Jarðskjálftayfirlit

Jarðskjálftavirkni á öllu landinu er lýst í yfirliti sem birt er mánaðarlega á vefnum (frá september 2024). Náttúruvársérfræðingur skrifar yfirlitið sem birt er í annari viku hvers mánaðar. Þar er farið yfir virkni vikunnar á öllum jarðskjálftasvæðum og í eldstöðvarkerfum á landinu. Ef jarðskjálftahrinur eru í gangi, stærri skjálftar eða aðrir markverðir atburðir hafa orðið í vikunni er fjallað sérstaklega um það.

Mánaðaryfirlit
Jarðskjálftavirkni í viku 16

Jarðskjálftayfirlit 16. viku 17. apríl – 23. apríl 2023

Um 560 jarðskjálftar mældust með SIL mælakerfi Veðurstofu Íslands í liðnni viku, færri en vikuna á undan þegar þeir voru um 620 talsins. Mest var virknin á Tjörnesbrotabeltinu en hrina var í Eyjafjarðarál í vikunni og þar mældust um 90 skjálftar og jafnframt stærsti skjálfti vikunnar, M4,2 að stærð, þann 18. apríl kl. 07:59. Fannst hann í byggð á Siglufirði. Einnig var nokkur virkni í Vatnajökli og var hún nokkuð drefið um jökulinn. Þann 23. apríl mældist skjálfti af stærð M3,2 í Bárðarbunguöskjunni og sama dag mældust 3 skjálftar í Grímsvötnum yfir 2,5 að stærð, þeirra stærstur var af stærð M3,3.

Minni virkni var í Öskju og við Herðubreið en í fyrri viku en þrír skjálftar mældust í Geitlandsjökli og einn skjálfti í Fljótum í Skagafirði sem mældist 2,8 að stærð en þar hafa mælst skjálftar áður þó fátíðir séu.

Virkni á Reykjanesskaga var nokkuð minni en í fyrri viku og var hún nokkuð dreifð um skagann en áfram mælast skjálftar norðan við Hlíðarvatn, sá stærsti M2,7 þann 17. apríl. Einn skjálfti mældist í Heklu og nokkur virkni var á Hengilssvæðinu við Húsmúla.

Nánar má skoða skjálftavirkni hér: Skjálfta Lísa

Reykjanesskagi

Tæplega hundrað jarðskjálftar voru staðsettir á Reykjanesskaga í vikunni, nokkuð færri en vikunni á undan þegar um 130 skjálftar mældust. Flestir skjálftarnir mældust vestan Kleifarvatns og í Núpshlíðarhálsi en einnig mældust þónokkrir smáskjálftar við Eldvörp þann 22. apríl, sá stærsti þeirra mældist 1,5 að stærð. Um tíu skjálftar mældust rétt norðan við Hlíðarvatn og var stærsti skjálftinn þar 2,7 að stærð þann 17. apríl kl. 05:48. Aðrir skjálftar voru dreifðir um skagann.

Úti á Reykjaneshrygg mældust rúmlega 30 skjálftar helmingi færri en í fyrri viku. Þar af mældust tæplega 30 þeirra við Reykjanestá, sá stærsti 1,7 að stærð. Stærsti skjálftinn mældist 1,9 að stærð þann 21. apríl kl. 14:18:58 í lítilli hrinu á Reykjaneshrygg um 40 km SV af Reykjanestá.

Suðurland

Tæplega 70 jarðskjálftar mældust á Suðurlandi og Hengilssvæðinu í vikunni, rúmlega 10 þeirra voru staðsettir rétt ANA við Selfoss þar sem að stærsti skjálftinn mældist 1,6 að stærð þann 17. apríl kl. 09:43. Af þessum tæplega 70 skjálftum mældust tæplega 30 í Hengilssvæðinu. Flestir við Húsmúla. Aðrir skjálftar voru á víð og dreif um Suðurlandsbrotabeltið. Einn smáskjálfti mældist vestur af Heklu og þrír í Vatnafjöllum.

Norðurland

Á Tjörnesbrotabeltinu mældust tæplega 200 skjálftar, tæplega þrefalt fleiri en vikuna á undan þegar þeir voru um 70 talsins. Má það að mestu rekja til hrinu í Eyjafjarðarál en þar mældust tæplega 90 skjálftar og jafnframt mældist þar stærsti skjálfti vikunnar af stærð M4,2, þann 18. apríl kl. 7:59:59. Nokkrar tilkynningar bárust um að hann hefði fundist í byggð. Rúmlega fimmtíu skjálftar mældust á Grímseyjarbeltinu og rúmlega 40 skjálftar á Húsavíkur-Flateyjarmisgenginu, þeirra stærstur mældist 2,3 þann 18. apríl kl. 06:56. Um 20 skjálftar mældust í Öxarfirði. Einn skjálfti mældust út á Kolbeinseyjarhrygg af stærð 2,8.

Rúmlega 10 smáskjálftar mældust við Kröflu og sjö við Þeistareyki, sá stærsti við Kröflu mældist 1,2 að stærð þann 17. apríl kl. 20:55

Einn skjálfti var staðsettir í Fljótum, um 600 m NV af bænum Ysta-Mó, af stærð 2,8 rétt fyrir miðnætti þann 18. apríl. Þarna hafa mælst skjálftar áður þó fátíðir séu.

Miðhálendið

Rúmlega 40 skjálftar skjálftar mældust í Vatnajökli í vikunni, helmingi fleiri en vikuna á undan þegar um 20 skjálftar mældust. Tíu skjálftar mældust í og við Bárðarbunguöskjuna, sá stærsti mældist 3,2 þann 23. apríl kl. 03:34:08. Þrettán skjálftar mældust við Grímsvötn, þar af tveir stærri en 2,5, sá stærri mældist 3,3 af stærð þann 23. apríl kl. 15:15 og fimm mínútum fyrr mældist annar af stærð M2,8. Tveir skjálftar mældust við Hamarinn, nokkrir í Skaftárjökli og Skeiðarárjökli. Einn smáskjálfti mældist í Öræfaökli og tveir í Kverkfjöllum.

Rúmlega fjörutíu skjálftar mældust í Öskju, sá stærsti 2,0 að stærð. Tæplega 30 skjálftar mældust við Herðubreið og Herðubreiðatögl, umtalsvert færri en í fyrr viku þegar þeir voru um 100 talsins. Stærsti skjálftinn mældist 1,4 að stærð rétt vestur af Herðubreiðartöglum.

Þrír skjálftar mældust í norðanverðum Geitlandsjökli og einn skjálfti mældist í Langjökli af stærð 2,0 þann 18. apríl kl. 14:46. Þrír smáskjálftar voru staðsettir rétt sunnan við Hvítárvatn. Einn skjálfti mældist sunnan við Sandvatn á Haukadalsheiði og tveir vestan við Högnhöfða.

Mýrdalsjökull og Torfajökulssvæðið
Í Mýrdalsjökli mældust tíu skjálftar flestir innan öskjunnnar en sá stærsti var í henni norðanverðri af stærð 2,4 þann 23. apríl kl. 04:54. Einn skjálfti mældist í norðanverðum Eyjafjallajökli.

Skjálftalisti vika 16





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica