Jarðskjálftayfirlit 46. viku 15. - 22. nóvember 2023
Rúmlega 12000 skjálftar mældust á landinu í viku 46. Þar af er búið að yfirfara um 1350 skjálfta. Áframhaldandi virkni er á Reykjanesskaganum vegna kvikuinnskots sem myndaðist þann 10. Nóvember, nærri Grindavík. Skjálftavirkni og innflæði tengt kvikuganginum fer þó hægt minnkandi. Hafa ber þó í huga að innflæðið gæt enn verið hærra en áætlað innflæði var í kvikugangana sem mynduðust fyrir eldgosin í Fagradalsfjalli. Landris hófst á ný við Svartsengi eftir að kvikugangurinn myndaðist og mælist hraðara en það var fyrir 10. nóvember. Stærsti skjálfti vikunnar var 3.7 að stærð og var hann staðsettur um 3 km vestur af Kleifarvatni.
Nánar má skoða skjálftavirkni hér: SkjálftaLísa
Reykjanesskagi og Reykjaneshryggur.
Virknin sem hófst þann 25.október er áframhaldandi en fór þó hægt minnkandi. Alls og hafa um 11200 skjálftar mælst í vikunni, af þeim hafa rúmlega 1250 skjálftar verið yfirfarnir. Virknin dreyfir sér sér nokkuð um skagann en mesta virknin er þó við kvikuinnskotið og vestur af Kleifarvatni. . Landris hófst á ný við Svartsengi eftir að kvikugangurinn myndaðist og mælist hraðara en það var fyrir 10. nóvember. En fremur þá fer innflæðinu, í kvikuganginn sem myndaðist þann 10.nóvember, hægt minnkandi. Hafa ber þó í huga að innflæðið gæt enn verið hærra en áætlað innflæði var í kvikugangana sem mynduðust fyrir eldgosin í Fagradalsfjalli. Aðeins einn skjálfti mældist yfir 3 að stærð en hann varð þann 19.nóvember og mældist 3.7 að stærð um 3 km vestur af Kleifarvatni.
Nánar er fjallað um
jarðskjálftavirknina á Reykjanesskaga í frétt á forsíðu vef
Veðurstofunna.
Reykjaneshryggur
Þrír smáskjálftar
mældust á Reykjaneshryggnum í vikunni.
Vesturgosbeltið og Hofsjökull
Minniháttar virkni var á vesturgosbeltinu, rúmlega 7 skjálftar mældust á Hengilssvæðinu. Tveir sjálftar mældust við Hveradali og 1 á Hellisheiðinni.
Suðurlandsbrotabeltið
Fjórir skjálftar mældust suðvestur af Heklu, sá stærsti 1.2 að stærð. Þrír skjálftar mældust í kringum Raufarhólshelli
Austurgosbeltið
Mýrdalsjökull
og Torfajökulssvæði.
Sex
skjálftar mældust í Mýrdalsjökli, sá stærsti 2.6 að stærð.
Tveir skjálftar mældust í Eyjafjallajökli sá stærri 2.2 að
stærð.
Vatnajökull.
Í
Vatnajökli mældust 11 skjálftar. Þar af voru sex í Grímsvötnum.
Einn skjálfti mældist í Bárðarbungu og tveir skjálftar norður
af Skeiðarárjökli.
Norðurgosbeltið
Askja og Herðubreið
Einn skjálfti mældist við Öskju og sjö skjálftar við Herðubreið, sá stærsti 2.6 að stærð.
Tjörnesbrotabeltið
Alls mældust tæplega 60 sjálftar á Tjörnesbrotabeltinu. Þar af vorum tæplega 10 á Grímeyjar misgenginu og tæplega 50 skjálftar á Húsavíkur og Flateyjarmisgenginu. Lítil hrina varð þar milli 19. og 20. Nóvember og mældust alls 115 skjálftar.
Skjálftalistiviku 46