Jarðskjálftayfirlit

Jarðskjálftavirkni á öllu landinu er lýst í yfirliti sem birt er mánaðarlega á vefnum (frá september 2024). Náttúruvársérfræðingur skrifar yfirlitið sem birt er í annari viku hvers mánaðar. Þar er farið yfir virkni vikunnar á öllum jarðskjálftasvæðum og í eldstöðvarkerfum á landinu. Ef jarðskjálftahrinur eru í gangi, stærri skjálftar eða aðrir markverðir atburðir hafa orðið í vikunni er fjallað sérstaklega um það.

Mánaðaryfirlit

Skjálftavirkni 2.-8. október, vika 40, 2023

Ríflega 1100 skjálftar mældust á mælakerfi Veðurstofunnar í þessari viku og hafa um 750 skjálftar verið yfirfarnir. Þessi vika var rólegri en vikan á undan þegar mældust tæplega 1900 skjálftar og munar þar mest um fjölda skjálfta á Reykjanesi. Stærsti skjálfti vikunnar var 4,9 að stærð og varð hann í Bárðarbungu miðvikudaginn 4. október.

Nánar má skoða skjálftavirkni hér: Skjálfta Lísa


Reykjanesskagi og Reykjaneshryggur

Þessa vikuna var mest virkni á Reykjanesskaganum við Fagradalsfjall, Sundhnúkagígaröðina og á svæðinu frá Keili að Kleifarvatni. Tveir skjálftar mældust yfir þremur, einn 3,3 að stærð við Kleifarvatn 5. október og annar 3,2 að stærð við Sundhnúkagígaröðina. Skjálftahrina sem var í gangi við Eldvörp fyrir viku síðan virðist yfirstaðin. Á Reykjaneshrygg rétt utan við Reykjanestá mældist lítil skjálftahrina þriðjudaginn 3. október. Stærsti skjálftinn þar var 3,2 að stærð.

Vesturgosbeltið

Rólegt var á Vesturgosbeltinu þessa vikuna. Um 20 skjálftar mældust við Skjaldbreið og heldur áfram að draga úr virkni þar. 5 skjálftar mældust rétt suðvestan við Hvítárvatn á svæði sem hefur ekki verið mjög virkt í gegnum tíðina. Í vestari hluta Vatnajökuls voru líka örfáir skjálftar.

Suðurlandsbrotabeltið og Hengilssvæðið

Á Hengilssvæðinu var dreifð virkni. Þar mældust m.a. skjálftar í Þrengslunum og þar í kring, í Húsmúla og á Ölkelduhálsi. Á Suðurlandsbrotabeltinu mældust víða skjálftar, m.a. við Hestfjall og vestast á beltinu.

Mýrdalsjökull og Torfajökull

Í Mýrdalsjökli mældust um 30 skjálftar, svipað og vikuna á undan. Í Torfajökli mældust um 10 skjálftar, flestir vestarlega í öskjunni.

Vatnajökull

Í Vatnajökli var mest virkni í Bárðarbungu og í Grímsvötnum. Einnig mældust þrír skjálftar í Öræfajökli og tveir í Kverkfjöllum. Við Þórisvatn mældist einn skjálfti.

Norðurgosbeltið

Skjálftavirkni við Öskju og Herðubreið var mjög svipuð og vikuna á undan, tæplega 30 skjálftar mældust. Í Kröflu mældust um 10 skjálftar og svipað við Þeistareyki.

Tjörnesbrotabeltið

Rólegt á Tjörnesbrotabeltinu þessa vikuna. Helsta virknin var við Grímsey, Kópasker og úti fyrir Eyjafirði. Úti á Kolbeinseyjarhrygg mældust tveir skjálftar.


Skjálftalisti_viku_40




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica