirði skjálftar mældust við Skjálfanda og 1 í Eyjafjarðardjúpi. Tveir skjálftar mældust úti á Kolbeinseyjahrygg 13. september og voru þeir jafnframt stærstu skjálftar vikunnar, 3,4 og 3,8 að stærð.

Skjálftalisti viku 37






Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica