Vikulegt jarðskjálftayfirlit

Jarðskjálftavirkni á öllu landinu er lýst í vikuyfirliti sem birt er á vefnum. Náttúruvársérfræðingur á vakt skrifar vikuyfirlitið sem birt er á þriðjudögum. Þar er farið yfir virkni vikunnar á öllum jarðskjálftasvæðum og í eldstöðvarkerfum á landinu. Ef jarðskjálftahrinur eru í gangi, stærri skjálftar eða aðrir markverðir atburðir hafa orðið í vikunni er fjallað sérstaklega um það.

Vikuyfirlit

Jarðskjálftayfirlit 31. viku – 31.júlí. - 6. ágúst 2023


Reykjanesskagi og Reykjaneshryggur. 

Um 295 jarðskjálftar voru staðsettir á Reykjanesskaga í vikunni og hafa um 165 verið yfirfarnir. Skjálftarnir voru nokkuð dreyfðir um skagann en flestir röðuðu sér í grennd við kvikuganginn milli Litla Hrúts og Keilis, við Kleifarvatn og á Reykjanes tánni. Þann 5.ágúst fór óróinn við eldgosið við Litla-Hrút að minnka og sömuleiðis virknin í gígnum. Um klukkan 15 sama dag hætti virknin alveg í gígnum. Um 90 skjálftar mældust við kvikuganginn, flestir við Keili. Um 65 skjálftar mældust við Kleifarvatn. Rúmlega 60 skjálftar mældust við Reykjanestá og rétt utan við land. Um 25 skjálftar mældust á Reykjaneshrygg.

Suðurland 

Rúmlega 40 jarðskjálftar mældust á Suðurlandi í vikunni sem er svipaður fjöldi og í síðustu viku. Þeir voru nokkuð dreyfðir um suðurlandsbrotabeltið.

Norðurland 

Á Tjörnesbrotabeltinu mældust um 165 skjálftar sem eru heldur fleiri en í síðustu viku þegar um 70 skjálftar mældust. Um 90 skjálftar mældust á Grímseyjarbeltinu og rúmlega 50 á Eyjafjarðarálnum. Fimm skjálftar mældust út fyrir á Kolbeinseyjarhrygg og mældist stærsti skjálftinn 3.5 að stærð en hann var jafnframt stærsti sjkálfti vikunnar. Rúmlega 10 skjálftar mældust á norðurgosbeltinu.

Miðhálendið

Um 15 skjálftar mældust í Vatnajökli í vikunni þar af tveir í Bárðarbungu og tveir við Grímsfjall.

Um 40 skjálftar mældust í Öskju sá stærsti 2.7 að stærð. Um 65 smáskjálftar urðu við Herðubreið og næsta nágrenni.

Mýrdalsjökull og Torfajökulssvæðið

Í Mýrdalsjökli mældust tæplega 35 skjálftar, flestir innan öskjunnar en sá stærsti mældist 2.5 að stærð þann 1.ágúst.

Um 20 sjálftar mældst á Torfajökulssvæðinu, sá stærsti 1.9 að stærð.

Vesturgosbeltið 

Áframhaldandi virkni var SA af Skjaldbreið í vikunni og mældust um 160 skjálftar, stærsti sjálftinn reyndist 2.3 að stærð þann 1.ágúst.

Skjálftalistiviku 31


Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica