Vikulegt jarðskjálftayfirlit

Jarðskjálftavirkni á öllu landinu er lýst í vikuyfirliti sem birt er á vefnum. Náttúruvársérfræðingur á vakt skrifar vikuyfirlitið sem birt er á þriðjudögum. Þar er farið yfir virkni vikunnar á öllum jarðskjálftasvæðum og í eldstöðvarkerfum á landinu. Ef jarðskjálftahrinur eru í gangi, stærri skjálftar eða aðrir markverðir atburðir hafa orðið í vikunni er fjallað sérstaklega um það.

Vikuyfirlit

Jarðskjálftayfirlit viku 27 1. – 7. júlí 2024

Reykjanesskagi og Reykjaneshryggur

Rétt rúmlega 200 jarðskjálftar hafa mælst á Reykjanesskaga í liðinni viku. Um 60 skjálftar mældust í Lambafelli í Þrengslum. Um tugur í Brennisteinsfjöllum og 4 við Húsfellsbruna. </br>

Rúmlega 100 skjálftar mældust umhverfis Kleifarvatn, rúmlega 40 austan vatnsins og rúmlega 60 vestan og suðvestan við það, semsagt umhverfis jarðhitasvæðið í Seltúni. </br>

Rétt um 40 jarðskjálftar mældust í Fagradalsfjalli, allir undir 1,0 að stærð og flestir á 7 til 10 km dýpi.</br>

Yfir kvikuganginum mældust tæplega 2 tugir skjálfta, stærstur 1,3 að stærð vestan við Grindavíkurbæ.

Um 2 tugir skjálfta mældust úti við Reykjanestá í liðinni viku og annar tugur skjálfta lengra úti á Reykjaneshrygg um 90km suðvestur frá landi.

Hengilssvæðið

Um 20 jarðskjálftar mældust við Hengilinn í liðinni viku. En í Þrengslunum við Lambafekk var skjálftakviða þann 5. júlí sem taldi um 60 jarðskjálfta, stærsti skjálftinn mældist 3,1 að stærð. Um 15 skjálftar mældust við Hrossbeinalautir sunnar við Þrengslaveg.

Suðurlandsbrotabeltið

Á Suðurlandsbrotabeltinu mældust um 27 jarðskjálftar dreifðir. Enginn skjálfti mældist í Heklu í vikunni.

Vesturgosbeltið og Mið-Íslandsgosbeltið

Austan við Grjótarvatn mældist jarðskjálfti 1,4 að stærð. Sunnan við Skjaldbreið mældist einn jarðskjálfti. Í vesturenda Langjökuls skammt norðaustan við Geitlandsjökul en þar mældust rétt tæplega 40 jarðskjálftar þann 3. júlí. Einn þeirra af stærð 3,3

Mýrdalsjökull og Torfajökulssvæðið

Tveir jarðskjálftar mældust í Mýrdalsjökli í vikunni, báðir undir 1,0 að stærð, 7 smáskjálftar mældust á Torfajökulssvæðinu.

Vatnajökull

Alls mældust um 19 jarðskjálftar í Vatnajökli í vikunni, þar af 4 í Bárðarbungu, 2 í Grímsvötnum, og 4 í Öræfajökli. Einn jarskjálfti mældist svo við Hamarinn og annar í Esjufjöllum og þrír norðan við Skeiðarárjökul.

Norðurgosbeltið

Askja og Herðubreið

Við Öskju mældust 14 skjálftar, stærsti 1,1 að stærð. Við Herðubreið og Herðubreiðartögl mældist svipaður fjöldi skjálfta stærsti af stærð 2,2.

Krafla og Þeistareykir

Níu skjálftar mældust við Kröflu og þrír við Þeystareyki.

Tjörnesbrotabeltið

Um 34 jarðskjálftar mældust á Tjörnesbrotabeltinu, flestir inni í Öxarfirði. Um 160 km NNA við Kolbeinsey mældust 2 jarðskjálftar þann 3 mars. Þeir voru stærri en 2,5 að stærð.


Einar Hjörleifsson, náttúruvársérfræðingur á vakt.






Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica